Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1996 FRÉTTIR Nú þegar hafa um fjögur þúsund manns séö nýjustu mynd James Bond í Borgarbíói og fyrstu fjóra sýningardagana hafa um þrjú þúsund manns séö Ace Ventura 2. Mynd: BG Ótrúleg aðsókn á Bond og Carrey - segir sýningarstjóri Borgarbíós „Það er ótrúleg aðsókn þessa dagana,“ sagði Jóhann Norð- fjörð, sýningarstjóri Borgar- bíós á Akureyri, um mikinn áhuga Akureyringa og nær- sveitarmanna á nýjustu James Bond myndinni, Goldeneye, og nýrri afurð spéfuglsins Jim Carreys, Ace Ventura 2. Nýja Bondmyndin var aðal jólamynd Borgarbíós og hafa nú hátt í fjögur þúsund marins séð hana. Þessi nýi Bond þykir síður en svo gefa fyrirrennurum sínum eftir. Það er í það minnsta álit gagnrýnenda og sömuleiðis fjölmargra bíógesta. Jóhann Norðfjörð sagði í gær að eftir sýningar í fjóra daga á Ace Ventura 2 hafi um þrjú þúsund manns séð mynd- ina, sem hann sagði að væri hreint ótrúleg aðsókn, mesta að- sókn sem hann hafí séð í Borg- arbíói. „Þetta er alveg með ólík- indum, það er greinilegt að Carrey er í sérstöku uppáhaldi hjá Akureyringum." Jóhann nefndi að æ fleiri noti sér þann möguleika að panta miða á sýningar Borgar- bíós í gegnum Intemetið. Hann segir að ef fólk panti miða á þennan hátt fyrir kl. 16 sýning- ardaga viðkomandi myndar sé hægt að tryggja bíógestum miða og þeir þurfí ekki að hafa áhyggjur af biðröð. Almennt sagði Jóhann greinilegt að bíóaðsókn væri að aukast umtalsvert. Það staðfestu aðsóknartölur í desember og þessa fyrstu daga janúarmánað- ar í samanburði við sömu daga fyrirári. óþh Erfiður rekstur Foldu hf. á Akureyri á si. ári: Ullarfatnaður til Rússlands fyrir 25 mil|jónir króna Rekstur Foldu hf. á Akureyri var mjög erfiður á árinu 1995. Til að snúa við erfiðri stöðu fyrirtækis- ins frá árinu 1994 hefðu allar áætlanir þurft að ganga fullkom- lega upp. Það gekk ekki eftir, gert var ráð fyrir mun meiri sölu en raun varð á og eru margir sam- verkandi þættir sem því valda. Stærsti þátturinn er veðráttan á árinu 1995. Framleiðslan er mest seld á norðlægum slóðum, m.a. þykkar ullarpeysur, og það hefur afgerandi áhrif á söluna þegar hitastigið fer aldrei niður fyrir 15 gráður frá því í febrúarmánuði og fram í október á helsta markaðssvæðinu. Eftirpantanir í haust voru minni en á árinu 1994, en nýja Natural- línan frá Foldu hf. sem markaðssett var í haust hefur gengið mjög vel og betur en bjartsýnar spár hljóðuðu upp á. Fyrirtækið er með mörg jám í eldinum og væntanlega skýrist það nú í janúarmánuði hvaða stefnu sölumál Foldu hf. taka á árinu. Folda hf. hefur verið þreifa fyrir sér með sölu á ullarfatnaði á Rúss- landsmarkað frá því á síðasta ári en áður fyrr var Rússlandsmarkaðurinn uppistaðan í sölu fyrirtækisins er- lendis og sá markaður sem afkoma fyrirtækisins byggðist á. Ekki hafa þó verið stigin nein stór skref í þessum efnum og á síðasta ári voru sendir þangað þrír gámar að verð- mæti um 25 milljónir króna. Á síð- ustu misserum hefur margt verið að breytast í Rússlandi en framleiðslu- Héraðsnefnd Vestur-Húnavatnssýslu ræður félagsmálastjóra: Allur undirbúningur yfirfærslu grunn- skólans í tímahraki - segir Olafur B. Oskarsson, formaður Héraðsnefndar Vestur-Húnavatnssýslu Héraðsnefnd Vestur-Húnavatns- að framtíðarskipan skólaskrifstofu sýslu endurskoðaði fjallskila- eða annarrar skrifstofu sem leysi reglugerð um Víðidalstungu- af fræðsluskrifstofu við yfirtöku heiði auk Aðalbóls, Núps- og Húsheiða og hluta Staðarhrepps að Vatnsnesfjalli, á fundi ráðsins á Hvammstanga nýverið en gild- andi reglugerð var frá árinu 1975. Felld eru m.a. út ákvæði um vorsmalamennslu sem er orðið úrelt fyrirbrigði. Haustgöngum verða settar fast- ari skorður, ákveðnar dagsetn- ingar á göngum og réttum. Tónlistarskóli Vestur-Hún- vatnssýslu er rekinn af Héraðs- nefnd Vestur-Húnavatnssýslu og verður hann rekinn áfram í óbreyttri mynd en breytingar á rekstri fræðsluskrifstofu á næsta ári og hugmyndir um stofnun skólaskrifstofu voru ekki ræddar ítarlega þar sem talið var að verk- efnið væri það skammt á veg komið að ekki væri tímabært að Héraðsnefnd tæki afstöðu til þess nú. SSNV, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hefur lagt til sveitarfélaganna á grunnskólunum verði í ákvörðunarvaldi héraðs- nefndanna. Það mál hafa ýmsar hreppsnefndir í Vestur-Húna- vatnssýslu verið að skoða, og hef- ur Hvammstangahreppur m.a. tek- ið undir hugmyndir SSNV auk Þorkelshólshrepps. Ólafur B. Öskarsson, bóndi í Víðidalstungu I, oddviti Þorkels- hólshrepps og formaður Héraðs- nefndar Vestur-Húnavatnssýslu, segir allan undirbúning undir yfir- færslu grunnskólanna til sveitarfé- laganna mjög seint á ferðinni og of margir endar óhnýttir miðað við að aðeins séu sjö mánuðir til stefnu, m.a. ráðningarmál kenn- ara, kostnaðarhliðin o.fl. Allur undirbúningur sé að lenda í tíma- hraki sem bitni á skólastarfinu næsta haust. Héraðsnefnd hefur rekið sam- eiginlegt félagsmálaráð fyrir Vest- ur-Húnavatnssýslu undanfarin tvö ár og á haustdögum var ráðinn fé- lagsmálastjóri, Hjördís Hjartar- dóttir félagsráðgjafi, sem hafa mun starfsaðstöðu í heilsugæslu- stöðinni á Hvammstanga. Félags- málastjórastarfið er 50% starf, en einnig starfar hún fyrir Svæðis- stjóm fatlaðra á Norðurlandi vestra. Þetta er nýmæli, ekki hefur áður starfað félagsmálastjóri á svæðinu eftir að lög um félags- þjónustu sveitarfélaga tóku gildi og eru Vestur-Húnvetningar fyrstir landsmanna til að taka upp þessa þjónustu. Að sama skapi minnkar aðkeypt þjónusta. I sumar var keypt ný slökkvi- bifreið fyrir svæðið sem staðsett er á Hvammstanga og kostaði hún 4,5 milljónir króna. Nýi bílinn tekur 2.500 lítra en sá gamli að- eins 1.000 lítra, en það var Bed- ford-bifreið sem komin var til ára sinna. Verið er að stækka slökkvi- stöðina til að mæta brýnni hús- næðisþörf en jafnframt munu sjúkrabifreiðamar verða í húsinu. Framtíðarmarkmið er að byggð verði geymsla fyrir sjúkrabflana við sjúkrahúsið. GG vara Foldu hf. er vel þekkt í Rúss- landi og töluverð eftirspum eftir vörunni. „Það hefur hins vegar hamlað sölu á þennan markað að kaupgeta almennings er mjög lítil vegna bágs efnahagsástands en nú eru ákveðin teikn á lofti um jákvæðar breytingar og því hugsa margir sér til hreyf- ings á þessum markaði, þ.m.t. Folda hf. Við bindum töluverðar vonir við þetta dæmi í Rússlandi en síðustu sendingar þangað lofa mjög góðu en allt of snemmt er að segja til um árangur fyrr en komið er vel fram á þetta ár,“ sagði Ásgeir Magnússon, framk væmdastj óri. Folda hf. á ekki mikið af svo- kallaðri HM-vöru á lager, þ.e. vöru sem framleidd var til sölu vegna HM-keppninnar í handknattleik á sl. vori en reikna má með að mjög erfitt verði að koma henni út nema á mjög lágum verðum, kannski svipað og að selja jólatré í janúar- mánuði. Ákveðin áhætta var tekin í sambandi við framleiðslu HM-vör- unnar en sala fatnaðar og minja- gripa skilaði sér ekki í neinum takti við það sem gert var ráð fyrir. Því varð nokkurt tap af þessari tilraun, þó ekki stórt. Ymis smávara sem framleidd var, eins og t.d. lykla- kippur, hefur m.a. verið notuð sem gjafavara frá fyrirtækinu til við- skiptavina í auglýsingaskyni. GG „Kæmi ekki á óvart þó aukn- ingin í bóksölu væri aðeins 5%“ - sagði Stefán Jónasson bóksali Kaupmenn á Akureyri eru þokkalega sáttir við jólaversl- unina að þessu sinni, það er þó nokkuð misjafnt eftir því með hvaða vörur er verslað. Ragnar Sverrisson, kaupmað- ur í Herradeild JMJ og for- maður Kaupmannafélags Ak- ureyrar, segir verslunina hafa verið ágæta hjá honum og nokkur aukning milli ára þó ekki geti hann merkt að fólk hafí neitt umtalsvert meiri auraráð en áður. „Þessi góða tíð í desember- mánuði skipti verulegu máli og ég v;irð var við fólk í búðinni austan frá Langanesi, frá Aust- fjörðum og vestan úr Húna- vatnssýslum. Þeir sem lengst eiga að fara eru þó ekki á ferð- inni síðstu dagana fyrir jól,“ sagði Ragnar Sverrisson. Guðjón Ármannsson, vöru- hússtjóri KEA, sagðist þokka- lega ánægður með jólaverslun- ina, þó hefði kuldinn í síðustu vikunni fyrir jól sett strik í reikninginn, dregið hefði úr umferð í miðbænum. Guðjón segir að viðskiptin hafi ekki verið meiri en í fyrra en hann sé sáttur við sinn hlut en ljóst sé að jólaverslunin hafi dreifst yfir lengri tíma. Breytingar voru auk þess hjá Vöruhúsi KEA, t.d. var jólamarkaður sem starf- ræktur var í fyrra ekki nú. „Fólk leitaði mjög mikið, bar verð mikið saman og kom svo aftur eftir að hafa farið milli verslana. Margir vönduðu mjög til jólagjafakaupanna, m.a. var mikil verslun í geisladiskum,“ sagði Guðjón Ármannsson. Stefán Jónasson, kaupmaður í Bókabúð Jónasar, segir bóka- verslunina hal'a verið minni hjá sér nú fyrir þessi jól en í fyrra og því valdi m.a. stórafsláttur Hagkaupa á söluhæstu bókatitl- unum og eins hafi fólk meira sótt f stóra markaði í kuldatíð- inni en að fara á milli verslana, t.d. í göngugötunni. „Ég hef ekki verið að bæta við vörutegundum, t.d. ekki snúið mér að söiu á hljómdisk- um til að örva umferðina í búð- ina. Það er hins vegar mjög erf- itt að keppa við 30% afslátt á 10 söluhæstu bókalitlunum, raunar gjörbreytir það dæminu. Fréttir af góðri bóksölu fyrir þessi jól eru mjög villandi, enda hafa t.d. útvarps- og sjónvarps- stöðvarnar aðeins talað við for- svarsmenn stóru markaðanna sem harðast börðust á auglýs- inga- og afsláttarmarkaðnum og þar er að sjálfsögðu söluaukn- ing milli ára. Það er mikil aukn- ing hjá Máli & menningu sem mestan afslátt veitti og eins í Eymundsonarbúðunum, sem veittu verulegan afslátt, en þær eru í eigu Prentsmiðjunnar Odda. Sömu fjölmiðiar hafa ekki verið að segja frá því að í smærri verslunun á höfuðborg- arsvæðinu er samdráttur í bók- sölu. Sá samdráttur jafnar upp að mestu þá aukningu sem er hjá stóru aðilunum, sem talað er um að sé allt að 40%. Það kæmi mér ekki á óvart þó aukningin væri kannski 5%, ef hún nær því. Það er engin almennileg lína í metsölubókum hjá okkur, því um leið og birtur var listi yfir 10 söluhæstu bækumar var verðið keyrt niður um allt að þriðjung. Þannig var t.d. um bækurnar Karlar eru frá Mars, konur frá Venus og Ekkert að þakka, sem sitja á toppnum," sagði Stefán Jónasson. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.