Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 21.12.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur21. desember 1995-DAGUR- 11 Valbjörg Kristmundsdóttir segir skemmtilega frá í þessari bók sem gefin var út í tilefni af 85 ára afmæli hennar 10. janúar 1995. Bróðir Valbjargar var ekki ómerkari maður en skáldið Steinn Steinarr. hélt hann jafnvæginu. Þetta var gamall togarakarl. Hann hefur ef- laust þurft á því að halda, blessað- ur, áður en vökulögin voru sett að nota hvert andartak til þess að blunda. Lítið var um dýralíf á Siglu- firði. Ég man varla eftir að ég sæi hund eða kött. En feitar rottur voru oft að vafra um og komust stundum inn í brakka. Ein skepna vakti þó nokkra athygli fólks. Það var gömul geit. Hún var svo spök að allir gátu gengið að henni. Hún var sólgin í sígarettur og urðu margir til að gefa henni þær. Salt bruddi hún eins og krakki brjóst- sykur, virtist ekki verða meint af þessu góðgæti og mun hafa náð háum aldri. Sjómennirnir á bátunum gáfu söltunarstúlkunum oft kaffi ef þær gáfu sér tíma til að drekka það. Einstaka stelpa átti vin um borð í nærliggjandi báti og fékk kannski kærkomna hjálp við að salta í eina og eina tunnu. Annars var söltun ekki talin karlmannsvinna en ein- staka siglfirsk kona hafði strák með sér og lét hann salta efst í tunnuna. Þetta var allt mesta ágætisfólk en eins og víða, þar sem ákvæðis- vinna er unnin, bar fólkið mismik- ið úr býtum og þá kemur upp öf- und, kannski ekki mest pening- anna vegna heldur er það metnað- urinn, að bera af á einhvem hátt. Þetta er ósköp mannlegt en verður oft til þess að andrúmsloftið verð- ur hlaðið spennu. Vinnuveitandi okkar var stór vexti og stór í sniðum. Hafði að sögn lifað tvenna tíma. Mér féll vel við hann og ég held öllum. Hann reyndi ekki að sýnast yfir okkur hafinn en gerði sér far um að umgangast starfsfólkið á eðli- legan hátt. Hann kom í brakkann og þáði kaffisopa, spjallaði við okkur og var alltaf á staðnum þeg- ar verið var að vinna. Gekk um brakkann og ræsti út í síldina. Oft sást hann vera að troða sér inn í lúkar bátanna og fannst sumum leika vafi á hvort hann kæmist þar inn því að maðurinn var í breiðara lagi en lúkarsop þröng á bátum á þeirri tíð. Hann var sérstaklega umhyggjusamur við okkur brakkadömurnar sínar. Keypti stundum mat til að gefa okkur. Stórlúðu man ég eftir og í eitt sinn kom hann með saltketstunnu og nýjar kartöflur. Þessu skipti hann jafnt milli okkar. Þetta vom engar stórgjafir en eitthvað svo notaleg alúð. Þegar leið á sumarið og minna varð um sfld vomm við nokkrar settar í að salta fiskflök í tunnur. Þá var karlinn alltaf að fylgjast með og sagði eitt sinn: „Jæja stelpur, nú ætla ég að bjóða ykkur öllum í bíó. Ég ætla ekki með ykkur. Ég fer aldrei á bíó. Ekki eyði ég aumnum í það. Þeir hafa farið samt. Stundum hef ég átt mikið af þeim en stundum ekki átt fyrir mat til næsta dags.“ Jólablad Húsfreyjunnar Jólablað tímaritsins Húsfreyjunnar er komið út. Meðal efnis er viðtal við Fanný Jónmundsdóttur. Einnig er grein um karlmennsku og ofbeldi eftir Ingólf V. Gísla- son, Anna Gunnarsdóttir, fatastfls- ráðgjafi skrifar um skartgripaval og fjallað er um Thorvaldsensfé- lagið og Hússtjómarskólann í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. í handavinnuþættinum eru upp- skriftir með góðum leiðbeiningum af fallegum jólagjöfum og í mat- reiðsluþættinum eru fjölbreyttar uppskriftir af jólamatnum. Árangur tímaritsins Húsfreyj- unnar kostar kr. 2.100 í áskrift og fá nýir kaupendur árgangsins þrjú eldri jólablöð í kaupbæti. Útgef- andi Húsfreyjunnar er Kvenfé- lagasamband íslands og ritstjóri er Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Eftirtalin fyrirtæki kynna og gefa að smakka: Emmess, Ölgerðin, Víking, Coca Cola, Mackintosh Maggi og félagar frá Kjötiðnaðarstöð KEA gefa faglegar ráðleggingar um hátíðarmatinn Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla farsœldar á komandi ári ■ Db - þegar þú verslar ódýrt ftflifSÍtÉ istspiÉ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.