Dagur - 30.12.1995, Side 12

Dagur - 30.12.1995, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 í fréttum var þetta helst... 31. Hér er fríður hópur dugmikilla karlmanna að veifa til Ijósmyndarans. Hverjir eru þetta? a. Sænska landsliðið í handbolta að kveðja Akureyringa eftir að hafa átt þar góða daga í heimsmeistarakeppninni. b. Áhöfn á Dalborgu áður en hún flaug vestur um haf til að veiða rækju við Nýfundnaiand. c. Leikmenn í liðinu Kovice frá Slóvakíu við komuna til Akureyrar, en þeir spiluðu við KA í Evrópukeppni bik- arhafa í handbolta. Við áramót líta menn gjarnan um öxl og rifja upp hvað gerst hefur á árinu. Sumar fréttir fara eins og gcngur inn um annað og út um hitt, en aðrar festast í hugum fólks. Til gamans hefur Dagur tekið saman fréttagetraun sem lesendur geta spreytt sig á. Rétt svör er að finna á blaðsíðu 22. Góða skemmtun! óþh/AI 1. I nóvember var greint frá því í Degi að hestamenn á Akureyri og víðar í Eyjafirði væru ónægðir. Hver var ástæðan? a. Rétt við Hrafnagil hafði verið rifin. b. Kristinn Hugason sendi þeim tóninn rétt einu sinni. c. Þeir fengu ekki umbeðinn styrk frá Landssambandi hestamanna vegna landsmótsins á Melgerðismelum 1998. 2. Iþróttafélagið Þór á Akureyri hélt upp á 80 ára afmæli sitt í október. Hvað færðu KA-menn kollegum sín- um í Þór að gjöf? a. Líkan af íþróttahúsi KA. b. Ársmiða fyrir 20 manns í líkamsrækt í félagsheimili KA. c. Skóflu. 3. Þjóðarbókhlaðan var opnuð með pompi og prakt í fyrravetur. í enda janúar var hávær umræða í fjölmiðl- um um að þetta hús allra landsmanna mismunaði þjóðfélagsþegnum. Af hvaða tilefni spratt þessi umræða? a. Fólk sem ekki var með stúdentspróf eða meiri menntun mátti ekki fá bóka- safnsskírteini í Þjóðarbókhlöðunni. b. Unglingum, yngri en 17 ára, var meinaður aðgangur að safninu. c. Ellilífeyrisþegum var neitað um sér- þjónustu svo sem heimkeyrsluþjónustu. 4. Brian Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, kom til landsins í byrjun árs. Jón Baldvin Hannibals- son, þáverandi utanríkisráðherra, af- lýsti áætluðum fundi sínum við Tob- in og neitaði að taia við ráðherrann. Hver var ástæðan? a. Brian Tobin lýsti því yfir í fjölmiðl- um að Smuguveiðar íslendinga væru ekkert annað en sjóræningjaveiðar. b. í kvöldverðaboði sem forseti íslands hélt í tilefni af heimsókninni gerði Tob- in sér dælt við Bryndísi og Jón Baldvin varð afbrýðissamur. c. Kanada hafði skrifað undir samning við Noreg um úthafsveiðar þar sem m.a. kom fram að Kanada viðurkenni fullveldisrétt Norðmanna á Svalbarða- svæðinu. 5. Eftir miklar umræður komst leik- húsráð LA að niðurstöðu um val á næsta leikhússtjóra. Hver varð fyrir valinu? a. Sunna Borg. b. Jakob S. Jónsson. c. Trausti Ólafsson. 6. Friðfinnur Hermannsson hefur slegið eftirminnilcga í gegn í aðal- hlutverki í Gauragangi hjá Leikfé- lagi Húsavíkur. Hvað starfar Frið- finnur? a. Endurskoðandi á endurskoðunar- skrifstofu á Húsavík. b. Verslunarstjóri hjá KÞ. c. Framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsa- víkur. 7. Islendingur hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1995. Hvað heitir rithöfundurinn? a. Einar Már Guðmundsson. b. Vigdís Grímsdóttir. c. Einar Kárason. 8. Nokkra athygli vakti að kona var kosin í stjórn samtaka bænda í fyrsta sinn hér á landi í mars. Hvað heitir konan? a. Ásta Sigurðardóttir. b. Álfhildur Ólafsdóttir. c. Kristín Linda Jónsdóttir. 9. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, er nú starfandi á erlendri grundu. Hvar er hann nið- urkominn og hvað starfar hann? a. Framkvæmdastióri fyrir Marel hf. í Chile. b. Fjármálastjóri fyrir ÍS á Kamtsjatka. c. Útgerðarstjóri fyrir SH í Namibíu. 10. Hvað heitir fyrirtækið sem Sam- herji keypti meirihluta í í Þýska- landi? a. Germany Fish Industry Union. b. Deutsche Fischfang Union. c. Hamburger Cod and Halibut Mani- facturing. 12. Breski bankamaðurinn Nick Lee- son lenti í heimspressunni þegar hann var valdur að hruni bankans sem hann vann hjá en Leeson hafði braskað á verðbréfamarkaðinum í Singapore. Hvað hét bankinn sem fór á hausinn? a. Bank of England. b. Citibank. c. Baringsbank. 13. Þann 27. febrúar rændu þrír grímuklæddir menn fé af tveimur starfsmönnum Skeljungs fyrir utan íslandsbanka í Lækjargötu í Reykja- vík. Hver var upphæðin sem þeir náðu? a. 5,2 milljónir. b. 3,5 milljónir. c. 300 þúsund. 14. „Segir mest um Valdimar“. Hver tók svo til orða og við hvaða Valdi- mar er átt? a. Formaður handknattleiksdeildar KA þegar Valdimar Grímsson ákvað að gerast þjálfari á Selfossi. 18. Þessi mynd var tekin á fundi bæjarráðs Akureyrar á árinu. Hvað er hér verið að staðfesta? a. Umdeilda reglugerð um lausagöngu katta. b. Sölumál ÚA verði áfram hjá SH. c. Sölu á Krossanesverksmiðjunni. 48. Vígdís Finnbogadóttir lætur af embætti forseta íslands um mitt næsta ár. Hvenær kynnti hún þjóðinni að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs? a. 2. október. b. 21. ágúst. c. 4. september. b. Framkvæmdastjóri VSÍ um Valdi- mar Guðmannsson, formann Alþýðu- sambands Norðurlands. c. Vigfús Skíðdal, byggingameistari í Ólafsfirði, um Valdimar Bragason á Dalvík. 15. „Bráðin á skilið það besta“, var haft eftir manni í Degi í lok septem- ber. Hvað á bráðin skilið? a. Ný Patriotskot frá Hlaði á Húsavík. b. Besta fáanlega rauðvínið í ríkinu. c. Islandsmeistarann í matreiðslu, en hann sá um eldamennskuna á villibráð- arkvöldi á Akureyri. 16. Akureyrarbær var á árinu kærð- ur til Jafnréttisráðs vegna stöðuveit- ingar. Um hvaða stöðu var að ræða? a. Stöðu félagsmálastjóra. b. Stöðu starfsmanns reynslusveitarfé- lagsverkefnis. c. Stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa. 17. Minjagripafyrirtæki á Siglufirði hefur átt í rekstrarerfiðleikum á ár- inu. Hvað heitir það? a. Glaðnir. a. Kavíar. b. Snyrtivörur. c. Lakkrís. 24. Allt fór upp í loft í Þórshafnar- hreppi á haustdögum. Af hverju? a. Meirihluti hreppsnefndar leysti fjallskila- og riðunefnd frá störfum. b. Oddvitinn fékk skattfrjálsar tekjur frá sveitarfélaginu fyrir nefndarstörf. c. Deilur risu um staðsetningu á nýrri kirkju. 25. „Jafnbesta reiðmennskan er í Eyjafirði“. Hver mælti svo? a. Sigfús Helgason, formaður Léttis á Akureyri. b. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræð- ingur. c. Kristinn Hugason, hrossaræktarráðu- nautur. 26. „íþróttamenn eru fótlötustu menn í heimi“. Hver lét þessi orð falla? a. Magnús Scheving þegar hann var út- nefndur íþróttamaður ársins. b. Bjöm Bjamason, menntamálaráð- herra, um þá hugmynd að byggja yfir- byggðan knattspymuvöll. c. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæj- arstjómar Akureyrar, í umræðum um íþróttamál á bæjarstjómarfundi. 27. Kvennalistinn kom illa út úr Al- þingiskosningum 8. apríl. Listinn missti tvö þingsæti en þrjár konur komust á þing. Hvað heita þær? a. Kristín Bjömsdóttir, Guðrún Agnars- dóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. b. Anna Bjömsdóttir, Guðný Halldórs- dóttir og Kristín Halldórsdóttir. c. Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Hall- dórsdóttir og Guðný Gðbjömsdóttir. 28. Athugasemdir vegna áfengisaug- lýsinga á veggspjöldum á HM 95 ollu framkvæmdanefndinni nokkrum vandræðum. Hvernig var málið leyst? a. Límt var á veggspjöldin orðið „létt“. b. Ákveðið var að fjarlægja spjöldin og setja aðrar auglýsingar í staðinn. c. Framkvæmdanefnd HM ákvað að hundsa þessar athugasemdir og bætti meira að segja nokkrum áfengisauglýs- ingum við. 29. Á árinu varð milljónatjón í bruna í Glerárkirkju á Akureyri. Hvenær varð þessi bruni? a. 28. maí b. 2. júlí c. 4. júní 21. Ein skærasta leikkona Holly- woods lést 25. apríl, 83 ára að aldri. Hún var einkum þekkt fyrir að leika í mörgum söngva- og gamanmynd- um með Fred Astaire. Hvað hét leik- konan? a. Katherine Hepburn. b. Ginger Rogers. c. Greta Garbo. 22. Leikfélagi á Norðurlandi var sýndur sá heiður á árinu að fá boð um að sýna verk sitt í Þjóðleikhús- inu. Hvaða leikfélag er átt við og hvað heitir leikritið? a. Leikfélag Dalvíkur/Hafið. b. Freyvangsleikhúsið/Kvennaskólaæv- intýrið. b. Leikfélag Blönduós/Atómstöðin. 23. Nýtt fyrirtæki á Akureyri, Purity Herbs, gerði það gott á árinu. Hvað framleiðir það? b. Gestur Fanndal & Co. c. Síldarminjar hf. 19. „Saga nautnar, þjáningar og skelfilegrar einsemdar“. Hverju var svo lýst í Degi? a. Nýrri bók Súsönnu Svavarsdóttur. b. Sverrir Leósson lýsti þannig sölu á hlut Akureyrarbæjar í Krossanesverk smiðjunni. c. Sýningu Leikfélags Akureyrar á Drakúla greifa. 20. Kristján Stefánsson í Gilhaga í Skagafirði gaf út á árinu geisladisk sem átti eftir að seljast gríðarlega vel. Hvað heitir diskurinn? a. Þú eina hjartans yndið mitt. b. Frá hjartanu. c. Mitt hjartans mál.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.