Dagur - 09.07.1996, Page 10

Dagur - 09.07.1996, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 9. júlí 1996 ÍÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON Golf - Akureyrarmótið: Ekkert mál fyrir Sigurpál Flestir áttu von á spennandi keppni í meistaraflokki karla á Akureyrarmótinu í golfí sem lauk á laugardag. Spennan var einungis fram í mitt mót, því á þriðja degi skildi í sundur. Sig- urpáll Geir Sveinsson lék þá á 69 höggum, - tveimur undir pari vallarins en Björgvin Þorsteins- son, helsti keppinautur Sigur- páls var á 80 höggum. Eftir það var nokkuð ljóst að Sigurpáll mundi tryggja sér titilinn í ijórða sinn á fímm árum og það gekk eftir. Hann lék á 287 högg- um, en Björgvin á 301 höggi. „Eftir „Arctic open“ fór ég að hugsa minn gang, því ég var að spila hörmulega. Ég fór með Dav- id (Georg Bamwell, golfkennara) niður á æfingasvæði og hann þurfti ekki nema tíu mínútur, þá sagði hann mér hvað var að sveifl- unni og ég er farinn að slá miklu betur,“ sagði Sigurpáll. „Þetta er einu höggi betra en á Landsmót- inu þegar það var haldið héma síðast og mér líst vel á framhaldið. Landsmótið er í Vestmannaeyjum í ár og ég hef alltaf kunnað vel við þann völl og spilað vel þar,“ sagði Sigurpáll. Björgvin náði forskoti eftir fyrsta hringinn, lék þá á 70 högg- um en hann náði ekki að fylgja því eftir. „Löngu höggin voru góð, en ég var að slá jámahöggin illa. Sérstaklega á öðrum á þriðja degi og við það bættist að púttin gengu ekki niður á þriðja hringnum,“ sagði Björgvin. Erla Adolfsdóttir hreppti Akur- eyrarbikarinn í meistaraflokki kvenna baráttulaust, þar sem hún var ein í flokknum. Góð þátttaka var í mótinu. 108 kylfingar skráðu sig til leiks í flokkana tólf. Hins vegar hefur sjaldan verið verr mætt á lokahóf að afloknu Akureyrarmóti eins og nú. Aðeins þriðjungur keppenda mætti og nokkrir verðlaunahafa voru fjarverandi. Þá vakti það at- hygli að nokkrir kylfingar fengu frávísun fyrir að gleyma að skrifa undir skorkort, þar af þrír þegar á fyrsta keppnisdegi. Nokkrir af sigurvegurunum á Akureyrarmótinu. Taiið frá vinstri: Haukur Jakobsson, Patricia Ann Jónsson, Anna Freyja Eðvarðsdótitr, Njáll Harðarson, Helena Árnadóttir, Agnes Jónsdóttir, Sigurpáll Geir Sveinsson og Guðbjörn Garðarsson. Slakaði á „Ég var nokkuð ánægð með fyrstu tvo dagana, en þá tvo síðustu slak- aði ég á, kannski vegna þess að ég var þá komin með nokkuð gott forskot. Ég reikna með því að ég hefði getað spilað betur ef ég hefði fengið meiri keppni," sagði Patricia Ann Jónsson, sigurvegar- inn í öldungaflokki kvenna, sem kom inn á 410 höggum, sem var nítján höggum færra en hjá Maríu Daníelsdóttur, sem varð önnur í flokknum. Jafnir hringir Elsti keppandinn í flokki 55-65 ára, Haukur Jakobsson, sem er 64 ára, varð öruggur sigurvegari í sínum flokki. Hann kvaðst þakka það góðum æfingum. „Ég saknaði Gunnars Sólness og Gísla Braga Hjartarsonar. Þeir eru báðir með lægri forgjöf en ég og það hefði verið gaman að mæta þeim. Þar með er ég ekki að segja að ég hefði tapað fyrir þeim,“ sagði Haukur, sem átti mjög jafna hringi og endaði á 332 höggum. Sigurpáll Geir Sveinsson sigraði á sínu fjórða Akureyrarmóti á fimm árum í meistaraflokki karla. Mynd: bg Misjafnt golf Meistaramót klúbbanna Úrslit: Akureyrarmótið: Meistaraflokkur karla: Sigurpáll G. Sveinsson 287 Björgvin Þorsteinsson 301 Birgir Haraldsson 303 Bjöm Axelsson 307 Ómar Halldórsson 310 Skúli Ágústsson 310 Meistaraflokkur kvenna: Erla Adolfsdóttir 359 1. flokkur karla: Guðbjörn Garðarsson 323 Sævar Sævarsson 329 Kjartan F. Sigurðsson 329 1. flokkur kvenna: Anna F. Eðvarðsdóttir 371 Hulda Vilhjálmsdóttir 379 Hildur Rós Símonard. 384 2. flokkur karla: Njáll Harðarson 371 Smári Jónsson 379 Ragnar Sigurðsson 381 2. flokkur kvenna: Agnes Jónsdóttir 448 Guðrún S. Jónsdótdr 458 Jakobína Reynisdóttir 468 3. flokkur karla: Steinmar Rögnvaldsson 356 Baldvin Harðarson 369 Birgir Már Harðarson 372 4. flokkur karla: Bjöm Ævar Guðmundsson 387 Ófeigur Marinósson 416 Njáll Trausti Friðbertss. 432 Piltaflokkur: Finnur Bessi Sigurðsson 325 Ingvar Karl Hermannsson 335 Jóhannes Árnason 349 Stúlknaflokkur: Helena Árnadóttir 445 Guðríður Sveinsdóttir 456 Guðbjörg Úlfarsdóttir 463 Karlar 55 - 65 ára: Haukur Jakobsson 332 Birgir Marinósson 342 Hreiðar Gíslason 358 Karlar 65 ára og eldri: Páll Halldórsson 191 Árni Ingimundarson 201 Hörður Steinbergsson 204 Öldungaflokkur kvenna: Patricia Ann Jónsson 410 María Daníelsdóttir 429 Ásdís Þorvaldsdóttir 438 Golfklúbbur Húsavíkur: Guðni og Sólveig sigruðu 11. flokki Björg Jónsdóttir og Pálmi Pálmason og dætur þeirra Anný Björg, Jóna Björg og Helga Björg. Þau kepptu öll á þessu móti og urðu öll í verðlauna- sætum. Guðbjöm Garðarsson og Kjartan F. Sigurðsson voru lengst af í bar- áttunni um gullið í 1. flokknum og þeir voru jafnir fyrir fjórða hring- inn. Guðbjöm tók átta högg af Kjartani á fyrri níu holunum loka- daginn og þá var ljóst hvert stefndi. Kjartan varð síðan að láta 2. sætið af hendi til Sævars Þ. Sævarssonar. Báðir léku á 329 höggurn en Sævar sigraði Kjartan í bráðabana. „Þetta er eitt af uppáhaldsmót- unum mínum. Mér gengur yfirleitt vel á Akureyrarmótum," sagði Guðbjöm, sem sigraði í 1. flokkn- um í þriðja sinn. „Golfið var af- skaplega misjafnt. Ég var að spila vel einn daginn, en setti ekkert niður á flötunum. Annan dag var ég að spila mjög illa, en var hepp- inn inn á milli og náði að bjarga mér. Ég var í miklu stuði á fyrri níu holunum lokadaginn, en missti einbeitinguna á síðari níu holun- um. Munurinn var hins vegar orð- inn það mikill að það skipti ekki máli,“ sagði Guðbjöm, sem kom inn á 323 höggum. Anna Freyja Eðvarðsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna á 371 höggi. Meistaramótinu lauk í blíðu- veðri seinni partinn á laugardag, eftir harða baráttu um annað sætið í 1. flokki kvenna. Þar átt- ust við systur Anný Björg og Jóna Björg, sem fóru í umspil og mörgum sinnum bráðabana. Keppni í piltaflokki var frestað þar sem flestir keppenda voru á Essó knattspyrnumóti á Akur- eyri. Úrslit urðu sem hér segir: Stúlknaflokkur 1. Helga Björg Pálmadóttir 199 2. Bima Dögg Magnúsdóttir 214 2. flokkur kvenna 1. Þóra Sigurmundsdóttir 195 2. Kristín Magnúsdóttir 198 3. Björg Jónsdóttir 213 3. flokkur karla 1. Kristbjöm Jónsson 404 2. Sveinn Veigar Hreinsson 404 3. Sveinbjöm Magnússon 444 2. flokkur karla 1. Pálmi Pálmason 346 2. Bjami Sveinsson 361 3. Pálmi Þorsteinsson 371 1. flokkur kvenna 1. Sólveig Jóna Skúladóttir 358 2. Jóna Björg Pálmadóttir 363 3. Anný Björg Pálmadóttir 363 1. flokkur karla 1. Guðni Rúnar Helgason 310 2. Skúli Skúlason 312 3. Axel Reynisson 318 Aðspurður sagðist Guðni Rún- ar Helgason „auðvitað ekkert mega vera að þessu en það væri bara svo gaman í golfinu að það væri bara tekinn tími hvort sem hann væri á lausu eða ekki. Ég er búinn að vera meiddur og hef ekki spilað með Völsungunum síðustu þrjá leiki en nú er ég að verða nokkuð góður svo ég á von á að vera með í næsta leik. Ég kom og kláraði mitt spil í golfinu eldsnemma í morgun áður en hinir spilaramir mættu því ég þurfti að vera með strákunum sem ég þjálfa í fótboltanum. Það er þriðji flokk- ur stráka og þeir voru að keppa við Tindastól hér á Húsavíkur- velli.“ GKJ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.