Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARS Hvít knattspyrnujól - snjór og kuldi gerði knattspyrnumonnum lífið leitt Newcastle hefur örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar. I gærkvöld var toppslagur í deildinni þar sem Newcastle og Manchester United mættust en leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Tvær um- ferðir voru leiknar yfir jólahá- tíðina og baráttan um Evrópu- sætin er hörð. Manchester Unit- ed tapaði fyrir Leeds og Totten- ham fékk tvívegis færi á að komast í annað sætið en gerði jafntefli í báðum leikjum sínum og er því í þriðja sæti. Liverpool er komið aftur á skrið en Ar- senal og Middlesbrough eru brokkgeng. • Leiðinda veður setti mark sitt á leikina yfir jólahátíðina í enska boltanum. Fresta þurfti tveimur leikjum í úrvalsdeildinni á mánu- dag vegna ofankomu og kulda. Fresta varð leikjum Aston Villa og Liverpool á Villa Park og West Ham og Coventry á Upton Park á mánudaginn. • Wimbledon sigraði Chelsea á Brúnni og var það fyrsti sigurleik- ur liðsins í 15 síðustu leikjum. Sigurinn náðist þrátt fyrir að Vinnie Jones væri rekinn útaf á 54. mínútu fyrir sitt annað grófa brot. Síðara brotið var á Ruud Gullit og taldi Vinnie að Hollend- ingurinn hefði sýnt snilldartakta í fallinu. „Ég sparkaði boltanum en var rekinn útaf fyrir dýfuna.“ Þetta var þriðja rauða spjaldið hans á tímabilinu og hefur hann 1. deild: Úrslit 26. desember: Barnsley-Stoke 3:1 Charlton-Portsmouth 2:1 Huddersfield-Derby 0:1 (Ron Willems 77.) Norwich-Southend 0:1 Port Vale-WBA 3:1 ShefT. Utd.-Birmingham 1:1 Tranmere-Oldham 2:0 (John Aldridge 67,71.) Wolves-Millwall 1:1 Úrslit 23. desember: Birmingham-Tranmere 1:0 Derby-Sunderland 3:1 Grimsby-Leicester 2:2 Luton-Huddersfield 2:2 Oldham-Watford 0:0 Portsmouth-Norwich 1:0 Stoke-Sheff. Utd. 2:2 WBA-Crystal Palace 2:3 Staðan Derby 2412 7 5 39:28 43 Charlton 2410 9 5 31:24 39 Birmingham 24 10 8 6 34:30 38 Sunderland 22 10 8 4 30:19 38 Leicester 2310 7 6 39:34 37 Southend 2410 7 7 28:28 37 Huddersf. 2410 6 8 34:30 36 Grimsby 23 9 9 5 29:26 36 Stoke 24 9 8 7 35:31 35 Millwal! 24 9 8 7 25:29 35 Norwich 24 9 7 8 34:28 34 Tranmere 22 9 6 7 34:25 33 Barnsley 24 8 8 8 33:41 32 Oldham 24 710 7 34:28 31 Ipswich 23 7 9 7 39:35 30 C. Palace 22 7 8 7 27:29 29 Portsmouth 24 7 7 10 36:38 28 Port Vale 24 6 8 10 29:33 26 Reading 22 5 9 8 27:30 24 Watford 23 5 9 9 27:3024 WBA 23 7 3 13 26:38 24 Wolves 23 5 8 10 28:34 23 Sheff. Utd. 24 5 6 13 31:43 21 Luton 23 4 7 12 19:3619 alls verið rekinn 11 sinnum útaf á ferlinum. Jones hefur auk þess fengið aragrúa áminninga og skráði nafn sitt í metabækur þegar hann fékk eina slíka eftir aðeins 3 sekúndur í leik Chelsea og Sheffi- eld United. Þetta var sennilega síðasti leikur Jones í treyju Wim- bledon en hann hefur farið fram á sölu og WBA og Birmingham hafa áhuga á honum. • Brasilíumaðurinn Juninho var langt frá sínu besta þegar Everton tók Middlesbrough í bakaríið, 4:0. Juninho hefur aldrei látið eins lítið fyrir sér fara eins og í þess- um leik enda óvanur að leika í frosti, en það var allt að 10 stiga frost í Englandi á mánudag. Jun- inho var skipt útaf þegar 17 mín- útur voru til leiksloka. • Hollendingurinn Bryan Roy kom inná sem varamaður í leik Nottingham Forest og Sheffield Wednesday. Roy hefur misst úr síðustu fimm leiki vegna meiðsla. • Serbarnir Darko Kovacevic og Dejan Stefanovic léku vel í liði Sheffield Wednesday gegn For- est. Stefanovic lék í stöðu vinstri bakvarðar og átti skínandi leik gegn Steve Stone en Kovacevic var í fremstu víglínu. Þeir félagar tala litla ensku en túlkur þeirra ut- an vallar er ástralski leikmaðurinn Adem Poric, sem leikur með varaliði Wednesday, en hann er ættaður frá gömlu Júgóslavíu. • Southampton og Tottenham mættust tvívegis á The Dell á síð- ustu leiktíð, bæði í deild og bikar, og í þeim leikjum voru skoruð 15 mörk. í leik liðanna á mánudag var ekkert mark skorað og þó leik- ið hefði verið í 90 mínútur til við- bótar er ólíklegt að boltinn hefði ratað í netið, svo fá voru færin. • David Batty skoraði sitt fyrsta mark í þrjú ár þegar hann fann réttu leiðina í netið gegn Man- chester City á mánudagskvöld. Batty hefur ekki skorað síðan í janúar 1993, þegar hann skoraði fyrir Leeds gegn Middlesbrough. Þetta var fimmta markið sem hann skorar frá því hann hóf að leika í ensku deildarkeppninni og þar af hafa þrjú komið gegn Manchester City. Alan Shearer skoraði hitt mark Blackburn í 2:0 sigri og hefur hann skorað í öllum 9 heimaleikjum meistaranna á þessu tímabili. • Manchester City var með fjóra útlendinga í byrjunarliði sínu gegn Blackburn og er það í fyrsta sinn sem það gerist í ensku úrvals- deildinni. Þjóðverjinn Eike Immel stóð í markinu og landi hans Uwe Rösler var f fremstu víglínu ásamt Dananum Ronnie Ekelund, sem kom frá Barcelona í síðustu viku. Þá var Georgíumaðurinn Georgi Kinkladze á miðjunni. • Fyrir einu ári var Paul Merson í afvötnun vegna eiturlyfja og alka- hólsneyslu en nú er öldin önnur. Merson var í aðalhlutverki hjá Ar- senal gegn QPR og skoraði tvö mörk í 3:0 sigri. Ian Wright, sem lék 200. leik sinn fyrir Arsenal skoraði fyrsta markið. Eftir að hafa ekki náð sigri í síðustu fimm leikjum var þetta kærkomin jóla- gjöf fyrir stuðningsmenn Arsenal. • Mikill öryggisviðbúnaður var á Elland Road þegar Leeds og Man. David Batty skorar ekki oft og því ástæða til að fagna vel þegar það gerist. Hér er hann kátur ásamt Norðmanninum Henning Berg. Utd. mættust á aðfangadag. Fyrir leikinn hafði Eric Cantona, Frans- manninum í herbúðum United, borist líflátshótun auk þess sem Alex Ferguson, stjóra United, hafði verið hótað öllu illu. • Þorvaldur Örlygsson lék sína fyrstu leiki með Oldham, gegn Watford og Tranmere. Hann kom inná sem varamaður á 32. mínútu gegn Watford á Þorláksmessu og var síðan í byrjunarliði gegn Tranmere á mánudag. Samkvæmt frétt The Daily Telegraph um leik- inn gegn Tranmere var hann besti maður síns nýja félags en var tek- inn útaf á 70. mínútu þegar hann var farinn að þreytast. • Steve Bruce fékk óvæntan glaðning í jólapóstinum þar sem honum barst bréf þess efnis að hann væri að nálgast eftirlauna- aldur knattspyrnumanna. Bruce verður 35 ára á gamlársdag en við þau tímamót eiga félagar í sam- tökum atvinnuknattsþyrnumanna Paul Merson var á skotskónum gegn QPR. Hér er hann í þann mund að skora annað marka sinna í lciknuin. Graham Stuart setti tvö fyrir Ever- ton gegn Middlesbrough. rétt á að fá ellilífeyrinn sinn í fyrsta sinn. „Þetta kom flatt upp á mig. Ég held þó að ég eigi enn eitthvað eftir í boltanum og hef rnikið yndi af því að spila,“ sagði „gamli maðurinn“. • Italinn Gianluca Vialli er hugs- anlega á leiðinni í enska boltann fyrir næsta tímabil. Samningur lians við Juventus rennur út í júní nk. og hefur hann lýst yfir áhuga á að leika í ensku úrvalsdeildinni. Ef af verður mun það lið sem næl- ir í hann sennilega ekkert þurfa að borga, þökk sé nýjum reglum um félagaskipti. Einn stjómarmanna Juve sagði að Vialli hefði gert for- ráðamönnum félagsins ljóst að hann vildi leika á Énglandi næsta vetur. Vialli kostaði Juve 12 millj- ónir punda fyrir þremur árum. Fulltrúar Vialli og Juventus áttu Frakkinn David Ginola lék á ais oddi gegn Forest og skoraði fyrsta mark sitt á St. James Park. fund með Brian Kidd, aðstoðar- framkvædastjóra Manchester Un- ited, fyrir háifum mánuði í Manc- hester auk þess sem Tottenham hefur einnig sett sig í samband við Juve í von um að fá hann í sínar raðir. • Coventry verður án framherjans Peter Ndlovu næstu sex vikumar. Hann missti af jólaleikjunum vegna meiðsla og nú er hann á leið til Suður-Afríku, þar sem hann leikur með Zimbabwe í Afr- íkubikamum. Félagi hans hjá Co- ventry, Nii Lamptey, er í lands- liði Ghana í keppninni. Þar mun hann leika við hlið Tony Yeboah, markahróksins hjá Leeds. Þá mun Daniel Amokachi, framherji Ever- ton, vera í eldlínunni með lands- liði Nígeríu. Keppnin hefst í byrj- un janúar og stendur í einn mánuð. • Southampton hefur keypt mark- vörðinn Neil Moss frá Bour- nemouth fyrir 500.000 pund. Moss er tvítugur og hefur staðið sig ntjög vel á þessari leiktíð. Honum er ætlað að taka við af gömlu kempunni Bruce Grobbela- ar. • West Ham reynir nú að kaupa króatíska miðvörðinn Slaven Bilic frá Kaiserslautem. Alvin Martin, gamla kempan hjá West Ham, er meiddur um þessar mundir og fé- lagið gæti lent í vandræðum ef eitthvað kemur upp á hjá mið- vörðunum Steve Potts og Marc Rieper. Varaliðsmiðvörðurinn Adrian Whitbread er í láni hjá Portsmouth og sá eini sem liðið hefur til að hlaupa í skarðið er unglingurinn Rio Ferdinand, frændi Les Ferdinand hjá New- castle, en hann hann er nýorðinn atvinnumaður hjá West Ham. Urvalsdeildin Úrslit 26. desember: Arsenal-QPR 3:0 1:0 Ian Wright (44.) 2:0 Paul Merson (61.) 3:0 Paul Merson (83.) Blackburn-Man. City 2:0 l:0Alan Shearer(ll.) 2:0 David Batty (50.) Chelsea-Wimbledon 1:2 1:0 Dan Petrescu (10.) 1:1 Robbie Earle (34.) 1:2 Efan Ekoku (38.) Rautt spjald: Vinnie Jones, Wimbledon (54.) Everton-Middlesbrough 4:0 LOCraig Short(10.) 2:0 Graham Stuart (45.) 3:0 Graham Stuart (60.) 4:0 Andrei Kanchelskis (68.) N. Forest-Sheff. Wed. 1:0 1:0 Jason Lee (6.) Southampton-Tottenhain 0:0 Úrslit 24. desember: Leeds-Man Utd 3:1 1:0 Gary McAllister (6./víti) 1:1 Andy Cole (30.) 2:1 Tony Yeboah (36.) 3:1 Brian Deane (73.) Úrslit 23. desember: Coventry-Everton 2:1 1:0 David Busst (48.) 1:1 Paul Rideout (67.) 2:1 Noel Whelan (84.) Liverpool-Arsenal 3:1 0:1 Ian Wright (7./víti) 1:1 Robbie Fowler (40.) 2:1 Robbic Fowler (59.) 3:1 Robbie Fowler (78.) Man. City-Chelsea 0:1 0:1 Gavin Peacock (76.) Middlesbrough-West Ham 4:2 1:0 Jan Aage Fjörtoft (22.) 2:0 Neil Cox (23.) 3:0 Chris Morris (29.) 3:1 Tony Cottee(81.) 4:1 John Hendrie (85.) 4:2 Julian Dicks (89.) Newcastle-N. Forest 3:1 1:0 Robert Lee (11.) 1:1 Ian Woan (14.) 2:1 David Ginola (26.) 3:1 Robert Lee (74.) QPR-Aston Villa 1:0 1:0 Kevin Gallen (54.) Rautt spjald: Lee Hendrie, Villa (90.) Sheff. Wed.-Southampton 2:2 0:1 Neil Heaney (7.) 1:1 David Hirst (14,/víti) 2:1 David Hirst (50./víti) 2:2 Jim Magilton (80./víti) Tottenham-Bolton 2:2 1:0 Teddy Sheringham (54.) 2:0 Chris Armstrong (71.) 2:1 Scott Green (76.) 2:2 Guðni Bergsson (79.) Wimbledon-Blackburn 1:1 0:1 sjálfsmark Alan Kimble (27.) 1:1 Robbie Earle (83.) Staðan: Newcastle 19 14 3 2 40:1645 Man. United 19 10 5 4 36:22 35 Tottenham 20 9 8 3 26:1935 Liverpool 19 10 4 534:16 34 Arsenal 20 9 7 4 27:1534 Middlesbrough 20 9 6 5 23:18 33 Aston Villa 19 9 5 5 25:15 32 N. Forest 19 7 10 229:2731 Blackburn 20 8 4 8 31:2528 Leeds 18 8 4 6 26:25 28 Chelsea 20 7 7 619:2128 Everton 20 7 5 8 27:2226 West Ham 19 6 5 8 21:28 23 Slieff. Wed. 20 5 7 8 28:30 22 Southampton 20 4 7 9 19:30 19 Wimbledon 20 4 6 10 26:40 18 QPR 20 5 3 12 15:29 18 Man. City 20 4 4 12 10:30 16 Coventry 19 3 6 10 25:41 15 Bolton 19 2 4 1318:3610

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.