Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. desember 1995 FRÉTTIR Selja Húsvfldngum jólatré Meirihluti Iþrótta- og tómstundaráðs harmar vinnubrögð bæjarráðs: Vill nota Afreks- og styrktarsjóð til að veita KA styrk vegna Evrópukeppni Meirihluti íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum 19. desem- ber sl. eftirfarandi bókun sem lögð var fram af Oddi Halldórs- syni, Framsóknarflokki: „íþrótta- og tómstundaráð hef- ur haft þær vinnureglur lengi að styrkja félög til ferða í fræðslu- skyni, svo sem þjálfara á nám- skeið. íþrótta- og tómstundaráð hefur ekki hingað til séð sér fært að styrkja til keppnisferða. Einnig hefur Iþrótta- og tómstundaráð verðlaunað árangur með úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði. Iþrótta- og tómstundaráð harmar að bæjarráð skuli ekki nota þessa vinnureglu og nota Afreks- og styrktarsjóð með því að veita KA styrk vegna Evrópukeppni í hand- knattleik." Tillagan var samþykkt með at- kvæðum Odds Halldórssonar, Nóa Bjömssonar, Alþýðuflokki, og Guðmundar Jóhannssonar, Sjálf- stæðisflokki, gegn atkvæði for- manns nefndarinnar, Þórarins E. Sveinssonar, en Vigdís Steinþórs- dóttir sat hjá. Ekki náðist í Odd Halldórsson í gær en Guðmundur Jóhannsson segir að meirihluti nefndarinnar hafi harmað að bæjarráð hafi styrkt Knattspymufélag Akureyrar (KA) vegna Evrópuleikjanna með 250 þúsund krónum án þess að það hafi verið afgreitt fyrst hjá Afreks- og styrktarsjóði. Þangað Jólaverslunin: Verslanir opnar fram á kvöld Þessa síðustu þrjá daga fyrir jól lengist opnunartími versl- ana umtalsvert, enda er það mat kaupmanna að drjúgur hluti jólaverslunarinnar fari fram þessa síðustu daga fyrir jól- A Akureyri verða verslanir almennt opnar í dag, fimmtu- daginn 21. desember, til kl. 22 og sömuleiðis verður opið til kl. 22 annað kvöld, föstudag. Á Þorláksmessu verða verslan- ir að vanda opnar til kl. 23 og á sunnudag, aðfangadag jóla, verður opið frá kl. 9 til 12. óþh hefði bæjarráð átt að vísa erind- inu. „Það er ekki verið að mót- mæla því að KA fái þennan styrk vegna þátttöku í Evrópukeppninni heldur er vinnureglan sú að við höfum ekki styrkt keppnisferða- lög, en hins vegar verðlaunað fé- lög og menn fyrir góðan árangur gegnum Afreks- og styrktarsjóð- inn. Það verður úthlutað úr honum um komandi áramót,“ sagði Guð- mundur Jóhannsson. GG Guðbergur Rafn Ægisson og Jörundur Þórarinsson hafa undanfarna daga selt öllum sem hafa vilja jólatré til ágóða fyrir Björgunarsveitina Garðar á Húsavík. Mynd: IM AKUREYRARBÆR Sundlaug Akureyrar Opnunartími um jól og áramót: Lokað 22. og 23. desember vegna viðgerða. Opið aðfangadag frá kl. 08.00-12.00. Lokað jóladag. Opið annan í jólum frá kl. 09.00-15.00. Opið gamlársdag frá kl. 08.00-12.00. Lokað nýársdag. Alla aðra daga verður opið eins og venjulega frá kl. 07.00- 20.00. Gleðileg jól og farsœlt komandi ár, þökkum viðtökurnar á liðnu árl Jarðvegsvinna vegna landsmótssvæðis á Melgerðismelum: Lægstu tilboð rúm 30% af kostnaðaráætlun Nú þegar hefur nokkuð verið unnið á tilvonandi mótssvæði fyrir Landsmót hestamanna á Melgerðismelum sumarið 1998 en í vikunni voru opnuð tilboð í jarðvegsvinnu, sem er stærsta verkefnið sem ráðast þarf í á keppnissvæðinu. Lægsta tilboð í verkið var rúmlega 30% af kostnaðaráætlun og gefur það framkvæmdanefnd mótsins aukið svigrúm til framkvæmda á svæðinu. Boðin var út uppbygging nú- verandi valla en þá þarf að hækka upp um 50 cm. Þá verður 200 metra völlur stækkaður í 250 metra völl. Jafnframt þarf að fylla upp áhorfendabrekkur og lagfæra áhorfendasvæðin. Kostnaðaráætl- un þessa verks var tæplega 2,5 milljónir króna en lægsta tilboðið kom frá Magnúsi Guðmundssyni og Halli Steingrímssyni og hljóð- aði upp á um 770 þúsund krónur, eða 31,2% af kostnaðaráætlun. Næsta tilboð í röðinni var frá Ara B. Hilmarssyni, rúmlega 980 þús- und. Þriðja lægsta tilboð átti Mal- arharpan hf„ bauð tæplega 1 millj- ón 190 þúsund krónur. Alls komu tilboð frá 15 verk- tökum og tvö þeirra voru yfir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboð var frá Króksásverktökum sem buðu rúmlega 4,6 milljónir í verkið. Stefán Erlingsson, formaður framkvæmdanefndar, segir næsta skref að yfirfara tilboðin og ganga því næst frá samningum við verk- taka. Hann segist vonast til að verkið geti hafist fljótt þannig að því verði að mestu lokið fyrir sumarið en í útboðinu var miðað við verklok 1. ágúst næstkomandi. í haust hafa tveir starfsmenn verið í atvinnuátaksverkefni á Melgerðismelum og unnið að ýmsum minniháttar verkefnum vegna undirbúnings landsmótsins. Jafnframt var boðin út utanhúss- klæðning veitingaskálans á mel- Flugleiöir: Ekkert innanlandsflug á nýársdag Ranghermt var í Degi í gær að flogið væri á nýársdag hjá Flug- leiðum, en nýársdagur er einn ljögurra daga sem innanlands- flug liggur niðri. Hinir dagamir eru jóladagur, föstudagurinn langi og páskadag- ur. Millilandaflugi er hins vegar haldið uppi alla 365 daga ársins. GG unum og er því verki lokið. Guð- mundur Gauti Valdimarsson átti lægsta tilboð í verkið, rúmlega 1,1 milljón króna. JÓH Hvammstangi: Fyrra bindi Sögu Hvammstanga- hrepps komiö út Fyrra bindi af Sögu Hvamms- tangahrepps og Kirkjuhvamms- hrepps hins eldra er komið út en það er Hvammstangahreppur sem gefur ritið út. í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Hvamms- tanga var ákveðið að ráðast í verkið og Steingrímur Steinþórs- son, sagnfræðingur, fenginn til þess að ritstýra því. Seinni bindið kemur út síðla næsta árs. Bókin er mjög áhuga- verð fyrir alla þá sem kynnast vilja sögu verslunar í Vestur-Húna- vatnssýslu sem og öðmm þáttum í sögu byggðarlagsins við Mjóa- fjörð. Er ekki að efa að bókin birt- ist hjá einhverjum um þessa jóla- hátíð í formi harðra jólapakka. GG VEÐRIÐ Kuldaboli hefur heldur betur gert vart við sig undanfarið og hann virðist ætla að dvelja hjá okkur enn um hríð. í dag spáir Veðurstof- an norðaustankalda eða stinningskalda og éljum á Norðurlandi. Frost verður á bilinu 5 til 12 stig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.