Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. desember 1995 - DAGUR - 9 Ævisaga Sigurðar Demetz kynnt Nýverið kom út hjá bókaútgáfunni Iðunni ævisaga Sigurðar Demetz Franzsonar, óperusöngvara og söngkennara, sem er mörgum Ak- ureyringum og öðrum Norðlend- ingum að góðu kunnur fyrir söng- kennslu og kórstjóm. Sigurður og höfundur bókarinnar, Þór Jónsson, fréttamaður, verða á Akureyri í dag og munu kynna bókina. Þeir Sigurður og Þór verða kl. 11.50 á Dvalarheimilinu Hlíð, þar sem lesið verður úr bókinni og upplestur verður einnig í Víði- lundi kl. 13.00. Milli kl. 14 og 16 verða þeir svo í Bókabúð Jónasar og munu þar árita bókina fyrir þá sem þess Óska. (Fréttatilkynning) NÝJAR BÆKUR Mál og menning: Þrjár nýjar kiljur Islenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur: Atburðir við vatn er skáldsaga sem færði höfundi sínum, Kerstin Ekman, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári. Á Jónsmessunni árið 1974 kemur Annie Raft ásamt dóttur sinni til smábæjar í Norður-Svíþjóð og ætlar að setjast að í sveitakomm- únu þar sem elskhugi hennar, Dan, er fyrir. Henni til undrunar kemur Dan ekki til að taka á móti þeim. í annarlegri birtu Jóns- messunæturinnar ráfa þær mæðg- ur af stað í leit að kommúnunni en finna tjald á árbakka og í því tvö hroðalega leikin lík. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina sem er 430 blaðsíður. Hún kostar 890 krónur. Þetta er allt að koma er skáld- saga eftir Hallgrím Helgason. Bókin fjallar um stormasaman fer- il dáðrar listakonu, Ragnheiðar Birnu, allt frá getnaði til nýjustu sigra hennar í lífi og list. Höfund- ur segir frá erfiðri baráttu hennar og leit að hinum hreina tóni og lesendur kynnast mörgu af því góða fólki sem lagði henni lið í blíðu og stríðu. Bókin er 434 blað- síður og kostar 899 krónur. Forboðna borgin er skáldsaga eftir William Bell. Alex Jackson er sautján ára skólastrákur sem fer með pabba sínum til Kína að taka fréttamyndir fyrir sjónvarpsstöð. Atburðir taka óvænta stefnu og allt í einu er hann staddur á Torgi hins himneska friðar í Peking þar sem kínverski herinn ræðst á námsmenn sem hafa gert uppreisn gegn kerfinu. Alex verður viðskila við föður sinn og flýr með mynd- efnið frá atburðunum. Guðlaug Richter þýddi bókina sent er 195 blaðsíður. Hún kostar 799 krónur. Mál og menning: Dymar þröngu Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Dyrnar þröngu eftir Kristínu Omarsdóttur. Þessi líflega og erótíska saga hefst á orðunum „Dymar þröngu heitir borg á Sikiley, hún er fáum kunn...“ Þar segir af ævintýrum íslenskrar móður og eiginkonu sem kynnist Ágústi, ungunt og of- stopafullum elskhuga, fröken Sonju Lísu Hrís sem þráir að vera elskuð af jafningja sínum, hinum blíðlynda Óskari, myndarlegri móður hans og fleira fólki sem gæti minnt á persónur í Lísu í Undralandi. í Dyrunum þröngu gefur höf- undurinn ímyndunaraflinu lausan tauminn. Sífellt ber fyrir augu les- andans ný uppátæki í stíl og per- sónusköpun, og textinn er marg- breytilegur og magnaður. Kristín Ómarsdóttir hefur áður vakið athygli fyrir leikrit sín, smá- sögur og ljóð, en skáldsagan Dyrnar þröngu, sem er önnur skáldsaga Kristínar, er líkast til aðgengilegasta verk hennar til þessa. Dyrnar þröngu er 200 bls., unnin í G.Ben Eddu prentstofu h.f. Katrín Sigurðardóttir gerði kápuna. Verð: 2.980 kr. GULLAUGA GOLDENEYB Hann er mætiur aftur og er enn sem fyrr engum öðrum líkur. Þekktasti og vinsælasti njósnari heims, í bestu og stærstu BOND-mynd allra tíma. Gríðarleg átök, glænýjar brellur, glæsikonur og rússnesk fúlmenni. Allt eins og það á að vera. Þú þekkir nafnið, þú þekkir númerið. Pierce Brosnan er hinn nýi Bond...James Bond. Sýnd samtímis í Borgarbíó, Háskólabíó og Sambíóunum. A POPPIOG PEPSI alla helgina... I < r< \rlm t I I I I ÍókitiBtoðii iOniianKNI Max-345 - Öflug 3ja diska stæða Aðeins kr. 34.900 stgr. Max-380 3ja diska stæða 80 alvöru vött Kr. 44.900,- stgr. Ferðatæki m/geislaspilara frákr. 9.900,- stgr. Ferðageislaspilarar.......frá kr. 14.900,- stgr. Vasadiskó.................frákr. 2.790,-stgr. mabíó - Tílboð Tatung 28" Nicam stereo sjónvarp m/textavarpi Kr. 69.900,- stgr. Phonix 28" Nicam stereo sjónvarp m/textavarpi Kr. 69.900,- stgr. ^aiujc JOIilfMW í Radíónaust standa út jólin! m /HAi.lfiFiiilii.fi L;. \,r o onn oö" I NSX-430 verðlaunasamstæðan sjálf Verð aðeins kr. 49.900,- stgr., áður kr. 69.900,- stgr. 28" Phonix sjónvarp með flötum, glampalausum skjá, CV8A70 Samsung Hi-Fi Nicam stereo SV-120 myndbandsdæki Kenwood KR-V5570 Pro-Logig magnari Samsung eða Yamaha hátalarar 120W 1^/^ íj 1g«5 | Kenwood Surround hátalarasett 1 xl OOw + 2x40w 'IVw/ I iQrnnn Geislagötu 14 • Sími 46 2 13 00 Kr. 1 OJ./00," stgr. -Listaverð 195.500,- Hljámar betur um jólin V I I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.