Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 11
IÞROTTIR
Fimmtudagur 28. desember 1995 - DAGUR - 11
FROSTl EIÐSSON
Sex skíðagöngumenn
til Járpen í Svíþjóö
Á morgun fara til Svíþjóðar sex
skíðagöngumenn frá Ákureyri,
Siglufirði og Ólafsfirði til æfinga
og keppni. Ferð þeirra félaga er
á vegum Skíðasambands fs-
lands.
Frá Akureyri fara þeir Þórodd-
ur Ingvarsson, Helgi Heiðar Jó-
hannesson og Gísli Harðarson, frá
Siglufirði Jón Garðar Steingríms-
son og Ingólfur Magnússon og frá
Ólafsfirði Ámi Gunnar Gunnars-
son.
Ferðinni er heitið til Járpen, en
þar starfar íslandsmeistarinn
Daníel Jakobsson sem skíða-
gönguþjálfari.
Þóroddur Ingvarsson, einn sex-
menninganna, segir að auk æfinga
sé ætlunin að taka þátt í tveim
sterkum göngumótum 3. og 6.
janúar. Á síðara mótið mæta að
öllum líkindum allir sterkustu
skíðagöngumenn Svfþjóðar.
Eins og áður segir fara
skíðagöngumennirnir utan á
morgun, föstudag, og eru þeir
væntanlegir heim aftur 10. janúar.
Fararstjóri þeirra verður Kári Jó-
hannesson á Akureyri.
Skautafélag Akureyrar:
Akureyringar taka þátt í
íshokkímóti í Svíþjóð
Unglingar í Skautafélagi Akur-
eyrar taka þátt í íshokkímóti í
Vásterás í Svíþjóð í byrjun
næsta árs. Eftir því sem næst
verður komist er þetta í fyrsta
skipti sem íslenskt íshokkflið
keppir á erlendri grundu.
Um er að ræða 12 unglinga á
aldrinum 12-14 ára og er þjálfari
þeirra Sveinn Björnsson. Umrætt
mót heitir „Gurkapucken" og í ár
taka þátt unglingar frá Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og Sviss auk
Akureyringanna. Þetta er í 21.
skipti sem mótið er haldið. Það
hefst 2. janúar og stendur til 5.
janúar, en akureyrsku unglingarnir
fara suður yfir heiðar í dag og
halda sfðan utan á morgun.
Magnús Finnsson hjá Skautafé-
lagi Akureyrar segir að menn geri
sér ekki miklar vonir um verð-
laun, en hins vegar verði gaman
að sjá hvar íshokkíkrakkar á Ak-
ureyri standi gagnvart jafnöldmm
sínum í öðrum löndunt, þar sem
íshokkíið á sér ríkari hefð en hér á
landi.
Magnús sagði að skautafólk á
Akureyri þekkti nokkuð vel til í
Vásterás, þangað hefði hópur farið
í fyrra til æfinga.
Evrópubikarkeppni í svigi:
Kristinn nálægt stigi
Kristinn Björnsson, skíðamaður
frá Ólafsfirði, var einu sæti frá
því að ná í stig í Evrópukeppn-
inni í svigi í Madonna di Camp-
iglio á Ítalíu fyrir jól. Kristinn
hafnaði í 16. sæti en fimmtán
fyrstu keppendurnir fá stig til
Evrópubikars.
Kristinn, Arnór Gunnarsson og
Haukur Arnórsson kepptu allir á
mótinu. Kristinn keppti þann 20.
desember og var nteð rásnúmer
67. Haukur Arnórsson keyrði út úr
og var úr leik. Þann 21. desember
var aftur keppt og þá keyrði Krist-
inn Björnsson út úr brautinni en
Amór Gunnarsson endaði í 37.
sæti.
Einnig var keppt í heimsbik-
arnum á Ítalíu og keppti Arnór
Gunnarsson fyrir Islands hönd.
Hann keyrði út úr brautinni.
Strákarnir í skíðalandsliðinu
komu heim þann 22. desember í
jólafrí en fara utan á nýjan leik 6.
janúar. JÓH
Kristinn Björnsson, skíðamaður frá
Ólafsfirði.
Patrekur með sex
mörk gegn Frökkum
Patrekur Jóhannesson, leik-
maður KA, var í liði Evrópuúr-
valsins sem mátti þola tap
35:30 gegn heimsmeisturum
Frakka í leik liðanna í Luxem-
borg þann 22. þessa mánaðar.
Leiknum var komið á í tilefni
af afmæli handboltasambands-
ins í Luxemborg. Patrekur
skoraði sex mörk í leiknum,
þar af fjögur af línunni í fyrri
hálfieiknum.
„Mér finnst það algjör toppur
að fá að leika með þessu liði, en
leikmenn beggja liða gerðu sitt
besta til að hafa gaman af leikn-
um og skemmta áhorfendum.
Það var nokkuð um forföll hjá
Evrópuliðinu og það æxlaðist
þannig til að cnginn línumaður
var í hópnum. Ég var þá beðinn
um að vera á línunni í fyrri háif-
leiknum en spilaði síðan fyrir ut7
an í síðari hálfieiknum,“ sagði
Patrekur. „Það að mér skyldi
ganga svona vel á línunni sýnir
að þetta er mjög auðveld staða.
Ég er helst hræddur við að fá at-
vinnutilboð frá erlendum liðum
og að ég verði seldur sem línu-
maður,“ sagði Patrekur og hló.
Um tjórtán hundruð áhorfend-
ur, sem nær allir voru á bandi
Frakka og fylltu íþróttahöllina,
fengu að fylgjast með sérkenni-
legu lokamarki. „Við vorum með
boltann og á leið í sókn, þegar
allur franski varamannabekkur-
inn hljóp inná völlinn, sá sem var
með boltann sneri við, lék að eig-
in marki og sendi síðan boltann
aftur fyrir sig, á Frakka sem
skoraði síðasta markið," sagði
Patrekur. Litlu munaði að hann
missti af aðfangadagskvöldi hér
heinta, vél sú sem fiaug frá Lux-
emborg reyndist þó á áætlun og
lenti klukkan 16 á aðfangadag.
Pressuleikur í handbolta:
Fjórir KA-menn
taka þátt
- Alfreð Gíslason stýrir útlendingahersveitinni
Annað kvöld fóstudagskvöld verður efnt til pressuleiks í hand-
knattleik í íþróttahúsinu í Grafarvogi í Reykjavík og hefst leikur-
inn kl. 20. Urvalslið sem Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, hefur
valið mætir liði útlendinga styrktu með íslenskum leikmönnum,
sem Alfreð Gíslason, þjálfari KA, hefur valið og mun hann stýra
því liði.
Liðin eru þannig skipuð:
íslenska úrvalslíðið
Guðmundur Hrafnkelsson Val
Bjami Frostason Haukum
Bjarki Sigurðsson Aftureldingu
yalgarð Thoroddsen Val
Ólafur Stefánsson Val
Halldór Ingólfsson Haukum
Róbert Sighvatsson Aftureld.
Sigfús Sigurðsson Val
Gunnar Beinteinsson FH
Björgvin Björgvinsson KA
Dagur Sigurðsson Val
Gunnar Andrésson Aftureldingu
Patrekur Jóhannesson KA
Jón Kristjánsson Val
Útlendingahersveitin
Alexander Revine ÍH
Sigmar Þröstur Óskarsson ÍB V
Zvejzdan Jovisic Fylki
Valdintar Grímsson Selfossi
Alexei Trufan Aftureldingu
Júlíus Gunnarsson Val
Oleg Titov Franr
Leó Örn Þorleifsson KA
Davíð Ólafsson Val
Juri Sadowski Gróttu
Davor Kovasevic Víkingi
Evgeni Dudkin ÍBV
Julian Duranona KA
Petr Baumruk Haukunt
Þorbjörn Jensson.
Alfreð Gíslason.
Gamlárs-
hlaup UFA
á gamlársdag
Hið árlega Gamlárshlaup Ung- Dynheima, en hlaupið verður um
mennafélags Akureyrar verður á
gamlársdag. Fyrst var efnt til
þessa hlaups árið 1989. Þetta er
því í sjötta skipti sem hlaupið er
á þessum degi og er það von
þeirra sem að því standa að það
sé komið til að vera. Hlaupið er
ætlað bæði trimmurum og
hlaupurum.
Þátttakendum er skipt niður í
flokka eftir aldri eins og venja er í
almenningshlaupum. Boðið er upp
á tvær vegalengdir, þ.e. 10 km og
4 km, og hlaupið verður innan
bæjar á Akureyri.
Hlaupið hefst og endar við
Fimm norðan-
stúlkur valdar
- í sextán ára landsliö
stúlkna í handknattleik
Fimm stúlkur frá Akureyri hafa
verið valdar til æfinga með 16
ára landsliði stúlkna í hand-
knattleik, en æft verður í dag og
á morgun í Reykjavík.
Þrjátíu og fjórar stúlkur hafa
verið valdar til æfinga og þar af
eru fimm frá Akureyri. Þetta eru
þær Sólveig Smáradóttir, Sólveig
Sigurðardóttir, Þóra Atladóttir og
Arna Pálsdóttir, allar úr ÍBA, og
Heiða Valgeirsdóttir, Þór.
Miðbæinn, Eyrina og Innbæinn.
Þátttökuskráning er í Dynheim-
um frá kl. 11 á gamlársdag og þar
verður gerð nánari grein fyrir
hlaupaleiðunum. Sjálft hlaupið
hefstkl. 12.
Þátttökugjald er kr. 500 á
mann.
Aliir þátttakendur fá viður-
kenningarpening fyrir þátttökuna í
hlaupinu, auk þess sem fyrsti
maður í hverjunt fiokki fær verð-
launapening. Einnig verða dregin
út aukaverðlaun gefin af verslun-
inni Sportveri og veitingahúsinu
Greifanum.
1 1 m
Jólatrés-
fagnaður Þórs
verður 29. desember kl. 17.00
Flugeldasalan
í Hamri
hefst 27. desember
Hamar
sími 461 2080