Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. september 1995 - DAGUR - 5 - vestfírskur Þorláksmessumatur, sem víða er á borðum þann dag Hjónin Hákon Gnðmundsson og Ingigerður Traustadóttir sem „hýstu“ skötuveisluna í Kotárgerði og fyrir framan þau Stefán Árnason. í sófanum sitja Jón Tómasson, Fjóla Hermannsdóttir og Pétur Torfason. Guðmundur Þorsteinsson, smiður og organisti, innbyrðir vænan bita af skötustöppu. Hann segist rekja ættir til Vestfjarða því frá Bolung- arvík hafi honum áskotnast tvær tengdadætur! þykir það ómissandi, jólalykt“. Þegar rnikið var við haft áður fyrr var reyktum bringukolli eða fuglsbringu hvolft yfir diskinn með stöppunni. Sums staðar var skatan elduð í soði af hangiketi og stöpp- uð saman við hangiflot. Ósennilegt er að skatan hafí í upphafi verið hugsuð sem hátíðarmatur, heldur hafi um fátrækramat verið að ræða. Allur gangur er á því hvaða drykkj- arföng eru borin fram með sköt- unni, m.a. finnst sumum nauðsyn- legt að dreypa á frystu brennivíni með. Blm. Dags brá sér í skötu- veislu á Þorláksmessu til Heimis Ingimarssonar, sem ættir rekur til Arnarfjarðar, og til Hákonar Guð- mundssonar, sem fæddur er og uppalinn á ísafirði, og leiddist það ekki, enda ættaður úr Önundarfirði og vanur kæstri skötu þennan dag. Anægjusvipurinn leyndi sér ekki á viðstöddum, en verst að myndun- um fylgir ekki lyktin!! GG Sá siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er upphaflega vestfirskur en hefur síðan breiðst út um landið. Finnst mörgum það nauðsynlegur þátt- ur jólaundirbúningsins að borða kæsta skötu með hnoðmör á Þorláksmessu, og sameinast þá oft fjölskyldan og vinir kringum matarborðið. Húsið er þá undir- lagt af lyktinni langt fram eftir degi, en am.k. Vestfirðingum Gestgjafirnir, Heiniir Ingimarsson og Rósa Sigurjónsdóttir, fylgjast nieð að allt fari fram samkvæmt kúnstarinnar reglum. Framan við þau sitja m.a. Margrét Ólafsdóttir, Hreinn Pálsson, Ólafur Hreinsson og Sigurbjörg Mar- ía ísleifsdóttir. Skötustappa með bræddum hnoðmör Kvenfélag Sauðárkróks: Efnir til dægurlaga keppni á Sæluviku Kvenfélag Sauðárkróks hefur ákveðið að efna til dægurlaga- keppni á komandi Sæluviku, nánar tiltekið fímmtudaginn 2. maí 1996. Hljómsveitarstjóri og umsjónarmður með útsetning- um verður Magnús Kjartansson, hljómlistarmaður, sem einnig mun sjá um upptökur laganna sem í úrslit komast. Öllum laga- og textahöfundum landsins er heimil þátttaka en að- eins verða tekin til greina verk sem ekki hafa komið út á hljómplötum eða verið flutt opin- berlega. Þátttakendur skulu skila inn verkum sínum undir dulnefni og láta rétt nöfn og heimilisföng fylgja með í vel merktu og lokuðu umslagi. Síðasti skilafrestur hefur verið ákveðinn 1. febrúar 1996 og er miðað við að kassettur eða nótur hafi verið póstlagðar fyrir og/eða á þeim degi. Senda skal tillögur merktar „Dægurlagakeppni Kven- félags Sauðárkróks“ Pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Þau 10 lög, sem valin verða af dómnefnd, sem skipuð verður að hluta til af fagfólki, verða síðan útsett í samráði við höfunda og tekin upp í fullkomnu hljómveri með hljómsveit, sem til þess verð- ur sett saman og leikur undir og nreð öðrum flytjendum, sem höf- undar leggja til. Lögin verða síðan flutt opinberlega fyrir áhorfendur og dómnefnd á sérstökum hljóm- leikum, sem haldnir verða á Sælu- viku Skagfirðinga á Sauðárkróki fnnmtudaginn 2. maí 1996. Á þeim hljómleikum mun sérstofnuð hljómsveit flytja lögin ásamt þeim flytjendum sem höfundar leggja tií. Þar verður sigurlag keppninnar valið og úrslit tilkynnt. Sigurveg- ari keppninnar hlýtur vegleg verð- laun. Kvenfélag Sauðárkróks áskilur sér allan rétt til þess að gefa lögin út á hljómplötu og kassettu, sem kemur út fyrir úrslitakvöld og einnig til þess að heimila útvaip og sjónvarp frá keppninni. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hefur unnið sér fast- an sess og er nú árlegur viðburður á Sæluviku. í fyrra sigraði lag Geirmundar Valtýssonar „Þegar sólin er sest“ og hefur það notið mikillar athygli og vinsælda um land allt. Hér er því til mikils að vinna og sjálfsagt fyrir alla höf- unda að taka þátt í léttum og Skemmtilegum leik. (Frétlatilkynning) VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 23.12.1995 <iq) (ÍT)(27) (30)(34) (19) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 at 5 0 8.139.930 r\ 4 af 5 r ^•Plús “ 225.510 3. 4 af 5 109 10.700 4. 3af 5 4.297 630 Helldarvlnnlngsupphæö: 12.689.870 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Við gluggann stendur Sigrún ísleifsdóttir, síðan faðir hennar íslcifur Ingimarsson og bróðursynir hans, Sigþór og Hallur Heimissynir. Þeim Þóreyju Bergsdóttur og Jónínu Sturludóttur smakkaðist skatan hans Hákonar vel. Myndir: GG Sjómannafélag Eyjafjarðar Aðalfundur Sjómannafélag Eyjafjarðar minnir félagsmenn á aðalfund félagsins sem verður haldinn að Skipagötu 14, 4. hæð (Alþýðuhúsinu), föstu- daginn 29. desember kl. 11. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.