Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. desember 1995 - DAGUR - 5 FRETTIR Heildaraflinn á vertíð- inni 172 þúsund tonn / Loðnuveiðum er lokið að mestu á þessari haustvertíð og er aflinn orðinn 165 þúsund tonn en með afla erlendra skipa, sem landað hafa hérlendis, er aflinn 172 þúsund tonn. Beitir NK-123 hef- ur þó verið að reyna fyrir sér með flotvörpu og hefur aflað þokkalega, en aflann hefur bát- urinn fengið um 60 mflur austur af Norðfjarðarhorni. Síðan flotvörpuveiðamar voru teknar upp er aflinn orðinn um 3.000 tonn og í fyrrinótt var bátur- inn búinn að fá um 400 tonn. Loðnan er mjög góð, um 16,5 pró- sent feit en fer öll í bræðslu því enn vantar töluvert upp á hrogna- fyllinguna. Það háir töluvert veið- inni að báturinn skuli vera einn, því með því fer töluvert meiri tími í leit. Frá því veiðar hófust í júlímán- uði sl. hefur mestu magni verið landað á Siglufirði, eða 46.751 tonni. Til Krossaness hf. hafa bor- ist 13.896 tonn; til Raufarhafnar 9.613 tonn; til Þórshafnar 12.866 tonn og til Vopnafjarðar 5.634 tonn. Af Austfjarðahöfnum er Neskaupstaður hæstur með 15.929 tonn en Eskifjörður fylgir fast á eftir með 15.915 tonn. Loðnu hef- ur verið landað allt í kringum landið, m.a. 8.875 tonnum í Grindavík; 8.888 tonnum í Bol- ungarvík og 1.251 tonni í Vest- mannaeyjum. GG Harðar gengið fram í X innheimtu bifreiðagjalda N og þungaskatts en áður íslenskt Q já takk Eflum þjóðarhag Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri og nágrenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Félag byggingamanna Eyjafirði. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Rafvirkjafélag Norðurlands. / Bifreiðaeigendur er skilvísari nú með greiðslu bifreiðagjalda og þungaskatts en á sama tíma í fyrra. Skýringarinnar er þó kannski ekki að leita til rýmri fjárhags bifreiðaeigenda heldur fyrirmæla frá fjármálaráðuneyt- inu til sýslumannsembættanna um hertar innheimtuaðgerðir. Þessa dagana fara fram harðar og áhrifaríkar innheimtuaðferð- ir á vangreiddum bifreiðagjöld- um og þungaskatti en lögreglan gengur hart fram í því að klippa númeraplötur af þeim bifreiðum þar sem eigendur hafa trassað að standa í skilum. Eindagi á bifreiðagjöldum var 1. ágúst sl. en eindagi Jtungaskatts 30. nóvember sl. og einnig er ver- ið að innheimta eldri skuldir, þó aðallega frá þessu ári. Einnig hef- ur lögreglan verið að klippa núm- er af bifreiðum sem skulda trygg- ingargjöld og í þriðja lagi af bif- reiðum, sem ekki hafa verið færð- ar til skoðunar á tilskildum tíma. Reglan er sú að færa skal bifreið í skoðun í sama mánuði og aftasti stafur í númeri segir til um. T.d. skal skoða bifreiðina AA-001 í janúarmánuði en síðan fær eig- andinn tveggja mánaða frest, þ.e. til og með 31. mars til að láta framkvæma skoðunina. Dæmi eru þess að bifreiðaeigendur hafi greitt reikning í banka en komið svo að bifreið sinni morguninn eftir án skráningamúmera. Skv. upplýsingum frá Sýslumannsskrif- stofunni á Akureyri getur greiðsla nú á gíróseðli í banka ekki tryggt að lögreglan framfylgi ekki beiðni um númeraklippingu að kvöldi sama dags, enda sé komið fram yfir gjalddaga og á skuldina fallnir dráttarvextir sem ekki séu greiddir samkvæmt útsendum gíróseðli. Innheimtuhlutfall Sýslumanns- embættisins á Akureyri er mjög gott, með því besta sem gerist á landinu. Samanburður og hlutfall innheimtu milli einstakra embætta getur þó verið nokkuð afstæður þar sem alltaf er í gangi mikið af óraunhæfum tölum, t.d. vanskil aðila sem eru komnir í gjaldþrot; mikið er um áætlanir frá skatt- stjórum en þó misjafnlega mikið eftir skattumdæmum og sumar þeirra eru óraunhæfar. GG DCI TIM %3V,a/vl6 %na ™ ™ ■ mwM ^éumferðar 1ÍRÁÐ íþróttamaöur Akureyrar 1995: Tólf íþróttamenn tilnefndir íþróttafélög á Akureyri og íjölmiðlar hafa tilnefnt tólf íþrótta- menn til útnefningar íþróttamanns Akureyrar 1995, en fþrótta- bandalag Akureyrar stendur fyrir útnefningunni. Þessir iþróttamenn eru (í stafrófsröð); Birgir Om Birgisson, körfuknattleiksmaður í Þór. Birgir Þór Karlsson, knattspymumaður f Þór. Dagný Kristjánsdóttir, skíðakona í KA. Erlingur Kristjánsson, handknattleiksmaður í KA. Heiðar Ingi Ágústsson, íshokkímaður í Skautafélagi Akureyrar. Leó Öm Þorleifsson, handknattleiksmaður í KA. Ómar Þorsteinn Árnason, sundmaður í Óðni. Sævar Ámason, handknattleiksmaður í Þór. Vernharð Þorleifsson, júdómaður í KA. Vilhelm Þorsteinsson, skíðamaður í KA. Þorgerður Benediktsdóttir, sundkona í Óðni. Þóroddur Ingvarsson, skíðagöngumaður í KA. CBÉME er íslensk gefur ótal hágæöa mjólkurafurö sem möguleika viö matargerö. Sýröur rjómi hentar vel m.a. í salöt, sósur, ídýfur og meö ávöxtum og tertum Ðetra bragð meö m ft JIJÍvS# - líka á jólunum Mjólkursamlag KEA MMHMHMHI <' . 1 b %, ■ ' afsláttur af bókum næstu daga •Hl ..hverjum disk fylgir 20 Ijósa jóiaseria BiKVAL KAUPVANGSSTRÆTI 4 - SÍMl 462 6100 - FAX 462 6156

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.