Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. desemoer 1995 - DAGUR - 7 Andrés á Kvíabekk í Ólafsfirði er maður sem fer ótroðnar slóðir. Hefur alla tíð verið óhræddur við að segja mein- ingu sína og menntafólk er ekki eftirlæti hans. Andrés fermdist án þess að geta farið með Faðirvorið, en kveðst þó hafa kunnað það í laumi. Bóndinn á Kvíabekk er lands- þekktur hestamaður og jafn- framt fjárbóndi. Hann elur rígvænt fé og meðalvigt lamba hans er um og yfir 20 kíló. Seg- ir Andrés að hverjum manni sé nauðsynlegt að borða feitt kjöt; það haldi náttúrunni í fólki. Og sjálfur borðar hann svo mikið af feitu kjöti að hann stendur nánast á blístri. Fyrir vikið er hann fjörlegur og heilsugóður. Jörðin Kvíabekkur í Olafsfirði stendur um fimm kílómetra fyrir innan kaupstaðinn. Þetta er sögu- frægur staður, en þar hefur verið kirkja frá öndverðri kristni á ís- landi, eða í um þúsund ár. Núver- andi kirkjubygging var reist árið 1892, en hún er reyndar orðin nokkuð feyskin og þarfnast endur- bótar. Prestssetur var á Kvíabekk allt fram til ársins 1907. Vegur staðarins var þó mestur á 14. og 15. öld þegar á vegum Hólabisk- ups var þar starfræktur fyrsti spít- ali á Islandi, en sá var fyrir hruma jafnlega til mín, þetta er einhver tilfinning sem ekki er gott að lýsa. Börkur er einn af þeim hestum sem seldir eru undir þessa tilfinn- ingu og standa nærri hjarta mínu. Hann er enn kattliðugur, vakur hestur og skemmtilegur. En oft er maður í nokkra daga að ná sér eft- ir að maður hefur selt góðan hest. í dag er offramboð og verðið er lágt. Ég ætla að standa hretið af mér og fara í hestasölu þegar ástandið skánar og verðið hækk- ar.“ Bensínfýla betri en hestalykt Á árum áður var áhugi á hesta- mennsku á Norðurlandi lítill og nánast hverfandi, að sögn Andrés- ar. „Það var heldur en hitt litið niður á þá sem áhuga höfðu á hestum. Hestamenn voru með háði og spotti kenndir við trippi og merar. Þá var rómantíkin í sambandi við jeppa. Menn vildu hafa bensínfýlu af sér, en ekki hestalykt. Þetta viðhorf varði hér á Norðurlandi mjög lengi, eða alveg fram á sjöunda áratuginn.“ Andrés segir Sunnlendinga hafa verið fyrri til að hrista af sér þá löðurmennsku sem kom með hemum; að vera á móti hesta- mennsku. Segir að í Reykjavík og á Suðurlandi hafi verið haldin hestamannamót, löngu áður en þau urðu almenn norðanlands - sem og raunar almennur áhugi á hestamennsku í héraðinu. Andrés á Kvíabekk hefur ekki farið troðnar slóðir um sína daga. „Eg hef aldrei borið meiri virðingu fyrir fóiki þótt það hafí skriðið í gegnum skóla, oft kannski með skít og skömm.“ uppalinn á vinstra heimili, þá er ég óttalegt viðrini í pólitík. Með árunum hef ég þó heldur snúist til hægri. Kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, en ekki þar með sagt að ég kyngi öllu sem flokkurinn gerir. Ég sé enga áru eða geislabaug yfir flokknum eða Halldóri Blöndal. Halldór er ekki heilög belja. En hér í kjördæminu hef ég engan betri stjómmála- mann séð. Hann hefur lengi ætlað að koma hingað og fara á hestbak með mér. Það hefur ekkert orðið úr því. Blöndal er ekki mættur enn.“ Mafía skal það heita „Það er skelfileg miðstýring í þessu landbúnaðarkerfi. Ólafur heitinn Jóhannesson sagði einhverju sinni við annað tilefni að mafía skyldi það heita. Þau orð geri ég að mínurn. Mér geðjast „Náttúran er dásamleg“ - rætt við Andrés Kristinsson á Kvíabekk í Ólafsfirði Núverandi kirkja á Kvíabekk í Ólafsfirði var byggð árið 1892. Hún er nú orðin nokkuð feyskin og þarfnast mikilla lagfæringa. og ellilúna presta. Sést enn hóllinn þar sem spítalinn stóð - og eðli- lega heitir hann Spítalahóll. Andrés Kristinsson eignaðist jörðina árið 1957 þegar hann keypti hana af móðurbróður sín- um. Búsetu hóf hann á jörðinni ár- ið 1965 og býr enn, nú ásamt seinni konu sinni Annette Maria Ruck frá Þýskalandi og tveimur bömum sínum. Þau búa með rösk- lega 130 kindur og eitthvað af hrossum. „Ég veit ekki hvað hrossin eru mörg. Það sem verst er að konan mín er ekki heima. Hún gerir skattaskýrsluna og veit alveg töluna," segir Andrés og hlær við. Alltaf með snærishönk I upphafi samtals er eðlilegt að spyrja Andrés fyrst um hesta og hestamennsku, enda nafn hans helst sett í samhengi þar við. „Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en svo að snærishönk væri ekki í vas- anum. Við strákamir vorum alltaf að hnupla hestum og fara á bak. Riðum þá hér um fjörðinn og eitt- hvað í dalina hér í kring. Maður vandist strax í byrjun að sitja alla hesta. En minn fyrsta hest eignað- ist ég tólf ára. Það var hryssa; óttaleg drusla. Sextán ára reið ég síðan yfir í Skagafjörð og keypti minn fyrsta almennilega hest. Það var fimm vetra grár foli frá Svaða- stöðum og hét Svaði,“ segir Andrés. Á löngum hestamannsferli seg- ist Andrés hafa átt marga góða hesta sem minnisstæðir séu. Þar rís hvað hæst í minningunni hest- urinn Börkur, sem nú er 21 vetra og var lengi í eigu Ragnars Tóm- assonar, lögfræðings í Reykjavík. Vann hesturinn til fjölda verð- launa á kappreiðum og mótum meðan Ragnar átti hann og þar áð- ur Andrés. Fyrir fáum árum var hesturinn keyptur aftur heim á Kvíabekk. „Mér þótti vænt um þegar Börkur kom hingað aftur. Hestar höfða auðvitað mjög mis- „Hestamennska á Norðurlandi fær ekki uppreisn æru fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn þegar Vallarbakkamótin í Skagafirði stóðu sem hæst. Annars segi ég að Svarfdælingar hafi haldið betur í gamla menningu og hefðir en aðr- ir hér um slóðir. Þeim steig ekki jeppatískan til höfuðs. Litu aðeins hæfilega til hennar - og Svarfdæl- ingar halda fast í þjóðlegar hefðir. Hvergi er réttarmenningin eins sterk. Allir koma ríðandi til réttar og þar er mikið sungið og glaðst með hjartanu. Þama mætir fólk alltaf, jafnvel þótt engar kindur séu í réttinni. Þetta kann ég að meta,“ segir hann. Halldór er ekki heilög belja Um langt skeið hefur Andrés á Kvíabekk verið nánast þjóðsaga í lifanda lífi. Þetta kannast hann sjálfur við. Og hann segist helst trúa því að þetta orðspor hal'i myndast vegna þess að hann hafi alltaf þorað að segja meiningu sína. Gefist ekki upp fyrir einhverjum montgreyjum, sem allt þykjast vita og geta, svo notuð séu orð hans sjálfs. „Ég hef alltaf ver- ið kjarkmikill. Pabbi sagði að stundum að ég væri svo vitlaus að ég kynni ekki að hræðast. Þótti nóg um fífldirfskuna. En burtséð frá því hef ég aldrei borið meiri virðingu fyrir fólki þótt það hafi skriðið í gegnum skóla, oft kannski með skít og skömm,“ seg- ir Andrés og hann heldur áfram: „Ég sagðist nú ekki kunna Faðir- vorið þegar ég var fenndur. Sr. Ingólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði sagði að ekki ætti að setja peninga ríkisins í að mennta menn eins og mig. Svona menn ættu að moka skít. Sennilega hefur Ingólfi ekki dottið í hug að þetta yrðu áhríns- orð, því mitt ævistarf hefur verið að moka skít. Því starfi hef ég kunnað vel. En í dag kann ég Fað- irvorið og hef sjálfsagt kunnað eitthvert hrall í því þegar ég fenndist. Hitt er svo annað mál að ég er alinn upp á miklu vinstra heimili. Pabbi var mikill sósíalisti og hjá slíkum mönnum var kristn- in aldrei í hávegum höfð. Hann sagði Ingólfi frá þessari meintu vankunnáttu minni í kristninni, en allt var þetta í léttum dúr þeirra á milli - og Ingólfur vissi máski að kunnátta mín í kristindómnum var meiri en ég vildi vera láta. En tal- andi um stjómmál og það að vera ekki að þessu liði sem sífellt er með puttana í öllu sem við gerum. Þetta er ljótt orð en ekkert fjarri lagi,“ segir Andés. Hann segir jafnframt að veita eigi algjört frelsi í sauðfjárframleiðslu. Ný- gerður búvörusamningur sé rang- látur og vitlaus og stuðli að stór- búskap, en sannleikur málsins sé að slíkur búskapur hafi aldrei gengið upp á íslandi. Að búa með mörg hundruð fjár skemmir landið en lítil bú geri það ekki. „Nei, ég get ekki verið sam- mála því að stór bú séu þau hag- kvæmustu. Það er bull, því stærstu bændumir eru þeir skuldugustu. Ég bý hér litlu búi og hef aldrei tekið víxil um dagana og aldrei verið með greiðslukort. Er ekkert háður þessum vítahring. Ég bý að inínu og er með hagkvæmt bú,“ segir hann. Náttúran er dásamleg „Það eru horkóngar og rofabarða- bændur sem stjóma því alveg hvemig kjöt fólk kaupir. Fólk hugsar ekki lengur heldur lætur auglýsingar stjóma sér. Nú er ekk- ert borðað nema horkjöt og fólk vill enga fitu. Enginn íslenskur bóndi myndi leggja þann kaleik á fjölskyldu sína að bjóða henni svona kjöt. Það er sífellt blaðrað um að fitan sé svo óholl, en sann- leikurinn er sá að fita er náttúru manna nauðsynleg,“ segir Andrés - og bætir við í lokin: „Stór hluti íslensku þjóðarinnar er orðinn náttúrulaus um miðjan aldur. Hinar hagsýnu húsmæður ættu að láta menn sína éta meira af feitu kjöti og athuga hvort þeir lifni ekki við. Já, ég hef borðað mikið af feitu kjöti um dagana. Sjálfsagt eru bændur eina stéttin í landinu sem hátta sig í hádeginu af annarri ástæðu en þeirri að vera syfjaðir, en gamall siður er að fá sér miðdegisblund. Konur og karl- ar verða að finna fyrir því hve náttúran er dásamleg." -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.