Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. desember 1995 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Blönduós: Bæjarmála- punktar Brunadeilur Á aðalfundi Brunavarna Aust- ur-Húnvetninga á Blönduósi fyrr í þessum mánuði spunnust töluverðar umræður um bruna er varð í Vatnsdal sl. sumar. í máli Jóns B. Bjamasonar, odd- vita Áshrepps, kom fram hörð gagnrýni á starf slökkviliðsins í þessu tilfelli. Svo virðist sem boðunarkerfi slökkviliðsins hafi ekki virkað sem skyldi og vankunnátta slökkviliðsmanna hafi háð slökkvistarfi. Hörður Ríkharðsson, bæjarfulltrúi á Blönduósi, skýrði frá við- brögðum á vettvangi, en hann var þá starfandi í lögreglunni á Blönduósi. Bar Hörður á móti því að vankunnátta hafi háð slökkvistarfi og innan klukku- stundar frá útkalli hafi slökkvi- liðið náð tökum á brunanum. Hönnun fráveitukerfis Veitunefnd hefur samþykkt að fela nefnd um fráveitukerfi Blönduóssbæjar að leita eftir tilboðum frá eftirtöldum aðil- um í undirbúning og hönnun fráveitukerfis bæjarins til frambúðar: 1. Almenna verkfræði- stofan hf. 2. ALFA-verkfræðistofa. 3. Fjarhitun hf„ verkfræðistofa. 4. Verkfræðistofan Vatnaskil. Nefndin leggi tillögur sfnar fyrir veitunefnd fyrir janúarlok 1996, þannig að hægt verði að taka tillit til þessa við fjárhags- áætlun 1996. Sundlaug verði opin á laugardagskvöidum Hugmynd hefur borist til full- trúa í æskulýðs- og íþrótta- nefnd um að hafa sundlaugina opna á laugardagskvöldum fyrir unglinga. Á fundi nefnd- arinnar 12. desember sl. var bókað að hún vildi kanna hvort hægt sé að byrja með þetta eft- ir áramót t.d. í 2 skipti til reynslu. Rætt um rekstur hópferðabifreiða Á fundi bæjarráðs fyrr í þess- um mánuði voru mættir Heigi Marinó Magnússon og Hallur Hilmarsson. Kynntu þeir bæj- arráði hugmynd um stofnun hlutafélags um rekstur hóp- ferðabíla Halls Hilmarssonar. Listiðnaðarskóli Á fundi bæjarráðs fyrr í þess- um mánuði rnættu Helga Thor- oddsen á Þingeyrum og Hlyn- ur Tryggvason, formaður at- vinnumálanefndar, til við- ræðna um möguleika á stofnun listiðnaðarskóla. í umræðunni sem farið hefur frarn um ís- lenskt handverk hefur verið rætt uin stofnun listiðnaðar- skóla. 1 því sambandi hafa ein- stakir skólar verið nefndir sem heppilegir undir slíka starf- semi. Rætt var almennt um ís- lenskt handverk og möguleika skólakerfisins til að sinna fræðslu er því tengist. Stefnt að markvissari vinnu brogðum i iþrottamalum Siglfirðinga - nefnd skipuð til aö fjalla um verkefni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála Borgarafundur var haldinn á Siglufirði í byrjun desember- mánaðar um íþróttamál, en það var F-listinn sem stóð að fundin- um. Þar voru rædd ýmis mál sem snerta samskipti bæjarfé- lagsins og íþróttafélaganna. Skipuð hefur verið nefnd til þess að fjalla um verkefni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála og sitja í henni þrír fulltrúar frá Siglufjarðarbæ og þrír frá íþróttahreyfíngunni. Stefnt er að því að nefndin skili niðurstöðum í aprflmánuði 1996. Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar og fulltrúi A-lista, á sæti í nefndinni ásamt Birni Valdimars- syni, bæjarstjóra og F-listamanni, og Magnúsi Jónssyni, fulltrúa D- lista, auk þriggja fulltrúa íþrótta- Krafla ekki virkjunar- kostur alveg á næstunni Talsverðar hræringar eiga sér stað um þessar mundir í virkj- unarmálum landsmanna. f frétt- um Rísissjónvarpsins á dögun- um var því haldið fram og haft eftir sérfræðingi hjá Orkústofn- un, að ódýrasti virkjunarkostur sem standi til boða sé að taka í notkun hinn helming Kröflu- virkjunar, en aðeins önnur véla- samstæðan hefur verið notuð. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, seg- ir þennan kost ekki vera efstan á blaði til framkvæmda þar á bæ og setur visst spurningarmerki um að þetta sé ódýrasti kostur- inn í dag. „Krafla er einn af þeim kostum sem er á lista yfir framkvæmdir eftir því sem orkumarkaðurinn stækkar, en ekki það sem við myndum setja inn á framkvæmda- áætlun vegna hugsanlegs álvers á Grundartanga,“ sagði Þorsteinn. Stærsti ókosturinn við Kröflu er að þó þar sé vélbúnaðurinn til þá á eftir að finna gufuna til að knýja hann. Þorsteinn segir að vissulega hafi farið fram rann- sóknir og menn telja sig vita um vænleg svæði til gufuöflunar við Kröflu en menn hafa samt talið að í Bjamarflagi sé fremur hægt að ganga að gufunni vísri. „Ég held raunar að það sé ekki rétt að Krafla sé ódýrasti kostur- inn í stöðunni, án þess að ég geti algerlega fullyrt það. En t.d. á Nesjavöllum er hægt að koma á fót 30 megavatta virkjun [jafn stóra og viðbótin við Kröflu] með skömmum fyrirvara. Öll mann- virki eru til staðar, sem og borhol- Er útiljósið bilað? Er raflögnin í ólagi? Ert þú að byggja eða breyta og þarft bæði rafmagnsteikningu og láta leggja rafmagnið? Hafðu samband og fáðu tilboð í einstaka þætti eða heildan/erk, þér að kostnaðarlausu. L Ö G G R A F V E I L T U I R K T A K Sími 461 1090 ur og lagnir. Aðeins er eftir að kaupa túrbínuna og tengja hana. I Kröflu er túrbínan til en það þarf að bora til að finna gufuna og leggja síðan pípur fyrir hana. Ég held að menn telji Nesjavelli upp- lagðari hlut.“ Hann sagði virkjunarfram- kvæmdir á næstunni alveg fara eftir því hvað gerist í orkusölu- málum, hversu stór sá raforku- markaður verður sem menn þurfa að sinna og með hvaða fyrirvara. „Ef ekki kemur t.d. álver á Grundartanga núna þá duga þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í fyrir orkumarkaðinn innanlands fram um aldamót, ef ekkert annað kem- ur til. í millitíðinni gætu menn verið búnir að leggja drög að vatnsaflsvirkjun, sagði Þorsteinn. HA hreyfingarinnar. Kristján segir að eftir að starf íþróttafulltrúa var lagt niður hafi samskiptin milli sveitarfélagsins og íþróttahreyf- ingarinnar ekki verið eins mark- viss og helst skort samræmingu. „Rekstur sundlaugar og íþrótta- húss er verktakastarfsemi svo þar eru afskipti bæjarfélagsins minni. Þessi mál á nefndin að fara í gegnum og skapa markvissari vinnubrögð til að koma í veg fyrir misskilning og búa til skipurit um það hvemig hlutimir eigi að ganga fyrir sig eða hver er fram- kvæmdaaðilinn. Stundum skarast það hver á að framkvæma, t.d. á bærinn grasvöllinn að Hóli en þar er einnig íþróttamiðstöðin, sem íþróttabandalagið er eigandi að. Þetta þarf að samræma. Það er óskastaða að hægt væri að taka að nýju upp starf íþróttafulltrúa en það kostar rnikið af peningum og þeir liggja ekki á lausu. Drög að fjárhagsáætlun, sem nú eru í vinnslu, gera ráð fyrir að til fjár- festinga séu 20 til 22%,“ sagði Kristján Möller. GG Tryggðu þér skautaafsliátt með einu símtali! Opið til hádegis éé KAUPÞING -WhDvnLmnsTiF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstræti 4 • 600 Akureyri • sími: 462-4700 • fax: 461-1235.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.