Dagur - 03.02.1996, Page 12

Dagur - 03.02.1996, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1996 UTAN LANPSTEINA UMSJÓN: ELSA JÓHANNSDÓTTIR E G ER „Ég lét einu sinni gera það...láta hring í punginn á mér. En það varð að taka hann úr því ég fékk sýkingu. Læt bara gera það aftur seinna...!“ Kringum naflann lét hann gera „ankh“, sem er egypskt tákn fyrir lífið. Hann þykir með áberandi mönn- um í NBA-deildinni í körfubolta, ef ekki sá athyglisverðasti. Dennis Rodman heitir þessi kappi og spil- ar með hinu fræga liði Chicago Bulls. Hann elskar það að spila körfubolta, lita á sér hárið, skreyta sig með hringjum, láta tattóvera sig og skemmta sér með kærust- unni, Stacy Yarbrough, á stöðum þar sem santkynhneigðir eru í meirihluta. Hans helsta áhugamál nú er að framleiða eigin sjón- varpsþátt þar sem hann myndi konta fram í kvenmannsgerfi. Þátturinn fengi nafnið „The Den- ise Rodman Show“. „Það myndi slá út allt annað sjónvarpsefni, ég veit það.“ Og hann hefur sjálfs- traustið í lagi...og mikið af því! Um þá sem græða á körfuboltan- um fyrir utan leikmennina segir Rodman: „Þeir þora ekki og geta ekki sagt neitt við Dennis Rodman því það er mér að þakka að þeir græða alla þessa peninga. Eg geri leikinn spennandi. Michael Jordan gerði það einu sinni en nú er kom- ið að þætti Dennis Rodman. Áhorfendur fá það sem þeir vilja frá mér!“ Og hann er sko ekkert að grínast! Rodman segir að pen- ingamir hafi eyðilagt körfubolt- ann, leikmenn ganga kaupum og sölum eins og skepnur og láta fara með sig eins og fífl. Hann segir að enginn fái að ráðskast með sig, hann ráði sér sjálfur. Samband hans við Madonnu var stutt, og ævintýralegt, eins og hann segir sjálfur. Hún hreifst svo af tattó- Rodnian ásamt kærustunni Stacy við sundlaugina heima en þau búa í Dail- as, Texas. Það er ekki verið að hafa áhyggjur af því að nágrannarnir sjái mann... veringunni kringum naflann á Rodman að hún lét gera það sama við sig. Þar sem Madonna var í leit að eintaki til að gera sig ófríska fannst henni Rodman vera „hið fullkomna eintak". En Rod- man sagði víst bara „Gleymdu því!“ eða eitthvað á þá leið. Og þar með var það búið. Að loknu viðtalinu fer körfu- boltasnillingurinn út á lífið með kærustunni, sest með hana og fær sér léttan Coors bjór. Ungur mað- ur, málaður og í kvenmannsfötum, kemur aðvífandi og hvíslar einhverju að honum. „Ekki í kvöld, vinur,“ svarar Dennis Rod- man hlæjandi. MATARKROKUR Skeífiskur og fleíri góðír réttir Gerður Jónsdóttir leggur til uppskriftir í Matarkrókinn að þessu sinni. Gerður er búsett á Akureyri og kennir við Síðuskóla. Hún á þrjú börn og eru tvö þau elstu búsett í Danmörku en sú yngsta, sem erflmmtán ára, býr lieima. Maður Gerðar er Arni V. Friðriksson en hann vinnur í Raftákni. Uppskriftirnar hennar Gerðar koma úr ýmsum áttum og eru fjöl- breyttar eftirþví. Hún segist hafa gam- an afað búa til mat en misjafn sé hvort hún fari eftir uppskriftum. Gerður skorar á Þorgerði Guðlaugsdóttur, sem einnig kennir í Síðuskóla, í næsta Matarkrók. Ostaterta Deig: 250 g hveiti 75 gflórsykur 180 g kalt smjör 'á tsk. salt 1 egg Fylling: 650 g skyr (óhrœrt) 200 g rjómaostur 200 g sykur riflð hýði afeinni sítrónu örlítið safran (má sleppa) 50 g kartöflumjöl 6 egg (aðskilin) / lítri mjólk 1. Öllu efni í deigið blandað saman og hnoðað. Mótað í kúlu og geymt í ís- skáp í 1 klukkustund. 2. Pressa þarf vökvann úr skyrinu og er best að nota léreft eða bómullar- stykki til þess. Eftir þessa vökvalosun á skyrið að vega um 500 g. Þá er skyr- inu, rjómaostinum, 150 g af sykrinum, sítrónuhýðinu, safraninu, kartöflumjöl- inu og eggjarauðunum hrært saman. 3. Stillið ofninn á 175 gráður. Sntyrjið djúpt 26 cm tertuform. Setjið deigið í formið og passið að það fari vel upjr á hliðamar. Bakið í 15 mínútur. 4. A meðan eru eggjahvítur og 50 g af sykri þeytt mjög vel og sett út í fyll- inguna ásamt mjólkinni. 5. Takið kökuna úr ofninum og setj- ið fyllinguna í. Bakið í um 1 klukku- stund. Ath! Þetta er mjög matarmikil terta. Frönsk beikonbaka Deig: 250 g hveiti 150gsmjör ‘á tsk. salt 1 eggjarauða 4 msk. kalt vatn Fylling: 300 g Edamer eða Gaitda ostur, 26% 150 g beikon 1 búnt graslaukur 4egg 200 g sýrður rjómi 1 tsk. paprikuduft Deigið hnoðað og látið bíða 30 mínútur í ísskáp. Smyrjið bökuformið vel og þekið það með deiginu. Pikkið með gaffli og bakið í 20 mínútur í 200 gráðu heitum ofni. Rífið ostinn, skerið beikonið í teninga og steikið á pönnu. Skerið graslaukinn. Þeytið saman eggj- um og sýrðum rjóma og bætið ostinum, beikoninu og graslauknum útí. Kryddið með paprikukryddi. Fyllingin sett á bökuna og bakað áfram í 30 mínútur. Þessi baka er mjög góð heit með kældu öli en er einnig hægt að borða hana kalda. Skelfiskur 250 g rœkjur 1 bolli hrísgrjón 150 g grœnn aspars (frá Ora) 250 g krœklingur (Limfjord) 200 g majones 2 eggjahvítur Karrýsósa: 30 g smjörlíki 30 g hveiti ‘A laukur 1 tsk. karrý ‘A l léttmjólk Hrísgrjónin soðin. Karrýsósa bökuð upp og sett í eldfast mót ásamt hrís- grjónum, rækjum, aspars og kræklingi. Eggjahvítur eru þeyttar, majonesið sett útí þær og þessi blanda er sett ofan á. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í 15 mínútur. Borið fram með ristuðu brauði. Ýsa með hrísgrjónum 2,5 dl ósoðin hrísgrjón. 800 g ýsuflök 1 egg 1 dl léttmjólk 10 msk. hveiti 1 tsk. salt / tsk. nýmalaður pipar 1 tsk. sítrónupipar 100 gferskir sveppir 200 g ananasbitar 6 msk. majones 2A dl rjómi 1 dós sýrður rjómi (10%) 1 tsk. mild Madras karrý A tsk. picante krydd 1. Hrísgrjónin soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 2. Ysan skorin í bita og henni velt upp úr blöndu af eggi og léttmjólk og síðan upp úr hveitinu, saltinu og pip- arnum. Steikið ljósbrúnt á pönnu og raðið í eldfast mót. 3. Sveppirnir steiktir á pönnu og an- anasbitarnir, majones, rjómi, sýrður rjómi, karrý og picante krydd sett útí og hellt yfir ýsuna. Bakað í 20 mínútur í 200 gráðu heitum ofni. 4. Setjið hrísgrjónin eftir endilöngu mótinu ofan á ýsuna. Skreytið með tómötum og berið fram með fersku sal- ati. Sœlgœtisréttur 1 bolli Rice Crispies A bolli haframjöl A bolli Cornflakes A bolli súkkulaði rúsínur A bolli kókósmjöl 1 bolli púðursykur 100 g smjör Krem: 2 eggjarauður 3 msk.flórsykur 50 g súkkulaði /1 þeyttur rjómi Rice Crispies, haframjöli, Comflak- es, súkkulaði rúsínum og kókósmjöli blandað saman í skál. Púðursykur og brætt smjörlíki sett varlega saman við. Sett í aflangt tertumót. Þeytið eggjarauður og flórsykur svo úr verði létt og ljós blanda. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, þeytið rjóma og blandið hvoru tveggja saman við eggja- rauðurnar og flórsykurinn. Setjið krem- ið í formið og frystið. Takið úr frysti 2- 3 tímum áður en borið er fram. Gott að hafa þeyttan rjóma eða ís með. AI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.