Dagur - 13.04.1996, Page 9

Dagur - 13.04.1996, Page 9
Laugardagur 13. apríl 1996 - DAGUR - 9 Stálkonan - hin frjálsa kona eða afskræming? í dag verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Kven- líkaminn er aðalmyndefni á báðum þessum sýningum en að öðru leyti eru sýningarnar ákaflega ólíkar. Önnur samanstendur af mód- elmyndum eftir Gunnlaug Blöndal og er yfirskrift þeirrar sýningar Konan og nekt hennar. Á hinni sýningunni eru ljósmyndir af vaxtar- ræktarkonum eftir Bandaríkjamanninn Bill Dobbins. Sú sýning ber heitið Stálkonur og óhætt er að segja að ljósmyndir Bill Dobbins séu hörð andstæða málverka Gunnlaugs Blöndal. Kvenlíkaminn hefur verið við- fangsefni listamanna frá örófi alda. Eitt þekktasta kvenlíkneski veraldar er t.d. frjósemistáknið „Venus frá Willendorf ‘ sem er frá því um 25.000 til 20.000 árum fyrir Krists burð og lýsir konunni sem algildri uppsprettu og endur- nýjun samfélagsins. María mey var tákn hreinleikans, trygglyndis og fullkominnar trúfestu og and- stæða þeirrar ímyndar var hóran sem lifði góðu lífi meðfram meyj- arímyndinni. Annað dæmi um staðlaða kvenímynd er fegurðar- drottning nútímans sem gjarnan er notuð til markaðssetningar á ým- iskonar tískuvamingi. I þessu ljósi er heillandi að virða fyrir sér nektarmálverk Gunnlaugs Blöndal og bera saman við Ijósmyndir Bill Dobbins af vaxtarræktarkonum. Gunnlaugur er eini íslenski listamaðurinn sem hefur lagt rækt við þessa tegund myndgerðar og í myndum hans má greina viðhorf sem er blandað munúð, virðingu og erótík. Ljós- myndir Dobbins eru af alll öðrum toga og vekja upp ýmsar spum- ingar. Er hér komin ímynd hinnar frjálsu konu sem hefur brotið af sér hlekkina? Eða sýna þessar myndir okkur úrkynjun samtím- ans með taumlausri sjálfsdýrkun? Pallborðsumræður eftir viku Sjálfur segir Dobbins að vaxtar- ræktarmenn og konur séu lista- fólk; einskonar mennskir skúlptúr- ar. Fyrir margar konur snýst vaxt- arræktin hins vegar ekki aðeins um að móta líkamann heldur einnig um jafnréttisbaráttu. Ein þeirra, Laurie Fierstein, segir meðal annars: „...Margar stálkon- ur hafa þróað líkama sinn sem næst út að endimörkum mögu- leika hans. Og þar með hafa þær sýnt og sannað að konur geta brot- ist út úr þeim fjötrum sem lagðar hafa verið á þær á öllum sviðum mannlífs." Ljósmyndir Dobbins kalla á viðbrögð allra og afstöðu óg í næstu viku gefst tilvalið tækifæri til að kynna sér nánar afstöðu Ijós- myndarans og vaxtarræktarkvenn- anna. Bill Dobbins mun koma hingað til lands ásamt „stálkonun- um“ Ericca Kem og Mellisu Coat- es í boði líkamsræktarstöðvarinnar GYM 80 og á laugardag eftir viku verða þau í Listasafninu. Þá gefst gesturn kostur á að spyrja þau spjörunum úr og er hugmyndin að setja upp nokkurskonar pallborðs- umræður þar sem nokkrir spyrlar leiða umræður. Sýn Gunnlaugs Blöndal á kvenlíkamann tengist munúð og myndir hans draga ekki aöeins fram hið erótíska heldur einnig hið móðurlcga í fari kvenna. Gunnlaugur BSöndal Myndlistarmaðurinn Gunnlaugur Blöndal fæddist árið 1893 að Sævarlandi í Þingeyjarsýslu. Hann nam myndlist í Kaup- mannahöfn og Osló, ferðaðist víða um Evrópu og var því vel kunnugur þeim straumum sem léku um evrópskt listalíf á þess- um tíma. Hann bjó í París um skeið og það var á Parísarárunum sem hann upgötvaði nýtt mynd- efni sem fylgdi honum feril hans á enda; konuna og nekt hennar. í modelmyndum Gunnlaugs opin- berar hann konuna og nekt henn- ar af sérstakri munóð og listrænu innsæi og eru þessar myndir ein- stakar í íslenskri listasögu. Það er vissara að reita þessa ekki til reiði! Stálkonur Dobbins vísa öllum hefðbundnuin kvenímyndunum á bug og vilja skapa nýja ímynd hinnar frjálsu sterku konu. Aðrir telja þessi kraftalegu vöðvabónt ekkert annaö en afskræm- ingu og dæmi uin órkynjun samtímans. Bill Ðobbins Ljósmyndarinn Bill Dobbins er búsettur í Los Angeles í Kalí- forníu. Auk Ijósmyndunar fæst hann við ritstörf og hefur haft af- gerandi áhrif á þá veröld sem vaxtarræktin hrærist í. Hann var m.a. einn af stofnendum vöðva- ritsins „FIex“, var aðstoðarrit- stjóri, ljósmyndari og dálkahöf- undur „Muscle and Fitness" og hefur ritað fjölmargar bækur um líkamshreysti og hollustuhætti, þar á meðal bók sem hann vann í samvinnu við vöðvatröllið Am- old Schwartzenegger. Aðeins á Akureyri Ljósmyndasýninguna setur Lista- safnið upp í samvinnu við Hannes Sigurðsson, listfræðing, og verður sýningin sett upp í Kringlunni í Reykjavík. Það er hins vegar að- eins í Listasafninu á Akureyri þar sem þessum tveimur sýningum, nektarmyndir Gunnlaugs Blöndal og ljósmyndum Bill Dobbins, er stillt upp saman. Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Lista- safnsins, segir hugmyndina hafa kviknað í safnráði Listasafnsins þegar ljóst var að ljósmyndasýn- ing Dobbins fengist til landsins. í framhaldi af því hófst Haraldur handa við að safna saman mynd- um eftir Gunnlaug, sem flestar eru í einkaeign, og er þetta sennilega viðamesta sýning á módelmynd- um hans hérlendis. „I myndum Gunnlaugs koma fram gjörólík viðhorf,“ segir Haraldur og bendir á að vegna þess að báðar sýningar fjalli um kvenlíkamann sé ekki hjá því komist að bera þær saman og leiða hugann að þessu forvitni- lega fyrirbæri, kvenímyndinni. „Þetta er mjög merkilegt um- hugsunarefni,“ segir Haraldur um kvenímyndina og bætir við að sýningamar falli mjög vel að hlut- verki Listasafnsins því tilgangur þess sé ekki aðeins að gefa fólki kost á að skoða myndlist heldur eigi heimsókn í safnið að geta ver- ið andleg líkamsrækt. Hún gefi fólki gjaman eitthvað til að hugsa um. Við látum Haraldi lokaorðin eftir: „Að njóta listar er meira en að horfa. Það gengur út á að mynda sér viðhorf og afla sér þekkingar.“ AI Ekki kaupa fasteign á AkureyriH Nema aö hafa skoðaö raöhúsin okkar Við höfum réttu fasteignina fyrir þig, raðhús af mörgum stærðum sem hægt er að aðlaga að þínum óskum. Tresmiðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. Skipagötu 16 ■ Sími 461 2366 ■ Fax 461 2368 • Opið kl. 13-17.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.