Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. desember 1995 - DAGUR - 7 íslensk jól í Phoenix í Bandaríkjunum: Jólamessan á segulbandi og jólaölið í dulargervi Þannig skreyta þeir í Phoenix. „Það er allt skreytt; þakið, útveggir, grindverkið, kaktusar, tré og annað í garðinum og jafnvel grasflötin sjálf er oft þakin Ijósum. Þar sem hér er aldrei frost eða snjór er brugðið á það ráð að kaupa bara snjókarl úr plasti til að geta stillt Snæfinni upp fyrir utan húsið.“ Einhvem veginn fannst rnanni sem bami að alls staðar væru jólin eins, með smá frosti og snjó. Þetta var alltaf yndislegasti tími vetrar- ins þegar allt hverfið var skreytt með jólastjömum og seríum í gluggum og allir urðu aðeins vina- legri en vanalega. Eftir að við maðurinn minn fluttum tii eyði- merkurinnar í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum, þar sem aldrei er vetur, fórum við að kvíða jólunum því þau yrðu aldrei eins og jólin heirna. En eftir að hafa upplifað nokkur jól hér, eru jól í hita og sól alls ekki eins slæm og ég hafði ímyndað mér. Þau eru allt eins sérstök og hátíðleg og hin hvítu íslensku jól. Hlutimir eru að vísu svolítið öðruvísi en á landinu góða. Þegar við höfum svitnað í 40 gráðu hita í nokkra mánuði er orðið ansi vetrarlegt þegar loksins er hægt að ganga um í síðbuxum. Þegar morgnar og kvöld hafa kólnað það mikið að hægt er að vera í peysum er bara orðið þó- nokkuð jólalegt. Jafnvel kaktusarnir skreyttir Þar sem hér er enginn snjór er skreytt nokkuð verklega til að lýsa upp jólahátíðina. Kanar byrja snemma að skreyta og oft má sjá jólatré í húsum strax eftir þakkar- gjörðarhátíðina, sem er haldin síð- asta fimmtudag í nóvember. Fólk sem á annað borð skreytir á það til að spara ekkert við sig. Það er allt skreytt; þakið, útveggir, grind- verkið, katkutsar, tré og annað í garðinum og jafnvel grasflötin sjálf er oft þakin ljósum. Þar sem hér er aldrei frost eða snjór er brugðið á það ráð að kaupa bara snjókarl úr plasti til að geta stillt Snæfinni upp fyrir utan húsið. Það er náttúrulega miklu minna mál en að búa til snjókarl úr alvöru snjó, því þessi endist miklu lengur og eigandinn þarf ekki annað að gera en þurrka af honum rykið fyrir jólin áður en honum er stillt upp. I Ameríku er bara einn jóla- sveinn í stað þrettán, svo þessi eini hefur í nógu að snúast; hann hefur engan tíma til að birtast á svölunum í Safeway. í staðinn sit- ur hann í hásæti inni í verslunar- miðstöðvum, þar sem hann gefur sér nokkrar mínútur til að hlusta á bömin á meðan að teknar eru myndir af þeim með Jóla gamla. Þetta virðist vera mjög vinsælt og myndast alltaf mjög langar bið- raðir sem oft eru fullar af þreytt- um, öskrandi bömum. Stundum vill svo til að þegar röðin er loks komin að þeim em bömin svo uppgefin af þreytu að þau vilja ekki einu sinni sjá jólasveininn, hvað þá tala við hann. Langt frá Phoenix heim til Akureyrar Jólainnkaup eru aldrei eins hér og á Islandi og það er ekki laust við að það sé söknuður eftir því að skreppa aðeins niður í göngugötu á Þorláksmessu, svona meira til að hitta vini og kunningja en til að versla. Þar sem flestir vinir og ættingj- ar eru á Islandi hafa fátækir skóla- nemar brugðið á það ráð að senda allar jólagjafir með sjópósti, sem er töluvert ódýrara. Talandi um póst, það er svo ótrúlegt með það að svo virðist sem lengra sé frá Phoenix til Akureyrar en frá Ak- ureyri til Phoenix. Bréf eru venju- lega 4-5 daga frá Akureyri með A-pósti og um 3 vikur með B- pósti, á meðan bréf eru 10-15 daga frá Phoenix en 8 vikur með sjópósti. Það eru meira að segja dæmi þess að afmæliskort hafa verið 5 mánuði á leið sinni yfir hafið. Þar sem sjópósturinn tekur um 8 vikur er betra að versla inn jólagjafirnar sem eiga að fara til Islands í október. Þessi verslunar- ferð verður oft frekar skrítin, þar sem hitinn er um 30 gráður og all- ir eru í stuttbuxum með kælikerfið á fullu í bílnum til að lifa af ósköpin. En ekki klikkar jóla- stemmningin, því stærstu búðimar í verslanamiðstöðvunum byrja að setja upp jólatré í fullum skrúða í byrjun september. Hvar er jólastemmningin? I ár ákváðum við að nú væri loks tími til að senda jólakort með myndum af okkur til að sýna þeim sem aldrei hafa komið til Arizona hversu jólalegt getur orðið hér. Það komu upp nokkrar hugmynd- ir; ein var sú að fara út í eyði- mörkina fyrir utan borgina og setja jólasveinahúfu á einhvern kaktusinn. Þetta plan virkaði ekki því kaktusamir eru ansi háir og ekki beint gott að klifra upp þym- urn stráðan kaktus. Önnur hug- mynd var að skella sér í jólabað með jólasveinahúfur, en þá upp- götvuðum við að þó svo hér sé ei- líf sól og alltaf hægt að fara í sól- bað þá höfum við gert frekar lítið af því. Þessi mynd myndi því sýna að við emm sennilega hvítari en vinir okkar sem stunda Stjömusól heima. Við gáfumst upp og end- uðum með mynd af okkur í heita pottinum, því sundlaugin er ekki upphituð á veturna og því 'sköld. Þó svo að hitnn fari varla niður fyrir 20 gráður hér um miðjan daginn í desember, fer hitinn nið- ur í 5 gráður á nætumar og sólin nær því ekki að hita laugina nógu vel. KEA-hangikjötið, Hagkaupshryggirinn og Ora-baunirnar Þegar líða fer að jólum er undir- búningur sá sami hér í Phoenix eins og á Fróni. Laufabrauðið út- búið, gömlu góðu uppskriftimar frá mömmu em notaðar við jóla- baksturinn og að sjálfsögðu er spiluð íslensk jólatónlist af spól- um til að komast í rétta stemmn- ingu. Gluggamir eru spreyjaðir með gervisnjó til að þeir líti út eins og heima. Jóladúkurinn sem Eydís systir saumaði í er tekinn fram og allt jólaskrautið sem við komum með heiman frá íslandi. Þetta gefur heimilinu sama gamla svipinn og það gerði þegar við héldum jólin heima. Á Þorláks- messu er jólahangikjötið frá KEA soðið til að geyma til jóladags. Svo er oft spilaður póker fram eft- ir kvöldi og nteð honum drukkið sambland af dökkum bjór og appelsíni til að líkja eftir jólaöl- inu. Reynt er að ná fréttum og jólakveðjum að heiman á stutt- bylgjuútvaipinu sem pabbi gaf okkur. Á aðlangadag er hamborgar- hryggurinn, sem mamma keypti í Hagkaup, eldaður. Ora grænu baunimar og danska rauðkálið er borið fram með uppáhalds jóla- búðingi mömmu og uppáhalds jólaforrétti tengdamömmu. Mess- an frá því í hittifyrra eða árinu áð- ur, sem Héðinn bróðir tók upp og færði okkur, er spiluð; þessar messur eru allar svipaðar og það skiptir ekki máli þó sú sama sé spiluð ár eftir ár. Loks eru gjafim- ar opnaðar og þar leynist oft ný ís- lensk tónlist, íslenskt konfekt og íslensk bók. Hin fjölhæfa listakona Jóna Ax- fjörð sendir nú frá sér á vegum Fjölva nýja bók um Dolla dropa. Áður voru komnar út eftir hana Dolli dropi rambar um Reykjavík og Dolli dropi prílar á Pýramíd- um, því að oftast fer Dolli í ferða- lög um heiminn. Hann á heima í Skýjaborg, en dettur einhvers staðar niður á jörðina, þar sem skemmtilegir krakkar taka á móti honum. I nýju bókinni sem nefnist Dolli dropi arkar um Akureyri, bregður nokkuð nýtt við, því að þar má segja að hann sé á heima- slóðum. Á Akureyri hefur Jóna lengstum búið og unnið ómetan- legt starf fyrir börnin á bama- heimilum, samið sögur, lesið þær upp fyrir krakkana og teiknað Þið sjáið það, lesendur góðir, að það geta verið íslensk jól hvar sem er í heiminum. það er bara undir manni sjálfum komið að koma upp réttu stemmningunni og hátíðlegheitunum. Að síðustu langar okkur að senda bestu kveðjur um gleðileg jól og farsælt komandi ár til ykkar allra. Sólarkveðjur, Kristín og Baldur. Höfundar búa í Phoenix í Bandaríkjun- um. myndir til birtingar í sjónvarpi og bókum. Auk þess hefur hún verið athafnasöm í margvíslegri föndur- gerð og eru bækumar Jólaföndur og Trölladeig sem Fjölvi hefur gefið út til merkis um það. Nýja kynningarbókin urn Ak- ureyri segir frá því, þegar Dolli dettur niður mitt á meðal krakk- anna í höfuðstað Norðurlands og arkar með þeim um allan bæ að skoða það sem þar er nýstárlegt, fer í Kjamaskóg og ekur eftir Drottningarbrautinni og síðast tek- ur hann þátt í því á Öskudaginn að slá köttinn úr tunnunni og verður kattakóngu . Bókin er unnin í Prentmynda- stofunni og G.Ben.-Edda prent- stofa. Verð er kr. 1.280. Fjölvi: Dolli dropi heiðrar fæðingarbæ sinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.