Dagur


Dagur - 31.10.1995, Qupperneq 7

Dagur - 31.10.1995, Qupperneq 7
Þriðjudagur 31. október 1995 - DAGUR - 7 Handknattleikur: Nógaðgerahjá Stefáni og Rögnvald Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson, milliríkja- dómarar í handknattleik, munu hafa í nógu að snúast á næstu vikum. Þeir munu dæma leik Sviss og Þýskalands í Evrópukeppninni, sem fram fer í Basel nk. föstudagskvöld. Síðan dæma þeir báða leiki Marseille frá Frakklandi og Baia Mere frá Rúmeníu, sem leiknir verða 10. og 12. nóvember. Fyrri leikurinn fer fram í Marse- ille en sá síðari í Mónakó. Helg- ina eftir halda þeir síðan til Nor- egs til að dæma leik Larvik við Radnicki Belgrad frá Júgóslavíu í EHF-keppni kvenna. Karfa - Úrvalsdeild: BowogWilliams skora flest stig Jonathan Bow úr KR og Fred Williams úr Þór hafa skor- aðflest stig að afloknum átta umferðum í úrvaldsdeildinni í körfuknattleik. Alls eru fjórir leikmenn komnir yfir 200 stig- in en það eru þeir Bow, sem er með 225 stig, Williams með 219, Michael Thoele hjá Breiðabliki með 218 stig og John Torrey úr Tindastóli með 210 stig. Njarðvíkingurinn Teitur Ör- lygsson hefur skorað flest stig íslenskra leikmanna, 188 talsins og Herbert Amarsson er með 177 stig fyrir ÍR. Þórsarinn Kristinn Friðriksson er í tólfta sæti stigalistans en hann hefur skorað 150 stig. Blak: KA-menn á botninum KA er í neðsta sæti í 1. deild karla í blaki eftir leiki helgar- innar. KA-liðið, sem er mjög ungt, mátti þola tvö töp í leikj- um helgarinnar gegn Þrótti Reykjavík, syðra. Báðum leikjunum lyktaði með 3:1 sigri heimamanna, 15:6, 15:9, 13:15 og 15:10 í fyrri leiknum og 15:8, 15:18, 12:15 og 15:10 í þeim síðari. Þróttur er í efsta sæti ásamt Stjömunni. Bæði liðin hafa hlotið tólf stig, Þróttur eftir fjóra leiki en Stjarnan eftir fímm. ÍS hefur níu, HK og Þróttur Neskaupstað sex og KA með þrjú stig eins og áður sagði. „Þessir leikir voru eins og við var að búast. Það var ágætt að ná tveimur hrinum úr þeim, þau stig geta orðið okkur mikil- væg þó vissulega hefði verið betra að ná fleiri. Liðið fer batn- andi með hverjum leik og slæmu kaflamir verða alltaf styttri og styttri. Við vissum þó að þetta yrði erfitt hjá okkur fram að jól- um,“ sagði Pétur Ólafsson, fyrir- liði KA. Hart barist Það var oft hart barist í leikjum helgarinnar í handknattleiknum. Bikarmeistarar KA hófu titilvörnina á sann- færandi hátt og Þórsarar fóru einnig létt í gegnum umferðina. Myndin hér að ofan er reyndar úr deildarleik Þórsara gegn Armanni og sjá má af brögðum Armenningsins að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera handknattleiksmaður. Mynd: BG Knattspyrna - Áhorfendur: Flestir sáu leiki ÍA - að meðaltali 536 á heimaleikjum Leifturs Leikir ÍA og KR voru langbest sóttu leikirnir í 1. deild karla í knattspyrnu síðasta sumar. Rúmlega tíu þúsund manns greiddu aðgangseyri að heima- leikjum ÍA eða að meðaltali 1121 áhorfandi á leikjunum níu og 1022 áhorfendur voru að meðaltali á KR-vellinum, þar sem mesta aðsóknin var að ein- stökum leik, 2070 áhorfendur á leik liðsins gegn í A. Meðaltalsaðsókn að leikjum Leifturs í Ólafsfirði var 536 áhorf- endur, best var aðsóknin gegn ÍA, 901 áhorfandi, en minnstur var áhuginn í síðasta leik liðsins, gegn FH þar sem aðeins 366 áhorfendur greiddu aðgang. Alls seldu Leift- ursmenn 4828 miða á leiki liðsins í Ólafsfirði og fengu fimmtu Handknattleikur - Bikarkeppni: Norðanliðin komin í sextán liða úrslitin Öll þrjú liðin af Norðurlandi, KA, Þór og Völsungur komust áfram í 32-liða úrslitum í bikar- keppninni í handknattleik, sem fram fór um helgina. Fimm fyrstudeildarlið heltust úr lest- inni, Haukar, ÍR, KR, Stjarnan og Grótta. Sjö 1. deildarlið eru eftir í pottinum, íjögur lið úr 2. deild og fjögur lið sem keppa i b- liðakeppninni. Einum leik er ólokið, viðureign BÍ og Vals, sem frestað var vegna atburð- anna á Flateyri. Dregið verður í sextán liða úr- slitin í leikhléi á leik íslands og Rússlands, sem fram fer í Kapla- krika annað kvöld. Annars urðu úrslit þessi í leikj- um umferðarinnar. Haukar-FH 21:28 Fram-ÍR 20:19 Stjaman-Afturelding 29:33 Breiðablik-Fjölnir 32:26 ÍH-KR 28:22 Völsungur-Ármann 23:20 Fylkir-HK 3:31 ÍBV-ÍRB 46:30 Víkingur - ÍBV B 33:25 Þór-Valur Rf. 34:22 Keflavík-Afturelding B 25:29 Víkingur B-FH B 24:22 Grótta B-Höttur 42:21 Grótta-KA 24:32 BÍ-Valur frestað Selfoss-Reynir S. Selfoss áfram Reynir dæmt úr leik eftir að liðið dró sig út úr bikarnum. Atta lið eru komin áfram í bik- arkeppni kvenna en það eru FH, Fram, KR, ÍBV, Haukar, Valur, Víkingur, Fylkir og Stjaman. Vill fá Valsara „Ég vona að við fáum erfiða and- stæðinga næst, í sextán liða úrslit- unum. Það er ósk mín að fá Vals- menn,“ sagði Ásmundur Amars- Ásmundur Arnarsson var drjúgur fyrir Völsunga gegn Ármanni í bik- arkeppninni. son, leikmaður Völsungs eftir sig- urinn gegn Ármanni. „Þetta gekk alveg ágætlega hjá okkur og það var mjög gaman að koma heim og spila með gömlu félögunum. Ég hef lítið æft hand- bolta að undanfömu og það kom mér eiginlega á óvart hvað ég gat kastað og gripið," sagði Ásmund- ur. Karfa- Sætaferðir til Sauðárkróks Þórsarar munu gangast fyrir sæta- ferðum á leik liðsins gegn Tinda- stóli í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, sem fram fer á Sauðárkróki í kvöld. Lagt verður af stað frá Hamri, félagsheimili Þórs, klukkan 17:30 en leikur liðanna hefst klukk- an 20. Karfa: Jón Kr. þjálfar landsliðið Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- maður Keflavíkur, var í gær ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í körfu- knattleik. Jón sem tekur við starfinu af Torfa Magnússyni, skrifaði undir samning fram yfir Evrópukeppnina, sem fram fer í lok maí á næsta ári. Island leikur í undanriðli keppninn- ar, þar sem sex þjóðir berjast unr tvö laus sæti sem gefa rétt til þátttöku í riðlakeppninni. Körfuboltasambandið hefur að undanfömu verið að falast eftir æf- ingaleikjum í vetur en lítið hefur komið út úr þeirri málaleitan, enn sem komið er. ogKR mestu aðsókn liðanna á leiki sína, ÍA, KR, Fram (709) og Valur (576) fengu fleiri áhorfendur. Áhorfendur vom færri á leikjum annarra liða, minnst aðsókn var að heimaleikjum Breiðabliks, að meðaltali 280 áhorfendur greiddu miðaverðið. Alls greiddu 54.550 sig inn á leiki sumarsins, 606 á leik en þeir voru 632 árið 1994. Minnsta að- sókn sumarsins var á leik Breiða- bliks og Keflavíkur, þar sem 105 áhorfendur borguðu sig inn. Þá var greinilegt að minnstur áhugi var fyrir tveimur síðustu umferð- um deildarinnar, 1972 áhorfendur fylgdust með 17. umferðinni en flestir voru á leikjum þriðju um- ferðar, 4347. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.