Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 16. desember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 462 4222 SÍMFAX: 462 7639 . SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Jólaverslunin Það má fastlega gera ráð fyrir mikilli jólaverslun um þessa helgi. Aðeins vika til jóla og verslanir almennt opnar í dag og á morgun. Kaupmenn virðast nokkuð almennt á þeirri skoðun að jólaverslunin hafi á undanförnum árum færst nær jólum. Ekki er gott að átta sig á hvað því ræður, en þetta er ekki beint heppileg þróun, álagið á verslunar- menn verður alltaf meira og meira síðustu dagana fyrir jól. Samkeppnin um jólagjafainnkaupin hefur aukist gríð- arlega á undanförnum árum og kaupmenn grípa til alls kyns úrræða til þess að ná athygli kúnnanna. Gott dæmi um þetta er verðstríðið á jólabókamarkaðnum, sem fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi. Þetta er vitanlega til hagsbóta fyrir almenning, en hætt er við að litlu bóka- búðirnar, sem eiga allt sitt undir góðri sölu fyrir jólin, beri lítið úr bítum. Bókaútgefandi, sem vel þekkir til á bók- sölumarkaðnum, lét þau orð falla við blaðamann Dags að mikil hætta væri á því að þessi harði slagur á bókamark- aðnum verði til þess að margar af minni bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu gefist upp eftir áramótin. Það þyrfti út af fyrir sig ekki að koma á óvart. En orð Stefáns Jónas- sonar, bóksala í Bókabúð Jónasar á Akureyri, í Degi á dögunum, þess efnis að óeðlilegt sé að stórmarkaðirnir sitji að veislunni í nokkra daga fyrir jól en komi síðan ekki nálægt bóksölunni í annan tíma, eru umhugsunarverð. En það er með bækurnar eins og aðrar vörur, að enginn getur lagt bann við afsláttarkjörum á þeim, en þessi slag- ur verður að lúta ramma samkeppnislaga. Það má slá því föstu að nú til dags getur fólk gert miklu hagstæðari innkaup fyrir jólin en fyrir nokkrum ár- um. Jólaverslunin var dýr fyrir nokkrum árum, en verð- samkeppnin og aukið úrval verslana hefur gert það að verkum að hér á landi er hægt að gera góð kaup. Og hvað sem verður sagt um hinar margumtöluðu verslunarferðir til útlanda, einkum borga á Bretlandseyjum, þá er það nú svo að þær hafa snarlækkað verðlag á íslandi, einkum í gjafavöru og fatnaði. íslensk verslun getur því aðeins brugðist við óvæntri samkeppni frá útlöndum, að hún lækki verðlag hér heima. Það er hennar svar. Samkvæmt orðum verslunarmanna í Degi fyrr í vikunni fer jólaverslunin vel af stað. Þeir eru þó sammála um að peningaráð fólks séu ekki meiri en á undanförnum árum, en greinilegrar bjartsýni gæti. Fólk hefur væntingar til efnahagsbata eftir langvarandi djúpa lægð. Ekki kæmi á óvart þótt bjartsýnin skili sér í meiri jólaverslun í ár en undanfarin ár. Það á þó eftir að koma í ljós. í UPPÁHALDI f nu Aíþróttakennari ú Ak- ureyri, hefur haft í nógu að snúast í vet- ur. Hann sér um íþrótiakennslu í Verkmenntaskólanum og er auk þess liðsstjóri KA- liðsins í handknattleik. Arni siturfyrir svörum í uppáluildi að þessu sinni. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjáþér? Nautasteik með Bemaisesósu. Uppáhaldsdrykkur? Eigum við ekki að segja undan- renna og kók. Hvaða heimilsstörffurnst þér skemmtilegust - leiðinlegust? Bíddu nú við, ætli skúringar séu ekki leiðiniegastar en það er ágætt að vaska upp. Stundarþú einhverja markvissa hreyftngu eða líkamsrœkt? Já, ég reyni að halda mér við. Ég er með á handboltaæfingunum að hluta til og svo er ég að iyfta auk þess sem ég hieyp stundum úti. Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé- lagasamtökum? Ég er í KA, en ekki í neinu utan við íþróttimar. H vaða blöð og tímarit kaupir þú? Ég er áskrifandi að Mogganum og íþróttablaðinu. Hvaða bóker á náttborðinu hjá þér? segir Árni Stefánsson mest álit? Ég segi bara Davíð Oddsson. Hann er ákveðinn og er búinn að standa sig ágætlega. Hver er að þínu mati fegursti staður á Islattdi? Ásbyrgi í Þingeyjasýslu, fyrir mikla náttúrufegurð, friðsæld og svo er mjög gaman að vera þar. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? Ætli ég segi ekki Reykjavík. Það er miklir möguleikar í sambandi við atvinnuna. Efþú ynnir stóra vinninginn í lóttó- inu hvemig myndir þú eyða pening- unum? Ætli ég mundi ekki fyrst og fremst grynnka á skuldunum og fá mér nýjan bfl. Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? Með fjölskyldunni. Árni Stefánsson. Það er nýja bókin eftir John Gris- ham, Rainmaker. / hvaða stjörnumerki ert þú? Hrútur. Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi Itjá þér? Það eru nú nokkrir. Til að mynda Bryan Adams, ég er mjög hrifinn af honum. Uppáhaldsleikari? Sylvester Stallone. Ég er svolítið gefinn fyrir hasarmyndir. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Það eru flest ailt íþróttatengt el'ni en auk þess fréttir og svo bíó- myndir. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég gerði mest lítið. Ég var að þjálfa yngri flokka í knattspyrn- unni í allt sumar og tók mér því ekki í rauninni neitt sumarfrf. Reyndar fór ég til Skotlands með strákana sem ég þjálfa og það var ágætis tími. Hvað œtlar þú að gera um helgina Ég ætla að reyna að taka því ró- lega með krökkunum og fara að undirbúa jólin. Það hefur verið mikið að gera að undanfömu, en núna loksins hefur maður tíma til að huga að jólaundirbúningi. fe EITT MEÐAL ANNARS Jólasveinar einn og átta. Það eru ekki alltaf jólin og þó koma þau senn! Rétt eins og jólasveinarnir hans Jóhannesar úr Kötlum. Aptur og enn. Svíum blöskrar oft ærinn fjöldi íslenskra jólasveina. Það er nú bara með það, eins og svo ótal margt annað reyndar, að við íslendingar berum af öllum öðrum þjóðum hvað fjölda jólasveina snertir. Að ekki sé minnst á og miðað við þá heilögu höfðatölu. Þá verður samanburðurinn okkur nebbnilega svo hagstæð- ur að einna helst mætti halda að um súrrealisma væri að ræða, eða í það minnsta eitthvað full- komlega absúrt! Dóttur minni Ólínu Jónu þykja nafngiftir jólasveinanna skringilegar og á stund- um þarf þó nokkrar útleggingar til að koma henni í einhvum skilning um kjamyrt merkingar- innihald þeirra. Ath! Orð fyrir nútímaíslensku- fræðinga: merkingarinnihald, ogá ekki síður við um þjóðlíf allt og aldarfar. Ætli Kertasníkir sé ekki einna áþreifanlegastur fyrir Ólínu Jónu, en vitaskuld skilur hún Hurðaskelli ágætlega og tilvistarvanda hans. Mér finnst alltaf hálfpartinn eins og þetta orð t i I v i s t a r - v a n d i sé undan Árna Bergmann á Þjóðviljan- um heitnum. Látum það gott heita. Valla hefur vandinn minnkað st'ðan það málgagn lagðist af. Þrátt fyrir allt og allt! Þá kumpána Gáttaþef og Gluggagægi er ekki tiltökumál að kynna fyrir Ólínu, en svoltið snúnara með Askasleiki, Potta- skefil og Þvörusleiki. Enn sem komið er. The Times They Are A Changin’ eins og Bob Dylan sönglaði ’63. Eins er með Stekkjastaur, Gilja- gaur og Stúf. Ásamt þeim heiðurshjónum Grýlu og Leppalúða. Hér þarf forsöguna til: botnlausa armæðu alþýðunnar upp til þröngra og myrkra dala og við sjávarsíðu í norðankalsa sunnan- hryssings. Skæði lúð, klæði snjáð. Tötrar einir. Bitaskortur. Kúin niðri hélt hita á fólkinu uppi. Baðstofuþrældómurinn blandaður rökkurbiárri baðstofurómantík vökustauranna vinsælu. Þann- ig fram allar fjárgötur með hæfilegri hundgá og hrossataði. Þýðir ekki að bjóða upp á tómt slor í svoddan frásögn. Þarf svo að ydda sem og strika undir. Það er við sænska sjónvarpið að eiga og hefðbundinn barnatíma þess í desember: Jul- kalendem. Þau eru sprottin á fætur Ólína Jóna og Jónatan Máni ekki seinna en sjö á hverjum ein- asta morgni að horfa á þessa jólaseríu. Og svo er hún aftur á dagskrá klukkan korter yfir sex á kvöldin. Enda ég oft bemskusögur mínar á leggj- um og völurn. Okkur öllum til upplyftingar. Það verður að ríkja heiðríkt jafnvægi í frásögninni. Rétt eins og í gjörðurn þeirra Skyrjarms, Bjúgna- krækis og Ketkróks. Á Ólína í engum vandræð- um með að kalla mig Leppalúða þegar hún þarf að gera eitthvað leiðinlegt eða má ekki gera þetta skemmtilega bráðnauðsynlega sem hana langar svo mikið til. Um Jónatan skulum við ekki hafa of hátt. Grallarinn sá nú á alskemmtilegasta aldri. í raun og sann á móti öllu. Amk. flestöllu. Stundum allt að því blár í framan af hreinum uppreisnaranda. Lifi byltingin! Skiptir ekki höfuðmáli um hvað er að ræða í sjálfu sér. Bara að vera á móti því af fullkomnum heilindum og frábærri þrjósku sköp- unarverksins. Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn! Mánanum kippir í kynið. Enda tunglið barmafullt þegar ég skrifa þessar línur mínar á Ambrósíusmessu. Ég man mælavel mis- heppnaða tilraun foreldra minna að koma mér í gæslu uppi á Pálmholti. Ég fór slíkum hamförum daginn sem það var reynt. Var tilrauninni sjálf- hætt. Ekki síst hinna barnanna vegna og umsjón- arfólks. Brekkusniglamir voru í bráðri hættu blessaðir! Og áttu valla fótum sínum fjörið að launa. Ég vildi blátt áfram vera sjálfstæður ein- staklingur í Eyrarvegi 35. í bröttu svigi milli trjánna í garðinum græna. Með tuðruna á tánum. Aftur í Jóhannes og Jólin koma: frábærar myndir Tryggva Magnússonar lífga heldur betur upp á kveðskapinn og létta svo geð sem ímynd- unarafl. Hvflík opinberun hlýtur kver þetta ekki að hafa verið íslenskum bömum það herrans ár 1932! Island átti enn nokkur ár eftir í nútíma þann sem Churchill skipaði fyrir um á bryggju- staumum í Reykjavíkurhöfn. Flatfættur, breiður og gleiður, með vindilinn í kjaptinum en viskí- slurkurinn aldrei langt undan. Má lesa um það í Öldinni okkar. íslendingar hafa langt í frá jafnað sig á þeim ósköpunum enn. Bændur og búalið hentu frá sér orfum og ljám og hlupu til borgar- innar eins og um boðhlaup væri að ræða og lögðust í spillinguna með konum sínum og böm- um. Ástandið! Money talks segja þeir fyrir vest- JÓHANN ÁRELÍUZ an. Peningamir tala. Víst er að fáir hampa dana- brókum í dag á Akureyri, þó enn verði einstöku manni á að nefna gammósíur á luntalegum sunnudegi. Nei, nútímahættir okkar norðan við stríð eru helsti amrískir, þó handboltinn heilli hugi og hjörtu manna á Akureyri, tam. KA- manna, frekar en körfuboltinn. Kannski framtíð- aríþróttin sé amríski fótboltinn. Hraði og æsing- ur þeirrar þjóðaríþróttar enda í tútölu hámarki og harkan sex. Akkúrat það sem koma skal. Þar eru leikendur alltént víkingalega brynjaðir. Ekki síst til höfuðsins. Spumingin kannski einna helst sú hvurt íþróttamenn okkar og kröftugir áhangend- ur þeirra muni í framtíðinni spígspora um bæinn skrýddir mótórhjólahjálmum, kylfuvæddir með stáltær, eða hvurt það verða hinir óbreyttu og dagfarsprúðu bæjarbúar sem verða að bera slíkan höfuðbúnað sér til halds, trausts og hollustu. í það minnsta ef þeir eiga leið á Amtsbókasafnið. Sjáum hvað setur. Það eru ekki alltaf jólin og þó koma þau senn! Séra Matthías kvað: Lifðu blessuð Akureyri! Auðnu við þig leiki hjól, þó að tímans stríð og storma sturli lýð og byrgi sól. Blessi þig með börnum þínum blessan Guðs og líknarskjól! Lesendum mínum óska ég gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, sjáumst þótt síðar verði og hittumst þá að sjálfsögðu heilir!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.