Dagur - 12.03.1996, Síða 6
6- DAGUR - Þriðjudagur 12. mars 1996
Skólimt í breyttu samfélagi
Grunnskólinn hefur samkvæmt
annarri grein grunnskólalaga því
hlutverki að gegna að búa nemend-
ur undir líf og starf í lýðræðisþjóð-
félagi sem er í sífelldri þróun. Það
er efni í margar blaðagreinar að
brjóta þessa fögru setningu til
mergjar. Búa nemendur undir líf í
lýðræðisþjóðfélagi, búa þá undir
starf í þjóðfélagi sem er í sífelldri
þróun. Hversu mikið lýðræði fá
nemendur í grunnskóla að upplifa?
Hversu mörg tækifæri fá þeir til að
taka ábyrgan þátt í ákvörðunum um
nám, kennslu, skólareglur, félagslíf
o.fl.? Jú, varðandi félagslíf, þeir fá
yfirleitt að ákveða hvenær þeir hafa
böll og kannski hvert þeir fara í
skólaferðalag. Þeir hafa lítið að
segja um vinnuaðferðir og áherslur
í námi og fá yfirleitt lílil tækifæri
til að æfa tjáningu eða að segja sína
skoðun sem er þó lykilatriði til
þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Sum-
ir, of margir, tjá vanþóknun sína
með skrópi, ólátum og aðgerðar-
leysi og hljóta yfirleitt bágt fyrir.
Skipulag skólastarfsins hefur lít-
ið sem ekkert breyst síðan munk-
amir hófu að kenna í klaustrum í
eldgamla daga. Sama lögmálið
gildir í kennslustofunni. Sá sem
veit mest, kennarinn, spyr þann
sem veit minnst, nemandann. Hefði
kennari í stórborg í Evrópu verið
lagður í ís fyrir 100 árum og
geymdur fram til dagsins í dag
myndi fjarska margt í skólanum
koma honum kunnuglega fyrir
sjónir og hann yrði fljótur að koma
sér að verki upp við töfluna í
grunnskóla nútímans. Samtíma-
maður hans í læknastétt fengi aftur
á móti lítið að gera inni á nútíma
sjúkrahúsi og þyrfti að taka allan
læknaskólann upp á nýtt (nema
Hyppokratesareiðinn).
Enn er verið að kenna börnum
að prjóna, nokkuð sem var lífs-
nauðsynlegt fyrir barnakonur í
köldum híbýlum að kunna en nú er
ódýrara að kaupa sokka en að
kaupa garn. Hvers vegna eru böm-
in ekki alveg eins látin búa til sauð-
skinnskó? Hve margir strákar ætli
að hafi prjónað síðan þeir luku
grunnskóla? Svona mætti lengi
telja og ekki er ég þó að gefa í skyn
að allt sem kennt er í skólum lands-
ins sé úrelt. Ég er t.d. mjög hlynnt
prjónaskap og er ánægð að vita að
ég get prjónað peysu þegar mér
sýnist, ef ég einhverntíma finn
auða stund til þess. Mér finnst hins
vegar ástæðulaust að prjónaskapur
sé skylduverkefni fyrir alla nem-
endur grunnskólans.
Hugsum okkur sæmilega stóra
líkamsræktarstöð. Þangað koma
konur og karlar af öllum stærðum
og gerðum til að efla líkamshreysti
sína. Undir handleiðslu þjálfara
feta menn sig inn á heilsubrautina.
Sumir fara í tækin, aðrir í jóga og
enn aðrir í þolfimi.
Margir fara í skokkhóp og þeir
þurfa engan sal, en kannski handrið
utan á húsið til að halda í þegar
þeir teygja sig. Líklega fara þeir
flestir í sturtu heima hjá sér eftir
hlaupin. Nokkrir fara að undirbúa
sig undir maraþonhlaup og taka
hvem áfangann af öðrum. Aðrir
taka líka stórstígum framförum þótt
þeir hlaupi aldrei meira en 3-5 kíló-
metra.
Eigendur stöðvarinnar vita að
þeir verða að fylgjast vel með nýj-
ungum og bjóða góða þjálfara og
uppbyggilega dagskrá. Þeir sjá
fljótt að það er ráð að fræða (selja)
um sem mesta heilsurækt því góður
árangur er besta auglýsingin fyrir
stöðina. Menn tengja saman líkama
og sál t.d með fræðslufyrirlestrum
og leiðbeiningum um mataræði.
Þeir setja feitasta fólkið í litla lok-
aða hópa svo að því líði betur með-
an það er að ná sér á strik, því ekki
er uppörvandi að vera alltaf sá
slakasti í hópnum. Sjúkraþjálfarar,
nuddarar og fleira gott fólk hefur
sínar skonsur og m.a. sálfræðingur
er með í spilinu. Hann hefur enga
skrifstofu enda vill hann alveg eins
messa yfir hópnum og fá svo ein-
staklingana til sín.
Margir ná slíkum tökum á holl-
um lífsvenjum að þeir útskrifast og
geta stundað heilsurækt á eigin
spýtur fjallgöngur, sund, skokk og
hlaup. Þeir draga jafnvel vinnufé-
laga og nágranna upp úr hægindun-
um og út að skokka. Aðrir halda
tryggð við stöðina eða leita annað
þar sem þeir finna sig betur.
Mig grunar að hægt væri að
yfirfæra margt í skipulagi heilsu-
ræktarstöðvar yfir á skólakerfið og
ná miklu betri árangri en með
gömlu, rykföllnu aðferðunum.
Draumur minn er að skólinn verði
fræðasetur þangað sem nemendur á
ýmsum aldri sækja þekkingu, upp-
lýsingar, fræðslu og handleiðslu til
að undirbúa sig undir lífið. Þangað
á fullorðna fólkið í hverfmu líka að
geta komið t.d. atvinnulausir og
farið á námskeið í matreiðslu eða
tölvunotkun á kvöldin.
Vinnusvæði þar sem öll gögn
eru til staðar t.d. í stærðfræði, ís-
lensku og tungumálum mætti sem
best nýta fyrir blandaðan aldurs-
hóp. Börnin geta aðstoðað hvert
annað og þá ætti að leysast eilíf
umræða um bekkjarstærð.
Tölvurnar ættu að vera á hverju
vinnusvæði en ekki allar í sömu
stofu. Tölvur eru verkfæri til að
nota við alls kyns verkefni. Þær
ejga ekki að vera einangraðar frá
daglegu amstri. Tónlist má alveg
hljóma meðan böm eru við vinnu
sína, það örvar heilastarfsemina og
eykur námsgetu. Nýjustu rannsókn-
ir um hraðnámstækni sýna ótvírætt
kosti þess að spila tónlist fyrir
nemendur í tungumálanámi.
Skólaeldhúsin má nota til að
framleiða mat handa nemendunt og
gera þá ábyrga fyrir innkaupum og
framreiðslu auk eldamennskunnar.
Leikfimisalurinn á að vera op-
inn hverfisbúum einhverja tíma á
viku. Talandi um leikfimi þá er
ekki nauðsynlegt að hún fari öll
fram inn í leikfimisal. Hver segir
að ekki sé hægt að slá saman líf-
fræði, samfélagsfræði, heimilis-
fræði, sögu, tónmennt, umferðar-
fræðslu og íþróttum með því að
hjóla með kennurunum upp í Mos-
fellsveit, klífa á Úlfarsfell eða Esj-
una og skoða steina, blóm og jurtir
og horfa yfir Korpúlfsstaði og rifja
upp deilumar um mjólkurbúin í
Reykjavík. Taka síðan lagið í
grænni laut með heimabökuðu
bollurnar. (Norðlendingar setji sín
örnefni inn í þessa upptalningu,
sem samin var með Reykvíkinga í
huga.)
Það væri gaman að halda mál-
þing eða vinnufund um framtíðar-
skólann og inntakið í honum. Þar
vil ég sjá fjölbreytta flóru af mann-
fólki, arkitekta, listamenn, leikara,
söngmenn, tölvukappa, þolfimi-
spekúlanta, foreldra, viðskiptajöfra,
kennara, skólamenn, leikskóla-
kennara og alla þá sem hafa áhuga
og skoðanir á skólamálum. Þar
skulum við fara á flug og brjótast
úr hlekkjum hugarfarsins svo að
bömin okkar geti sungið af hjartans
einlægni: „I skólanum, í skólanum
er skemmtilegt að vera.“
Unnur Halldórsdóttir.
Höfundur er formaður Landssamtakanna Heimili
og skóli.
BÚJÖRÐ
Óska eftir kúabúi á Norðurlandi til leigu eða
kaups.
LANDSSAMTOK
N
HEIMILI OG SKÓLI
Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt:
„Bújörð“ fyrir 25. mars ’96.
Suzuki Vitara JLX
Lipur í akstri og léttur í rekstri
BSA Laufásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300
Starf blaðamanns
á Húsavík
Dagblaðið Dagur óskar að ráða blaðamann frá 1.
maí næstkomandi á skrifstofu blaðsins á Húsavík.
í verkahring hans er fyrst og fremst dagleg frétta- og
greinaskrif af málefnum á Húsavík og í Þingeyjarsýsl-
um.
Skilyrði er að umsækjendur sýni fram á haldgóða þekk-
ingu á íslensku máli og hafi staðþekkingu í Þingeyjar-
sýslum.
Umsóknarfrestur er til 22. mars næstkomandi.
Upplýsingar um vinnutíma og starfskjör veita ritstjórar
Dags, Óskar Þór Halldórsson og Jóhann Ólafur Hall-
dórsson í síma ritstjórnar á Akureyri, 462 4222.
Undirbúningur að
skólaþjónustu Eyþings
í frétt á baksíðu Dags á laugardag
s.l. er haft eftir undirrituðum í fyrir-
sögn á baksíðu að dráttur á því að
Eyþing hefji undirbúning á starf-
semi skólaþjónustu hái starfsemi
fræðsluskrifstofu. Samtal það sem
blaðamaður átti við undirritaðan var
tekið í stuttu símtali í önn dagsins.
Hefur undirrituðum ekki tekist að
vera nógu skýr í framsögn og gætir
því nokkurrar misvísunar í frétt
blaðsins sem leitt getur til rangtúlk-
unar og vill undirritaður því leið-
rétta eftirfarandi.
S.l. tvö ár hefur staðið yfir undir-
búningur af hálfu Eyþings um fyrir-
komulag á skólaþjónustu í umdæm-
inu í samræmi við ný lög um grunn-
skóla. Þessum undirbúningi lauk
með undirritun sveitarfélaganna á
samningi unt sameiginlega skóla-
Trausti Þorsteinsson.
auglýsingadeild
þjónustu. Það er því ekki rétt að tala
um að Eyþing hafi dregið að hefja
undirbúning á starfsemi skólaþjón-
ustu. Hins vegar hefur stjóm Ey-
þings ekki enn tilnefnt skólaráð,
stjóm skólaþjónustunnar, eins og
samningurinn gerir ráð fyrir, og
ákvað að ráðið hæfi ekki störf fyrr
en ljóst yrði á landsvísu að af flutn-
ingi yrði. Það veldur ákveðnum
vandkvæðum varðandi frágangs-
verkefni fræðsluskrifstofunnar,
vegna starfsloka hennar, því ýmis
brýn úrlausnarefni bíða varðandi
undirbúning næsta skólaárs. Það
kemur þó ekki niður á hefðbundinni
starfsemi skrifstofunnar, eins og
skilja má af fyrirsögn fréttarinnar,
að því leyti sem það varðar ekki
verkefni næsta skólaárs.
Allir eru sammála um hversu
mikilvægt sé að tryggja sem mesta
samfellu í þjónustu við skólana og
að sú þekking sem til er orðin á
fræðsluskrifstofu um skólastarf í
fræðsluumdæminu nýtist sem best
nýrri þjónustu Eyþings. Á það ber
að líta að verið er að leggja niður
stofnun þar sem 10 manns starfa.
Starfsfólk hefur beðið af einstakri
þolinmæði að sjá hvað verða vildi
um framtíð starfsemi fræðsluskrif-
stofunnar. Með undirritun samninga
um stofnun skólaþjónustu Eyþings
gerðu starfsmenn sér vonir um að
óvissu yrði eytt og hægt yrði að taka
ákvarðanir til framtíðar. Dráttur á
niðurstöðu reynir á þolrif starfs-
manna og hætta er á að einhverjir
hugi að störfum á öðrum vettvangi.
Trausti Þorsteinsson.
Höfundur er fræðslustjóri Norðurlands eystra.