Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 06.01.1996, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1996 Hótel KEA Laugardagskvöldið 6. janúar verða veitingasalir hótelsins LOKAÐIR og á Súlnabergi verður lokað frá kl. 18.00 vegna árshátíðar starfsmanna hótelsins HÓTEL KEA Sími 462 2200 Þjóðhátíðarsjóður, Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1,150 Reykjavík Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki út sjóðnum á árinu 1996. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. septem- ber 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofn- ana og annarra aðila, er hafa það að verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á veg- um Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminja- safns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbót- arframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Um- sóknarfrestur er til og með 1. mars 1996. Eldri um- sóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðla- banka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Svein- björn Hafliðason, í síma 569 9600. Reykjavík, 28. desember 1995. Þjóðhátíðarsjóður. Steinar Gunnarsson (t.v.) og Sigurður Guðmundsson ásamt nýju hundunuin tveimur, Treason og Hórasi. Þriðja hundinn á myndinni átti Steinar fyrir. Mynd: bg Tveir nýir leitarhundar á Norðurlandi: Hóras og Treason koma til Islands Nýlega voru fluttir til landsins tveir skoskir fjárhundar og í vik- unni komu þeir í land eftir sex vikna einangrun í Hrísey. Hund- amir eru af tegundinni Border Collie og hafa fengið grunnþjálf- un sem leitarhundar en eigendur þeirra eru tveir Norðlendingar, sem báðir hafa starfað með björgunarsveitum til margra ára. Það er þeir Sigurður Guð- mundsson og Steinar Gunnars- son sem kaupa hundana með hjálp styrks frá landbúnaðarráðu- neytinu. Sigurður er frá Akureyri og starfar með Flugbjörgunar- sveitinni en Steinar er Sauð- krækingur og er í Skagfirðinga- sveit, sem er innan Slysavarnafé- lagsins á Sauðárkróki. Þó land- búnaðarráðuneytið styrki kaup þeirra félaga þurfa þeir engu að síður að leggja fram hundruði þúsunda úr eigin vasa og því eru þeir að leita fyrir sér með frekari styrki og eru nokkrir aðilar „volgir“ eins og þeir orða það. Vinnuhundar og heimilishundar Leitarhundar sönnuðu svo sann- arlega gildi sitt í atburðunum hræðilegu á Súðavík og Flateyri á síðasta ári og ljóst að góðir leitarhundar eru bráðnauðsynleg- ir ef björgunarsveitir eiga að vera færar um að rækja hlutverk sitt sem best. Hundamir eru hins vegar ekki tæki sem hægt er að geyma í geymslum þegar þeirra er ekki þörf og sú leið virðist al- geng að einstaklingar fremur en sveitimar eigi hundana. „Þetta eru bæði heimilishundar og vinnuhundar,“ segir Steinar. Að sjálfsögðu er langt frá því að vera sjálfsagt að meðlimir í björgunarsveitum séu tilbúnir til að verja miklum fjármunum og tíma í að eiga og sjá um leitar- hund en Sigurður og Steinar segja að hjá þeim sé þetta bæði ákveðin hugsjón og einnig ævin- týramennska. „Við erum búnir að starfa í mörg ár með björgun- arsveitum og höfum verið með aðra hunda. Það er bæði gaman og gefandi að vinna með dýr og mér finnst ég fá borgað margfalt til baka. Hundar eru líka bestu vinir sem hægt er að velja sér,“ segir Steinar. Mikil þjálfun framundan Hundana tvo er þegar búið að grunnþjálfa og sá sem þjálfaði þá er einn af fremstu hundaþjálfur- um í Evrópu að sögn Sigurðar. Hundamir virðast líka lofa góðu og Sigurður og Steinar segja þá vera mjög góða hunda. Vinnan við þá er þó bara rétt að byrja og nú tekur við stanslaus þjálfun, þar sem hundamir verða þjálfað- ir til að taka þátt í allskonar leit- um. Sigurður og Steinar eru meðlimir í Björgunarhundasveit Islands sem em sameiginleg samtök sem taka þátt í að þjálfa alla leitarhunda á Islandi en sveitin fékk einmitt nýlega út- hlutað fjárhæð úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen og verða peningamir notaðir í námskeiða- hald. Öðlingshundar eins og þessir tveir sem nú eru komnir til landsins hljóta að bera einhver nöfn og þau eru ekki af verri endanum. Hundur Sigurðar heitir Hóras í höfuðið á rómversku skáldi en Steinars hundur heitir Treason. „Mér skilst að nafnið þýði föðurlandssvikari. Ætli Skotamir hafi ekki verið eitthvað súrir yfir að missa hann úr landi,“ segir Steinar. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.