Dagur


Dagur - 16.12.1995, Qupperneq 5

Dagur - 16.12.1995, Qupperneq 5
FRETTIR Andstaða gegn einni yfirstjórn heilbrigðismála á Norðurlandi vestra: nMeð þessu kerfi höfum við engin áhrif á hvar farsælast er að skera niður hverju sinni“ - segir Jón Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglufjarðar Álit starfshóps, sem skipaður var af heilbrigðisráðherra, um breytta stjórnskipun í heilbrigð- iskerfínu, og kom út í júnímán- uði sl. hefur verið til umræðu í bæjarráði Siglufjarðar. Þar er stefnt að því að rekstri heilsu- gæslustöðva og sjúkrahúsa verði skipt upp í átta einingar. Á Norðurlandi vestra verður að- eins ein eining ef þessar hug- myndir ná fram að ganga; eins konar heilbrigðisstjórn yfír rekstri allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Norðurlandi vestra auk þess að teygja sig inn á svið Tryggingastofnunar ríkis- ins og yfirtaka eitthvað af starf- semi þeirrar stofnunar, sem þjónað hefur verið af sýslu- mannsembættunum úti á lands- byggðinni. 1 nefndinni eiga m.a. sæti Stef- án Guðmundsson, alþingismaður á Norðurlandi vestra, Ólafur Her- gill Oddsson, héraðslæknir á Ak- ureyri, og Össur Skarphéðinsson, alþingismaður. Jón Sigurbjöms- son, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglufjarðar, segir að með því skapist sú hætta að stjómunin sé tekin úr tengslum við reksturinn. Á Norðurlandi vestra eru fjórar stórar einingar, þ.e. Siglufjörður, Sauðárkrókur, Blönduós og Hvammstangi, og með þessum liætti verði yfirstjómin dýrari. Endurskoðunarnefnd að breyttri stjómskipun í heilbrigðiskerfinu á að skila heilbrigðisráðherra áliti í janúarmánuði nk. „Þetta gæti orðið verulega slæmt fyrir landsbyggðasjúkra- húsin. I öðru orðinu er sagt að verið sé að færa ákvörðunarvaldið í heitnabyggð, en við lítum ekki svo á að t.d. Blönduós sé okkar heimabyggð ef stjómunin yrði færð þangað. Ef tvö stöðugildi yrðu t.d. tekin af sýslumanninum og færð inn í stjómsýslu vestur í Húnavatnssýslum hefðum við Jón Sigurbjörnsson. ekki aðgang að neinum tengilið á staðnum. Ef við hins vegar höld- um tengiliðnum er hér eingöngu um viðbótarkostnað að ræða og á því höfum við ekki efni meðan verið er að skera niður á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Rökin em m.a. þau að þá sé auðveldara að gera stærri innkaup, samræma aðkeypta læknisþjónustu eins og t.d. í háls-, nef- og eymaaðgerð- um. Þetta er hægt að gera án þess að bylta stjórnskipulaginu og t.d. höfum við á Norðurlandi vestra mjög mikið samstarf í þessum málum. Þetta á að vera til spam- aðar en mér segir svo hugur um að þessi kjördæmisstjóm eigi að skipuleggja framhaldið en þá þarf hún að fá til þess allt að 20 millj- ónir króna. Eitthvað sparast með því að fækka framkvæmdastjórum og stjórnum heilsugæslustöðvanna og sjúkrahúsanna, en það er að- eins brot af kostnaðinum við yfir- stjómina. Með þessu kerfi höfum við engin áhrif á það hvort við viljum leggja meiri áherslu á skurðstofu, rannsóknarstofu eða eitthvað annað en í niðurskurðin- um nú tökurn við ákvörðun um það hér í heimabyggð, sem við teljum vera farsælast hverju sinni. Sagt er að með þessu eigi stjórn- unin að vera faglegri, en það gleymist að allt frá árinu 1990 höfum við verið að skera niður og skortir ekki yfirstjómendur til að segja okkur hvar hagkvæmast er að spara,“ sagði Jón Sigurbjöms- son. Á Sjúkrahúsi Siglufjarðar eru 53 stöðugildi og 6 á heilsugæsl- unni, en starfsmenn eru um 90 talsins því allmargir eru í hluta- störfum. í dag vantar þar einn hjúkrunarfræðing og einn sjúkra- þjálfara en að öðm leyti hafa ráðningar gengið vel. Málið var til umræða á fundi bæjarstjómar Siglufjarðar sl. fimmtudag. GG gmmmmmmmmmmmmmmmmm Laugardagur 16. desember 1995 - DAGUR - 5 .... OPIÐ laugardaginn 16. desember frákl. 10-22 sunnudaginn 17. desember frákl. 13-17 Kaupmannafélag Akureyrar Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar GEISLADISKAVEISLA PállOskar .................1.595, Samlokugrill ..............2.990, Bubbi .....................1.695, Kaffikanna ................2.190, Barnabros .................1.590, Djúpsteikingarpottur ......4.900, Reif í skóinn .............1.595, Kenwood matvinnsluvél m/ávaxtapressu og safapressu, tilboð, áður 8.795, nú 7.900,- Gott úrval rafmagnsverkfæra Emiliana Torrini ..............1.595,- Hárþurrkur ..................frá 990,- Sixties .......................1.595,- Verkfærasett...............frá 1.990,- Pottþétt 2 ....................2.490,- Skrúfjárnasett ..............frá 648,- og fleira og fleira. Frábærar jólagjafir Jólapaldcatilboð Póstsins Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum, greiðir þú aðeins 310 kr. íyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1995 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst- og símstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina fljótlegusm, ömggustu og ódýmstu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár. Umbúðir stærð BJ (23x31x12 cm.) + burðargjald = 310 kr. Má senda hvert sem er innanlands. T I I I I PÓSTUR OG SÍMI /

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.