Dagur - 16.12.1995, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 16. desember 1995
Hér eru engar byssur
í janúar fyrir tæpu ári síðan réð
blakdeild KA til sín þjálfara frá
Murmansk í Rússlandi. Ráðn-
ingin var í framhaldi af heim-
sókn Jakobs Björnssonar, bæj-
arstjóra á Akureyri, til Murm-
ansk þar sem hann og borgar-
stjóri Murmansk gengu frá
samkomulagi um að Akureyri
og Murmansk yrðu vinabæir.
Blaðamaður Dags tók hús á
þjálfaranum, Alexander
Korneev, og átti við hann stutt
spjall um dvölina á Akureyri.
Eitt af því fyrsta sem blaða-
maður rekur augun í er stórt kar-
tonspjald upp á vegg þar sem búið
er að skrifa á ýmsar setningar á ís-
lensku og því er Alexander spurð-
ur hvort hann sé farinn að tala ís-
lensku. „Ekki mikið,“ segir hann.
Fleiri orð fást ekki upp úr honum
á íslensku og því gripið til ensk-
unnar til að auðvelda tjáskiptin.
Hann segir að íslenskan sé erfið
en hið sama gildi þó um flest
tungumál og líklega sé jafn erfitt
fyrir íslending að læra rússnesku
eins og fyrir Rússa að læra ís-
lensku.
Alexander er íþróttakennari að
mennt og hefur æft og spilað blak
í ein fimmtán ár en liann er tutt-
ugu og sex ára gamall. Rússar eru
mjög framarlega í blaki og Alex-
ander segir töluverðan getumun á
liðum í Rússlandi og á íslandi
enda Island mikið fámennara land.
Alexander Korneev: „í fyrstu var mjög erfitt að aðlagast menningunni hér en nú er ég búin að venjast þessu.“
Mynd: BG
Þó séu liðin hér nokkuð góð og
margir mjög góðir leikmenn.
Karlaliðinu í KA hefur ekki
BÓKABÚÐ JÓNASAR
Sigurður Demetz og
Pór Jónsson
árita bók sína:
A valdi örlaganna
í dag, laugardag
frá kl. 2-4.
gengið sem skyldi í vetur, er í
neðsta sæti deildarinnar, og segir
Alexander að reynsluleysi sé um
að kenna. „Liðið á í ákveðnum
erfiðleikum um þessar mundir.
Leikmenn eru ungir og reynslulitl-
ir og liðið á eftir að þroskast.“
Sjálfur hefur Alexander lítið
getað spilað með liðinu vegna
meiðsla. Hann meiddist stuttu eftir
að hann kom til Islands, fór í að-
gerð í apríl og hefur verið í sjúkra-
þjálfun á Bjargi en vonast til að
geta farið að spila af fullum krafti
með KA-liðinu eftir áramót.
Svipað veður, ólík menning
Akureyri og Murmansk eiga sam-
eiginlegt að liggja mjög norðar-
lega á jarðarkringlunni og Alex-
ander segir ekki mikinn mun á
landslagi og veðurfari á þessum
tveimur stöðum. „Mér brá þó þeg-
ar ég kom í janúar og snjórinn
náði upp á aðra hæð á mörgum
húsum. I Murmansk kemur sjald-
an svo mikill snjór en þar er aftur
á móti kaldara. Þar er yfir 20
gráðu frost um þessar mundir en
hér er frostið aðeins nokkrar gráð-
B0KABÚÐ B.;v .j
JONASAR JI8I \4ls
Hafnarstræti 108 • Sími 462 2685
ar
u
V U hV
1 Frá VMA
Útvegssviði á Dalvík
30 tonna réttindanám verður haldið í byrj-
un janúar 1996 ef næg þátttaka fæst.
Upplýsingar og skráning í síma 466 1218
milli kl. 19 og 20.
Menningin á Akureyri er, eins
og við mátti búast, mjög frábrugð-
in því sem Alexander á að venjast.
Hann á þó erfitt með að nefna
hvað sé ólíkt. „í fyrstu var mjög
erfitt að aðlagast menningunni hér
en nú er ég búinn að venjast
þessu,“ segir hann. Miklar breyt-
ingar eiga sér nú stað í rússnesku
þjóðfélagi og því treystir hann sér
illa til að bera saman lífsgæðin í
löndunum tveimur en nefnir þó að
fáir ættu kost á að búa í jafn góðri
íbúð eins og hann býr í á Akureyri
og nær ómögulegt væri að eignast
bíl. „Hvorutveggja er mjög dýrt
þar,“ segir hann.
Saknar fjölskyldunnar
Alexander hefur nóg að gera á
Akureyri því auk þess að þjálfa
karla- og kvennalið í meist-
araflokki og 2. flokki hjá KA í
blaki vinnur hann einnig á Skinna-
iðnaðinum. Þar kann hann vel við
sig og lætur vel af starfsfélögun-
um. I fyrstu hafi þeir verið svolítið
þvingaðir og ekki vitað hvernig
þeir ættu að taka ókunnum útlend-
um manni en nú væri búið að taka
hann inn í hópinn og allt gangi
vel.
Þrátt fyrir annríki viðurkennir
hann samt að stundum sé hann
einmana og erfitt geti verið að
vera einn í fjarlægu landi langt í
burtu frá heimahögunum. „Hér get
ég ekki leitað til fjölskyldunnar ef
eitthvað bjátar á,“ segir hann, en í
Murmansk bjó hann hjá foreldrum
sínum. Faðir hans er sjómaður en
móðir hans vinnur heima. „Þegar
ég er hér og pabbi úti á sjó er
mamma mikið ein og það finnst
mér ekki gott,“ segir hann og
leynir því ekki að foreldrar standa
hjarta hans nærri.
Dvölin á Akureyri er þó ekki
frumraun hans í að vera fjarri fjöl-
skyldu sinni því í Rússlandi er
tveggja ára herskylda og hann fór
í herinn þegar hann var átján ára.
„Það er nú ansi mikið betra að
vera á Akureyri en í hemum,“
segir hann brosandi. „Hér em eng-
ar byssur.“
Þó heimþráin skjóti upp kollin-
um af og til er Alexander sáttur
við veru sína á Akureyri. Samn-
ingurinn við KA gildir út apríl og
hann veit ekki hvað tekur við þá
en segist þó gjaman vilja vera
áfram á Akureyri. „Ég er ánægður
með vinnufélaga mína og leik-
mennirnir í KA hafa líka reynst
mér vel. Liðið hefur stutt mjög vel
við bakið á mér og ég er þakklátur
fyrir þann stuðning." AI
Jólaleikur Radíónausts og Dags:
Langar þig í óvœnta jólagjöf?
Hve margir eru jólasveinarnir?.
Huað heitir síðasti dagurjóla? .
Nafn
Tueir vimingshafar verða
dregnir út í huerri getraun
Suarið annarri spurningunni eða báðum og sendið
svarseðilinn til Dags, Strandgötu 31 á Akureyri
innanfjögurra dagafrá birtingardegi. Takið
þótt í laufléttum leik og uinnið úruals uasadisfeó.
RáDIONAUSi
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
- hljómandi jólagjafir...