Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. desember 1995 - DAGUR - 11
á Grænlandi voru kynni mín af
innfæddum fremur lítil utan
starfsins. Þess vegna er víst best
að vera ekki að fullyrða alltof
mikið um þetta fólk, sem raunar
sýndi mér ekkert annað en stök-
ustu vinsemd. Starfsfólkið á
sjúkrahúsinu var ágætt í viðkynn-
ingu og þar fékk ég að smakka
ýmsa þarlenda rétti svo sem sauð-
nautakjöt, nýjan sel og mattaq,
sem eru bitar úr náhvelishúð.
Grænlendingamir gengu frekar af-
slappaðir að störfum sínum. Ekki
þýddi að setja upp mikið af skrif-
legum fyrirmælum sakir misjafnr-
ar lestrarkunnáttu fólks. Nokkuð
vom sumar konumar ónákvæmar
með mætingar og var þar um að
kenna áfengisneyslu. Fyrir kom að
forfallaðir starfsmenn sendur ein-
hverja vini sína til að vinna fyrir
sig. Næturvaktin hafði gjarnan
karlinn sinn hjá sér, sér til halds
og trausts ef drukkna næturgesti
í stað étinn af lausagönguhundum,
sem eru mikilvirkir í sorphirðu á
Grænlandi. Flestir hundanna voru
samt bundnir á streng, hvert æki
sér, oftast níu til ellefu hundar. A
þessum árstíma voru þeir heldur
ljótir greyin og voru að fara úr
hárunum. Þeir eru hálfsveltir yfir
sumarið og aðeins gefið tvisvar í
viku. Þeir eru því gólandi allan
sólarhringinn en gelta ekki. Þeir
geta verið grimmir og er því óráð-
legt að vera að þvælast innan um
þá. A veturna eru þeir hins vegar í
essinu sínu og það þá fyrsta boð-
orð veiðimannsins að fóðra hund-
ana vel, því undir þeim er líf hans
komið.
Ég var ákaflega heppinn með
það, hversu tíðindalítið var í Scor-
esbysundi meðan ég dvaldi þar.
Ég hvarf því þaðan með góðar
minningar um stórbrotna náttúru
og elskulega þjóð, sem að hluta til
a Pétur Pétursson skoðar
hér ferðafötin; bjarnar-
skinnsbuxur og stígvél úr
hreindýraskinni.
bæri að garði. Þótti mér það heim-
ilislegt að koma að þeim skötuhjú-
unum liggjandi andfætis á dýnu á
ganginum snemma morguns.
Einnig var það alltaf spennandi að
sjá, hvaða sjúklingar höfðu út-
skrifað sig sjálfir yfir nóttina og
hverjir höfðu komið í þeirra stað
að eigin frumkvæði. Einnig kom
það fyrir að ættingjar gistu á
sjúkrahúsinu sínum nánustu til
skemmtunar.
Það gat verið mjög gaman að
ráfa um grjótmelana í kringum
þorpið þar sem ekki virtist vera
um stingandi strá að ræða. Þegar
vel var að gætt var þó allsstaðar
einhver heimskautagróður að
teygja sig mót sólu, yfirleitt að-
eins örfáa sentimetra. Þótt fuglalíf
væri fátæklegt var samt alltaf eitt-
hvað af smáfuglum að sjá. Hvar-
vetna gat því að líta einhver dæmi
um aðlögunarhæfni lífveranna.
Þrátt fyrir gróðurleysið varð ég
aldrei var við ryk eða sandfok.
Þarna var staðviðri á meðan ég
stóð við og jafnan sólskin um
daga og lygnt. Þarna er ekki um
neina mold að ræða eða sand til að
tjúka. Allt vatn var blátt, bæði
sjórinn og stöðuvötn uppi á landi.
Manni fannst því allt vera hreint
þama í stórbrotinni umgjörð íss-
ins, jafnvel þótt Grænlendingar
hirði aldrei rusl af götu sinni.
Hvar sem drepið var niður fæti
milli húsa mátti sjá öldósir, flösk-
ur og hverskyns msl annað en líf-
rænan úrgang, því hann var þegar
hefur verið örkumluð af Dönum.
Mér er sagt að Gænlendingar steli
helst aldrei neinu nema áfengi.
Þeir reykja hroðalega mikið en
eiturlyf þekktust ekki þama norð-
urfrá. í þessu einangraða samfé-
lagi hefur ekki fundist lekandi í
hálft ár, en tíðni hans hefur verið
gríðarleg á Grænlandi síðustu ára-
tugina. Berklar eru hins vegar
talsvert famir að láta á sér kræla
að nýju.
Grænlandsdvöldin minnti mig
enn á það, hversu gott við Islend-
ingar höfum það í flestum efnum,
að minnsta kosti á meðan við höf-
um eitthvað að gera. Hins vegar er
fólk auðvitað mjög misánægt og
fer það oftast eftir skapgerð þess
og lífsafstöðu fremur en verald-
legu gengi. Auðvitað á lífið ekki
að vera nein átakalaus skemmtun,
og mótlæti og spenna getur gefið
því lit og þroskað einstaklinginn
og gert hann að manni. Ég held að
það sé samt talsvert atriði að taka
hlutina ekki allt of hátíðlega og
held ég mikið upp á þessi vers
Arnar Amarsonar úr ljóðinu Undir
svefn:
Um þreytta limu líður sœlukennd.
Eg lít með brosi yfirfdrna vegi
og lilœgirþað, er aftur upp ég stend,
livað yfirstíga má á nœsta degi.
Og er það ekki mesta gœfa manns
að milda skopi slys og þrautir unnar,
að ftnna kímni í kröfum skaparans
og kankvís bros í augum tilverunnar?
Það er alltaf fjör í Himnaríkinu góða. Á þessari mynd eru, frá vinstri talið; Sverrir Jóhannesson, Gísli Hjörleifsson,
Helga Ólafsdóttir, Mira Kolbrún Svóud og iengst til hægri er forstöðumaðurinn Hjörleifur Hjálmarsson. Myndir: sbs.
Félagsmiðstöðin Himnaríki er í Glerárskóla:
Ahuginn er mikill en að-
stöðuleysi torveldar starfíð
Fjöldi unglinga úr efstu bekkjum
grunnskóla sækir stíft þær fjórar
félagsmiðstöðvar sem á Akureyri
em - og fer þar fram öflugt starf
af ýmsum toga. Dagur heimsótti
fyrir skemmstu félagsmiðstöðina
Himnaríki í Glerárskóla, en hún er
einkum ætluð nemendum úr neð-
anverðu Glerárhverfi - enda þótt
fjöldi ungmenna annarsstaðar að
úr bænum sæki hana jafnframt.
Miðstöðin er opin tvisvar í viku, á
mánudagskvöldum og í eftirmið-
daginn á miðvikudögum og á
þessum dögum sækja hana að
jafnaði þetta 70 til 100 unglingar á
aldrinum 13 til 16 ára.
„Mér þykir sárt að sjá aðstöðu-
leysi okkar hér í þessari félags-
miðstöð," sagði Hjörleifur
Hjálmarsson, forstöðumaður
Himnaríkis, þegar blaðamaður
Dags ræddi við hann. Félagsmið-
stöð þessi er á formlegum pappír-
um reyndar kennd við Glerár-
skóla, en krakkamir hafa uppá sitt
eindæmi kennt hana við upphæðir,
það er Himnaríki.
Opið hús tvisvar í viku
Það var á mánudagskvöldi sem
við litum við og þá er opið hús í
skólanum. Unglingar bisuðu við
að koma ýmsurn leiktækjum svo
sem tennisborðum, tölvum,
snókerborðum og ýmsu fleiru fyr-
ir í tveimur kennslustofum sem
miðstöðin hefur, auk þess sem
nokkur starfsemi fer fram á
göngum skólans. Þetta rými hefur
félagsmiðstöðin til umráða á áður-
nefndum kvöldum vikunnar, en í
annan tíma er það skólans. Því
kostar þetta miklar forfæringar til
og frá, fyrir og eftir opin hús, og
það segir Hjörleifur nokkuð
óþægilegt. - Af annarri starfsemi
félagsmiðstöðvarinnar má nefna
sundlaugarpartý, stuttmyndahátíð,
bingó, hljómsveitakeppni, tísku-
sýningar, dansnámskeið og nám-
skeið af ýmsum toga; svo sem í
leirvinnslu, matreiðslu,
hljómplötuleik og fleiru.
Hressir krakkar voru á fullu í
ýmsum leikjum þegar við litum
þar við. Sumir spiluðu borðtennis,
aðrir voru í tölvum, nokkrir sem
annast diskótekið voru þar og enn
aðrir voru í afgreiðslu sjoppunnar.
Þá er fátt eitt nefnt. Hópur fjórtán
ára krakka annast ýmis störf í
sjoppunni og við fleira - og það
eru vinsæl og eftirsótt störf. Um
þrjátíu krakkar sækja um þau áður
en starfsemi miðstöðvarinnar hefst
á haustin, en aðeins um helmingur
kemst að. Þeir fá ekki greidd laun
fyrir vinnu sína með beinum
hætti; en fá þess frekar ókeypis
aðgang að dansleikjum í Dyn-
heimum, pitsupartý einu sinni á
hverjum vetri og boðsferð til
Reykjavíkur í vetrarlok.
Horfum til kjallara í
stjórnunarálmu
„Við þurfum bætt húsrými fyrir
þessa starfsemi. Til þess hef ég
horft að þegar ný stjómunarálma
Glerárskóla verður tekin í notkun
eftir tæpt ár, það er haustið 1996,
getum við fengið inni í kjallara
skólans. Þar er mikið húsrými sem
enn hefur ekki verið ráðstafað.
Við þyrftum fyrir okkar starfsemi
250 til 300 fermetra. Þetta hef ég
rætt við íþrótta- og tómstundaráð
Akureyrarbæjar og rnáli mínu var
síður en svo illa tekið. En allt er
þetta spuming urn peninga og ljóst
er að aldrei myndi þetta kosta
minna en 10 milljónir kr. Þó vil ég
geta þess að rekstur félagsmið-
stöðvanna fjögurra hér á Akureyri,
það er þeirra sem eru við Glerár-
skóla, Lundarskóla og Síðuskóla
auk Dynheima kostar ámóta mikið
og reksturinn á einni miðstöð í
Reykjavík. Hér er þetta rekið með
mun minni tilkostnaði, en ég held
að samt sem áður séu krakkamir
hér ekkert óánægðari en þeir fyrir
sunnan," sagði Hjörleifur
Hjálmarsson, forstöðumaður
Himnaríkis í Glerárskóla að lok-
um. -sbs.
Leirkerasmíði er vinsæl í félagsmiðstöðinni og þessar stúlkur standa hér viö leirbrennsluofninn. Þær heita Klara
Guðmundsdóttir, til vinstri, og Greta Huld Mellado.