Dagur - 12.03.1996, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 12. mars 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585,
FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSUSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
LEIÐARI
Hér á árum áður, þegar Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson og Clausenbræður voru á hátindi ferils
síns í frjálsum íþróttum, var talað um hið íslenska frjálsíþróttavor. Menn áttu síður von á því að það
myndi aftur renna upp á íslandi. En nú hefur það gerst með eftirminnilegum hætti á Evrópumóti inn-
anhúss í frjálsum íþróttum í Stokkhólmi. Vala Flosadóttir, sem er nýstirnið í íslenskum frjálsíþróttum,
gerði sér lítið fyrir sl. föstudag og varð Evrópumeistari í stangarstökki kvenna og í gær varð Jón Arnar
Magnússon, íþróttamaður ársins 1995, í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í sjöþraut. Jón Arnar var
óheppinn á síðari keppnisdegi og mistókst í grindahlaupinu og líklega kostuðu þau mistök hann Evr-
ópumeistaratitilinn. Engu að síður er árangur Jóns Arnars góður og ástæða til að óska honum og Völu
Flosadóttur til hamingju.
Fákeppni í bifreiðaskoðun
Dagur greindi frá því fyrir helgina að Bifreiðaskoðun íslands hafi sent Ólafsfirðingum erindi þar sem
þeim er boöið upp á verulegan afslátt af gjaldskrá sinni. Þessu tilboði ber auðvitað að fagna, en hin
hliðin á málinu er sú að nýtt fyrirtæki á skoðunarmarkaðnum, Aöalskoðun hf., hafði numið land í Ólafs-
firði og boðið Ólafsfirðingum upp á bifreiðaskoðun heima í héraði. Samkeppnin er sem sagt hörð um
bifreiðaeigendur í Ólafsfirði, en strax og komið er inn fyrir Múlann, þar sem Bifreiðaskoðun íslands er
ein á markaðnum, er ekki hægt að fá afslátt af skoðunargjöldum.
Þetta mál sýnir svart á hvítu að það er nauðsynlegt að auka samkeppni á þessum fákeppnismarkaði.
Það er óviðunandi fyrir bifreiðaeigendur að Bifreiðaskoðun bjóði niður skoðunargjöld í þeim byggðar-
lögum þar sem samkeppnisfyrirtækið býður fram sína þjónustu en heldur svo uppi háum skoðunar-
gjöldum þar sem samkeppnin er ekká til staðar. Slíkt eru einokunartilburðir af verstu gerð. Um þetta
segir formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis í Degi sl. laugardag: „Ljóst er að í skjóli einok-
unar hefur fyrirtækið byggt veldi á allt of hárri gjaldskrá, það sýna nýjar gjaldskrár og tilboð. Tilboð Bif-
reiðaskoðunar íslands er því löglegt en að sumu leyti siðlaust. “
Hvert er hlutverk heílbrígðis-
og sóttvarnanefnda á Islandi í dag?
Eru rottur, mýs, heimilislausir
kettir og vargfugl ekki undir eftir-
liti heilbrigðisnefnda í hverju
sveitarfélagi? Getur það verið að
þessi meindýr séu á ábyrgð stjóm-
enda og forráðamanna fyrirtækja
sem framleiða matvæli, s.s. frysti-
húsa, fiskvinnslufyrirtækja, slátur-
húsa, fiskeldis, kjötiðnaðarstöðva
o.fl.? Eiga þessir aðilar einir að
bera kostnað af eyðingu meindýra
í og við fyrirtækin? Er búið að
ógilda öll lög bæjar- og sveitar-
stjóma undir yfirstjóm heilbrigð-
isnefnda, sem gilt hafa frá alda-
mótum, þegar vitað var að rottan
hafði komið sér fyrir víða um
land?
Þá var sett á stofn rottueyðing-
amefnd og lögin voru skýr: „Rott-
um skal vera útrýmt með öllum
tiltækum ráðum.“
Árið 1945 komu ný lög þar
sem segir: „Bæjar- og sveitar-
stjórnir skulu gangast fyrir því
undir yfirstjóm heilbrigðisstjóm-
arinnar að rottum sé eytt. Eyðing á
rottum skal fara fram tvisvar á ári,
vor og haust í öllum sveitarfélög-
um á landinu þar sem þeirra verð-
ur vart.“
Þegar þama er komið láta yfir-
völd sér nægja aðgerðir tvisvar á
ári. Og síðan koma lögin endur-
skoðuð 1990 og þar segir um
meindýr: „Rottur og mýs: Þegar
þurfa þykir skal heilbrigðisnefnd
gera sérstakar ráðstafanir til út-
rýmingar á rottum og músum í
einstökum sveitarfélögum eða
hluta þeirra ef þörf krefur. Undan-
tekningarlaust ber að tilkynna um
rottugang verði þeirra vart.“
Því spyr ég: Starfa heilbrigðis-
nefndir ekki í samræmi við kröfur
sem gerðar eru til fyrirtækja sem
áður er getið? Við viljum fram-
leiða hreinustu og vistvænustu af-
urðir í heimi. Og starfsfólk er
þjálfað í ítmstu hreinlætiskröfum,
á meðan meindýrin, rottur, mýs og
fuglar, fá enga leiðsögn í um-
gengni við hráefnið sem þau
ganga í þar sem þess er kostur.
Þeir sem vilja framleiða há-
gæða vöru verða að geta krafist
þess að viðkomandi sveitarfélag
verji umhverfið ágangi meindýra
og legg ég þar að jöfnu rottur og
vargfulg hvað varðar smitburð á
sjúkdómum og óþrifum.
Það læðist að mér sá grunur að
heilbrigðisnefndir víða álíti að
ekki sé hægt að standa betur að
meindýravömum en nú er gert.
Og þó það sé af hinu góða að
ganga frá sorphaugum og hreinsa
þar til þá færa meindýrin sig bara
til í leit að fæðu, ekki síst nær
mannabústöðum og þá eru rott-
umar allt í einu komnar inn í
Árni Logi Sigurbjörnsson.
garða og undir sólpalla. Og varg-
fuglinn flytur sig til eftir því hvar
ætið er.
Að lokum vil ég benda Um-
hverfisráðuneyti og Hollustu-
vemd, sem fara með þessi mál í
landinu, að endurskoða starfssvið
heilbrigðisnefnda í bæjar- og
sveitarstjómum og að gert verði
átak í eyðingu meindýra á landinu
öllu. Þá getum við státað okkur af
hreinum og vistvænum afurðum á
heimsmælikvarða. Og setjum okk-
ur það markmið að hafa rottulaust
ísland árið 2000. Það er hægt með
þeim aðferðum sem notaðar eru í
dag, á þeim árum sem eru eftir til
aldamóta, ef þau sveitarfélög seni
búa við rottur byrja strax að líta í
kringum sig og gera viðeigandi
ráðstafanir strax. Munið að mein-
dýr eru sýklasprengja í og við
fyrirtæki. þar sem matvæli eru
unnin.
Rottulaust ísland árið 2000!
Dauö rotta við hafnarkant. Þessi mynd var tekin í vetur og eins og gefur að
skilja eru ætíð fískvinnsluhús nálægt hafnarmannvirkjum þannig að ekki
þarf að fara mörgum orðum um hættuna af rottum á slíkum stöðum.
Árni Logi Sigurbjörnsson.
Höfundur er meindýraeyðir.
Framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambands Islands:
Bætur lífeyrisþega
skornar niður
á móti launahækkunþingmanna og ráðherra
Hræ og úrgangur sem ekki hefur verið mokað yfír. Þetta býður heim varginum, bæði rottum og fugluni.
Framkvæmdastjóm Verkamanna-
sambands fslands hefur sent frá
sér ályktun vegna breytinga í heil-
brigðiskerfinu þar sem segir að
ríkisstjómin noti nú heilbrigðis-
kerfið til að mæta hækkun launa
þingmanna, ráðherra og forseta
Alþingis frá í haust. Almenningur
verði að bregðast við með kröft-
ugum mótmælum.
„Heilbrigðisráðherra hefur
tilkynnt að samkvæmt reglugerð
lækki lífeyrir og sérstakar bætur
til 1800 sjúkra, öryrkja og annarra
lífeyrisþega um samtals 2 milljón-
ir á mánuði. Samtals nemur þetta
að meðaltali rúmum ellefu liundr-
uð krónum á hvem einstakling á
mánuði. Á síðastliðnu hausti
hækkuðu laun þingmanna, ráð-
herra og forseta Alþingis um tugi
milljóna. Skiljanlega verður að
mæta þessari kostnaðaraukningu
ríkissjóðs með einhverjum hætti
og kemur þar tvennt til greina, að
hækka tekjur eða skera niður
kostnað. Heilbrigðis- og fjármála-
ráðherra hafa nú fundið hina sann-
gjörnu lausn í nafni réttlætis gagn-
vart einstaklingum þeim, sem að
jafnaði standa höllustum fæti í
lífsbaráttunnni. Þannig þarf aðeins
að skera niður bætur 15 lífeyris-
þega til að mæta hækkun þingfar-
arkaups eins þingmanns sem sam-
þykkir niðurskurðinn,“ segir fram-
kvæmdastjórn Verkamannasam-
bandsins.
Jafnframt er sagt að aðeins
þurfi að skera niður bætur 51 líf-
eyrisþega til að mæta hækkun á
launum eins ráðherra sem sam-
þykki niðurskurðinn og til að
mæta hækkun launa forsætisráð-
herra þurfi aðeins að skera niður
bætur 56 lífeyrisþega, eins og það
er orðað í ályktuninni.
„Hér hefur ríkisstjórnin enn
einu sinni fundið hina réttlátu að-
ferð til að framfylgja stefnu ríkis-
stjómarinnar um hallalaus fjárlög.
Framkvæmdastjóm Verkamanna-
sambands Islands skorar á allan
almenning að mótmæla kröftug-
lega með þeim hætti að það nái til
eyrna ráðherra og alþingismanna."
JÓH