Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 Sl'MFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Nú árið er liðið Nú árið erliðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. Þannig hljóöa fyrstu ljóðlínur í hinum þekkta áramóta- sálmi Valdimars Briem, „Nú áriö er liðið... “. Og víst er það rétt; árið 1995 hefur verið eins og öll önnur ár bæði ár gleði og þrautar. En sjaldan hefur sorgin þó leikið íslend- inga jafn grátt og á því ári sem nú er að líða. Það er erfið- ara en orð fá lýst fyrir 260 þúsund manna samfélag að verða á eina og sama árinu fyrir þeim þungu höggum sem náttúruöflin veittu því í janúar og október vestur á fjörð- um. En samhugur þjóðarinnar er einstakur þegar á þarf að halda og það sannaðist eftirminnilega á þessu ári mannskaðanna. Ársins 1995 verður því miður minnst sem árs erfiðleika og þjáninga. Óhjákvæmilega bera náttúru- hamfarirnar á Súðavík og Flateyri hæst þegar litið er til at- burða ársins. Enginn mannlegur máttur getur hindrað náttúruna í sínum versta ham. Og ekki nóg með það, um- ferðin tók óvenju stóran toll í hörmulegum slysum á árinu. En sem betur fer koma jákvæðir hlutir einnig upp í hug- ann. Það er að birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Á því leikur enginn vafi. Fyrirtæki hafa náð að skjóta styrk- ari stoðum undir sinn rekstur og þau leita nýrra sóknar- færa. Þegar til lengri tíma er litið mun það skila sér í fjölg- un atvinnutækifæra og þar með minnkandi atvinnuleysi. Og allar spár benda til þess að ytri skilyrði í efnahagsmál- um séu bjartari en verið hefur lengi, hagvöxtur er að auk- ast bæði vestan hafs og austan og það styrkir efnahags- kerfið hér á landi, auk þess sem stórframkvæmdir hleypa lífi í efnahags- og atvinnumál landsmanna. Gangi það eft- ir, að efnahagur þjóðarbúsins batni, er ástæða til að hvetja aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld að taka höndum saman um að sá bati skili sér til almennings í landinu. Það er eitt af brýnustu hagsmunamálunum á nýju ári. íslenskt þjóðfélag hefur engan veginn efni á því að horfa á eftir ungu fólki streyma úr landi vegna þess að það geti ekki framfleytt sér og sínum. Þessari þróun verð- ur að snúa við, annars getur illa farið. Um leið og Dagur þakkar lesendum sínum samfylgd- ina á árinu 1995 óskar blaðið þeim og landsmönnum öll- um velfarnaðar á nýju ári. í UPPÁHALDI Halldór Blöndal og Bítlarnir í uppáhaldi Uppáhaldið okkar að þessu sinni heitir Guð- mundur Freyr Sveins- son. Guðmundur er nemi í 2. hekk íMenntaskólanum á Akureyri. Hann er líka meðlimur ídróttskáta- sveitinni Ævintýrið en í mörg ár hefur skátasveitin séð um að tendra ártal yf- ir í Vaðlaheiði á miðnœtti á gamlárskvöld, bœjarbú- um til mikiltar ánægju. Guðmundur hefur í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að undirbúa ártalið er hann á kafi í flugeldasölu fyrir Hjálp- arsveit skáta á Akureyri sem hann starfar einnig með. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Hamborgarhryggurinn hennar mömmu. Uppálialdsdrykkur? Ég er enn í jólaskapi svo þessa stundina er það malt og appelsín. Guðmundur Freyr Sveinsson. Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? Ætli sé ekki skást að þurrka af í gluggum en leiðinlegast fínnst mér að vaska upp. Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? Ég æfi fótbolta tvisvar í viku og svo fer ég í gönguferðir með skátunum. Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- lagasamtökum? Dróttskátunum, Hjálparsveitinni og KA. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Dagur kemur alltaf heim og líka Mogginn. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Neyðarlínan eftir Óttar Sveins- son. / hvaða stjörnumerki ert þú? Ég er í Krabbanum og er víst nokkuð dæmigerður Krabbi. Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Bítlamir. Uppáhaldsíþróttamaður? Magnús Scheving. Hvar skemmtir þú þérbest? í útilegu með skátunum. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Halldóri Blöndal. Ætli verði ekki uppnám í fjölskyldunni þegar þau heyra þetta? Hver er að þínu mati fegursti staður á Islandi? Ásbyrgi. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir aðflytja búferlum nú? í Vestmannaeyjum en þangað hef ég komið tvisvar sinnum. Efþú ynnir stóra vinninginn í lottó- inu, í hvað myndirþú eyða pening- unum? Betri bíl og ætli ég myndi síðan ekki bara spara til elliáranna. Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? Uppi á fjöllum. Hvað œtlarðu að gera um áramótin? Skemmta Akureyringum með ár- talinu. POSTKORT FRA ÞÝSKALANDI HLYNUR HALLSSON FERÐINNIER HEITIÐ UNDIR Ermasund og aftur til baka. Með nesti og nýja skó er tagt af staö út I myrkrið. Landamærin eru ekki lengur til, Holland, Belgía, Frakkland. En þegar kemur að því að aka á inn í lestina „Skutlu“ (le Shuttle) vefst þjóðerni nokkurra ferða- langa fyrir breskum embættismönnum. Það er ekkert at- * hugavert við að vera íslendingur en kóreönum, pólverjum, rússum og öðrum er smalað út úr rútunni og hefjast nú yfirheyrslur. Þær taka um tvær lestarferðir og þegar farið er að þirta mega allir nema rússar fara áfram ofan í göngin. Rússarnir verða semsagt að taka næstu lest aftur til Þýska- lands enda ekki með almennilega vegaþréfsáritun uppá eða eftir þotninum og sleppa þannig við að grafa alla þessa leið. En ferskt sjávarloft, fagra strönd og fína fiska verður maður maður bara að ímynda sér eða þá að taka ferjuna. Og talandi um fiska og ferskt sjávarloft er ekki hægt annað en að minnast á niðurstöður könnunar á gæðum í finnst þverskorin ýsa með kartöflum vera besti matur í heimi að þurfa að sleppa fiskréttum eins og þeir leggja sig. Þýskir neytendur sem aldrei hafa smakkaö almennileg- an ferskan fisk þurfa hins vegar gæðapröfanir til að upp- götva að fiskur á ekki að vera á bragðið eins og loðnu- bræðsla. Og nú eru þeir hættir að borða fisk í bili eða þang- að til næst verður gerð könnun í kjötborðinu. Hinsvegar má benda á þorláksmessuskötu og hákarl sem tilvaldar útflutn- ingsvörur á meðan enda er vaninn að lofta þurfi út í þrjá daga eftir að svoleiðis skata hefur verið soðin. En það er náttúrulega allt annað mál þegar tilgangurinn er sá að vasann. Á bakaleiðinni er enginn spurður um vegabréf og maður verður ekki var við Ermasundið því það sést aldrei til sjávar. Ég sakna auðvitað fiskanna sem ég átti von á að geta kíkt á neðansjávar út um gluggann á rútunni. Enda hefði verið mun skynsamlegra að leggja brautarteinana aðeins ofar fiskurinn lykti eins og handónýtur eða þegar það er þara vegna þess að ísinn sem átti að frysta hann var allur löngu bráðnaður. Hjá okkur var hvorki þorláksmessuskata né annar illa lyktandí fiskur á borðum heldur Ijúffengt grænmeti beint af ómenguðum akrinum og vitanlega allt vistvænt ræktað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.