Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. desember 1995 - DAGUR - 9 Mysingssamloka með sveppum Annan dag jóla frumsýndi Leikklúbburinn Saga leik- ritið Mysingssamloka með sveppum, sem samið er af Jóni St. Kristjánssyni í samvinnu við ung- lingadeild Leikfélags Hafnarfjarð- ar árið 1992. Verkið er hópunnið þannig, að Jón vann handritið úr hugmyndum hópsins, sem þátt tók í hugarsveiminu og síðan fyrstu uppfærslu verksins í Hafnarfirði. Mysingssamloka með sveppum gerist á heimavistarskóla, þar sem eingöngu eru stúlkur. Einungis ein karlkynspersóna kemur fyrir í verkinu; Jói, sonur skólastýrunnar, Jófríðar. Stúlkumar, sem eru nem- endur í heimavistarskólanum, eru aðalpersónur verksins. Margar þeirra eiga sér einhvern bakgrunn vandamála, sem fléttast með ýsm- um hætti inn í atburðarásina auk þess sem lífið á heimavistinni og viðfangið við skólastýruna em miðlæg í verkinu. Texti verksins er á margan veg lipur og fer vel í munni ieikenda. Hann er nokkuð skotinn unglinga- máli, en ekki svo að úr hófi gangi, eins á stundum kemur fyrir í verk- um af svipuðum toga og Mysings- samloka með sveppum er, þegar höfundar reyna að færa sig á stig unglinga, en skjóta í raun yfir markið. Flutningur textans var yfirleitt með miklum ágætum, greinilegur og skýr. Einungis í upphafsatriði var dálítið torvelt að fylgjast með tali leikenda, en það stafaði af því, að segulbandsstæki var stillt heldur hátt og sem næst yfirgnæfði texta leikritsins. I langflestum tilfellum er fas leikenda gott og vel í samræmi við þær persónur, sem þeim er ætlað að túlka. Þannig er hippinn Stjama, sem leikin er af Silju Ein- arsdóttur, iðulega vel í samræmi við þá stefnu, sem hún á að fylgja og Svabbi, hin svala og lífsreynda, hæfilega losaraleg í háttum. Þann- ig mætti áfram halda með aðrar persónur úr hópi stúlknanna á LEIKLIST HAUKUR ÁCÚSTS50N SKRIFAR heimavistinni, en þær eru Sigga, leikin af Dís Pálsdóttur,. Petra, leikin af Söndru Hlíf Ocares, Gerður, leikin af Þórdísi Steinars- dóttur, Sara Lind, leikin af Lilju Björk Vilhelmsdóttur, Sóley, leik- in af Evu Signýju Berger, og Harpa, leikin af Hörpu B. Birgis- dóttur. Allar áttu góða spretti í hlutverkum sínum, einkum í sam- leik fárra. Jói, eina karlpersónan í verk- inu, er leikinn af Guðjóni Tryggvasyni. Hlutverkið er nokk- uð vandmeðfarið, þar sem persón- an er annars vegar nokkuð kaldur karl á yfirborði, en í raun vand- ræðalegur unglingur í fansi stúlkna, sem flestar reyna að sýn- ast lífreyndari en þær eru. Guðjóni tekst í heild nokkuð vel, en hefði alltíðum mátt ná heldur meiri inn- lifun í hlutverkið. Jófríður, skólastýran, er leikin af Kjartani Smára Höskuldssyni. Honum tekst iðulega vel í þessu hlutverki og nær tíðum kvenlegu fasi og blæ, sem fellur að viðtekn- um hugmyndum um persónu hinnar dæmigerðu skólastýru. Leikstjórinn hefur náð að skapa lipurt heildarferli, sem almennt rennur vel. Sviðhreyfingar ganga yfirleitt vel upp hjá einstökum persónum, þó að vissulega beri á nokkrum stirðleika á stundum og þá einkum í hópsenum, sem eru gjaman uppstilltar og kyrrstæðar; svo mjög á stundum, að þær verka nálega sem hlé í atburðarásina. Nokkur fámennisatriði mættu líka vera heldur betur unnin, svo sem þau, sem gerast niðri í kjallara skólahússins. Þá eru leifturatriði, sem eru mörg í verkinu, nokkuð oft heldur snubbótt og ná ekki al- veg vægi sínu fyrir vikið, þó að þau séu vel flutt og skilmerkilega hvað til dæmis skýran flutning texta áhrærir. Leikklúbburinn Saga hefur marga hluti vel gert og verið skemmtilegur og iðulega forvitni- legur aðili í leiklistarlífi Akureyr- ar. Svo er enn í uppsetningu klúbbsins á Mysingssamloku með sveppum. Þar reynir ungt fólk sig á sviði og gefur innsýn inn í heim, sem okkur ölluin er hollt að vita af. Vonandi verður klúbburinn lengi enn vettvangur, þar sem ungt fólk með leiklistaráhuga get- ur notið sín sjálfu sér og bæjarbú- um til ánægju. Æðarræktarfélag Skagfirðinga mótmælir samdrætti í eyðingu refa og minka: Minkur veiðir jafn mikið af rjúpu og maður og fálki til samans Æðarræktarfélag Skagafjarðar hefur mótmælt harðlega álykt- un veiðistjóra þess efnis að dregið verði úr eyðingu refa og minka. Félagið álítur ályktunina stórhættulega og hún stuðli að miklu ójafnvægi í náttúru landsins hvað varðar fuglalíf. Ef þjóðin sé svo fáæk að fé skorti til að halda niðri fjölgun mei- dýra þá sé réttara að leggja nið- ur embætti veiðistjóra og verja þeim peningum sem þannig Jólaball í Hamri íþróttafélagið Þór á Akureyri stendur fyrir jólaballi í Hamri, félagsheimili Þórs, á morgun, föstudaginn 29. desember, kl. 17. Aðgangseyrir kr. 500 en frítt fyrir 4 ára og yngri. Að sjálfsögðu verður gengið í kringum jólatréð, jólasveinarnir láta sjá sig og hljómsveitin Ör- vænting spilar jólalögin. Þá verður boðið upp á kaffihlaðborð. sparist til eyðingar refa og minka auk vargfugla sem stöð- ugt fjölgi og engin tilraun sé gerð til að halda fjölgun þeirra í skefjum. Bent var á í samþykkt Æðar- ræktarfélagins að árlega aflist tugir milljóna í gjaldeyri fyrir æðdardún og því væri æskilegra að veiði- stjóraembættið hefði einhverja til- burði til leiðbeininga varðandi eyðingu refa og minka en hefði sig minna í frammi sem rukkunar- stofnun fyrir veiðileyfagjöld. Gunnar Þórðarson, formaður Æðarræktarfélags Skagafjarðar, segir að alls ekki megi slaka á sókninni varðandi eyðingu vargs- ins, sérstaklega minksins, annars sé lifríkið í hættu. Kannanir á merktum rjúpum hafi leitt í ljós að af heildarveiðinni hafi minkurinn veitt 46%, fálkinn 27% og maður- inn, þ.e. veiðimennirnir, einnig 27%. Þannig sé minkurinn eins mikill skaðvaldur og maður og fálki til samans og ef dragi eigi úr eyðingu hans sé vegið að jafnvægi í lífríki landsins. „Þeir þingmenn og fleiri sem vilja draga úr eyðingu refs og minks þekkja ekki aðstæður og mér finnst eins og nýr veiðistjóri hreinlega þekki ekki málið nógu ítarlega og okkur líst illa á upphaf hans embættisferils. Framkvæmd eyðingar minks og refs er í mikl- um ólestri og fjármagni illa ráð- stafað. Ráðinn er einn maður í hverjum hrepp og sumir kunna lít- ið sem ekkert til verka, heildarár- angur í samræmi við það og mjög ómarkviss. Það á auðvitað að hafa í þessu fáa menn en duglega og með hunda, sem eru sérþjálfaðir til þessara verka, reka þetta skipu- lega og af skynsemi," sagði Gunn- ar Þórðarson. GG Skilið vörum fyrir áramót! Að gefnu tilefni vilja Neyt- endasamtökin minna neytendur á, að ætli þeir að skila vörum nú eftir jól, geri þeir það fyrir áramót. Astæðan er sú að eftir áramót hefjast útsölur í fjölmörgum versl- unum og oftast miða þær við út- söluverðið sé vöruin skilað þá. (Fréttatilkynning) VIÐSKIPTAMANNA 0G SPARISJÓÐA Lokun 2. janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar þriðjudaginn 2. janúar 1996. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1995 Samvinnunefnd banka og sparisjóða Jóla- harmoniku- ball Föstudaginn 29. desember ætla Þuríður formað- ur og hásetarnir ásamt Jóni Árnasyni á Syðri-Á að halda sprellfjörugan harmonikudansleik að Laugarborg sem hefst kl. 22. Gömlu, góðu lögin. Þuríður formaður og hásetarnir. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks Kvenfélag Sauðárkróks efnir til dægurlagakeppni í Sæluviku 2. maí 1996. Hljómsveitarstjóri og umsjónarmaður verður Magnús Kjart- ansson. Öllum er heimil þátttaka og verk mega ekki hafa verið flutt opinberlega. Þátttakendur skili verkum sínum undir dulnefni og láti rétt nöfn og heimilisföng fylgja með í vel merktu og iokuðu um- slagi. Síðasti skilafrestur er til og með 1. febrúar 1996. Innsendar tillögur skulu merktar „Dægurlagakeppni Kven- félags Sauðárkróks“, pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Kvenfélag Sauðárkróks áskilur sér allan rétt til þess að gefa lögin út á hljómplötu og kassettu og einnig til þess að heim- ila sjónvarp og útvarp frá keppninni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.