Dagur - 31.10.1995, Side 11
Þriðjudagur 31. október 1995 - DAGUR - 11
Skólamál
Samstai-fíð um einstakling-
inn... nemandann
I aðalskrá grunnskóla frá 1989 er
mjög víða vikið að þætti foreldra í
skólastarfi og hvatt til þess að heim-
ili og skóli vinni saman að því að ná
meginmarkmiðum grunnskólanáms,
„til þess að þetta takist þarf
livert foreldrilforráðamaður að fá
tœkifœri til að taka ábyrgan þátt í
skólastarfi. Skólinn á að eiga frum-
kvœði með því að veita heimilum
upplýsingar og leita upplýsinga hjá
foreldrumlforráðamönnuni og sam-
starfs við þá. Starf beggja aðila er
háð þekkingu og gagnkvœmu trausti
og samvinnan þarf að byggjast á
samábyrgð og samstöðu um velferð
hvers nemenda og aðstœðum hans
til menntunar og þroska. “
Samkvæmt þessu má segja að
allt samstarf heimila og skóla miði
að heill og hamingju bamanna í lífi
og starfi. Foreldrar geta auðveldað
skólanum starfið og barninu skóla-
vistina með því að sýna áhuga og
vilja til samstarfs við skólann.
Starfsfólk skólans þarf líka að vera
reiðubúið til að korna til móts við
foreldrana sem treysta þessari stofn-
un fyrir baminu sínu.
Báðir aðilar eru skyldugir til að
taka þátt í samstarfinu. Skóli og
heimili þurfa í sameiningu að skil-
greina verkefnin og verkaskipting-
una og væntingar beggja aðila varð-
andi samstarfið þurfa að liggja ljós-
ar fyrir. Til þess að þetta megi tak-
ast þarf heiðarleika, gagnkvæmt
traust, þolinmæði og tíma. Hvaða
samskiptaleiðir eru notaðar? Hvem-
ig reynast þær? Hvað má bæta?
Foreldraviðtalið
Nú eru framundan í ntörgum skól-
um foreldraviðtöl og ágætt fyrir for-
eldra og nemendur að byrja að und-
irbúa sig fyrir þau. Hefðbundin 10-
15 mínútna einkaviðtöl kennara og
foreldra með/án nemendans einu
sinni til tvisvar á vetri eru sennilega
of lítill tími til að byggja upp gagn-
kvæmt traust og trúnað milli for-
eldra og kennara, einkurn ef kenn-
araskipti eru tíð. Þess vegna er sjálf-
sagt að nota símatíma kennara og
hringja öðru hvoru í skólann til að
spjalla. Ekki bíða þar til eitthvað
kemur uppá, það er yfirleitt erfitt að
þurfa að tala um viðkvæm mál ef
menn hafa aldrei spjallað saman áð-
ur.
Það er ágætt að setjast í róleg- •
heitum með baminu áður en farið er
í foreldraviðtalið. Skoða í skóla-
töskuna, fletta gegnum bækumar og
hlusta á bamið. Hér eru nokkrar
spumingar sem má nota til hliðsjón-
ar þegar málin eru rædd heima og í
skólanum.
• Líkar þér við bekkinn þinn? Attu
vini? Hverjir eru það?
• Kemur þér og kennaranum vel
saman?
• Hvernig er í frímínútum? Inni eða
úti á skólalóðinni
• Nestistímarnir, nestismálin.
• Aðrir tímar, leikfimi, handmennt,
myndmennt, tónlist.
• Hvemig gengur að sameina skóla
og áhugamál, s.s. tónlistamám,
íþróttir?
• Hvað líkar þér best við skólann?
Hvað er skemmtilegast?
• I hverju ertu góður?
• Hvað finnst þér erfitt?
• Er heimanámið of lítið, of mikið,
of auðvelt, of erfitt?
• Finnst þér gott að vinna með öðr-
um í hóp eða viltu heldur vinna
einn?
• Hvernig vinnur þú? Hratt, hægt,
kæruleysislega, vandar þú þig?
• Hverju rnundir þú vilja breyta hjá
þér, persónulega eða í sambandi
við námið?
• Hverju vildir þú breyta í bekkn-
um?
• Hverju mundir þú vilja breyta í
skólanum?
• Hvaða framtíðaróskir áttu, að
hverju stefnir þú í framtíðinni?
Spurningar til að ræða
við kennarann
• Hvað segja aðrir kennarar eða
starfsmenn skólans um barnið?
• Hvemig vegnar barninu í nárni
ntiðað við eigin forsendur, getu?
• Hefur það áhuga á einhverri
námsgrein umfrarn aðrar?
• Hvaða gáfu, hæfileika ætti barnið
að geta ræktað með sér?
• Hvernig er barnið statt félags-
lega?
• Hverjir eru jákvæðir eiginleika
bamsins?
• Hvar þarf barnið að taka sig á?
• Hver ef afstaða nemandans til
skólans að mati foreldra, að mati
kennara?
• Hvað virðist ganga vel í skólan-
um að mati foreldra, kennara?
• Hvemig gengur heimanámið?
• Hvemig er með félaga/vini?
• Spumingar um námið, samk-
skipti, vinnuaðferðir o.s.frv.
Foreldraviðtalið er ómetanleg
samskiptaaðferð og nauðsynlegt
fyrir bæði foreldra, kennara og nem-
andann að það sé vel undirbúið og
því sem þar er ákveðið sé fylgt eftir.
Þannig getum við best tryggt að
markmiðum grunnskólalaga sé náð.
Unnur Halldórsdóttir.
LANDSSAMTÖKIN
HEIMILI OG SKÓLI
Sunnudaginn 29. október efndi Tón-
listarfélag Akureyrar til tónleika í
Safnaðarheintili Akureyrarkirkju.
Tónlistarmennirnir, sem mættir voru
til leiks, voru félagamir í kvartettnum
Kuran Swing; þeir eru Szymon Kur-
an, fiðluleikari, Björn Thoroddsen,
sem leikur á sólógítar, Ólafur Þórðar-
son, sem leikur á ryþmagítar, og
Bjarni Sveinbjömsson, kontrabassa-
leikari, sem kemur í stað Þórðar
Högnasonar, sem ásamt hinum fyrst-
nefndu þrem er einn stofnenda kvart-
ettsins.
Kvarteltinn var stofnaður árið
1989. Hann vakti þegar mikla athygli,
enda valinn maður í hverju rúmi.
Kvartetlinn hefur komið fram í út-
varpi og sjónvarpi, haldið tjölda tón-
leika, gefið út plötur og hyggur nú á
tónleikaferð til Norðurlanda og Pól-
lands, sem er upprunaland Szymons
Kurans.
Szynton Kuran átti rnargar frábær-
ar lotur á tónleikunum í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju. Hann fór á
kostum þegar í fyrsta laginu, sem var
Gin og tonic eftir Ólaf Þórðarson. í
þessu lagi beitti Szymon Kuran fyrir
sig sígaunalegum tilþrifum, sem hann
nýtti einnig í öðrum lögum, svo sem
lagi, sem Ölafur Þórðarson, kynnir á
tónleikunum, kallaði Nonnalag. Tor-
velt er að gera upp á milli sólóa
Szymons Kurans. Hann fór á kostum í
sem næst hverju lagi í lagrænum og
hrífandi leik. Sérstaklega má þó geta
Lullabye of Birdland, lags eftir Björn
Thoroddsen, sem Ólafur kallaði Gróð-
ursetningarlagið, Autumn Leaves, þar
sem samleikur fiðlu og sólógítars var
Sveifla Kurans Swings
magnaður, lagsin Römm er sú taug
eftir Ólaf Þórðarson og laganna Sweet
Georgia Brown og Flintstones, sem
leikin voru á miklum hraða,
lagi tónleikanna, Svörtu augunum.
Ólafur Þórðarson lék af öryggi á
ryþmagítarinn og brást hvergi. Kynn-
ingar hans voru einnig liprar og
leiddi glögglega í ljós mikið öryggi og
fæmi fiðluleikarans.
Bjöm Thoroddsen sýndi á sama
hátt glæsitilþrif í leik sínum. Hann,
ekki síður en Szymon Kuran, hefur
gott lag á því að spinna á fjölbreyttan
og lagrænan hátt, eins og vel kom
fram í nálega hverju lagi, sem kvart-
ettinn flutti á tónleikunum 29. októ-
ber. Nefna má til dæmis Gróðurset-
ingarlagið, máttugt sóló í Autumn
Leaves, góð tilþrif í hinum hraða
flutningi Flintstones og ekki síst fal-
lega unninn leik um laglínuna í auka-
TONUST
HAUKUR ACUSTSSON
SKRIFAR
áheyrilegar, enda hann gamalreyndur
á því sviði.
Bjama Sveinbjömsson, kontra-
bassaleikara, hefur ekki borið fyrir
eyru undirritaðs fyrr en á umræddum
tónleikum Kurans Swings. Hann á að
baki hljóðfæraleik í ýmsum dægur-
lagahljómsveitum og hefur greinilega
ryþmann í blóðinu. Bassaleikur hans
var öruggur, en fyrir kom, að hann
væri ekki alveg tónhreinn svo sem í
fyrsta laginu: Gin og tonic. Víða náði
Bjarni góðurn tökum í sólóum, svo
sem í lögunum Stór Bjór eftir Bjöm
Thoroddsen, Hátt uppi, sem Ólafur,
kynnir, sagði vera eftir kvartettinn all-
an og laginu Flintstones.
Eftir hlé, bættist strengjakvartett
við í llutningi þriggja laga. Hér vom á
ferð fjögur ungmenni frá Akureyri og
kallaði Ólafur Þórðarson kvartettinn
Strengjakvartett Norðurlands í kynn-
ingu sinni. Kvartettinn lék áheyrilegt
hlutverk í flutningi laganna þriggja og
stóðu hljóðfæraleikarar hans sig í
heild talsvert niikið vel. Gott væri, ef
þessir tónleikar og þátttaka ungmenn-
anna fjöguna yrði til þess að þau
tækju að æfa sarnan af alvöru og
markvísi. Af leik þeirra á tónleikum
Kurans Swings má ætla, að þau gætu
náð vel sarnan í flutningi sínum.
Tónleikar Kurans Swings voru vel
sóttir og ríkti mikil stemmning. Von-
andi verður þess ekki langt að bíða að
kvartettinn heimsæki Akureyri aftur
og gefi þannig aðdáendum sínuni í
bænum og nærsveitum hans tækifæri
til þess að njóta leiks síns öðm vísi en
af plötum eða í útvarpi.
Vinir mínir nær og fjær!
/
Eg sendi ykkur öllum alúðarkveðjur,
þakkir fyrir heimsóknir, góðar gjafir og
hlýjar kveðjur í tilefni af áttræðisafmæli
mínu þann 14. október sl.
Lifið heil.
TEITUR BJÖRNSSON,
Brún.
Ódýrt þakjárn,
LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR
Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á
hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt og koksgrátt.
TIMBUR OG STÁL HF.
Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607.
441KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
FÉSÝSLA
Vikuna 22.-28. október voru viðskipti
með hlutabréf 16,7 milljónir króna. Mest
voru viðskipti með hlutabréf í eftirtöldum
félögum: Ármannsfelli hf. fyrir 6,6
milljónir króna á genginu 0,90,
íslandsbanka hf. fyrir 2,9 milljónir króna á
genginu 1,23-1,25, Flugleiðum hf. fyrir
2,5 milljónir kró--' á gencmu 2,33-2,37
og íslenc1-? : ilutabreiasjuónum hf. fyrir
. ,o mmjonir króna á genginu 1,39-1,40.
Viðskipti með Húsbréf voru 452 milljónir
króna, Spariskírteini ríkissjóðs 865 millj-
ónir, Ríkisvfxla 1.838 milljónir og Ríkis-
bréf 243 milljónir. Ávöxtunarkrafa Hús-
bréfa lækkaði í vikunni úr 5,84% í 5,69%.
SPARISKIRTEINI
RÍKISS JÓÐS
Tegund K gengi K áv.kr.
92/1D5 1,3532 5,70%
93/1D5 1,2487 5,75%
93/2D5 1,1781 5,70%
94/1D5 1,0718 5,80%
95/1D5 0,9963 5,80%
HÚSBRÉF
Flokkur K gengi K áv.kr.
94/3 0,9923 5,70%
94/4 0,9868 5,70%
95/1 0,9684 5,70%
95/2 0,9471 5,65%
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Kaupg. Ávðxtun 1. okL umfr. verðbólgu síðustu: (%) Sölug. 6 mán. 12 mán.
Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Kjarabréf 5,668 5,927 6,7 7,2
Tekjubréf 1,585 1,601 3,9 5,6
Markbréf 3,216 3,248 9,4 7,4
Skyndibréf 2,269 2,269 4,0 4,1
Fjölþjóðasjóður 1,261 1,300 12,3 •11,3
Kaupþing hf. Einingabréf 1 7,739 7,680 5,9 4,5
Eíningabréf 2 4,341 4,363 3,2 1,0
Einingabréf 3 4,953 5,044 5,9 2,4
Skammtímabréf 2,711 2,711 4,1 3,2
Einingabréf 6 1,361 1,403 35,1 17,1
Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxfarsj, 3,768 3,807 3,8 2,7
Sj. 2 Tekjusj. 2,053 2,074 37 4,6
Sj. 3 Skammt. 2,609 3,8 2,7
Sj. 4 Langt.sj. 1,794 3,8 2,7
Sj. 5 Eignaskdrj. 1,712 1,721 3,4 0,9
Sj. 6 island 1,315 1,354 31,3 25,7
Sj. 7 Pýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. Vaxtabr. 2,669 3,7 3,7
Valbr. 2,502 4,6 4,8
Landsbréf hf. íslandsbréf 1,709 1,740 4,9 4,1
Fjórðungsbréf 1,208 1,225 3,9 4,4
Þingbréf 1,988 2,013 4,7 4,3
ðndvegisbréf 1,782 1,805 3,0 1,8
Sýstubréf 1,763 1,786 4,9 8,1
Reiðubréf 1,631 1,631 4,1 3,4
Launabréf 1,075 1,091 1,8 1,9
Heimsbréf 1,530 1,576 23,0 4,7
HLUTABREF
Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi islands:
Hagst. tilboð
Lokaverð Kaup Sala
Alm. hlulabr.sj. hf. 1,19 1,16 1,21
Auölindarbréf 1,38 1,35 1,41
Eignfél. Alþýðub. 1,08 1,12
Eimskip 5,40 5,38 5,42
Flugleiðir 2,35 2,33 2,37
Grandi hf. 2,38 2,22 2,38
Hampiðjan 3,05 3,00 3,15
Haraldur Böðv. 2,43 2,43 2,47
Hlutabréfasjóðurinn 1,92 1,90 1,924
Hlutabréfasj, Norðurl. 1,46 1,49 1,51
Hlutabréfasj. VÍB 1,32
íslandsbanki hf. 1,24 1,22 1,29
ísl. hlutabréfasj. 1,40 1,36 1,41
Jarðboranirhf. 1,90 1,90 2,10
Kaupfélag Eyf. 2,15 2,15 2,30
Lyfjaverslun Islands 2,05 1,96 2,15
Marel hf. 3,80 3,80 4,10
Olís 2,60 2,60 2,75
Olíufélagið hf. 5,87 5,75 5,99
Síldarvinnslan hf. 3,18 3,11 3,18
Skagstrendingur hf. 3,40 3,25 3,50
Skeljungur hf. 4,00 3,64 3,99
SR mjöl 2,00 1,85 2,00
Sæplast 3,38 3,38 3,45
Útgerðarfélag Ak. 3,10 3,00 3,25
Vinnslustöðin 1,02 0,99 1,00
Þormóður rammi hf. 3,15 3,15 3,40
Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðlnum:
Armannsfell 0,90 0,80 1,00
Bifreiðaskoðun (sl. 2,15 1,00
Hraðfrystihús Eskifjarðar 2,00 1,62 1,90
Isl. sjávarafurðir 1,85 1,56 1,85
(sl. útvarpsfél. 4,00
Pharmaco 7,30 7,50 7,90
Samein. verktakar hf. 7,60 7,55 8,40
Samskip hf. 0,85 0,80
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,20 7,80
Skinnaiðnaður hf. 2,80 2,80 2,90
Softís hf. 6,00
Sölusamb. ísl. fiskframl. 1,77 1,90 2,00
Tollvörug. hf. 1,00 1,00 1,15
Tryggingarmiðsf. hf. 6,00 5,50
Tæknival hf. 1,49 1,52 1,79
Tölvusamskipti hf. 2,20 1,00 2,75
Þróunarfélag islands hf. 1,25 1,25
DRATTARVEXTIR
Október____________________________15,00%
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabr. lán október 11,90%
Verðtryggð lán október 8,90%
LÁNSKJARAVÍSITALA
Október 3438
Nóvember 3453
VÍSITALA NEYSLUVERÐS
Október 174,1
Nóvember 174,9