Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 1
 Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Arkitektasamkeppni um Sólborgarsvæðið: Spennandi og krefjandi verkefni - segir Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt og einn dómnefndarmanna Um er að ræða viðamikla arkitektasamkeppni og má fastlega búast við að fjölmargir arkitektar víða um land taki þátt í henni. Samkeppnin er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Mynd: BG Eins og fram kemur á bls. 8 í blaðinu í dag er nú farin í gang opin samkeppni um hönn- un nýbygginga og aðlögun eldra húsnæðis á Sólborg að starfsemi Háskólans á Akureyri, ásamt heildarskipulagi háskólasvæðis- ins. Sérstök dómnefnd mun skera úr tillögunum og einn nefndarmanna er Baldur Ó. Svavarsson arkitekt, tilnefndur af Arkitektafélagi íslands. Hann segir verkefnið sjálft vera afar spennandi og býst við góðri þátt- töku af hálfu arkitekta. „Verkefnið er áhugavert af ýmsum ástæðum. Þetta er til nokkuð langs tíma, áætlun gerir ráð fyrir að verkinu verði skipt upp í a.m.k. fimm áfanga sem samtals taki á bilinu 5-8 ár, þó auðvitað ráðist það allt af pening- um. Síðan er þetta heilmikið verk- efni sem slíkt, bæði nýbyggingar og endurinnréttingar eldra hús- næðis. Ekki síst er þetta skemmti- legt að fást við af því þetta er í svo skemmtilegu landi, tengsl við úti- vistarsvæði og fleira. Þetta er því bæði krefjandi og spennandi verk- efni,“ sagði Baldur þegar hann var beðinn um faglegt mat á viðfangs- efninu. Hann á von á góðri þátttöku, sagði ekki fjarri lagi að reikna með 30-40 tillögum. „Það eru ekki mörg verkefni þetta stór í gangi á landinu um þessar mund- ir.“ Arkitektar á Akureyri munu vera óhressir með að ekki sé um lokaða samkeppni að ræða þar sem tryggt væri að verkið færi ekki af svæðinu. í lokuðu útboði munu raunar allir fá greitt fyrir sína vinnu en svo er ekki þegar út- boð er opið. Baldur segir það sína skoðun að ekki sé annað forsvar- anlegt en að bjóða svo stórt verk, sem greiðist af almannafé, út á landsvísu. „Þetta er skóli sem til- heyrir öllum landsmönnum. Það er öðruvísi með t.d. Sundlaugina og Menntaskólann sem boðin voru út heima í héraði. Auðvitað skilur maður samt þessi viðbrögð því að sjálfsögðu reyna allir að vemda sitt. Almennt um svona arkitekta- samkeppnir má segja að það er mjög mikil vinna sem fer í hverja tillögu, ég myndi reikna með lág- marki 500-700 tíma á hverja til- lögu og oft er þetta unnið utan venjulegs vinnutíma. Menn eru síðan að leggja í þessa miklu vinnu upp á von og óvon því það er bara einn sem hlýtur verðlaunin og tvær þrjár tillögur sem fá auka- verðlaun, em innkeyptar sem kall- að er. Þessu er stundum líkt við Féllá Breytingartillaga Alþýðu- bandalags við Fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar um að Raf- veita Akureyrar greiði afgjald í bæjarsjóð féll á jöfnum atkvæð- um á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Alþýðubandalagið lagði fram breytingartillögu í þremur liðum og var tillaga um 2% afgjald af eigin fé Rafveitu sá fyrsti, en einnig var lagt til að taka ný lang- það að bjóða nokkmm hópum verkamanna að grafa 100 m skurð og síðan fá þeir sem grafa besta skurðinn að grafa 400 m til við- bótar gegn gjaldi. Þetta er því mikið happdrætti en menn leggja þetta á sig. Þetta er líka besti vett- vangur okkar arkitekta til að þróa hlutina áfram og fá að láta okkar hugmyndir njóta sín, þó auðvitað þurfi alltaf að horfa í kostnaðinn líka,“ sagði Baldur. HA jöfnu tímalán upp á 15 milljónir og setja þá peninga sem með þessu aflast í framkvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar. Með 2% afgjaldi af eigin fé Rafveitu í árslok átti að afla 17,5 milljóna og greiddu fulltrúar Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- llokks því atkvæði. Framsóknar- menn voru á móti en fulltrúi Al- þýðuflokks, Oktavía Jóhannes- dóttir, sat hjá við þennan lið en greiddi atkvæði á móti hinum tveimur. HA Jarðgufuvirkjun í Bjarnarflagi: Framkvæmdir gætu hafist á næsta ári Eins og fram hefur komið í fréttum hafa forsvars- menn fyrirtækisins Columbia Aluminium verið að þreifa fyrir sér um að reisa álver hér á landi, sem þá yrði væntaniega staðsett á Grundartanga. Verði af því liggur fyrir að það myndi hefja starfsemi um svipað leyti og stækkað álver í Straumsvík og þá þarf með skömmum fyrirvara að auka orkuframleiðslu á landinu. f þeirri stöðu er jarðgufuvirkj- un í Bjarnaflagi í Mývatns- sveit einn þeirra virkjunar- kosta sem ráðist verður í. Jarðgufuvirkjun í Bjamar- flagi kemur inn sem vænlegur kostur ef auka þarf orkufram- leiðslu á skömmum tíma, þar sem byggingartími jarðgufu- virkjunar er styttri en vatns- aflsvirkjunar. Ef aftur er lengra í að það þutfi að auka raforku- framleiðslu gæti þetta breyst, að sögn Þorsteins Hilmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar. „Möguleiki á jarðgufuvirkj- un í Bjamarflagi hefur verið rannsakaður af Orkustofnun og Landsvirkjun á undanfömum árum og menn telja að þetta sé vel framkvæmanlegt. I þessu sambandi eru menn að tala um eina eða tvær 20 megavatta samstæður," sagði Þorsteinn, en til viðmiðunar má geta þess að Krafla er 30 megavött. Landsvirkjun rekur þegar gufuvirkjun í Bjarnarflagi sem sér Kísiliðjunni fyrir gufu. Forsvarsmenn Columbia Aluminium munu ætla að taka ákvörðun í kringum áramótin hvort þeir leita eftir samning- um við íslensk stjómvöld um að reisa hér álver. Gangi þetta eftir og samningar nást segir Þorsteinn að gera megi ráð fyr- ir að fyrstu framkvæmdir í Bjamarfiagi, sem væntanlega verða boranir, hefjist strax á næsta ári og virkjunin verði til- búiníárslok 1997. ' HA Mikið er um að vera á afgreiðslustöðum Pósts og síma um allt land þessa dagana, enda aðeins þrír dagar til jóla. Þessi mynd var tekin á pósthúsinu á Akureyri í gær. Mynd: BG Dreifing á böggla- og bréfapósti fyrir jólin: Hefur gengið mjög vel - segir fulltrúi hjá Pósti og síma á Akureyri Eg held að sé óhætt að segja að þetta hafi gengið mjög vel,“ sagði Guðlaugur Baldursson, fulltrúi hjá Pósti og síma á Akureyri, um móttöku og dreifmgu böggla- og bréfapósts fyrir þessi jól. Guðlaugur sagði að sér virtist fólk vera almennt tímanlega á ferðinni með að skila af sér pósti, það létti starfsfólki Pósts og síma róðurinn. Hann sagði að Póstur og sími auglýsti ekki neinn sérstakan skiladag á pósti, en auðvitað væri það svo að ekki væri með góðu móti hægt að tryggja að bögglapóstur berist viðtakendum vítt og breitt um land fyrir jól sem komið sé með á pósthús eftir 20. desember. Rétt er að taka fram að afgreiðsla Pósts og síma á Akureyri verður opin í dag og á morgun kl. 9 til 18 og kl. 10 til 16 á Þorláksmessu. Póst- afgreiðslan verður ekki opin á aðfangadag jóla. Guðlaugur sagði að bréf- berar komi til með að bera út póst á Akureyri fyrri part dags á Þorláks- messu og til þess að tryggja að póstur komist þá til viðtakenda í bænum, vildi Guðlaugur beina því til fólks að koma með hann eigi síðar en á morgun, föstudag. óþh Bæjarstjórn Húsavíkur: Endurskipulagningu hjá bænum frestað um mánuö Samþykkt var að fresta gild- istöku samþykktar bæjar- stjórnar um endurskipulagn- ingu yfirstjórnar tæknideildar, áhaldahúss og veitna um einn mánuð á fundi bæjarstjórnar sl. mánudag. Bæjarstjóm samþykkti á fundi sínum 7. desember að yfir- stjóm tæknideildar, áhaldahúss og veitna verði endurskipulögð með það fyrir augum að störf veitustjóra og bæjartæknifræð- ings verði sameinuð í eitt starf. Samhliða verði starfaskipulag og starfslýsingar fastráðinna starfsmanna í þessum deildum tekið til endurskoðunar. Til að greiða fyrir endurskipulagning- unni heimilaði bæjarstjóm að starfsmönnum deildanna yrði sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara frá 1. febrúar 1996. Sigurjón Benediktsson (D) lagði til að samþykktinni yrði frestað um óákveðinn tíma, en samþykkt var tillaga Stefáns Haraldssonar (B) og Kristjáns Ásgeirssonar (G) að samþykkt- inni yrði frestað um mánuð. IM Tillaga um að Rafveita Akureyrar borgi afgjald í bæjarsjóð:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.