Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 L-flfiAffl---------------------- Tölur Hagstofiinnar Ráðamenn þjóðarinnar hafa margítrekað á þessu ári gert lítið úr upplýsingum fjölmiðla um íslend- inga sem hafa ákveðið að flytjast búferlum úr landi og reyna fyrir sér í nálægum löndum, einkum Dan- mörku og Noregi. Þeir hafa gefið til kynna að þetta sé ómerkilegur áróður fjölmiðlanna. Nú geta þessir sömu stjórnarherrar ekki lengur kennt fjölmiðlun- um um, nú ber þeim að líta í eigin barm og spyrja sig þeirrar alvarlegu spumingar hvernig á því standi að á einu ári flytjist 4400 manns af landi brott. Þessar tölur Hagstofunnar 1. desember sl. eru svo sláandi að menn geta ekki lengur lokað augum og eyrum fyrir þessum vanda, þetta er graf- alvarlegt mál, í rauninni alvarlegasti byggðavandi sem íslenskt þjóðfélag hefur staðið frammi fyrir til fjölda ára. Og þetta er enn alvarlegra mál vegna þess að mannanna verk hafa að töluverðu leyti skapað hann. Atvinnuleysið hefur vissulega þarna mikið að segja, en það skýrir málið ekki nema að hluta vegna þess að atvinnuleysið í þeim löndum sem landflótta íslendingar hafa sótt til er engu minna en hér, raunar nokkru meira. Kolvitlaust og niðurdrepandi skattakerfi hér á landi er rót þessa vanda að verulegu leyti og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Ranglátir jaðarskattar hafa orðið til þess að ungt fólk á barneignaraldri með húsnæðis- og námsskuldir á bakinu flýr þetta þjóðfélag. Það er bitur staðreynd. Því fyrr sem tekið verður á vanda þessa þjóðfélagshóps, því betra. Þriggja prósenta kauphækkun 1. janúar næstkomandi breytir litlu. Þar þarf meira að koma til og fyrsta skrefið er að menn setjist niður, velti tölum Hagstofunnar fyrir sér og meti hvað er að og hvernig hægt sé að bregðast við. Stóra málið er að stór hópur íslendinga hefur það launalega slæmt og samanburðurinn við ná- grannaþjóðirnar er okkur ákaflega óhagstæður. Þess vegna eru menn að horfa upp á brottflutning úr landi sem hefur ekki verið meiri síðan á tímum vesturferða. Ríkisstjórnin tók á sínum tíma ákvörð- un um að auðvelda fyrirtækjum í landinu róðurinn með því að létta af þeim sköttum, sem voru fluttir yfir á almenning. Nú er kominn tími til að huga að hag almennings. Að öðrum kosti heldur landflótt- inn áfram - upp á slíkt getur enginn leyft sér að horfa. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON „NORDIA-96“ á heimavelli Þá er komið að okkur íslendingum að halda næstu Norðurlandasýn- ingu á frímerkjasöfnum hinna fullorðnu. Það verður „NORDIA- 96“, sem haldin verður á Kjarvals- stöðum, dagana 25.-27. október á næsta ári. Það er eðli málsins sam- kvæmt Landssamband íslenskra frímerkjasafnara og Póstmála- stofnunin, sem stendur að sýning- unni. Undirbúningsnefnd hennar er skipuð þeim Sigurði R. Péturs- syni, sem er formaður; Hálfdáni Helgasyni, sem er aðalumboðs- maður og svo Sverri Einarssyni, sem er ritari. Þá hafa umboðs- menn á öllum Norðurlöndunum verið skipaðir, en hér heima er Þór Þorsteins umboðsmaður sýningar- innar. Fyrir þá sem vilja hafa sam- band við sýningarnefndina, þá er heimilisfangið: „NORDIA-96", pósthólf 8753, IS-128 Reykjavík. Rétt um það leyti sem þessi þáttur er skrifaður, þá er að renna af stokkunum „NORDIA-95“ í Svíþjóð. Þar er fríður hópur ís- lendinga við störf. Þeir Sigurður R. Pétursson og Ólafur Elíasson eru báðir dómarar á þeirri sýn- ingu, en með þeim eru þeir Hálf- dán Helgason og Sverrir Einars- son, sem kynna næstu sýningu hjá okkur. „NORDJUNEX-96“ í Noregi Það var glæsilegur árangur hjá ís- lenska landsliðinu í frímerkja- fræðum á æskulýðssýningunni í Þrándheimi. Það var 7. október síðastliðinn að þeir kepptu um hvert Norðurlandanna vissi mest um frímerki og fræði þau er að þeim lúta. Vann íslenska landslið- ið þriðja árið í röð og kom heim með silfurelginn, sem hefir verið farandgripur í þessari keppni. I liðinu voru Steinar Friðfinnsson, Guðni Amason og Björgvin Ingi Ólafsson. Liðsstjóri var Kjartan Þór Þórðarson úr Klúbbi Skandin- Forsíða bókarinnar, sem Garðar Jóhann Guðmundarson hefir gefið út. * Norræn frtmerkjasýning Reykjavík 25. - 27. október 1996 Veró kr. 200 Fyrsta blokkin, sem gefin var út fyrir frímerkjasýninguna „NORDIA-96“ kom út á síðasta degi frímerkisins. Hún brýtur vissulega blað í gerð ís- lenskra fríinerk jablokka og nálgast póstkortið fyrir ferðamenn. aviusafnara. Leikslok voru þau að Island hlaut 55 stig, Noregur 53 stig, Finnland 51 stig og Svíþjóð og Danmörk 47 stig hvort land. Þá voru einnig íslensk ung- lingasöfn á sýningunni og hlutu þau eftirtalin verðlaun: Safn Guðna Árnasonar, hæstu verðlaun í B flokki, 81 stig, gyllt silfurverð- laun og heiðursverðlaun. Safn Björgvins Inga Ólafssonar hlaut 76 stig, stórt silfur og heiðurs- verðlaun. Steinar Friðfinnsson og Gísli Geir Harðarson hlutu svo báðir 71 stig fyrir söfn sín og silf- urverðlaun. I C flokki hlaut svo safn Péturs H. Ólafssonar 67 stig og silfurverðlaun. Skal þeim öll- um óskað heilla með þessa frammistöðu. Ritverk um tegundasöfnun Á síðasta degi frímerkisins sendi Garðar Jóhann Guðntundarson frá sér bók er hann nefnir „Land- námsmenn, ásatrú, frímerki, stimplar.“ Bókin er 132 bls. að stærð í quarto umbroti, tölvuunnin og gefin út sem handrit á kostnað höfundar 1995. Skiptist bókin í fjóra aðalkafla: Kynningu og for- mála; Landnámsmenn, ásatrú, frí- merki; Landnámsmenn, ásatrú, stimplar og síðast er heimildaskrá. Þetta er geysilega yfirgripsmikil bók, bæði að því er varðar frí- merkin og stimplana. Verður síð- an byggt upp safn þar sem öllu því er þama er getið verður fyrir kom- ið. Hins vegar hefir verið lögð mikil vinna í bókina, en það eru svo safnaramir sem velja og hafna hvað þeir taka með í safn sitt, en þarna er nær því allt þekkt um þessi efni. Þó sakna ég í skrá um frímerkja- og stimplalista, að minnsta kosti tveggja, jafnvel þriggja lista frá hendi Þórs Þor- steins. Þá vantar að mínu viti í heimildaskrá hina stóru Islands- sögu Dr. Bjöms Þorsteinssonar og síðustu íslandssögu Jóns R. Hjálmarssonar. En þarna velur og hafnar náttúmlega höfundur, hvaða heimildir hann notar. Ekki hefi ég lesið bókina til að leita lúsa um villur, en komst þó ekki hjá því að reka augun í að Narfi Þrándarson er talinn fyrsti land- námsmaður í Hrísey, sem er rangt. Þama var Steinólfur hinn lági Ól- versson nefnilega á undan, en Narfi kom á eftir, þótt Hríseyjar- Narfi sé nefndur. Þetta er að mínu viti fyrsta raunverulega bókin sem gefin er út um eitt svið tegundasöfnunar, sem stenst að einhverju máli borið saman við til dæmis A.T.A., sem ég hefi oft minnst á í þáttum mín- um. Er þetta vel og skal höfundi óskað heilla með framtakið. Akureyri: Litskyggnu- sýning í kvöld í kvöld, fimmtudaginn 28. des- entber, kl. 20, verður haldin lit- skyggnusýning í hátíðarsal Út- gerðarfélags Akureyringa hf. (mötuneyti). Þar ntun Þorgeir Baldursson sýna myndir, sem hann á sínum sjómannsferli hef- ur tekið við leik og störf um borð í togurum ÚA. Þorgeir mun leitasl við að svara öllum þeim spumingum sem upp kunna að konta, varðandi myndir sínar og myndefni. Þorgeir Baldursson. Greifínn - Dótabúðin - LEGO: Urslit í byggmgasamkeppni I byrjun desember efndu Veitinga- húsið Greifinn, Dótabúðin í Sunnuhlíð og LEGO til bygginga- samkeppni. Allir gestir Greifans 10 ára og yngri fengu að taka þátt í keppninni og máttu þau byggja hvað sem er. Eina reglan var að kubbafjöldinn mátti ekki fara yfir 25 einingar. Fjölda módela var skilað inn og er greinilegt að ekki þarf að óttast að unga fólkið skorti hugmyndaflug og listhæfileika. Vegleg verðlaun voru í boði en fyrir fyrsta sætið var stór harður pakki frá LEGO. Sex módel fá önnur verðlaun 4000 kr. vöruút- tekt í Dótabúðinni Sunnuhlíð. Þar sem erfitt var að gera upp á milli verkanna var ákveðið að gefa þremur módelum aukaverðlaun, pizzu og gosglas á Greifanum. Fyrstu verðlaun hlaut Hilmar Þór Gunnarsson. Módel hans heit- ir „Síamstvíburar á leið í sturtu". Önnur verðlan 4000 kr. vöru- úttekt í LEGO-vörum í Dótabúð- inni Sunnuhlið fá: Gunnar Smári Gunnarsson fyrir „Fugl“. Áslaug Eva Bjömsdóttir fyrir „Flughundinn". Þorsteinn Ingvarsson fyrir „Hurðaskelli“. Anna Jóna Pétursdóttir fyrir „Flugvél". Valdemar Örn fyrir „Sleða- kappa“. Valgerður Sólnes fyrir „Ljón“. Aukaverðlaun, pizzu og gos á Greifanum, hlutu: Adolf Svavarsson fyrir „Vinnu- mann“. Guðjón Vésteinsson fyrir „Önd“. Birkir Sveinsson fyrir „Vinnu- mann“. Dómnefndina skipuðu tveir fulltrúar frá Dótabúðinni Sunnu- hlíð, einn fulltrúi Greifans og Örn Ingi, fjöllistamaður. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.