Dagur - 12.03.1996, Side 16

Dagur - 12.03.1996, Side 16
> Ljósmyndaljósritun Allt staö Ljósmyndaútprentun 4 > Venjuleg Ijósritun Ljósmyndavinnsla 4 ► Litljósritun GFedí6myndir' Skipagata 16 - 600 Akureyri - Slmi 462 3520 Skönnun 4 ► T ölvuútprentun CSOCÞ CD skrifun 4 Athugun á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð: „Líklegt að samvinna sé álit- legri kostur en sameining" - segir Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar Maraþon- tónar blásara- sveitar Dagana 6.-13. júní nk. heldur eldri blásarasveit Tónlistarskól- ans á Akureyri í tónleikaferð til Skotlands. Til þess að gera ferð- ina mögulega fjárhagslega efndi sveitin til maraþonhljóðfæra- spils í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar þar sem spilað var og æft í 24 tíma, þ.e. frá því klukkan fjögur síðdegis sl. föstudag til jafnlengdar á laugardag. Ekki spilaði öll sveitin þó all- an sólarhringinn, heldur spiluðu einnig smærri hópar saman. Þessari löngu „æfingu“ var stýrt af stjórnanda blásarasveitarinn- ar, Jóni Halldóri Finnssyni. Að- ur en „törnin“ hófst var leitað til fyrirtækja um áheit og söfn- uðust alls kr. 123.601 hjá 55 fyr- irtækjum. Því fyrirtæki sem mest lét af hendi rakna var af- hent viðurkenningarskjal frá blásarasveitinni. GG Athugun á hagkvæmni sam- einingar Ólafsfjarðar, Dal- víkur, Svarfaðardals, Árskógs- strandar og Hríseyjar fer fram á næstunni og verður fyrst og fremst horft til þess hvort um beina, fjárhagslega hagkvæmni er að ræða, eða hvort einhverjir verulegir ókostir eru fyrirsjáan- Iegir samfara sameiningu áður- nefndra sveitarfélaga. Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjómar Ólafsfjarðar, sem sæti á í sameiningarnefndinni af hálfu Ólafsfirðinga ásamt Guð-. birni Ásgrímssyni, bæjrfulltrúa, segist hafa fallist á gerð athugun- arinnar en hann sé sjálfur and- stæðingur sameiningar, hann sjái fáa fjárhagslega eða félagslega þætti við sameiningu þessara sveitarfélaga sem réttlæti samein- ingu þeirra. Þorsteinn telur þó rétt að láta athugunina fara fram til að taka af allan vafa í málinu. Hann segir að við sameiningu muni ferðalög milli staðanna aukast til muna, sem sé kostnaðarliður sem ekki sé til staðar í dag. Formaður nefndarinnar er Kristján Ólafsson, forseti bæjarstjómar Dalvíkur. Einnig sé rætt um samvinnu á nokkmm sviðum, en þar hafí Ól- afsfirðingar nokkra sérstöðu í dag, hin sveitarfélögin hafi nú þegar nokkra samvinnu á sviði heil- brigðisþjónustu og í skólamálum. „Það er allt eins líklegt að sam- vinna sé mun álitlegri kostur en sameining, en það verður að fara rólega í þessi mál. Það er ekki langt síðan við Ólafsfirðingar komumst í almennilegt vegasam- band við umheiminn með gerð jarðganga gegnum Ólafsfjarðar- múla og full reynsla á áhrif þeirra ekki að fullu komin í ljós. Meðal almennings í Ólafsfirði er ekki mikill áhugi á sameiningu, stór hópur vill halda ákveðnu sjálf- stæði sem við höfum í dag, því vill fólk ekki tapa. Ég er ekki viss um að allt þetta sameiningarbrölt skili einhverjum árangri fyrir við- komandi sveitarfélag, en það losar ríkið við ákveðinn kostnað sem færist yfir á sveitarfélögin. Það er spuming hvort þau ná þeim kostn- aði til baka. Eina áþreifanlega sameiningarmálið milli þessara sveitarfélaga, og um leið það eina sem hefur skilað sveitarfélögun- um einhverju, er stofnun Hafna- samlags Eyjatjarðar. Til gamans ntá þó geta þess að Dalvíkingar og Ólafsfirðingar hafa sameinast í briddsfélagi," sagði Þorsteinn Ás- geirsson, forseti bæjarstjórnar Ól- afsfjarðar. GG Söfnunarátak Endurvinnslunnar á pappír: ISÍSÍSíSÍ illSÍSIP s %MI! J i , ’ Ufj W 8 \:.Mf |S» ] ik j X \\% % fpy: |/ \ Wm^\ Margur hljófæraleikarinn var eðlilega orðinn þreyttur þegar spilað hafði verið í 20 tíma, en þá var þessi mynd tekin af stærstum hluta blásarasveitarinnar. En einbeitingin leynir sér ekki hjá þessu unga listafólki. Mynd: GG Viðbótarhæð ofan á Hótel Norðurland á Akureyri: „Oframkvæmanlegt ef setja þarf lyftu í húsið" Jón Ragnarsson, eigandi Hótels Norðurlands á Akur- eyri, bíður enn í ofvæni eftir úr- skurði umhverfisráðuneytisins hvort hann má byggja fimmtu hæðina ofan á hótelið án þess að setja jafnframt lyftu í húsið. O VEÐRIÐ í dag verður suðvestankaldi eða stinningskaldi, úrkomu- lítið og hiti nálægt frost- rparki á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra verður suðaustlæg átt og rigning við ströndina fyrri hluta dags en léttir til með vax- andi suðvestanátt undir há- degi. Allhvasst þegar líður á daginn. Hiti 0-3 stig. Bygginga- og bæjaryfirvöld á Akureyri höfðu veitt samþykki sitt en Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, kærði til ráðu- neytisins. „Það er erfitt að geta ekkert gert nema bíða og rosalegt að fara svona með tímann. Meiningin var að reyna að koma þessu upp fyrir sumarvertíðina og það er hver dagur dýrmætur sem þetta dregst. Ef einhver útkoma úr þessu fer ekki að sjá dagsins ljós er málið einfaldlega úr sögunni, að sinni a.m.k.,“ sagði Jón. Hann segir ljóst að ef úrskurður ráðuneytisins verður á þann veg að ekki fáist að byggja eina hæð ofan á hótelið nema að setja lyftu þá sé ekki grundvöllur fyrir þess- um framkvæmdum. „Þá er þetta einfaldlega óframkvæmanlegt því forsendur fjárfestingarinnar eru brostnar. í staðinn fyrir að fá 11 viðbótar herbergi verða þau ekki nema 8 því 3 fara undir lyftu- stokkinn. Auk þess verður kostn- aður við lyftuna sjálfa 8 milljónir. Það þýðir 1 milljón aukalega á hvert viðbótarherbergi og þá eru forsendur framkvæmdarinnar brostnar. Þetta er ekki einhver ill- vilji í garð fatlaðra eða eitthvað slíkt. Þetta er einfaldlega reikn- ingsdæmi sem kemur út í mínus,“ sagði Jón. Hann tekur fram að aðstaða fatlaðra breytist ekki til hins verra þó hæð sé byggð ofan á hótelið. „Aðstaða fyrir fatlaða er ekki fyrir hendi í núverandi húsi. Það skal fúslega viðurkennt að það er mjög bagalegt að hafa ekki lyftu en því miður er ekki fjárhagslegur grund- völlur fyrir að setja hana í húsið,“ sagði Jón Ragnarsson. HA Fer vel af staö - segir Gunnar Garðarsson Adögunum kynnti Endur- vinnslan á Ákureyri söfn- unarátak á pappír, þar sem sér- stökum plastpokum er dreift í hús í nokkrum hverfum á Akur- eyri. Á hverjum laugardegi er síðan farið um hverfin, pokar með pappír teknir og aðrir tómir skyldir eftir. Nú hefur pappír verið safnað í tvo laugardaga og segir Gunnar Garðarsson í Endurvinnslunni að þessi tilraun hafi farið ljómandi vel af stað, eftir smávægilega byrjunarörðugleika. „Þessa fyrstu tvo laugardaga var mjög svipað magn sem safnaðist í hvort skipti, milli 35 og 40 rúmmetrar sem ger- ir 2,5 tonn í hvort skipti. Seinni daginn tók söfnunin ekki nema einn og hálfan tíma sem lofar mjög góðu,“ sagði Gunnar. Þessa fyrstu tvo laugardaga var bankað uppá í þeim húsum þar sem pokarnir voru ekki þegar komnir út fyrir dyr, en framvegis verða aðeins teknir pokar sem fólk hefur sett út fyrir dymar. Mun söfnunin hefjast kl. 11 að morgni þannig að fyrir þann tíma ætti fólk að vera búið að ganga frá pokun- um. Sem kunnugt er þá eru einnig pappírsgámar á nokkrum stöðum, m.a. við stórmarkaði, þar sem fólk getur losað sig við pappír. Hefur heldur verið aukning í því að und- anförnu að sögn Gunnars. Pappír- inn er notaður við framleiðslu á kubbum í vörubretti en Endur- vinnslan tók við þeirri framleiðslu í byrjun fbrúar sl. af Urvinnslunni. Plast frá bændum er hin megin uppistaðan í kubbunum og hefur söfnun á því einnig gengið vel. Gunnar sagist því ekki geta verið annað en ánægður með gang framleiðslunnar síðan Endur- vinnslan tók við henni. HA Skada Felicia Abeins kr. 849.000,- Tryggbu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. SKÁLAFELL SF. Draupnisgötu 4, Akureyri, sími 462 2255 --- ■ - " .... tðí 1001 FRAMTÍÐIN BYGGIST Á HEFÐINNI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.