Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1995 MINNIN6 Þórir Jón Guðlaugsson Fæddur 27. desember 1966 - Dáinn 14. desember 1995 Okkur setti hljóð þegar fregnin barst um andlát vinar okkar og fyrrverandi samstarfsmanns, Þóris J. Guðlaugssonar, en hann lést á heimili sínu að Voðmúlastöðum í Austur Landeyjum, Rangárvalla- sýslu, 14. desember s.l. Fregnin kom okkur þó ekki alveg á óvart, því Þórir hafði átt við veikindi að stríða. Fylgdumst við öll með bar- áttu hans og oft hvarflaði hugur- inn til hans með bæn um að hann hefði betur. Það er ávallt sárt þeg- ar ungt fólk er kallað burt í blóma lífsins. Þórir hóf störf í Landsbankan- um á Akureyi 1. júlí 1988, þá ný- útskrifaður sem íþróttakennari frá Laugarvatni. Þórir var einstaklega geðfelldur ungur maður, góðum gáfum gæddur og vann störf sín af mikilli kostgæfni. Gerði bankinn sér miklar vonir um áframhald- andi störf hans og voru honum falin ýmis trúnaðarstörf í bankan- um, sem hann leysti öll vel af hendi. Hann var glaðvær og vel liðinn og varð fljótt vel til vina, bæði meðal samstarfsfólks og við- skiptavina. Verkin léku í höndum hans og án fyrirstöðu greindi hann hvers manns vanda. Síðustu tvo vetur stundaði Þórir nám við Há- skólann á Akureyri með vinnu sinni í bankanum og útskrifaðist síðastliðið vor sem rekstrarfræð- ingur. Þó fór svo að hann ákvað að hætta bankastörfum og gerast bóndi að Voðmúlastöðum Með Þóri er genginn góður drengur og mun minning hans lifa okkur til eftirbreytni. Eiginkonu Þóris, Önnu Maríu Guðmann og litlu dótturinni Þóreyju Lísu, svo og öllum vandamönnum, vottum við innilega samúð okkar og biðj- um algóðan Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra og söknuði. Þau Ijós sem skœrast lýsa, þau Ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast ogfyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómurfellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskœra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi Ijósið bjarta þá situr eftirylur í okkar mœdda hjarta. (F.G.Þ.) Samstarfsfólk í Landsbanka íslands, útibúinu á Akureyri. Okkur langar að minnast Þóris Jóns með nokkrum orðum. Við kynntumst honum er hann fluttist ásamt Amí til Akureyrar að loknu námi þeirra við íþróttakennarahá- skólann á Laugarvatni. Strax við fyrstu kynni var ljóst að þar fór hinn mesti mannkostur. Hann var ákaflega ljúfur og viðkunnanlegur maður sem vildi allt fyrir alla gera væri þess nokkur kostur. Við fengum svo sannarlega að njóta góðsemi hans og krafta. Því fljót- lega eftir að þau fluttust norður tók Amí við stjórn Fimleikaráðs Akureyrar. Það var alveg sama hvað þar var að gerast, alltaf var Þórir mættur til að aðstoða hvort sem þurfti að bera áhöld milli húsa, vinna við mót eða annað. Heimili þeirra hjóna var einnig miðstöð fundahalda og nutum við þar ómældrar gestrisni. Elsku Amí, Þórey Lísa og fjöl- skyldur. Missir ykkar er mikill. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við biðjum þess að guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér hvert andartak er dvaldirþú hjá mér var sólskinsstund og sœludraumur hár minn sáttmáli við guð íþúsund ár. F.h. Fimleikaráðs Akureyrar, Hanna Dóra Markúsdóttir, Kristín Hilmarsdóttir. Háskólinn á Akureyri óskar eftir að fá leigða 2ja-3ja herbergja íbúð frá janúar til 1. júní. Upplýsingar veitir forstöðumaður kennaradeildar í síma 463 0903. LESEN PAHORN lt> Uppsetning súrtanks í fiullu sam- ráði við Vinnu- og Öryggiseftirlit Af hverju mega kettir ekki veiða fugla? Símon Magnússon, starfsmaður viðkomandi stofnana. Þær upplýs- son getað fengið hefði hann eftir Slippstöðvarinnar-Odda hf., segist ingar hefði Brynjólfur Brynjólfs- þeim leitað. mótmæla þeim fullyrðingum Brynjólfs Brynjólfssonar sem fram koma í Lesendahorni skömmu fyrir jól þar sem fullyrt er að veruleg hætta stafi af stað- setningu tanks sem geymi fljót- andi súr og tengist noktun nýju flotkvíarinnar. Það þarf mjög marga keðjuverkandi þætti til þess að áburðurinn verði sprengiefni og svo sé fullyrðing um að vinnu- svæði Slippstöðvarinnar-Odda hf. sé nálægt íbúðarsvæði alveg út í hött. „Staðsetning tanksins og upp- setning var í fullu samstarfi og samþykki Vinnueftirlits ríkisins og Öryggiseftirlits ríkisins auk fulltrúa byggingamefndar Akur- eyrarbæjar. Það hefði aldrei verið farið af stað með uppsetninguna ef ekki hefði legið fyrir samþykki Svanhiidur hringdi og vildi taka málstað katta í þeirri umræðu sem verið hefur í bæjarkerfinu á Akur- eyri um kattahald. Svanhildur sagði að allt gott væri um það að segja að farga villiköttum, en sú hugmynd væri fáránleg að tjóðra ketti. Það þekktu kattaeigendur að slíkt byði heim þeirri hættu að kettirnir hengdu sig. Það væri varla ætlun bæjaryfirvalda á Ak- ureyri. / FrsstrástA FM 98.7 ÁRAMÓTASAGA Skrifaðu stutta sögu um þaö hvernig Leppalúði og starfsfólk Radíónausts fara að því að gera bestu áramótabrennuna í bænum. Þú skilar síðan sögunni upp á Frostrás, Glerárgötu 34, efstu hæð. Skilafrestur rennur út 29. desember. Glæsileg verðlaun í boði Radíónausts. (Þessi frábæra Samsung Max 34S hljómtækjasamstæða að verðmæti 34.900,-) Gteðileg jót! y „Það sjá allir að það gengur ekki að loka ketti inni yfir varp- tímann og í þessu sambandi vil ég varpa fram þeirri spurningu af hverju kettir megi ekki veiða fugla. Það er gangur náttúrunnar að kettir veiða fugla og hafa alltaf gert. Hvað er ljótt við það? Menn- imir skjóta rjúpur og gæsir sér til matar, sumir til átu, aðrir til að græða á því og enn aðrir sér til skemmtunar. Er þá eitthvað at- hugavert við að kettir veiði fugla sér til matar?“ Héraðsnefnd Eyjaíjarðar: Ný marka- skrá undirbúin Héraðsnefnd Eyjafjarðar mun snemma á næsta ári gefa út nýja markaskrá fyrir Eyjafjarðar- sýslu. Undirbúningur útgáfunn- ar er hafínn. @Ferðafélag Akureyrar Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. desember kl. 20.30 að Strandgötu 23 b. Fundarefni: Framtíðarstefna FFA. Stjórnin. Samkvæmt tilkynningu frá Héraðsnefnd munu þeir sem eiga skráð mark í síðustu skrá fá bréf frá markaverði á næstu dögum þar sem leitað verður staðfestingar á áframhaldandi skráningu marks eða breytingu þar á. I tilkynningunni er einnig þeim markaeigendum á svæðinu sem ekki voru skráðir í síðustu marka- skrá bent á að hafa samband við markavörð, Eirík Björnsson, Hóls- gerði 5 á Akureyri í síma 4624259. Síðast kom út markaskrá fyrir Eyjafjarðarsýslu árið 1988 en nýja markaskráin verður komin út tímalega fyrir sauðburð í vor. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.