Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 13.04.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. apríl 1996 - DAGUR - 7 Á opnum dögum ’96 var nemend- um Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra boðið að skrá sig í hina og þessa hópa og urðu allir að velja sér eitthvað. Reynt var að höfða til sem flestra í vali á þeim hópum sem starfræktir yrðu og var efnt til eins konar atkvæðagreiðslu um hvað yrði fyrir valinu, þannig að flestir fyndu sér eitthvað við sitt hæfi. Hópunum var skipt í þrjá flokka, hálfs dags, heils dags og tveggja daga hópa eftir því hve viðfangsefni námskeiðanna tóku langan tíma. Meðal þess sem boð- ið var upp á var Vídeóhópur, sem bjó til leiknar auglýsingar sem voru sýndar milli atriða á árshá- tíðinni; námskeið í skrautskrift, þar sem nemendur fengu leiðbein- ingar um undirstöðuatriði í skraut- skrift, hlutverkaspil, þar sem nemendum var gefinn kostur á að kynna sér þessi spil undir leiðsögn reyndra spilara, Internetnám- skeið, þar sem kennt var á Inter- netið og notkunarmöguleikar þess kynntir nemendum, „streethall", þar sem hörku spennandi keppni var í gangi, bjargsig, þar sem þessi mæta list var kennd undir leiðsögn björgunarsveitarmanna úr björgunarsveitinni Skagfirð- ingasveit, frjálsar íþróttir, þar sem Jón Amar Magnússon leið- beindi nemendum og margt fleira. Þar að auki var útvarpsstöð Nem- endafélagsins Rás Fás með út- sendingar báða dagana, þar sem sendar voru út fréttir og viðtöl af vettvangi opnu daganna af mikilli kostgæfni. Auk þess stóðu verð- andi stúdentar fyrir kaffihúsi í há- tíðarsal skólans, þar sem boðið var upp á lostætar veitingar gegn vægu gjaldi. Auk framangreindra hópa var boðið upp á nokkra fyrir- lestra. Þar voru á ferðinni Skúli Lórenzson miðill, Magnús Skarp- héðinsson, sem fræddi nemendur um hagi framliðinna og að lokum Reynir Hugason, sem hélt fróðleg- an fyrirlestur um framtíðina í tölvumálum. Gestakokkar héldu innreið sína í mötuneyti heimavistarinnar hver á fætur öðrum og elduðu kvöld- mat fyrir soltna nemendur skólans að eigin hætti. Fyrsta kvöldið reyndi húsvörður skólans fyrir sér. Næst kom að tugþrautarkappanum Jóni Amari og að lokum kom að aðstoðarskólameistaranum og- féll framlag þeirra allra í góðan jarð- veg. Að kvöldi föstudagsins 15. mars var síðan haldin brenna nið- ur á strönd ásamt flugeldasýningu. Á laugardaginn var svo haldin uppskeruhátíð í hátíðarsal skólans auk þess sem kynning var á skól- anum og gat almenningur þá feng- ið sýnishom af starfi nemenda og margir nýttu sér það. Árshátíð Árshátíð skólans er alltaf haldin í lok opnu daganna og má segja að hún sé nokkurs konar hápunktur félagslífsins. Undanfarin ár hefur hún verið haldin í Höfðaborg á Hofsósi og tekist með ágætum og svo var einnig í þetta skipti. Að loknum skemmtiatriðum var hald- ið ball þar sem hljómsveitin Sól- dögg hélt upp stanslausu fjöri langt fram á nótt. Það efni sem hér birtist um félagslíf í Framhaldsskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki er alfarið unnið af nem- endum skólans. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir framtakið, sem er öðrum framhaldskólanemum til eftir- breytni, en Dagur óskaði fyrr í vetur eftir efni til birtingar frá framhalds- skólum á Norðurlandi, en eftirtekjan hefur reynst heldur rýr. Ritstjórar. Varlega!!! Farið var í bjargsig und- ir gömlu brúnni við Sleitustaði und- ir leiðsögn björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar. Hvað er manneskjan eiginlega að gera??? Ester Ingvarsdóttir „Jógari“ leið- beinir nemenduni í jóga. Kennaragrúppan „The Well-known People“ treður upp. Fulltrúi skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna tekur lagið. Afvegaleiddir hlutverkaspilsmenn undir stjórn Stefáns Álfs. Það fór ekki framhjá neinum að Rocky var á staðnum. Brjálaðir svitafíklar að störfum. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Til leigu 400 fermetra ófnnréttað iönaöarhúsnæði. Mikil lofthæð. Getum hólfað húsnæðið niður í smærri einingar. Upplýsingar veita Kristján, símboði 846 2620 og Jóhannes í síma 462 5148 eftir kl. 19. Lögreglan Húsavík Lögreglumaður Staða lögreglumanns við embætti sýslumannsins á Húsavík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Nánari upplýsingar gefur yfirlögregluþjónn í síma 464 1630. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson. RAUTT L/ÓS / ' 5' RAUTT UÓS _______V tfFÐAR___________i/ )

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.