Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 28.12.1995, Blaðsíða 1
Rússneski togarinn Toros landaði 300 tonnum á Dalvík: Vilja kaupa ódýra bíla Rússneski togarinn Toros, sem er 2.721 tonn, kom til Dalvíkur að morgni annars dags jóla með tæp 300 tonn af þorski sem fara að mestu til vinnslu á Dalvík en einnig fer lítils háttar til Bolungarvíkur. Það er Fisk- miðlun Norðurlands hf. sem hef- Idag kl. 14.00 hittast Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- ráðherra, í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Tilefnið er bréf Ingi- bjargar Sólrúnar, þar sem hún óskar eftir að ræða um stöðu og framtíð Landsvirkjunar. Fyrirtækið er sem kunnugt er í Gáfust upp Fyrir jól var frá því greint í Degi að peruþjófar væru í essinu sínu á Ak- ureyri. Þessa orðsendingu hafa starfsmenn í Myndbandahöllinni og Jóni sprett við Skógarlund á Akur- eyri sett upp og skýrir hún sig sjálf. óþh/Mynd: BG ur milligöngu um kaupin en fyr- ir skömmu kom rússneskur tog- ari til Hafnarfjarðar á vegum FN með um 300 tonn til Sjólastöðv- arinnar og síðan kemur annar togari í fyrstu viku janúarmán- aðar sem landar á Sauðárkróki og er stefnt að 300 tonnum þar. eigu ríkisins, Reykjavfkurborgar og Akureyrar en nokkuð hefur verið rætt um hugsanleg kaup rík- isins á hlut sveitarfélaganna tveggja. Jakob vildi á þessu stigi ekki tjá sig um neitt slíkt. Hann sagði fundinn þann allra fyrsta sem haldinn er og hann færi ekki til hans með mótaðar hugmyndir um framtíð Landsvirkjunar. HA Utgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækið Árnes hf. í Þorláks- höfn keypti nýlega fasteignir og tæki þrotabús Fiskverkunar Jó- hannesar & Helga hf. að Ránar- braut á Dalvík og verður fisk- vinnslan rekin sem útibú frá Þorlákshöfn og undir sama nafni. Gestur Matthíasson hefur verið ráðinn yfirverkstjóri yfir vinnslunni á Dalvík en hann hefur verið skipstjóri og stýri- maður á Blika EA-12 frá Dalvík og eins bjó hann um nokkurt skeið í Frakklandi og starfaði þar að sölu á íslenskum fiski. Allt bókhald og laun verða unnin á skrifstofu Ámes hf. í Þor- lákshöfn. Vinnslan verður svipuð og verið hefur, aðallega koli og aðrar tegundir aukfisks, þó fyrst og fremst flatfisks. Hráefnið verð- ur keypt af bátum fyrir norðan auk Sá fiskur fer til vinnslu hjá Fisk- iðjunni-Skagfirðingur hf. í áhöfn Toros er 60 manns og hefur hún falast eftir 35 bflum til kaups, ekki aðeins Lödum heldur öllum tegundum, en þeir mega ekki kosta meira en sem svarar 1000 dollurum, eða 65 þúsund krónur. I gær var aðeins byrjað að höndla með bíla við Dalvíkurhöfn. Skipið fer héðan heim til Murmansk en Rússamir hafa verið að falast eftir karfa til kaups og jafnvel sfld og loðnu til að taka með sér héðan. Um borð er hægt að sjóða niður lif- ur og bræða mjöl en Rússamir fara líklega með þá vöru til Murmansk. Verð á Rússaþorski hefur heldur verið að lækka og segir Ásgeir Arngrímsson, framkvæmdastjóri FN, að nú sé að skapast grundvöll- ur að kaupa þorsk af Rússunum og eiga eitthvað í afgang miðað við markaðsverð sem fæst fyrir afurð- imar í dag, sem ekki er eingöngu blokk heldur einnig t.d. bitar sem auka möguleika landvinnslunnar hér. GG þess sem um miðlun verður að ræða milli fiskvinnsluhúsanna í Þorlákshöfn og á Dalvík. Gestur Matthíasson segir stefnt að því að vinna milli 1500 og 2000 tonn á ári og starfsmannafjöldi verði svipaður og var er vinnsla hætti um miðjan nóvembermánuð, eða um 20 manns. Á næstu dögum verður farið að ráða starfsfólk en Gestur reiknaði með að reynt yrði að ráða sem flesta af þeim sem þar störfuðu áður hjá Fiskverkun Jó- hannesar & Helga hf. Með þeim kæmi sú reynsla sem nauðsynleg væri. Stefnt er að því að hefja vinnslu kringum 15.janúarnk. GG Gestur Matthíasson, nýráðinn yfir- verkstjóri, við eina fiskvinnsluvél- ina sem nú fer aftur í gang eftir nokkurra vikna hlé. Mynd: GG Fundað um framtíð Landsvirkjunar Vinnsla hefst hjá Arnesi hf. á Dalvík um miðjan janúar ‘'lpaðu okkur. ...að hjálpa öðrum Undanfarna daga hefur legið hrímþoka yfir Pollinum, eins og sjá má á þess- ari mynd sem tekin var í gær. Mynd: BG Horfur á góðu áramótaveðri: Kuldaboli ræður áfram ríkjum að verður ekki annað séð en að umtalsvert frost verði um norðanvert landið fram undir áramót, en þá ætti að hlýna lít- ilsháttar. Engu að síður verður talsvert frost um áramótin,“ sagði Hörður Þórðarson, veður- fræðingur á Veðurstofu íslands, í gær. Hörður sagði að skýringin á þessum langvarandi kuldakafla væri sú að lægðirnar næðu ekki upp að suðurströndinni og því væri hlýtt loft víðs fjarri. Há- þrýstisvæði væri allsráðandi á landinu og ekki væru horfur á um- talsverðum breytingum á því næstu daga. Um áramótaveðrið hafði Hörð- ur þau orð að allar líkur væru á því að það yrði mjög gott um allt Íand, stillt og bjart veður, en eins og fyrri daginn, kalt, einkum þó um norðanvert landið. óþh Gífurlegar frosthörkur á Norðurlandi valda fólki umtalsveröum erfiðleikum: „Það er eins og loftið sé þykkt" - segir Anna Birna Snæþórsdóttir í Möðrudal en þar hefur frostið farið yfir 30 stig Við reynum að þíða með gasi eða einhverju, en það hafa ekki skemmst pípur eða lagnir ennþá,“ sagði Þorsteinn Sigurgeirsson á Gautlöndum í Mývatnssveit, einn þeirra bænda sem glímir við afleiðingar mikillar frosthörku þessa dagana. Frost hefur farið um og upp fyrir 30 stig nokkuð víða í uppsveitum og inn til lands á Norðausturlandi síðustu dagana. Þorsteinn sagði að það minnkaði í kúnum í kuldanum. Það væri mun kaldara þar sem frostið kæmi á auða jörð. Einu teljandi vandræðin eru við að halda vatnsleiðslum í útihúsin ófrosnum, en í íbúðarhúsum er hitaveita. Þor- steinn er rúmlega sextugur og segist ekki muna eftir svo miklum kuldum á þessum árstíma, langvarandi frost komi frekar í febrúar eða mars. Hann sagði að golu legði af heiðinni og veðriö væri því frekar leiðinlegt. Ekki er það langt á milli húsa að húfur og snjósleðagallar duga mönn- um, en frostið var 28 stig við Gautlönd í gærmorgun. „Það er mjög kalt, hafði farið í 31,5 stig í nótt,“ sagði Anna Bima Snæþórsdóttir, Möðrudal á Fjöllum í gær- morgun, en þá var 27,5 stiga frost í Möðrudal. Mjög kalt var síðustu dagana fyrir jól í Möðrudal og síðan hefur smáharðnað. Anna segir að svipaður kuldi hafi komið í janúarlok 1988. „Menn verða að gera ýmsar ráðstafanir, því það er t.d. hætta á að vatn frjósi í leiðslum og fjárhús- um. Við göngum vel frá og látum valnið renna, það er það eina sem dugar. Við erum með díselrafstöð og getum ekki látið hana taka olíu beint úr tanknum, olían verður þykk í kuldanum og við verðum að bera hana inn,“ sagði Anna. Sjö manns eru í heimili á Möðrudal um hátíðamar, en fólk fer ekki út að gamni sfnu í þennan kulda. Aðspurð hvernig væri að fara út í svo mikið frost sagði Ánna Birna: „Það er dálítið sérstakt. Það er eins og loftið sé þykkt og það sest svo í vitin á manni að nef og öndunar- færi hríma. Þó það sé bjart og heiðríkt er eins og loftið sé þykkt þegar andað er að sér, ef gola væri með þessu væri það alveg voðalegt." Anna Bima sagði að dálílil umferð væri og gengi vel. í gænnorgun kom bíll í hlað vegna vandræða með þykka olíu í kuldanum. Talsvert er um að fólk leiti aðstoðar í Möðrudal og á Þorláksmessu biðu þrír ferðalangar þar meðan vonskuveður var á Vopnafjarðarheiði. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.