Dagur - 28.10.1995, Qupperneq 3
FRETTIR
Laugardagur 28. október 1995 - DAGUR - 3
Kartöflur seldar í verslunum langt undir framleiðslukostnaði:
Kaupmennirnir hafa
pressað verðið niður
- segir
Ákveðið verðstríð hefur geysað
milli kartöfluframleiðenda að
undanförnu og hefur t.d. mátt fá
2 kg poka í KEA-Nettó á 45
krónur en hann hækkaði síðan á
þriðjudag í 75 krónur. Kartöfl-
urnar eru eingöngu af Eyjafjarð-
arsvæðinu. Júlíus Guðmunds-
son, verslunarstjóri, segir að
rekja megi ástæðu þessa verð-
falls til þess að framleiðendur
eru að koma sinni framleiðslu á
markaðinn og á meðan bjóða
þeir kartöfluverðið niður hver
fyrir öðrum.
Sigurlaug Eggertsdóttir á Ashóli í Grýtubakkahreppi
Uppskeran í Eyjafirði er heldur
lakari nú í ár en hún var haustið
1994 en verðlagning kartaflna
hefur ekki ráðist af því undanfarin
ár hvort uppskeran hefur verið
góð eða slæm, tíföld eða meira
eða minna.
Sigurlaug Eggertsdóttir á Ás-
hóli í Grýtubakkahreppi segir að
uppskeran í haust hafi verið svip-
uð og haustið 1994. Uppskem-
horfur hafi ekki verið bjartar
framan af sumri en síðan hafi ræst
úr því, ekki síst í veðurblíðu sem
var um tíma í haust. Markaðshorf-
Sléttunúpur ÞH-272:
Fékk 43 milljóna
króna úreldingarstyrk
úr Þróunarsjóði
Útgerðarfyrirtækið Jökull hf.
á Raufarhöfn keypti í maí-
mánuði í vor 138 tonna bát,
Gústa í Papey, fyrir 170 millj-
ónir króna, sem síðan fékk
nafnið Sléttunúpur ÞH-272.
Gunnlaugur Júlíusson, sveit-
arstjóri Raufarhafnarhrepps
og stjórnarformaður Jökuls
hf., segir það aldrei hafa verið
ætlun útgerðarinnar að eiga
skipið til langframa en honum
hafi fylgt góður kvóti sem í
upphafi yfírstandandi fisk-
veiðiárs var 446 þorskígildis-
tonn, þar af 120 tonn af
þorski og 260 tonn af rækju.
Markmiðið liafi verið að ná
af honum kvótanum og fáist
þokkalegt verð fyrir bátinn auk
úreldingarinnar fáist kvótinn á
ásættanlegu verði. Þróunarsjóð-
ur sjávarútvegsins hefur sam-
þykkt beiðni útgerðarinnar um
úreldingu að upphæð krónur
42.920.000 og gildir það til
loka nóvembennánaðar. Þreifað
hefur verið fyrir um sölu á bátn-
um, bæði hérlendis og erlendis.
Sléttunúpur ÞH fer nú á
rækjuveiðar og landar aflanum
hjá Söltuntirfélagi Dalvíkinga
hf. og útvegar rækjuverksmiðj-
an bátnum kvóta til veiðanna.
Gunnlaugur Júlíusson segir
ekki Ijóst hvort keypt verði ann-
að skip fyrir Sléttunúp ÞH, það
ntál sé í skoðun en ekkert skip
sé í sigtinu enn sem komið er,
hvað sem síðar kann að verða.
Jökull hf. á tvö önnur skip,
togarann Rauðanúp ÞH-160,
sem er á karfaveiðum á Skerja-
dýpi og línubátinn Atlanúp ÞH-
270, sem er 200 tonn að stærð,
sem verið er að gera kláran á
línuveiðar og verður hann á
þeim veiðum a.rn.k. til febrúar-
loka, þ.e. meðan á línutvöföld-
un stendur. Aflinn er frystur um
borð og verður lionum landað á
Raufarhöfn eða á Fáskrúðsfirði
meðan báturinn stundar veiðar
sunnarlega við Austfirðina. GG
Utvarp VMA góðan daginn!
Nú er nokkur reynsla komin á Útvarp VMA, sem er lil húsa í Verk-
menntaskólanum á Akureyri, og er rekið á kostnað og ábyrgð nemenda-
ráðs skólans. Talsmenn útvarpsins láta vel af og þeir eru vel ánægðir
með þær viðtökur sem útvarpsstöðin hefur fengið. Sent er út á FM-tíðn-
inni 104,9 á skólatíma alla virka daga og einnig á laugardögum.
Þegar ljósmyndari Dags leit inn á Útvarp VMA í vikunni voru þeir
Amar Þór Ómarsson og Konráð Logi Fossdal við útsendingarborðið.
óþh/Mynd:BG
ur fyrir kartöflubændur á Norður-
landi ættu að vera þokkalegar því
uppskeran á Suðurlandi var mjög
misjöfn, sums staðar góð en á öðr-
um stöðum brást hún nokkuð.
„Það hefur geysað visst verð-
stríð milli kartöflubænda að und-
anfömu en það em kaupmennimir
sjálfir sem hafa pressað verðið
niður, ekki framleiðendur. Við hér
á Áshóli létum ekki frá okkur
kartöflur á þessu gjafverði, tökum
ekki þátt í því að selja kartöfur
langt undir framleiðslukostnaði.
Ég álít að framleiðsluverð sé
kringum 60 krónur og því vona ég
að þetta verð hafi bara verið eitt-
hvað skot sem ekki verði endur-
tekið. Ég vona því að við fáum
sanngjamt verð fyrir framleiðsl-
una þegar fram í sækir,“ segir Sig-
urlaug Eggertsdóttir.
Sigurlaug álítur að innanlands-
framleiðslan anni ekki eftirspum
allt árið, grípa verði til innflutn-
ings, en það ráðist að mestu af því
hversu mikið kemur upp úr kart-
öflugörðunum á Suðurlandi, ekki
síst í Þykkvabæ. GG
„Oeðlilegt aö úr-
skurður ráðuneytisins
hafi ekki borist
sveitarstjórninni"
Úrskurður félagsmálaráðuneyt-
isins við kæru þriggja bænda í
Þórshafnarhreppi vegna ákvörð-
unar hreppsnefndarinnar að
leysa íjallskilanefndina frá störf-
um þar sem hún taldi fullreynt
að hún gæti sinnt sínum störfum
vegna innbyrðis ósamkomulags,
hefur enn ekki borist sveitar-
stjórninni þrátt fyrir að hún hafi
verið lesin kærendunum fyrir
rúmri viku síðan. Félagsmála-
ráðuneytið mun hafa staðfest
ákvörðun sveitarstjórnarinnar.
Jóhann A. Jónsson, oddviti
Þórshafnarhrepps, segir það mjög
óeðlilegt að úrskurður félagsmála-
ráðuneytisins skuli ekki hafa enn
borist sveitarstjóminni, ekki síst í
ljósi þess að félagsmálaráðherra
sjálfur hafi kynnt einum kærend-
anna, Ágústi Guðröðarsyni á
Sauðanesi, niðurstöður ráðuneyt-
isins. Þar sé ekki gætt réttlætis.
„Þetta mál var unnið af okkar
hálfu með lögfræðingi félagsmála-
ráðuneytisins áður en til aðgerða
af okkar hálfu kom. Það hefur leg-
ið fyrir allan tímann að kæran átti
ekki við nokkur rök að styðjast
vegna þess að sveitarstjórn hefur
öll umboð til að taka á málum sem
þessum með þeim hætti sem hún
gerði. Það er á okkar ábyrgð að
koma lagi á þessa hluti sem em
gömul vandamál. Það liggur ekk-
ert fyrir um það hvenær ný fjall-
skilanefnd verður skipuð, sveitar-
stjómin fer sjálf með þessi mál og
það er mjög ólíklegt að það verði
á næstunni. Ef það er ekki sátt um
þessi hluti meðal þeirra hags-
munaaðila sem þar eiga mestra
hagsmuna að gæta, þ.e. bænda, þá
Jóhann A. Jónsson.
ber sveitarstjóm þá ábyrgð að
halda lögum og reglum í heiðri og
það er því eðlilegt að hún beri þá
ábyrgð áfram að sinni,“ sagði Jó-
hann A. Jónsson. GG
Gilfétagiö:
Vill viður-
kenningu á
framlagi
Á fundi bæjarráðs Akureyrar
í fyrradag voru lögð fram tvö
bréf dags. 20. október sl. frá
Giifélaginu - samtökum
áhugafólks um listamiðstöð í
Grófargili - ásamt ársreikn-
ingi félagsins 1994 og milli-
uppgjöri dags. 19. september
sl.
í öðru bréfinu telur félagið
sig hafa að fullu lokið fram-
kvæmdum við gestavinnustofu
og fjölnotasal í Kaupvangs-
stræti 23 í samræmi við samn-
ing við Akureyrarbæ dags. 9.
febrúar 1994 og viljayfirlýs-
ingu dags. sama dag. Framlag
sitt til framkvæmdanna telur
félagið að nemi kr. 4,74 millj.
á verðlagi október 1995 og
leitar eftir því að það verði
viðurkennt.
Með tilvísun til viljayfirlýs-
ingarinnar tilnefnir bæjarráð
Magnús Garðarsson, tækni-
fræðing, í nefnd til þess að
meta framlag Gilfélagsins.
Hinu bréfinu fylgja hug-
myndir Gilfélagsins um nýt-
ingu Ketilhússins í tengslum
við listamiðstöðina í Grófargili
og lýsir félagið sig reiðubúið
til þess að hefja samningavið-
ræður um framkvæmdir þar.
Bæjarráð vísaði þessu er-
indi til menningarmálanefndar
til umsagnar. óþh
Arnarneshreppur:
Fé fennti og
nautgripa
saknað
Þrjátíu kindur ffá bænum
Litlu-Brekku í Arnames-
hreppi fennti og drápust í
áhlaupinu fyrr í vikunni.
Bændur á nokkrum öðrum
bæjum í Arnarneshreppi
urðu fyrir búsifjum af sömu
sökum.
„Þessar kindur fennti ein-
faldlega í krapaelgnum. Nei,
ég hef engar tryggingar gagn-
vart tjóni sem þessu og verð
því að bera skaðann sjálfur.
Almennt taka bændur ekki fé á
hús fyrr en um áramót sé tíðin
góð. Menn voru ekkert farnir
að huga að því að taka féð inn,
svo gott hefur veðrið verið að
undanfömu," sagði Brynjar
Finnsson, bóndi í Litlu-
Brekku, í samtali við Dag.
Bændur á bæjunum Þrastar-
hóli og Syðra-Koti leituðu í
gær kinda sem voru úti í
áhlaupinu og sömuleiðs var
saknað átta nautgripa frá
Spónsgerði. -sbs.
Fyrirtæki til sölu:
Teiknistofa í fullum
rekstri til sölu.
Hentar vel fyrir einn ti1 tvo.
Til greina kemur að selja hlutafélagið með eða án bún-
aðar.
Upplýsingar í síma 461 2090 og eftir kl. 20 í síma 461
1550.