Dagur - 03.02.1996, Síða 3

Dagur - 03.02.1996, Síða 3
FRETTIR Laugardagur 3. febrúar 1996 - DAGUR - 3 Akureyri: Bæjarmála- punktar Þjónusta talmeinafræðinga Bæjarráð samþykkti sl. fimmtudag að ábyrgjast greiðslu kostnaðar allt að kr. 500 þúsund vegna þjónustu talmeinafræðinga við börn á leikskólaaldri. Samþykkt þessi er tímabundin og gildir þar til niðurstaða er fengin úr viðræð- um, sem nú fara fram um þetta mál, milli menntamálaráðu- neytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Þessi upphæð skal tekin af óskiptri fjárveitingu til gjaldfærðs kostnaðar vegna leikskóla. Skjaldarvíkurakstur Bæjarráð tók aftur fyrir 8. lið í fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar sl. sem bæjarstjórn vís- aði aftur til bæjarráðs. Bæjar- ráð heldur sig við fyrri sam- þykkt sína, að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda. Samningur verði gerður til eins árs og lagður fyrir bæjar- ráð til staðfestingar. Vinabæjamót í Alasundi Með bréfi dags. 18. janúar og lagt var fram t' bæjarráði sl. fimmtudag býður bæjarstjóm- in í Álasundi í Noregi til vina- bæjamóts í Álasundi dagana 27. til 30. júní næstkomandi. Tilnefning í viðræðunefnd um Landsvirkjun Bæjarráð samþykkti að tilefna Jakob Bjömsson og Sigurð J. Sigurðsson í viðræðunefnd eignaraðila að Landsvirkjun um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlutverki fyr- irtækisins. Strandgata 17 og Glerárgata 5 Með bréfi til bæjarráðs undir- rituðu af Sveinbirni Jónssyni og Halldóri Jónssyni f.h. Ingi- bjargar Halldórsdóttur, eig- anda að fasteignunum Strand- götu 17 og Glerárgötu 5, er óskað eftir viðræðum við bæj- aryfirvöld um stöðu þessara eigna. Bæjarlögmanni og byggingafulltrúa var falið að ræða við bréfritara. Leiga á húsnæði og tækjum Úrvinnslunnar Kynntur var samningur, sem Úrvinnslan hf. hefur gert við Endurvinnsluna hf. um tíma- bundna leigu á húsnæði og tækjum fyrirtækisins frá 1. febrúar til 31. desember 1996. Bæjarráð gerir ekki athuga- semdir við samninginn. Ekki liggur fyrir liver aukakostnað- ur Sorpsamlags Eyjafjarðar b.s. vegna samningsins verður. Ekki er gert ráð fyrir slíkum aukakostnaði í fjárhagsáætlun. Niðurrif á Ráðhússtíg 8 Bæjarráð hefur samþykkt að tillögu bæjarverkfræðings að rífa húseignina Ráðhússtíg 8, en þessi húseign er laus úr leigu. Á myndinni hér að ofan sjást þátttakendur á námskeiðinu með hunda sína. Á innfelldu myndinni er svo Þórarinn Geir með Sceffer- hundinn Tomma, sem var þjálfað- ur á námskeiðinu um helgina. - sbs/Myndir:- sbs Hundaþjálfun í Svarfaðardal Um síöustu helgi var haldið í Svarfaðardal grunnnámskeið fyrir björgunarhunda og fylgd- armenn þeirra. Björgunar- hundasveit Islands stóð fyrir námskeiðinu og voru leiðbein- endur á vegum sveitarinnar, þau Sólveig Smith í Reykjavík og Kristján B. Guðmundsson á fsafirði. Á þessu námskeið fengu tíu hundar víðsvegar af Norðurlandi þjálfun. Að sögn Þórarins Geirs Gunnarssonar í Hofsárkoti í Svarfaðardal, sem skipulagði námskeiðið, er hægt að þjálfa hunda af hvaða tegund sem er til leitar- og björgunarstarfa, svo framarlega að hundurinn hafi burði til að starfa við erfiðar að- stæður. Má geta þess að á nám- skeiðinu um síðustu helgi voru í þjálfun tveir hundar af hinu róm- aða íslenska fjárhundakyni. Menn eru fremur ráðalitlir til lausnar vanda fiskvinnslunar - segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis Sjávarútvegsnefnd Alþingis var nýlega á ferð um Norðurlands- kjördæmi eystra og heyrðu nefndarmenn þá hver staða fiskvinnslunar í landi er um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, segir að nefndarmenn hafi heyrt á þeim mönnum sem stundi hefðbunda fiskvinnslu í landi, fyrst og fremst bolfiskvinnslu, að staðan er mjög erfið. Steingrímur segir að ástandið sé einnig erfitt hjá þeim sem vinni fiskinn í neyt- endapakkningar eða beint á stórmarkaði, eins og t.d. á Dal- vík. Heildarafii togarans Brettings NS-50 frá Vopnafirði var 1.620 tonn á árinu 1995 eftir 249 út- haldsdaga. FOB-verðmæti afl- ans var kr. 232.597.000. Tvö skip voru gerð út á árinu 1995 með nafninu Eyvindur Vopni NS-70. Hið fyrra var gert út til vors en þá selt á suðvestur- horn landsins og í staðinn var keyptur togarinn Drangey frá Sauðárkróki. Afli „fyrri“ Eyvindar „Margir viðmælenda okkar bentu á tiltölulega lágt raungengi og litla verðbólgu sem einn or- sakaþátt en það er ljóst að það á ekki mikinn hljómgrunn að fara t.d. í gengisbreytingar því hér er um tiltölulega afmarkaðan vanda að ræða, bundinn þessari atvinnu- grein. En það er ljóst að haldi þetta ástand áfram mun það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sumir hafa sagt að gerist ekk- ert í þeirra málum muni þeir fara að draga úr vinnslu eins og fram- ast er unnt, jafnvel loka frystihús- um, segja upp starfsfólki og jafn- vel færa vinnsluna út á sjó. Einnig mun gámaútflutningur væntanlega Vopna NS var 552 tonn eftir 98 úthaldsdaga og aflaverðmæti kr. 34.596.000. „Seinni" Eyvindur Vopni NS hafði 162 úthaldsdaga og heildaraflinn á þeim tíma 751 tonn. Hluti aflans var settur í gáma og seldur erlendis, eða fyrir kr. 38.566.00 en innanlandssala nam kr. 28.666.000. Heildarafli togara Tanga hf. á Vopnafirði nam því 2.923 tonnum á sl. ári. GG aukast. Það greiðir enginn til lengdar milljónatugi með venjulegu frysti- húsi jafnvel þó það sé mögulegt tímabundið vegna hagnaðar í öðr- um greinum. Þetta ástand dregur dilk á eftir sér, fyrr en seinna, ef engar breytingar verða á ástand- inu. Ríkisstjómin hefur verið að kynna sér þennan vanda og for- svarsmenn Samtaka fiskvinnslu- stöðva hafa rætt við ráðherra en það er ekkert í gangi til lausnar vandanum. Því gátu nefndarmenn sjávarútvegsnefndar ekki gefið neinum svar þar að lútandi og því frekar vísað til þeirra sem með efnahagsmál þjóðarinnar fara. Þetta er svolítið sérkennilegt ástand þegar afkoman er svona góð í öðrum greinum og því ættu fyrirtækin allt eins að glíma við vandann sjálf. Eg viðurkenni að mér finnst menn vera fremur ráða- litlir til lausnar þessum vanda vegna þess að hinar hefðbundnu skýringar eiga ekki við. Kannski bíða menn aðgerða stjómvalda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður. Steingrímur segir að ef þorsk- aflaheimildir verði auknar muni það laga stöðuna eitthvað, en margir séu að vinna sig út úr vandanum án þess að til lokunar komi en ljóst sé að ekki verði haldið áfram taprekstri til lengri tíma, slíkt sé háskalegt. GG Togarar Tanga hf. á Vpnafiröi: Veiddu tæplega 3000 tonn Bæjarstjórn Húsavíkur: Telur mikilvægt að fá bundið slitlag á Kísilveginn Bæjarstjórn Húsavíkur hefur ályktað um það að mjög inikil- vægt sé að byggja um leiðina milli Austurlands og Norður- lands en slík uppbygging megi ekki verða til þess að úr öðrum vegaframkvæmdum dragi í hér- aðinu. Bæjarstjóm Húsavíkur telur það afar mikilvægt að vegna flutn- ings á afurðum Kísilgúrverksmiðj- unnar í Mývatnssveit, þ.e. kísil- gúrs, og umferðar um Húsavíkur- höfn því samfara, að slitlag verði lagt á Kísilveginn sem allra fyrst, þ.e. þjóðveg nr. 887, Mývatnsveg. Á þetta hefur bæjarstjómin lagt áherslu undanfarin fimm ár og hefur m.a. stuðning samgönguráð- herra í málinu. „Við teljum skynsamlegt að þjóðvegur 1 liggi um Köldukinn yfir Laxá hjá Laxamýri og síðan um Kísilveginn til Mývatnssveitar enda umdeilanlegt hvað hringveg- urinn um landið á að vera krappur. Það mætti svo sem búa til hring- veg kringum Hofsjökul og segja sem svo að þar sé hringvegur um landið og það má til sanns vegar færa. Það þarf hins vegar ekki að fara með hringveginn alla leið niður að Laxamýri, það væri hægt að fara út fyrir Garðsnúp og upp hjá Laxárvirkjun um Hvamma og þaðan upp á Kísilveg milli Langa- vatns og Geitafells. Vegur um Fljótsheiði er verulegur farartálmi og verður það ugglaust áfram vegna snjóþyngsla á heiðinni," sagði Einar Njálsson bæjarstjóri. GG Jafnréttisráó: Skipar nýja karlanefnd Jafnréttisrúö hefur skipaö nýja karlanefnd, en niikil og almenn ánægja var með störf fyrri karlanefndar. í nýju karlanefnd Jafnréttis- ráðs eru Einars Sveinn Áma- son, menntamálaráðuneytinu, Hjörleifur Sveinbjömsson, fræðslufulltrú BSRB, Karl Steínar Valsson, embætti lög- reglustjóra, Sigurður Snævanr, Þjóðhagsstofnun, og Sigurður Svavarsson, framkvæmdastjóri Máls og menningar. Hlutverk karlanefndar er að virkja krafta í jafnréttisumræð- unni og vinnunni að jafnrétti kynja. Á skipunartíma sínum skal nefndin m.a.: 1. Taka saman upplýsingar um möguleika k.ula til fullrar þátttöku í tjölskyldu- og at- vinnulífi svo og viðhorfa þeirra til jafnréttismála. 2. Athuga stöðu karla í skóla- kerfinu, bæði drengja í skólakerfinu og karlkennara. 3. Vera Jafnréttisráði til ráð- gjafar um málefni er snerta stöðu karla og jafnrétti kynj- anna. 4. Fylgja eftir starfi fyrri karla- nefndar sérstaklega varðandi ofbeldi og fæðingarorlof. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.