Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 21. desember 1995 Hugað að framtíðaruppbyggingu Háskólans á Akureyri á Sólborgarsvæðinu: Efnt til arkitektasamkeppni Síðastliðinn þriðjudag auglýsti Framkvæmdasýsla ríkisins í Degi, fyrir hönd starfshóps um framkvæmdir Háskólans á Ak- ureyri, samkeppni um hönnun nýbygginga og aðlögun eldri húsa á Sólborg að starfsemi Há- skólans, ásamt skipulagi há- skólasvæðisins. í þessari sam- keppni felst annars vegar hönn- un nýbygginga á núverandi Sól- borgarlóð og aðlögun á eldra húsnæði þar, en húsrýmisáætlun gerir ráð fyrir að húsnæðisþörf skólans sé ríflega 4800 fermetr- ar, og hins vegar heildarskipulag alls háskólasvæðisins og er þá átt við núverandi Sólborgarlóð og framtíðar byggingarsvæði há- skólans, samtals u.þ.b. 10 hekt- arar. Óhikað má líta á þessa sam- keppni sem mikilsverðan þátt í framtíðaruppbyggingu Háskólans á Akureyri. Um það hefur eins og kunnugt er verið tekin pólitísk ákvörðun að Háskólinn fái Sól- borgarhúsin til afnota og raunar hefur skólinn nú þegar flutt skrif- stofur sínar í þau. Næsta skref uppbyggingarinnar, áður en ráðist verður í byggingaframkvæmdir, sem nauðsynlegar eru áður en öll kennsla verður flutt á Sólborgar- svæðið, er samkeppni um hönnun nýbygginga og lóðar og henni verða hér gerð skil og stuðst við samkeppnislýsingu, sem arkitektar gátu fengið í hendur frá og með gærdeginum. Úrslit tilkynnt í apríl 1996 Fram kemur í samkeppnislýsing- unni að allir félagar í Arkitektafé- lagi Islands, sem og aðrir þeir sem áunnið hafa sér rétt til að leggja aðalteikningar fyrir byggingar- nefndir, hafí rétt til að taka þátt í samkeppninni. Samkeppnin er auglýst á EES svæðinu og má af því sjá hversu stórt verkefni hér er um að ræða. I dómnefnd samkeppninnar eru tilnefndir af menntamálaráðherra Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sem er for- maður dómnefndar, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, og Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neytinu. Þá eru tilnefndir í dóm- nefnd af Arktektafélagi íslands þeir Baldur Ó. Svavarsson, arki- tekt FAÍ, og Egill Guðmundsson, arkitekt FAI. Ritari dómnefndar er Ólafur Búi Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Háskólans á Akur- eyri, og ráðgjafar dómnefndar Ami Ólafsson, skipulagsstjóri Ak- ureyrarbæjar, og Steindór Guð- mundsson, forstjóri Framkvæmda- sýslu ríkisins. Trúnaðarmaður dómnefndar er Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður Akureyrarbæjar. Við mat sitt á tillögunum mun dómnefnd leggja áherslu á eftir- farandi: 1. Hugmyndagrunnur, samspil grunnhugmyndar og heildar- lausnar. 2. Innra skipulag bygginga og að- lögun að núverandi byggingum. 3. Utlit og aðlögun að umhverfi. 4. Umhverfi, heildarskipulag og frágangur lóðar. 5. Tœknileg útfœrsla, hagkvœmni, efnisval, viðhald og rekstur. 6. Heildarkostnaður vegna fram- kvœmda á Sólborg. Dómnnefnd mun fara yfir til- lögur og meta þær með tilliti til ofangreindra atriða. Þær tillögur sem til greina koma til verðlauna eða innkaupa að mati dómnefndar verða skoðaðar nánar með tilliti til kostnaðar af dómnefnd og ráð- gjöfum hennar. Að lokum fer fram heildarmat á tillögum og sú tillaga valin, sem dómnefnd mælir með til útfærslu. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum fyrir 19. aprfl 1996. Hald- in verður sýning á Akureyri á samkeppnistillögum, sem uppfylla skilyrða samkeppninnar. Verð- launafé er samtals 2,4 milljónir króna, þar af verða fyrstu verð- laun ekki lægri en 1 milljón króna. Auk þess verður dómnefnd heim- ilt að kaupa tillögur fyrir allt að 600 þúsund krónur. Stefnt er að því að fela þeim hönnun nýbygg- ingar Háskólans sem hlýtur fyrstu verðlaun. Almennt um starfsemi Háskólans Á yfirstandandi skólaári eru um 400 nemendur í Háskólanum á Akureyri í fjórum deildum; 110 nemendur í heilbrigðisdeild, 145 í kennaradeild, 85 í rekstrardeild og 61 nemandi í sjávarútvegsdeild. Spár um nemendafjölda gera ráð fyrir að 700-900 nemendur stundi nám við skólann árið 2004 og að fjöldi nemenda geti orðið 1500- 2000 þegar líða tekur á næstu öld. Náið samstarf hefur Háskólinn á Akureyri um kennslu og rann- sóknir við rannsóknastofnanir at- vinnuveganna, þ.e. Hafrannsókna- stofnun, Iðntæknistofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Líkur eru á fjölgun samstarfs- stofnana skólans og má í því sam- bandi nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem fyrirhugað er að hafi aðsetur við háskólann. Sólborgarlóðin Núverandi lóð Sólborgar er 4,7 ha að stærð, þar af eru rúmlega 3 ha taldir nýtanlegir sem byggingar- svæði. I frumathugun Finns Birg- issonar, arkitekts á Akureyri, kemur fram það álit að sjálf Sól- borgarlóðin rúmi alla nauðsynlega uppbyggingu háskólans miðað við 700 nemendur. Til að tryggja vaxtarmöguleika skólans til fram- tíðar taldi Finnur hins vegar nauð- synlegt að gera ráð fyrir stækkun lóðarinnar til austurs um rúmlega 5 ha. Akureyrarbær hefur sam- þykkt þessa framtíðarstækkun og verður aðalskipulagi bæjarins breytt í samræmi við það. í sam- þykkt Akureyrarbæjar er lögð á það áhersla að það sjónarmið að háskólasvæðið verði hluti almenns útivistarsvæðis og að lóðarskipu- lag háskólans taki mið af því. Hugmyndin er sú að um þetta væntanlega útivistarsvæði liggi göngustígar sem tengi það stórum íbúðarhverfum. „Fyrsta skrefið í þessa átt var að leggja um svœðið megingöngu- stíg, stofnstíg, sem tengja mun saman íbúðabyggð sunnan og norðan svœðisins. Framhald þess stígs til norðurs verður yfir Borg- arbraut á gangbraut eða undir hana í göngum, yfir stíflu Rafveit- unnar á göngubrú og áfram til norðurs fram hjá Glerárskóla, íþróttasvœði Þórs eða að verslun- armiðstöðinni Sunnuhlíð og áfram norður í Síðuhverfi. Göngustígur- inn liggur sem nœst á mörkum nú- verandi Sólborgarlóðar og fram- tíðar byggingarsvœðis háskól- ans,“ segir orðrétt í samkeppnis- lýsingu. Gert er ráð fyrir 200 bflastæð- um á háskólasvæðinu og jafnframt að möguleiki sé á fjölgun þeirra ef nauðsynlegt reynist. Húsakynni Húsin á Sólborg eru byggð í nokkrum áföngum á árunum 1967-1984. Húsin eru almennt í góðu ásigkomulagi og þeim hefur verið haldið vel við. Það er orðað svo í samkeppnislýsingu að bygg- ingamar séu formfastar, stflhrein- ar og verðugir fulltrúar byggingar- listar síns tíma. Húsin skuli umgangast með virðingu fyrir gerð þeirra og stfl. Yfirstjóm Háskólans var flutt að Sólborg síðastliðið haust og um leið tekið í notkun 400 fermetra skrifstofuhúsnæði. Við það er miðað að í byrjun næsta árs flytji nemendur skólans félagsstarfsemi sína á Sólborg í 100 fermetra hús- næði. Hluti af húsnæðinu á Sól- borg er enn í notkun af Svæðis- stjóm málefna fatlaðra. Þar er um að ræða dagvistun fyrir fatlaða en nýtt húsnæði við Skógarlund á Akureyri mun leysa þessa starf- semi af hólmi. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýbygginguna og er stefnt að því að hún verði tilbúin haustið 1996. Gert er ráð fyrir að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra hafi áfram not af sund- lauginni eftir nánara samráði við háskólann þar til annað verður ákveðið. Tekið er fram í samkeppnislýs- ingu að við hönnun nýbygginga skuli hafa hliðsjón af formi og gerð eldri húsa á Sólborg og stöðu þeirra í landinu, „þannig að sam- hengi verði milli eldri og nýrri hluta háskólabygginganna. Einnig skal taka mið af gildi lóðarinnar sem almenns útivistarsvæðis og gera ráð fyrir að garðrými og gönguleiðir um lóð háskólans verði aðgengilegar almenningi." Forsendur hönnunar húsnæðis í samkeppnislýsingu er tekið fram að við hönnun húsnæðis Háskól- ans á Akureyri þurfi að horfa til þess að það auðveldi samnýtingu og samstarf um þessa þætti milli einstakra deilda, stofnana háskól- ans og samstarfsstofnana. Jafn- framt þurfi húsnæðið að nýtast til almenns fyrirlestrahalds og kennslu og kennslu á sérsviðum deildanna, t.d. í hjúkrunarfræði og raunvísindum. Einnig þurfi að tryggja að allt vinnurými nemenda og kennara sé þannig úr garði gert að öll tjáskipti og samskipti séu eins góð og mögulegt er. Sérstak- lega skuli huga að tölvutengingum og notkun margmiðlunar. Varðandi rannsóknaaðstöðu er tekið fram í samkeppnislýsingu að taka verði mið af mikilvægi sam- starfs háskólans við rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna, án þess að skerða sjálfstæði þessara stofn- ana. „Háskólinn hefur gert sam- starfssamninga við Hafrann- sóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntœknistofnun og Rannsóknastofnun landbúnað- arins um samráðningar statfs- manna til rannsókna og kennslu. Þessum samstarfsstofnunum þarf að œtla stað í nýbyggingu á Sól- borgarsvœðinu undir sama þaki og staifsemi háskólans. Einnig þarf að huga að stœkkunarmögu- leikum fyrir þœr stofnanir sem síðar munu bœtast við, t.d. fyrir- hugaðri Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar og mögulegri staifsemi sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. “ í lok kafla samkeppnislýsingar um almenna starfsemi háskólans segir: „Háskólinn verður staðsettur á stœrsta opna svœði Akureyrarbœj- ar sem þó er inni í byggðinni miðri. Svœðið verður í góðum um- ferðartengslum við aðra bœjar- hluta og er í göngufœri við stór íbúðasvœði. Við hönnunarvinnu þarfað taka tillit til þess að sú að- staða sem háskólinn byggir upp s.s. fyrirlestrasalir, almenn kennsluiými, bókasafn og matstof- ur verði aðgengileg almenningi utan liefðbundins skólatíma, t.d. fyrir námskeið, fundi, ráðstefnur og margs konar menningarvið- burði. Enn fremur skal bent á að háskólasvœðið verður hluti af al- mennu útivistarsvœði Akureyrar- bœjar. Hönnun bygginga og lóðar þaif því að taka tillit til umhveif- issjónarmiða, einkum þeirra sem tengjast útivist og verndun um- hveifis. Háskólinn á Akureyri er ung stofnun og í stöðugri uppbygg- ingu. Mikilvœgt er að hönnunin feli í sér sveigjanleika og mögu- leika á viðbyggingum og eða ný- byggingum eftir því sem háskólinn vex og þarfir hans eða samstaifs- stofnana breytast. “ / Afangaskipting framkvæmda Gert er ráð fyrir að áfangaskipta framkvæmdum á Sólborg og verði áfangamir fimm. Fyrsta áfanga, flutningi á aðalskrifstofum, að mestu lokið. Fram kemur í sam- keppnislýsingu að áfangamir hafi ekki verið tímasettir en reikna megi með að framkvæmdir á Sól- borg taki á bilinu 5-8 ár. Lögð er áhersla á að uppbygging á kennslu- og skrifstofurými haldist í hendur. Rannsóknarými, þ.m.t. raunvísinda og sérgreinastofur og aðstaða samstarfsstofnana tilheyri síðasta áfanga framkvæmdanna. Þá er tekið fram að fyrir næsta skólaár þurfi að leysa húsnæðis- þörf bókasafns háskólans og jafn- framt þurfi hann húsnæði til bráðabirgða fyrir tölvuver og ein- hverja vinnu- og lesaðstöðu fyrir nemendur. Þá kemur fram í samkeppnis- lýsingu að stefnt sé að því að verktakakostnaður verði lægri en 500 milljónir króna, en þá er átt við heildarkostnað vegna breyt- inga á núverandi húsnæði á Sól- borg, byggingar á nýju húsi eða húsum, fullnaðarfrágang á lóð, fullnaðartengingu við veitukerfi bæjarins og rekstrarkostnað á byggingarstað. Inni í þessari tölu er ekki hönnunarkostnaður, opin- ber gjöld, húsbúnaður eða kostn- aður undirbúnings, umsjónar, eft- irlits og stjómunar verkkaupa á framkvæmdatíma. óþh Samkeppnin tekur annars vegar til hönnunar nýbygginga á núverandi Sólborgarlóð og aðlögun að eldra húsnæði þar og hins vegar til heildarskipulags alls háskólasvæðisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.