Dagur - 16.12.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 16. desember 1995 - DAGUR - 7
Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur:
Sambland af hversdegi og ævintýri
„Ég held ég hafi hitt á að skrifa
bók um eitthvað málefni sem
ýmsir hafa áhuga á. Þessi veiki
sem dynur yfir okkar heimshluta
er að unga fólkið skilar sér ekki;
fer í hundana eða eyðileggur sjálft
sig. Þetta er eitthvað sem hlýtur að
verða tekið fyrir af meiri alvöru á
næstu árum því þróunin er svo ör
og margir sem eiga um sárt að
binda út af þessu. Bæði unga fólk-
ið sjálft og einnig aðstandendur og
vinir þeirra einstaklinga sem lenda
í þessu.“
Það er rithöfundurinn Steinunn
Sigurðardóttir, sem mælir þessi
orð um nýjustu bók sína, Hjarta-
staður. Bókin fjallar þó ekki að-
eins um vandamál tengd unga
fólkinu heldur er hún margar sög-
ur. „Hún er mjög lagskipt, gerist á
mörgum hæðum, og þetta er bók
sem er sambland af hversdegi og
ævintýri. Hún er því opin og ým-
islegt getur gerst,“ segir Steinunn
ennfremur í samtali við blaða-
mann Dags þegar hún var stödd á
Akureyri í síðustu viku.
Átök milli þriggja kvenna
Hjartastaður fjallar um einstæða
móður, sem eignaðist krakka mjög
ung. I uppeldinu gengur allt vel.
Móðirin baslar, er í láglaunastöðu
sem sjúkraliði, en lífið gengur þó
stóráfallalaust fyrir sig. Þegar
dóttirin kemst á unglingsárin lend-
ir hún á villigötum. I bókinni er
ekki gefin sérstök skýring á hvers
vegna svona fór. „Ég leit ekki á
það sem mitt hlutverk í þessu til-
felli heldur er ég bara að segja
þessa sögu,“ segir Steinunn.
Móðirin ákveður að flýja með
dótturina austur á land til ættingja
í von um að það megi verða henni
til bjargar og ramminn utan um
bókina er ferð frá Reykjavík aust-
ur á firði. Besta vinkona söguhetj-
unnar ekur bílnum. Þeirra vinátta
stendur á gömlum merg, vinkonan
er bjargvættur en söguhetjan er
skjólstæðingur. Steinunn segir
bókina að hluta til vera samskipti
og átök milli þessara þriggja
kvenna, söguhetjunnar, vinkon-
unnar og dótturinnar.
Titill bókarinnar, Hjartastaður,
vísar í stað söguhetjunnar fyrir
austan þar sem hún var í sveit á
sumrin og þangað sem hún er að
fara með stelpuna en sagan er líka
ferðalag í hennar eigin hjartastað.
„Með þessari ferð er hún að leita
að sjálfri sér í bókstaflegri merk-
ingu. Þegar bókin gerist eru tíu ár
síðan móðir hennar dó. Söguhetj-
an hefur alltaf efast um sitt faðemi
því hún lítur svo skrýtilega út, er
lítil og dökk, og enginn í ættinni
lítur svona út. Hún ákveður að
spyrja móðursystur sína þegar hún
kemur austur á firði því hún veit
að ef eitthvert leyndarmál er í
kring um þetta veit móðursystirin
það. Um þetta snýst seinasti hluti
bókarinar,“ segir Steinunn.
Þakklát fyrir að geta
lokið bókinni
Steinunn hefur fengið góða dóma
fyrir bókina sína og því er hún
spurð hvort hún sé sátt við bókina.
„Þetta er eðlileg spuming en
mjög skrýtið að svara henni. Ég
byrjaði á bókinni fyrir fimm árum
og tamirnar í kring um hana hafa
verið rosalegar. Þessi bók var mér
mjög erfið. Ég sendi ekki frá mér
bók nema henni sé lokið og ég
haldi að bókin sé eins góð og ég
get gert hana. En að vera sátt er
orðalag sem ég myndi ekki nota
sjálf heldur rnyndi ég frekar segja
að ég er mjög þakklát fyrir að geta
lokið bókinni. A löngu tímabili
fannst mér að ég gæti ekki komið
þessu frá mér. Magnið á textanum
er svo mikið og verkefnið var
risavaxið fyrir mér og því er ég
þakklát fyrir að geta klárað hana.
Ég er líka ánægð að bókin falli í
kramið og alls konar fólk hefur
haft gaman af að lesa hana.“
Framan af bókinni er viss
drungi yfir sögunni en Steinunn
segir að sér hafi samt verið sagt að
yfir bókinni sé heiðríkja. „Það
finnst mér mikið hrós því þó úti sé
þoka þarf að vera einhver heið-
ríkja yfir bókum ef þær eiga að
lifna.“
Ljóð og skáldsögur í uppáhaldi
Steinunn hefur reynt sig við ýmis-
Steinunn Sigurðardóttir.
legt fleira en að skrifa skáldsögur.
Eftir hana liggja nokkrar ljóða-
bækur, hún hefur skrifað smásög-
ur, sjónvarpsleikrit og unnið
heimildarþátt fyrir sjónvarp.
Hvaða form skyldi heilla hana
mest?
„Ljóð og skáldsögur. Ég get
alls ekki gert upp á milli þessara
tveggja. Eg byrjaði sem ljóðskáld
og held mér hafi tekist að þroska
mig áfram með því að byrja á að
semja ljóð. Ég skil ekki hvemig
fólk getur byrjað ungt að skrifa
einhverjar óendanlegar sögur og
finnst að ég eigi gott að hafa byrj-
að sem ljóðskáld því það var ekki
meðvituð ákvörðun heldur eitt-
hvað sem gerðist. Mér finnst þessi
tvö form, ljóð og skáldsögur,
styðja hvort annað og opna nýjar
leiðir auk þess sem það felst
ákveðið frelsi í því að vera ekki
Mynd: BG.
alltaf að fást við sama form. Ég
myndi ekki skrifa ljóð nema ég
væri sérstaklega upplögð til þess
en ef ég er að skrifa skáldsögur er
ég komin með eitthvað stórt og
mikið verkefni sem hefur upphaf,
endi og miðju. Verkefnið er þann-
ig að það þýðir ekki að fara eftir
því hvemig ég er upplögð heldur
verð ég að aga mig og skrifa eitt-
hvað tiltekið magn á hverjum
degi.“ AI
Veidistjóraembættið á Akureyri:
Engín vandkvæði að vera úti á landi
Nýskipaður veiðistjóri, Ásbjörn
Dagbjartsson, tók til starfa
snemma á þessu ári eftir að emb-
ættið var flutt til Akureyrar. Starf-
semi stofnunarinnar er ekki full-
mótuð enn og er þess beðið að
Náttúrufræðistofnun flytji undir
sama þak, í Hafnarstræti 97. í
framtíðinni verður samnýting á
skrifstofuhaldi og rannsóknastof-
um hjá þessum stofnunum í hag-
ræðingarskyni þó um sé að ræða
tvær óskyldar stofnanir. Þess er
vænst að þessi breyting komist á
seinni hluta vetrar. í Reykjavík
voru fjögur stöðugildi hjá veiði-
stjóraembættinu en nú eru starfs-
menn þess þrír; auk veiðistjóra er
þar annar líffræðingur og starfs-
maður á skrifstofu.
Að sögn Ásbjöms hefur útgáfa
veiðikorta verið langstærsti þáttur-
inn í starfsemi stofnunarinnar á
Akureyri. Engin sérstök vand-
kvæði hafa verið þessu samfara og
veiðimenn yfirleitt tekið nýmæl-
inu með jafnaðargeði. Tilgangur-
inn með þessari nýbreytni er ann-
ars vegar sá að safna upplýsingum
um veiðar og hins vegar er mark-
miðið með veiðigjaldinu að afla
fjár til að standa undir rannsókn-
um á veiðidýrum. Því eru veiði-
menn skuldbundnir til að skila
veiðiskýrslum, en þess má geta að
engar opinberar tölur liggja fyrir
um veiði á fuglum. Þar sem ekki
er komin full reynsla á kerfið er
það ekki enn ljóst hversu miklar
tekjur aflast en þær munu þó
skipta einhverjum milljónum.
Langstærstum hluta tekna sem
fást af sölu veiðikorta þetta árið
verður varið til rannsókna. Hlut-
fallið verður hærra næst. „Ljóst er
að þetta verður verulegur aflgjafi
fyrir rannsóknir," segir veiðistjóri.
Ásbjöm segir rekstur veiði-
stjóraembættis hafa gengið vel
nyrðra og segist hann ekki geta
merkt að það komi að sök að
stofnunin sé á Akureyri. Tækni-
lega séð fylgi því engin vandamál
að hafa hana utan Reykjavíkur.
Hugmyndin er sú að stofnunin
standi á eigin fótum fjárhagslega
og geti keypt upplýsingar annars
Ásbjörn Dagbjartsson á skrifstofu
sinni á Akureyri. „Tekjur af veiði-
gjöldum verður aflgjafi fyrir rann-
sóknir.“
staðar að. Til dæmis kemur til
greina að kaupa rannsóknir á
fuglastofnum frá sérfræðingum j
Reykjavík og gera samning við HÍ
um rannsóknir á ref. Hér gæti því
átt sér stað eins konar verktaka-
starfsemi. Þá er og skylt að geta
þess að samstarf við fyrrverandi
starfsmenn embættisins er með
ágætum og hugmyndin er að nýta
þekkingu þeirra þótt þeir starfi
ekki lengur hjá embættinu.
Þar sem opinberar veiðitölur
eru ekki tiltækar er ekki ljóst
hversu mikið er veitt af hverri teg-
und fugla og dýra. Það má nefna
að skotveiðimenn eru um 95%
korthafa. Aðrir veiðimenn stunda
hlunnindaveiði og undir hana fell-
ur t.d. lundaveiði en lundinn er
veiddur með háf eins og kunnugt
er. Veiðistjóri segir að það sé
skylda landeigenda að gæta þess
að sá sem gengur til veiða á landi
þeirra sé með löglegan búnað. Það
er svo í valdi landeigenda hvort
veiðar eru yfirleitt heimilar á landi
þeirra. Loks má nefna að veiðar
án tilsetts leyfis eru refsihæfar
samkvæmt lögum. Tilfelli um
veiðiþjófnað virðast þó vera fá og
þar sem lögregla hefur fylgst með
veiðmönnum hefur fátt misjafnt
komið í ljós.
Höfundur:
Höfundur er Oddgeir
Eysteinsson, nemandi í
hagnýtri fjölmiðlun viS
Hóskóla Islands. Hann er 35
óra, hefur BA-próf í
uppeldis- og kennslufræSi
og hefur starfaS sem kennari
þar til hann hóf nóm í
hagnýtri fjölmiSlun.
i