Dagur - 30.12.1995, Page 14

Dagur - 30.12.1995, Page 14
14 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 Minnisverðustu atburðir ársins 1995 Árið er að brenna út... Árið 1995 er að brenna út og nýtt að ganga í garð. Um áramót þykir við hæfi að líta um öxl og skoða það sem til tíðinda hefur borið. Dagur leitaði til tæplega fjörutíu Norðlendinga, sem búsettir eru vítt og breitt á svæðinu, sem afmarkast við Hrútafjörð í vestri og Langanes í austri, og spurði þá hvað hæst bæri í þeirra huga eftir árið. Flestir nefndu snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Það er eðlilegt, enda verður ársins 1995 efalítið minnst sem árs mannskaða og margra slysa. Af vettvangi erlendra at- Þorvaldur G. Óskarsson: Snjóflóðin vestra og morðið á Rabin „Sorglegustu atburðimir og jafnframt þeir sem efst em í ranni mér eru vitanlega snjó- flóðin á Vest- fjörðum, það er í Súðavík og á Flateyri. Þá sló morðið á Itzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, mig enda vorum við í kómum fyr- ir sjö ámm þar ytra. Því þekkir maður sögusvið atburða nokkuð,“ sagði Þorvaldur G. Óskarsson á Sleitustöðum í Skagafirði og for- maður Karlakórsins Heimis. Þorvaldur segir að vitanlega sé starf Heimis sé ofarlega í sinni, enda fari nær allar tómstundir í það. „Jú, það er rétt að starf kórs- ins hefur sjálfsagt aldrei verið með eins miklum blóma og ein- mitt á þessu ári. Og það er afar gaman hve vel hefur gengið. Plat- an sem við gáfum út nú á dögun- um hefur selst mjög vel og við stefnum á útgáfu annarrar plötu eftir tvö ár. Um þær mundir verð- ur kórinn 70 ára,“ sagði Þorvaldur ennfremur. - Hann sagði kórfélaga stefna að Kanadaferð í júní á næsta ári og væri undirbúningur hennar í fullum gangi. Einnig stæði sitthvað fyrir dymm á heimaslóð, s.s. árlegir tónleikar í Miðgarði á þrettándanum þann 6. janúar. Bjöm Snæbjörnsson: Fyrsta utanlandsferðin „Mér er minns- stæð sú mikla samstaða sem verkafólk á Eyjafjarðar- svæðinu sýndi meðal annars með góðri mæt- ingu á útifund þann 14. september. Þar var mót- mælt þeirri ákvörðun forsætis- nefndar Alþingis að hækka laun þingmanna um 40 þúsund kr. á mánuði - skattfrjálst. Og þá er mér einnig minnisstætt þegar félags- menn Einingar höfnuðu nú á dög- unum því sem launanefnd ASÍ og VSÍ hafði komið sér saman um. Einingarfólk lét ekki stilla sér upp við vegg,“ segir Bjöm Snæbjöms- son, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar. „Fyrir utan þetta standa náttúr- lega uppúr og em mér, og sjálf- sagt flestum öðmm, ofarlega í huga náttúruhamfarimar á Vest- fjörðum. - Ef ég tiltek eitthvað úr mínu einkalífi þá get ég nefnt fyrstu utanlandsferð mína sem ég fór í sumar. Þá sat ég í Finnlandi ráðstefnu samtaka fólks sem vinn- ur í matvælaiðnaði. Verkamanna- samband íslands er aðili að sam- bandinu og var ég fulltrúi þess, en á ráðstefnunni voru tekin fyrir ýmis hagsmunamál launþega sem og Evrópumálin og hið norræna samstarf," sagði Bjöm. Um komandi ár segist Bjöm tnía bví að vemleea fari að rofa til burða nefna flestir friðarsamninga ríkja á Balkanskaga, sem og morðið á Itzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels. Norðlendingar virðast engan kvíðboga bera gagnvart komandi ári, enda er það ekki siður íslendinga. Nefndi einn viðmælenda blaðsins í því sambandi nýkomna spá Þjóðhagsstofnunar, en hún gerir ráð fyrir uppgangi á ísland- inu góða. Með öðrum orðum virðast flestir búast við að morgundagurinn verði betri en dagurinn í dag - og raunar er trúin á það meginstefið í öllum mannanna verkum. í atvinnumálum landsmanna. „Ef Aðalsteinn segist minnast sér- slíkt gengur eftir vonast ég til að staklega þings Verkamannasam- það skili sér í launabótum þegar samningar losna um áramótin 1996 og 1997,“ sagði formaður Einingar. Aðalsteinn Baldursson: Ólga og upplausn á vinnumarkaði „Ef við byrjum á því sem per- sónulega snertir mig, bar til tíð- inda að ég var kjörinn í fram- kvæmdastjóm Verkamanna- sambands ís- lands og var jafnframt við for- mennsku í fiskvinnsludeild þess. Það er stærsta deildin innan sam- bandsins. Og raunar var þetta ár átakamikið á sviði kjaramálanna, hvar sem borið er niður,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. bandsins. Meðan á því stóð féll hið mikla snjóflóð á Flateyri, þar sem 20 manns létust. „Þar missti ég minn góða vin, Sigurð Þor- steinsson, formann verkalýðsfé- lags staðarins. Og af innlendum atburðum standa snjóflóðin á Flat- eyri og Súðavík uppúr - og af er- lendum atburðum stríðsátökin í Júgóslavíu og síðar friðarsam- komulagið, sem stríðandi fylking- ar gerðu sín á milli,“ segir Aðal- steinn. „Þegar kjarasamningar voru gerðir í upphafi ársins - og undir- ritaðir þann 21. febrúar - sagði ég strax að þeir væru ekki á vetur setjandi og slæmur kostur. Þetta gekk eftir og síðan hefur verið mikil ólga og upplausn á vinnu- markaði. Þetta ástand tel ég að haldi áfram á næsta ári og býst meðal annars við átakamiklu þingi Alþýðusambands íslands í maí. Þar verður að öllum líkindum mikil uppstokkun í forystusveit- inni enda er kominn tími til að yngra fólk taki við,“ sagði Aðal- steinn. riTTllWniWITTTiTíTniiiliiHilllllliill'TTTTrTTTrrn Sendtun landsmöiurum öflum bestu nýárskveðjur með óskum að nýja árið færi þjóðinnl samstöðu mjk Vinnumálasambandið Grensásvegi 16 ■ Reykjavík ■ Sími 568 6855 ^-^,||l,;U||||||||||||iillllll'1lLÍo|llllJ1i-Uj.nilnllii|iii.||ailLl|il n iii nll II illlll IbuIJ lll LUiá^

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.