Dagur - 31.10.1995, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 31. október 1995
ÍÞRÓTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
United saxar á forskotið
Manchester United saxaði að-
eins á forskot Newcastle um
helgina með því að vinna Midd-
lesbrough á laugardaginn.
Newcastle heimsótti Tottenham
á sunnudag og náði aðeins jafn-
tefli. Forskot þeirra svörtu og
hvítu er því komið niður í tvö
stig. Liverpool skaust upp í
þriðja sætið með glæsilegum
sigri á Manchester City, 6:0.
Það var líf í leik United og
Middlesbrough á Old Trafford.
Bryan Robson, snéri aftur til
Manchester til að mæta sínum
gömlu félögum með lið sitt, sem
komið hefur skemmtilega á óvart í
vetur. Roy Keane, leikmaður Un-
ited, var rekinn af leikvelli eftir
hálftíma leik fyrir að lemja Norð-
manninn Jan Age Fjörtoft en það
kom ekki að sök. Gary Pallister,
fyrrum leikmaður Middlesbrough,
og Andy Cole skoruðu sitt hvort
markið og tryggðu United sigur-
inn.
Newcastle náði ekki að sigra í
leik sínum gegn Tottenham á
White Hart Lane. Chris Arm-
strong hefur fundið réttu leiðina í
markið og liann kom Tottenham
yfir með skallamarki í fyrri hálf-
leik en Frakkinn David Ginola
jafnaði fyrir Newcastle fljótlega
eftir hlé.
Liverpool og Manchester City
mættust í deildarbikarkeppninni í
Úrslit
Úrvalsdeild
Aston Villa-Everton 1:0
1:0 Dwight Yorke (76.)
Blackburn-Chelsea 3:0
1:0 Tim Shcrwood (39.)
2:0 Alan Shearer (49.)
3:0 Mike Newell (57.)
Leedsd-Coventry 3:1
0:1 Pion Dublin (12.)
1:1 (iary McAllister (40.)
2.1 Gary McAllister (43.)
3:1 Gary McAllister (89. víti)
Livcrpool-Man. City 6:0
1:0 Ian Rush (3.)
2:0 Jamie Kedknapp (5.)
3:0 Robbie Fowler (47.)
4:0 Neil Ruddock (S3.9
5:0 Robbie Fowler (60.)
6:0 lan Kush (64.)
Man. Utd.-Middlesbrough 2:0
1:0 Gary I’aliister (40.)
2:0 Andv Cole (87.)
Rautt spjald: Roy Keane,
Man. Utd. (30.)
QPR-N. Forest 1:1
0:1 Jason Lee (46.)
1:1 Trevor Sinclair (80.)
Sheff. Wed.-West Ham 0:1
0:1 Iain llowie (40.)
Wimbledon-Soulhampton 1:2
0:1 Neil Shipperlev (9.)
1:1 Jason F.uell (63.)
1:2 Neil Shipperley (74.)
Kautt spjald: Scott Fitzgerald,
Wimbledon (85.)
Tottenham-Nevvcastle 1:1
1:0 Chris Armstrong (21.)
1:1 David Ginola (47.)
Staðan
Newcastle 119 1 127: 8 28
Man. Utd. 11 82 1 23:11 26
Liverpool 11 7 22 24: 8 23
Arsenal 10 63 1 15: 5 21
N. Forest 11 5 60 19:12 21
Middlesbrough 11632 11: 621
Aston Villa 116 2 3 13: 8 20
Leeds 11 6 23 17:13 20
Tottenham 11 443 16:1416
Chelsea 11 434 11:1415
Blackburn 1142516:15 14
West Ham 11 344 10:12 13
ShelT. Wed. 11326 9:13 11
QPR 1131710:17 10
Wimbledon 1131710:17 10
Everton 1123612:16 9
Southampton 11 236 11:20 9
Coventry 11 1 4 68:21 7
Bolton 10127 11:22 5
Man. City 110293:21 2
- Liverpool kaffærði Manchester City á Anfield Road
miðri síðustu viku og þá sigraði
Liverpool 4:0. Gamla brýnið Ian
Rush heldur dýrasta leikmanni
Bretlandseyja, Stan Collymore, úti
úr byrjunarliði þeirra rauðklæddu
og hann skoraði tvö mörk á Anfi-
eld. Robbie Fowler heldur sínu
striki og skoraði einnig tvö mörk
og Jamie Redknapp og varamað-
urinn Neil Ruddock settu sitt
markið hvor.
Nottingham Forest hefur nú
leikið 24 leiki í úrvalsdeildinni í
röð án þess að tapa. Á laugardag
gerði liðið jafntefli við QPR þar
sem Jason Lee skoraði fimmta
mark sitt á tímabilinu fyrir Forest
og hefur hann fyllt í skarðið sem
Stan Collymore skildi eftir sig.
Mark hans dugði Forest þó ekki til
þriggja stiga því Trevor Sinclair
sannaði snilli sína enn einu sinni
og jafnaði fyrir QPR.
Gary McAllister var í sviðs-
ljósinu þegar Leeds sigraði Co-
ventry. Eftir að Dion Dublin hafði
komið gestunum yfir með skalla-
Gary McAIIister skoraði þrennu fyrir Leeds gegn Coventry.
■ Manchester City hefur fengið fram-
herjann Thomas Christiansen að láni
frá spænska stórliðinu Barcelona. Eins
og nafnið gefur til kynna er Christian-
sen danskur að uppruna en hann er
spænskur ríkisborgari og hefur leikið
nokkra landsleiki fyrir Spán. Hann hef-
ur aldrei náð að festa sig í sessi í aðal-
liði Barcelona og vill nú reyna fyrir sér
í Englandi. City bauðst að fá rúmenska
landsliðsmanninn Gheorghe Hagi lán-
aðann en enska félagið hafði ekki efni
á að borga honum þau laun sem hann
fær hjá Barcelona. í staðinn fékk City
Christiansen, sem er 22 ára, og fékk
hann góð meðmæli frá Johan Cruyff,
þjálfara Börsunga.
■ Óvíst er hvort sala Sheffield Wed-
nesday á rúmenska bakverðinum Dan
Petrescu til Chelsea fyrir 2,3 milljónir
punda verður að veruleika. Félögin
komust að samkomulagi um kaupverð
fyrir tveimur vikum en Petrescu hefur
síðan farið í tvö læknispróf og forráða-
menn Chelsea eru ekki ánægðir með
niðurstöðuna. Síðan félögin sömdu hef-
ur Wednesday gert samning við Rauðu
Stjömuna í Belgrað um kaup á júgó-
slavnesku landsliðsmönnunum Darko
Kovacevic og Dejan Stefanovic fyrir 4
milljónir punda og ef ekkert verður úr
sölunni á Petrescu má búast við að fé-
lagið lendi í vandræðum með að standa
við þá samninga.
■ Kovacevic og Stefanovic era báðir
21 árs og eru í hópi efnilegustu leik-
manna Evrópu. Kovacevic er framherji
og hefur skorað 42 mörk í 45 leikjum
með Rauðu Stjömunni en Stefanovic er
miðvörður. Sheffíeld Wednesday bíður
nú eftir að fá atvinnuleyfi fyrir kappana
og er búist við að það taki nokkum
tíma en David Pleat, stjóri Wednesday,
reynir hvað hann getur til að útvega
það sem fyrst þar sem ítölsk og spænsk
lið hafa einnig sýnt leikmönnunum
áhuga.
■ Líklegt þykir að David Hirst verði
seldur frá Wednesday ef Kovacevic fær
atvinnuleyfi. Honum hefur gengið illa
að skora en vitað er að Everton hefur
áhuga á að fá hann í sínar raðir. Miklar
hræringar eru í herbúðum Wednesday
þessa dagana og í síðustu viku bauð fé-
lagið 1,3 milljónir punda í tengiliðinn
Scott Oakes hjá Luton en því tilboði
var hafnað. Á sama tíma lánaði Wed-
nesday markvörðinn Chris Woods til 1.
deildarfélagsins Reading í einn mánuð.
■ Brasilíski snillingurinn Juninho gat
ekki leikið með Middlesbrough gegn
Manchester United um helgina þrátt
fyrir að vera kominn með atvinnuleyfi í
Englandi. Hann átti eftir að ganga frá
lausum endum í Brasilíu og náði ekki
til Englands tímalega til að leika með
sínum nýju félögum.
■ Fleiri brasilíumenn era sennilega á
leiðinni í enska boltann. Vandræða-
gemsinn Edmundo, sem þykir einn
snjallasti framherji Brasilíu í áraraðir,
verður sennilega seldur til liðs í Evrópu
síðar á árinu eftir að félag hans, Fle-
mengo, lýsti því yfir að hann væri til
sölu. Flamengo vill þó ekki selja kapp-
ann fyrr en tímabilinu lýkur í Brasilíu í
desember. Formaður Flamengo segir
að félagið hafí fengið tilboð í Ed-
mundo, sem gengur jafnan undir gælu-
nafninu Villta dýrið , frá þremur ítölsk-
um félögum, einu spænsku og einu
ensku. Edmundo, sem þekktur er fyrir
að lenda í útistöðum við dómara, sam-
herja og forráðamenn liða, var keyptur
til Flamengo frá Palmeiras fyrir 3,3
milljónir punda í maí sl. en hefur átt í
erfiðleikum með vinna með landsliðs-
framherjanum Romario. Formaður Fla-
mengo sagði einnig að félagið hefði
fengið tilboð frá evrópskum liðum í
kantmanninn efnilega Savio.
■ Markaðurinn fyrir félagsskipti á ítal-
íu er opinn í eina viku í byrjun nóvem-
ber og er talið að tvö ítölsk lið reyni að
kaupa framherjann Andrea Silenzi frá
Nottingham Forest en hann hefur lítið
fengið að leika síðan hann gekk til liðs
við félagið í sumar. Liðin sem um er
rætt eru Inter Milan og Genoa og hefur
framkvæmdastjóri Genoa lýst því yfir
að félagið vilji gjaman skipta á Silenzi
og tékkneska framherjanum Tomas
Skurhavy.
■ Ray Harford, stjóri Blackbum, var í
síðustu viku á leik með varaliði Totten-
ham þar sem hann fylgdist með rúm-
enska Imidsliðsmanninum Ilie Dumitr-
escu. Á síðustu vikum hefur Harford
reynt að kaupa Trevor Sinclair frá
QPR, Neil Heaney frá Southampton og
John Collins frá Celtic en lítið orðið
ágengt. Harford reynir nú að fylla
stöðu vinstri kantmanns vegna langvar-
andi meiðsla Jason Wilcox.
■ Paul Warhurst hefur farið fram á að
vera seldur frá meistaraliði Blackbum
eftir að hafa átt í erfiðleikum með að
komast í aðalliðið. Hann var keyptur
frá Sheffield Wednesday fyrir 2,7
milljónir punda fyrir tveimur árum en
hefur lítið getið leikið síðan vegna
meiðsla.
Aston Villa hefur keypt miðvörðinn
Carl Tiler frá Nottingham Forest fyrir
750.000 pund. Forest keypti Tiler frá
Bamsley fyrir þremur árum fyrir 1,4
milljónir punda og þótti hann þá einn
sá efnilegasti á Bretalndseyjum. Hann
hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá
Forest og neitaði nýjum samningi við
félagið í sumar.
■ QPR hefur hafnað tilboði Leeds í
kantmanninn snjalla Trevor Sinclair.
Bill Fotherby, stjómarfonnaður Leeds,
segir að félagið hafi boðið leikmenn
sem hluta af greiðslu fyrir Sinclair en
því hafi verið hafnað. QPR keypti
kappann frá Bristol Rovers fyrir
600.000 sumarið 1993 og hann þykir
nú koniinn í hóp bestu kantmanna Eng-
lands. Ray Wilkins, stjóri QPR, segir
að hann sé ekki til sölu fyrir minna en
10 milljónir punda og verður því að
teljast líklegt að hann verði áfram í her-
búðum QPR enn um sinn.
■ Enski landsliðsfyrirliðinn David
Platt er tilbúinn í slaginn á ný eftir
meiðsl og lék tvo æfingaleiki með
varaliði Arsenal í síðustu viku.
■ Italska íþróttadagblaðið Corriere
dello sport hefur greint frá því að eig-
andi Inter Milan, Massimo Moratti,
hafi sent aðstoðarmann sinn til Eng-
lands til að kanna áhuga Arsenal á að
kaupa Paul Ince aftur til heimalandsins.
Blaðið sagði að Arsenal hefði þegar
boðið í enska tengiliðinn, sem hefur
gengið illa að aðlagast ítalska boltan-
um.
■ Táningurinn Ian Moore hjá Tranm-
ere hefur verið orðaður við nokkur af
stærstu félögum Englands að undan-
fömu. Moore er 19 ára og hefur leikið
á als oddi í framlínu Tranmere að und-
anfömu. Middlesbrough, Manchester
United, Liverpool og Southampton
hafa öll fylgst vel með stráknum að
undanfömu en ef þau hafa áhuga á
stráksa þá er hann metinn á vel yfir 1
milljón punda. Faðir hans, Ronnie Mo-
ore, er fyrrum leikmaður Tranmere og
var mikil markavél á sínum yngri árum
en hann er nú þjálfari hjá Tranmere.
■ Mark Crossley, markvörður Notting-
ham Forest, gerir sér nú vonir um að
komast í annað hvort skoska eða velska
landsliðið eftir að hafa gefið upp alla
von um að vera valinn í landsliðshóp
Englands. Crossley hefur greinilega
tröllatrú á sjálfum sér og hefur lýst yfir
miklum vonbrigðum með að hafa ekki
verið valinn í enska landsliðhópinn.
marki jafnaði McAllister með
langskoti. Hann kom Leeds yfir
með marki beint úr aukaspyrnu
þremur mínútum síðar og full-
komnaði þrennuna úr vítaspyrnu
einni mínútu fyrir leikslok.
Aston Villa vann Everton og
var það kærkomið eftir að hafa
ekki náð sigri í þremur leikjum í
röð. Það var framherjinn Dwight
Yorke sem tryggði stigin þrjú með
góðu skallamarki undir lok leiks-
ins. Everton gengur illa og hefur
ekki unnið leik frá því í lok ágúst.
Meistarar Blackbum náðu í
mikilvæg stig gegn Chelsea. Tim
Sherwood átti heiðurinn að fyrsta
marki Blackbum en skot hans
hafnaði í Ruud Gullit og fór af
honum í netið. Gullit klikkaði síð-
an á rangstöðuvöminni og það
nýtti markahrókurinn Alan Shear-
er til þess að bæta við öðm marki.
Mike Newell batt endahnútinn á
góðan leik með þriðja marki
Blackbum.
Úrslit
1. deild
Derby-OIdham 2:1
1:0 Robbie Van Der Laan (33.)
2:0 Paul Simpson (49.)
2:1 Scan McCarthy (65.)
Grimsby-Stoke 1:0
1:0 l’aul Groves (51.)
Leicester-Crystal Palace 2:3
0:1 Bruce Dyer (5.)
0:2 David Hopkin (27.)
0:3 Bruce Dyer (68.)
l:3Mark Robins(76.)
2:3 Scott Taylor (80.)
Millwall-WBA 2:1
1:0 Chris Malkin (19.)
1:1 Andy Hunt (21.)
2:1 Uwe Fuchs (59.)
Portsmouth-Watford 4:2
1:0 MarkStimson(lL)
2:0 Mark Stimson (15.)
2:1 Kcvin Phillips (50.)
3:1 Martin Allen (66.)
3:2 Craig Kamage (87.)
4:2 Jimmy Carler (89.)
Reading-Ipswicli 1:4
0:1 Gus Uhlenbeek (43.)
1:1 Stuart Lovell (64.)
1:2 Alex Mathic (67.)
l:3Paui Mason (85.)
1:4 Geraint Williams (90.)
Southend-Huddersiield 0:0
Sunderland-Barnsley 2:1
1:0 Craig Russell (20.)
2:0 Lee Howey (62.)
2:1 Andv Liddell (69.)
Wolves-Sheff. Utd. 1:0
1:0 Steve Bull (37.)
Luton-Charlton 0:1
0:1 Garry Nclson (16.)
Port Vale-Birmingham 1:2
0:1 Paul Tait (7.)
0:2 Steve Claridge
1:2 Andy Portcr (80,/vítI)
Norwich-Trantnere 1:1
1:0 Andy Johnson (10.)
1:1 lan Moorc (46.)
Staðan
Millwall
Birmingham
Leicester
WBA
Sunderland
Tranmere
Norwich
Charlton
Oldham
Grimsby
Ipswich
Barnsley
Huddersfield
Derby
Southend
Wolves
C. Palace
Reading
Stoke
Watford
Portsmouth
Luton
Sheff. Utd.
Port Vale
14842 17:1128
14 743 24:1425
147 4324:18 25
147 34 20:15 24
14662 17:1324
13 5 62 21:13 21
14563 19:1521
14563 18:13 21
14 5 54 19:15 20
145 5 414:15 20
145 45 24:2219
14545 21:27 19
14536 17:20 18
144 64 16:18 18
14536 12:16 18
14455 18:19 17
13 45 416:17 17
14 3 6 5 18:22 15
14365 15:19 15
14 3 5 6 18:21 14
14347 19:23 13
14338 10:17 12
143 29 17:2611
142 5 7 12:1811