Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 21. desember 1995 -------------= fímmtudaginn 21. desember til kl. 22 ☆ föstudaginn 22. desember til kl. 22 ☆ Þorláksmessu, 23. desember frákl. 10-23 ☆ aðfangadag, 24. desember frákl. 9-12 Kaupmannafélag Akureyrar © Nýjar irörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar Nýr og spennandi matseðill með úrvali rétta við allra hæfi Sjálfsafgreiðsla er frá kl.08-18.00, en þjónað er til borðs eftif það. Opið er tii kl. 22.00 alla daga nema föstudaga og laugardaga, en þá er opið til kl. 23.00. Yerií velhmin _____ SULNABERG Jllllllillk FUNHEITT! Hótel KEA • Hafnarstræti 87-89 • 600 Akureyri • Simi 462 2200 í síldarsöltun á Síglufirði árío 1938 - skemmtleg frásögn Valbjargar Kristmundsdóttur í bókinni „Ég var sett á uppboð“ Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sentfrá sér hókina „Eg var sett á uppboð “ - endurminningar, kviðlingar og gamanmál eftir Valbjörgu Kristmundsdóttur á Akranesi. Bókin er gefin út í til- efni af85 ára afmœli höfundar lO.janúar 1995.1formála bók- arinnar, sem Bjarnfríður Leós- dóttir, skrifar, segir m.a.: „Flestir Skagamenn þekktu hana undir nafninu Valla í Bœnum. Það var vegna þess að hún bjó í seinasta torfbœnum sem búið var í á Akranesi. Þetta var lítill bœr, baðstofa með glugga á gafli og eldhúskompa. Húsgögnin í bað- stofunni voru: borð undir glugg- anum, einn stóll og dívangarm- ur. Rottur gerðu sig heimakomn- ar en köttur, sem hún átti, hélt þeim í skefjum. “ Valbjörg segir einstaklega skemmtilega frá og eftirfarandi lýsing hennar á síldarsöltun á Siglufirði árið 1938 er gott dœmi um það. „Bátar fóru nú að streyma að með sfldina og það varð nú nóg að gera og lítið sofið. Ég komst fljótt upp á lag með að vinna við sfld- ina. Var reyndar ekki mjög fljót að salta en fannst ég samt hafa þó nokkuð í aðra hönd. Sjómennimir lögðu bátunum upp að bryggjunni og mokuðu sfldinni í vagna sem þeir óku svo að kössunum sem við stóðum við og sturtuðu í þá. Þessi vinnustaður var mjög líflegur og allt var á fleygiferð. Stúlkumar komu skálmandi, sumar úr brakkanum en aðrar utan úr bæ. Þær voru klæddar olíu- bomu pilsi með smekk upp á brjóstið. Sumar vom með ermar upp fyrir olnboga úr sama efni. Skýluklútur á höfði og vaðstígvél á fótum. Allar með vel brýndan hníf eða klippur eftir því hvort skera átti eða kverka og loks tin- disk til þess að salta með. Síðan stilltu þær sér upp við sfldarkass- ana tilbúnar í slaginn. En engin mátti byrja fyrr en kallað var: B y r j a ! Þær áhugasömustu prófuðu kannski bitið í verkfærunum en W gardínur fró kr. 740,- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 462 3565 engin dirfðist að kasta síld í kass- ann fyrir aftan sig. Þessi uppstill- ing og undirbúningur minnti helst á hlaupakeppni þar sem enginn mátti þjófstarta. Þetta voru fyrstu kynni mín af hinni margumtöluðu jafnréttisbaráttu. Þótt ekki væri verið að jafna þama metin milli karla og kvenna. Á planinu unnu margir karl- menn við margvísleg störf og höfðu margvísleg starfsheiti. Plan- formaður stjómaði öllu liðinu. Þeir sem höfðu dixil í höndum og slógu botna í tunnurnar þegar búið var að salta í þær áttu starfsheitið beykir. Eftirlitsmaðurinn með söltuninni og mati á síldinni kall- aðist ragari. Sá sem tók tunnumar fullar var kallaður trillukarl og helgaðist það af því að hann var með grind á hjólum sem hann festi tunnumar í og ók með þær á sinn stað. Svo vom menn að vigta saltið, koma með tómar tunnur og hringi. Allt varð að ganga með hraði því að þama munar jafnvel um mínútu töf. Þama er lítið talað eftir að sölt- unarhrotan hefst. Sjómennimir sjá um að nóg sé í kössunum. Þeir em líka að flýta sér. Þeir þurfa að sækja meiri björg í greipar hafs- ins. Öðm hverju heyrast köll með misjöfnum málhreim. Botn! Taka tunnu! Tóma tunnu! Salt! Sumar þessara kvenna em ótrúlega fljótar að fylla hverja tunnu. Ég reyni að taka eftir hvemig þetta er unnið. Næ ekki strax neinum vemlegum flýti en seiglast. Fyrst er skorinn slatti af sfld í kassann við hliðina og síðan eys maður sfldinni með höndunum í fremra hólf kassans, stráir salti úr salthólfinu yfir og veltir henni upp úr því. Leggur síðan eitt lag síldar í botninn, þétt saman með kviðinn upp. Engar holur eða misfellur mega sjást. Þetta fannst mér lang- erfiðast. Ég var svo stutt og náði varla niður, en metnaður var lagð- ur í að gera þetta vel. (Þetta er ólíkt þeirri aðferð sem nú er höfð við söltunina. Nú er sfldinni bara sturtað í tunnuna). Þegar eftirlitsmaðurinn hafði lagt blessun sína yfir handverkið annað hvort með þögn eða hummi mátti halda áfram. Vanalega var skorið í um hálfa tunnu í einu og rUfn CARVEN ilmurinn hominn aftur Ma Griffe J yrir dömuna I vétiver dry fyrir kerrann eau vive fyrir Læði kynin SnyrtivöritclcilA svo saltað því að hvfld var í að skipta um stellingu. Saltinu þurfti að skipta sem jafnast í tunnuna, einn diskur í hvert lag. Þegar tunnan var full var hring úr sveigj- anlegum krossviði smeygt í tunn- uopið og söltuð þrjú lög til viðbót- ar. Þá mátti kalla hátt: Taka tunnu! Kom þá trillarinn, ók tunn- unni burt og lét manni í té litla plötu úr málmi með einhverju merki á svo að ekki væri hægt að svindla með því að klippa niður einhverja blikkplötu ef einhverjum hefði nú dottið slíkt í hug. Flestar létu setja þetta merki í gúmmístígvélið. Þar var það vel geymt. Og svo var kallað: Tóma tunnu, vantar salt! Verst þótti okkur hvað safnað- ist mikið slor við kassann, sérstak- lega þegar hausskorið var. En að- ferðir við verkun voru þrjár. Rúnnsöltuð heilsfld, kverkuð og slógdregin og hausskorin og slóg- dregin. Fyrir þá síðast nefndu var mest borgað 2 kr. og 50 aurar; 1 kr. og 50 aurar fyrir að kverka, en 80 aurar fyrir rúnnsaltaða tunnu. Oft vorum við dauðþreyttar, sérstaklega af því að við stóðum í slordrullunni upp á miðja leggi. Vorum bara fastar í þessari eðju. En þegar hver lota var búin og mesta slorið af skolað var farið á stað þar sem gólfið var heilt, hvolft úr stígvélinu, merkin talin og afhent skrifstofumanni sem gaf í staðinn nótu er vel þurfti að varðveita. Þá gleymdist þreytan fljótt, einkum ef afköstin voru góð, þar til næsta lota hófst. En þess var stundum skammt að bíða. Ef ekki var von á sfld á okkar plan fljótlega þá komu kannski menn af næsta plani og báðu okkur að salta þar. Þá urðum við að biðjá um leyfi hjá planformanninum og lofa að koma kl. 8 næsta morgun til þess að laga ofan á tunnunum. En þær voru látnar standa opnar í nokkra klukkutíma. Sfldin rýmar í saltinu og sígur saman; þess vegna eru söltuð þrjú lög í hringinn. Þeg- ar hann er fjarlægður er efsta lag- inu snúið við og þá snýr bakið upp á sfldinni. Þá er sama hvar botninn er sleginn úr, bakið snýr upp. Eftir að botn hefur verið sleginn í er tunnunum velt á hliðina og staflað í raðir. Karlamir taka þær með tveimur krókum og setja í raðimar en þess verður að gæta að spons- gatið á belg tunnunnar snú upp því að eftir nokkra daga er saltpækli bætt á þær. Það var talið kvennaverk og því okkur ætlað og ekki mátti skrópa frá neinu af því þótt við væmm búnar að vera í söltun á öðrum plönum. En það notuðu sumar sér og þar á meðal ég því að ég var svo gráðug í peninga. En mikið var þetta erfitt. Oft vissi ég ekki hvort nótt var eða dagur. Og þar sá ég það sem ég hefi aldrei séð hvorki fyrr né síð- ar, mann sofa standandi. Það var maður sem bar til okkar saltið. Hann bar það í fötum, sína í hvorri hendi. Við sáum hann standa sofandi og rugga svolítið en af því að hann hélt á fötunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.