Dagur


Dagur - 03.02.1996, Qupperneq 20

Dagur - 03.02.1996, Qupperneq 20
Fjórfaldur 1. vinningur MÆ& „Handbolti gegn fíkniefnum" - athygti vakin a fíkniefnavandanum í tengslum viö bikarleiki / Ahugafólk gegn fíkniefna- vandanum í landinu hefur fengið í lið með sér forráðamenn og leikmenn KA og Víkings í karlaflokki og Stjörnunnar og Fram í kvennaflokki og er ætl- unin að á úrslitaleikjum þessara liða í bikarkeppni HSI verði rækilega vakin athygli á þessum vanda undir kjörorðinu „Hand- bolti gegn eiturlyfjum“. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar, veitingamanns á Akureyri, sem er í undirbúningshópi fyrir þetta átak, voru viðbrögð forráða- manna liðanna og leikmanna afar jákvæð og segir Stefán allt benda til þess að á úrslitaleikjunum í Laugardalshöllinni verði á marg- víslegan hátt minnt á fíkniefnaböl- ið, enda fari ekki illa á því að gera það í tengslum við einn af stærri árlegum íþróttaviðburðum. óþh LETTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM Léttost'ur LETTOSTUR Japönsk físt í Listasafninu Idag verða opnaðar í Lista- safninu á Akureyri tvær myndlistarsýningar; annars veg- ar sýning á japönskum tréristum frá byrjun 19. aldar og fram á hina tuttugustu auk sýnishorna af kímanósum og rullum, og hins vegar er sýning á lýsingum úr íslenskum handritum. Sýningamar verða opnaðar kl. 16 í dag og standa þær til 25. febrúar nk. Myndin hér að ofan sýnir eina af japönsku tréristunum á sýning- unni í Listasafninu. óþh Sólbakur strand- aði í Njarðvíkurhöfh Frystitogarinn Sóbakur EA- 307 strandaði í Njarðvíkur- höfn sl. miðvikudagskvöld, en hann kom þangað tveimur dög- um áður til þess að ná í umbúðir og taka olíu. Við komuna til Njarðvíkur kom í ljós olíuleki og bilun á smurkæli við vél. Þegar skipið lagði frá bryggju var bakkað of langt til austurs til að snúa svo hællinn rakst niður og stýrisbún- aður varð óvirkur er tjakkar uppi brotnuðu auk þess sem stýrið skekktist. Sólbakur EA var í sínum fyrsta túr á þessu ári, hélt á veiðar fyrir viku síðan, en skipið hefur verið í slipp á Akureyri síðan fyrir jól. Veðurstofa íslands spáir sunnan eða suðaustlægri átt á Norðurlandi í dag. Vindur verður hægt vaxandi og má búast við kalda eða stinn- ingskalda seinnipartinn. Bjart verður fyrri hluta dags og vægt frost en þykknar upp síðdegis. Á sunnudag verður áfram suðaustlæg átt en gæti snúist í norðanátt á mánudag með leiðindaveðri. Skipið var í gær dregið til Hafnar- fjarðar af hafnsögubátnum Þrótti og tekið í flotkvína í Hafnarfirði. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Utgerðarfélags Akureyringa hf., sagði ljóst að skipið yrði ein- hverja daga frá veiðum vegna óhappsins. Auk skemmda á stýris- búnaði em skrúfublöð bogin og brotið er úr skrúfublaði auk hugs- anlega fleiri skemmda, sem koma ekki í ljós fyrr en skipið er komið upp í flotkvína. GG Vegagerðin: Óskar eftir tilboðum í rekstur Sæfara Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fólks- og vöru- flutninga til og frá Grímsey og vöruflutninga til og frá Hrísey frá maí 1996 til maí 1999, en Dagur hafði skýrt frá að þetta útboð stæði til. Að því er fram kemur í Fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar verða útboðsgögn seld hjá Vega- gerðinni frá og með 12. febrúar nk. en tilboðum skal skila eigi síð- ar en 4. mars nk. óþh j\/r Suzuki Swift með nýrri og aflmikilli 1,31 vél Verð 3 dyra kr. 940.000 ■ Verð 5 dyra kr. 980.000 Innifalið í verði m.a. ÖRYGGISLOFTPÚÐI í STÝRI ■ Upphituð framsœti ■ Rafstýrðir speglar Samlœsing ■ Dagljós ■ Skolsprautur fyrir framljós ■ Snúningshraðamœlir Rafstýrð hœðarstilling á framljósum ■ Styrktarbitar í hurðum Stokkur milli framsœta með glasahaldara ■ Hemlaljós í afturglugga, o.fl. o.fl. $ SUZliKI Til sýnis og reynsluaksturs AFL OG ÖRYGGI I 1 Laufdsgötu 9, Akureyri, sími 462 6300

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.