Dagur


Dagur - 30.12.1995, Qupperneq 9

Dagur - 30.12.1995, Qupperneq 9
Laugardagur 30. desember 1995 - DAGUR - 9 Rfkisstjórn Davíðs Oddssonar kemur víða við sögu enda eru ráðherrar hag- yrðingum ótæmandi yrkisefni. í sjónvarpsfréttum var sagt frá konu sem hafði kært lækningamiðil fyrir endurtekna kynferðislega áreitni og fyrir að hafa í frammi kynferðislega tilburði á stofu sinni. Var haft eftir miðlinum að hann væri kynferðislega sveltur á heimili sínu. Hjálmar orti: Miðlinum ég mœli bót til miska ekkert vann en straffa œtti þennan þrjót sem þuklar í gegnum hann. Miðlar þeir er meinin græða mikið nota þreifingar, en auðvitað er um að ræða ósjálfráðar hreyfingar. Óhefðbundnar lækningaaðferðir miðilsins verða Birni Þórleifssyni einnig að yrkisefni: Efað mér er allskonar veiki og andar margir á kreiki, þá enginn mig lœkni með úreltri tœkni, lieldur með heilun og reiki. Ennfremur tókst Hrafni Gunnlaugs- syni að verða frægur af endemum einu sinni enn og af því tilefni varð til vísa um eðli Hrafnsins. Hjálmar komst svo að orði: 'Girnist sinna granná búr, glysi öllu safnar. Bjargarlausum augun úr einatt kroppa hrafnar.. Eftirfarandi limra snertir fomleifa- fund austur á Héraði í haust. A fyrsta degi uppgraftar komu upp hundsbein meðal annarra góðra gripa. Um þetta hafði Hjálmar þessi orð: Víst er akkur að fornleifafundi enforvitnilegast þó mundi efsannaðist senn hvort Miðhúsamenn geti smíðað hauskúpu úr hundi. Gestur Ólafsson lagðist um stund inn á sjúkrahús: Tilveran snýst um tölvur og tœkna og tilveran sýnist blíð eftir sjötugt á ekki að lœkna aflóga skrumpulýð Af næstu tveimur vísum að dæma er Gestur frekar hógvær maður: Eg set mig ekki á háan hest en hugsa sjálfumglaður það liefur aldrei áðúr sést öllu betri maður. Aðurþekkti ég marga menn misjafnlega gáfaða sumir þögðu og þegja enn en þó eru nokkrir með hávaða. Og þessar vísur Gests Ólafssonar skýra sig sjálfar: Hann var á baki á hesti lieilla vinurinn besti Hesturinn hnaut um þúfu hundurinn datt á grúfu. Vandinn er sá að verða sér útum vinnu á sjó eða landi. Almœttið sem við allir lútum er atvinnufráhrindandi. Pétur Pétursson læknir segir hið ást- sæla norðlenska dagblað, Dag, hafa séð hagmæltum lesendum sínum enn sem fyrr fyrir óþrjótandi yrkis- efnum á árinu sem er að líða. Fyrir- sögnin „Kerling sigruð á vélsleða“ minnti hann óþægilega á þá veiðiað- ferð sumra refaskyttna að elta bráð sína uppi á hraðskreiðum vélsleða: Veiðimenn djarfa og vaska ég kveð um, sem vélar og hestöfl ei spara. Þeir eldgamlar kerlingar elta á sleðum og upp á þœr sigraðar fara. I inngangi að viðtali við búhöld nokkum og sveitarstólpa gat blaða- maður þess að viðfangsefni bóndans væru árstíðabundin, t.d. hleypti hann hrútum sínum til um áramótin. Nágrönnum sveitarhöfðingjans kom þetta búskaparlag spánskt fyrir sjón- ir þar sem þeir voru vanir að hleypa til ánna, en töldu þó að þarna. væri komið ráð við offramleiðslu í land- búnaði. Pétur kvað: Bœndurfara í bankans hyl, blasir snaran ýmsum við, sem hleypa bara hrútum til og hyggjast spara búmarkið. Hinn góðkunni kvikmyndaleikari, Hugh Grant, lék á árinu aðalhlut- verk í einni best heppnuðu auglýs- ingabrellu síðari tíma og uppskar frægð og aðdáun. Ekki hvað síst meðal íslenskra kvenna, sem í fjöl- miðlum luku miklu lofsorði á frammistöðu hans. Komst ein þeirra svo að orði að þetta hefði verið „grand hjá honum." Það varð Pétri yrkisefni: Leikarinn með brugðinn brand biynnir gálum, en konur segja, að Grant sé „grand“ í gleðimálum. Kraftaverkamaður nokkur amerísk- ur vann ýmiss líknarverk á kirkj- unnar mönnum syðra sem og sauð- svörtum almúganum og uppskar öf- und lækna, sem sumir hverjir ljóð- uðu á hann. Pétur kvað: Lýðinn ginnir loddarinn, læknaskinnin kveina. Biskupinn hjá Benny Hinn bótfékk sinna meina. Annar kraftaverkamaður, norðlensk- ur, hefur farið vítt um sveitir með jámiðnað sinn og er sagður mikil- virkur við að lækna bæði riðu og náttúruleysi, sem eru mestu bölvaldar læknastéttarinnar að Alþýðuflokkn- um undanskildum að mati Péturs: Binni rœðst á riðu og orma, raunir sefar,frjóvgar mold. Sveitakonum selur gorma, svo að lifni bóndans hold. Kraftaverkamönnum, hómópötum og öðrum heilbrigðisstéttum barst mikill hvalreki á árinu, sem hér skal frá greint í samræmi við traustustu heimildir. Þá datt Pétri Péturssyni þetta í hug: Efvantar lífsins þrá og þorsta og þín mun bíða Kleppurinn, þá bœtir mein og magnar losta Mansjúríusveppurinn. Þegar að þér óhug setur og ógn í þankann sleppur inn, meinleg örlög mildað getur Mansjúríusveppurinn. Efþú nú með galla greinist og gildnar á þér keppurinn, meiriháttar meðal reynist Mansjúríusveppurinn. Fregnir um undirbúning „Dulrænna daga“ á Akureyri bárust um svipað leyti og lækningamiðill nokkur syðra var kærður fyrir ósiðlegar handayfirlagningar. Pétur orti: Þýðlega verða þuklaðir magar og þreifað um lœrin heit, því upp eru að renna „Dulrœnir dagar“ með dásamlegfyrirheit. Þegar til kom reyndust „Dulrænir dagar" einn almennasti mannfagnað- ur norðanlands á árinu. Pétur kvað: Uppákoman ágœt var andatrúarkonum, þvífjögur hundruðfengu þar fullnægt sínum vonum. Hörgdælingur nokkur fagnaði átt- ræðisafmæli sínu, en hann þykir vera mestur heimsmaður þar í dal og bera af sveitungum sínum hvað lífsorku snertir og kvenhylli. Um hann kvað Pétur: Ekkert bugar ástardug, áfram hugur skeiðar. Páll í Bug hannfer áflug ogfljóða-Smuguveiðar. Stefáni Vilhjálmssyni matvælafræð- ingi á Akureyri verða fréttir úr Degi að yrkisefni eins og fleirum. í þetta sinn hafði lögreglan beitt táragasi: Þeir sem lenda í lögguslag lengi sleikja sárin og íþessum „bœ með brag“ biturfella tárin. En í snjóþyngslunum í vor kvað Stefán um annars konar pólitík. Hríðin geisar háskaleg, huganum í hæn því lyfti. Hjá veðurguðum vildi ég að vceru bráðum stjórnarskipti. Ýmsir urðu fyrir vonbrigðum með frammistöðu okkar manna sl. vor á HM-95 í hanknattleik. Stefán gat ekki stillt sig: Þungan grœtur þjóðin öll, það erfátt sem brosfram lokkar. Flengdir út um vtðan völl voru HM-strákar okkar. Að glataforminufínu erfráleitt á allar Iundir. „Gullhamstur“ grét á línu, gervöll þjóðin tók undir. Og vegamálin voru að sjálfsögðu í sviðsljósinu en vegir á Norðaustur- landi allt til Vopnafjarðar voru orðnir fjári slæmir að sögn heima- manna, en Halldór Blöndal sagði ekki hægt að taka peninga upp úr rassvasanum til úrbóta (fyrirsögn í Degi). Stefán komst svo að orði: Norðurvegur versnafer svo verri finnst ei slíkur. Torleiði nú talið er milli Tanga’ og Húsavíkur. Því send var bón í sárri nauð, svarið eitt ég man utn að Dóri sagðist engan auð eiga í rassvasanum. Menningarmál voru á dagskrá á haust- dögum sem og oftar, en þá voru haldnir „Kynlegir dagar“ í Reykjavík og mikið rætt um „erótík og klám“ frá ýmsum sjónarhomum. Stefán orti: Erótík nú er við völd ájmsum málaþingum. Eg vildi eiga kynlegt kvöld með kunnum hagyrðingum. Þá heyrðust tvær ágætar konur ræða um það í morgunútvarpinu hve kjöt væri erótískt. Þetta kveikti í mat- vælafræðingnum Stefáni Vílhjálms- syni. Holdið gerist Iteldur þreytt, ég hygg það stafi afleti, þó örvast ég nú yfirleitt afekta lambaketi. Á Akureyri ríktu írsk áhrif á „írsk- um dögum“. Hinn dökki Guinness- bjór og Drakúla greifi voru þá áber- andi í bæjarlífinu. Um þennan eðla mjöð hafði Stefán þessi orð: Að áhrifum írskum skal hlú og efia hér nyrðra þá trú sem lrarnir hafa - og á ölstofum drafa: „ Guinnes is goodfor you! “ Blönduð er „Bloody Mary“, á börunum mikil er önn. Diykkju menn demba sér í, Drakúla glottir við tönn." Bimi Þórleifssyni varð „írafárið“ einnig yrkisefni: I sumblinu setinn er bekkur og sýndurþar misjafn smekkur. Þó er leitun á krá, þar sem kollu máfá afþessu, sem Drakúla drekkur. Um bjartsýni Jóhönnu Sigurðardótt- ur orti Sigurður Hansen: Auðnuvegur oft er mjór og ýmsum torvelt genginn. Tíminn kom og tíminnfór tímann höndlar enginn. Heilræði Sigurðar til manns sem barmaði sér fyrir slæmu gengi í kvennamálum: Vœnst tilfanga virðist að vera hreinn og strokinn. Fara heldur hœgt afstað en herða sig í lokin. Sigurður Hansen er loðdýrabóndi og sat þing SÍL í haust. Við umræður um vanda loðdýrabænda höfðu komið fram efasemdir um að mönn- um entist aldur til að greiða skuldir sínar. Spumingar vöknuðu um það hvemig tekið yrði á móti mönnum með skuldabagga á bakinu er þeir kæmu til himnaríkis: Hér skal reynt að varða veginn velta steini í skulda dýki svo við kannski kredit megin komumst inn í himnaríki. Þegar aðeins lengra á árið leið urðu skammstafanir eins og UA, IS, SH, MHF og DFFU að víkja um sinn en önnur skammstöfun varð áberandi í umræðunni, sem sagt KA. Bjöm Þórleifsson kvað: Það er nóg um gamanið gráa og grímulaust ofbeldið, hráa. Því hjartaáföllum, og heilablóðföllum, munfjölga við kappleiki KA. í haust kom upp matareitrun á dval- arheimili aldraðra fyrir sunnan. Ibú- amir höfðu fengið svið í matinn. Þá datt Bimi þetta í hug: Öldnum reyni að leggja lið og lengi myndiiðra, efþeim gœfi úldin svið, eins og gert er syðra. Eftir mikinn óróleika á kirkjuþingi fór biskup okkar til ísraels. Mogg- inn sagði 1. júlí 1995 frá því að hann hefði lent í óeirðum þar líka. Þá kvað Bjöm Þórleifsson: Drottni þjóna seggir sem sveiflum geðsins flíka. Er biskup kom til Betlehem braust út stríð þar líka. í fréttum útvarps laugardaginn 15. júlí var sagt frá manni sem hafði verið 13 ár á biðlista eftir þvagfæra- skurðaðgerð. Þetta sýndist Bimi um það mál: Eftir 13 ár íspreng að því rökin hníga, að sjúklingurinn sé í keng og sáran þrái að míga. í byrjun októbermánaðar var auglýst Hermannskæfa til sölu í Kjörbúðinni í Kaupangi. Talið er að hún sé kennd við Hermann Huijbens, sem drottnar yfir kjötborðinu. Þá kvað Bjöm: Það kaupahéðnarnir kræfu sér kváðu einstaka gœfu er kjörbúðin fann svona fágœtan mann, eins og Hermann, að hafa í kœfu. Um göngumar bámst fréttir af ágæt- um Svarfdælingi sem hafði tekið hest bróður síns og riðið honum í heilan dag í leitum í þeirri trú að hann sæti eigin meri. Bimi var þessi atburður hugstæður: A fjöllum sólin skœrast skín, þar skynja ég dýpstafriðinn. Og ekkert heyri er merin mín mígur niður um kviðinn. Annar biskup en okkar íslendinga var dálítið í fréttum um tíma á Akur- eyri en hann kvartaði m.a. yfir mótt- tökunum. Bimi Þorleifssyni varð hugsað til hans er hann var að henda .usli og heyrði þmsk í gámnum: Við mér gapir gámurinn, grynnkafer í skopið, þarna birtist biskupinn bölvandi út um opið. Reyni Hjartarsyni bónda að Brávöll- um í Glæsibæjarhreppi varð að yrk- isefni viðtal við Andrés Kristinsson að Kvíabekk í Ólafsfirði í Degi sl. fimmtudag sem bar heitið „Náttúran er dásamleg". Kjötiðfeita kœtir alla og kynlífs eykur losta bœndur láta brœkurfalla og bráðum svala þorsta. Um hádegið þeir hátta sig og hefja leik meðfrúnni eftir það hefst annað stig og yxna sinnt er kúnni. Fengitíminnfer í hönd frost er nú til sveita Andrés sveifum óskalönd eftir kjötiðfeita. Andrés sagðist ekki sjá neina ám eða geislabaug yfir Sjálfstæðis- flokknum og Halldór Blöndal væri engin „heilög belja“. Það varð Reyni Hjartarsyni að yrkisefni: Halldór er ekki „heilög belja“ haldinn geislabaugnum Ijósa. Hann aldrei mundi ég aftur velja ef égfœ að kjósa. Skömmu fyrir jól skalf þjóðin af eft- irvæntingu og æsingi yfir deilum í Langholtssókn, um það hvaða að- ferð skuli notuð til að lofa Drottin. Þannig kemur deilan Bimi Þórleifs- syni fyrir sjónir: Hvort mun betra boðun sannrar trúar og bæta í heimi sálarmeinin flest. Að hlusta á einsöng organistafrúar, eða á Flóka Langholtskirkjuprest? Útgerðarfélag Akureyringa hf. var inikið í fréttum á árinu, bæði vegna dótt- urfyrirtækis þess í Þýskalandi og reiptogs ÍS og SH um sölumál þess.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.