Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júlí 1996 FRÉTTIR Nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna skoðuðu mannvirki Hita- og Vatnsveitu Akureyrar sl. sunnudag. Hér sjást þeir ásamt forsvarsmönnum skólans og hitaveitunnar. Mynd: -sbs. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna: Nemendur skoða norðlenska jarðhitanýtingu Nemendur frá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna heimsóttu dælustöð HVA við Þórunnar- stræti sl. laugardag. Heimsókn þessi var meðal fjölmargra ann- arra dagskrárliða í ferð nem- enda skólans vítt og breitt um landið, þar sem þeim er kynnt nýting jarðhita - og ýmis mann- virki sem því tengjast. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóð- anna er rekinn sem hluti af Orku- stofnun, og starfsemi hans er hluti af þróunaraðstoð Islendinga við frumstæð ríki. Skólaárið hefst í apríl ár hvert og stendur fram til loka október. Um þessar mundir stunda 18 nemendur nám við skól- ann, það er frá Filipjrseyjum, Víet- nam, Indónesíu, Iran, Pakistan, Kenýa, Úganda, Rúmeníu, Grikk- landi, E1 Salvador, Guatemala og Costa Rica. Árið í ár er hið fyrsta sem víet- namskir, íranskir, pakistanskir og grískir nemendur eru í námi við skólann og hinum síðastnefndu er það gert kleift með tilstyrk frá Evrópusambandinu Að sögn Ingvars Birgis Frið- leifssonar, skólastjóra, hafa á átján ára starfsferli skólans alls 180 manns frá 33 löndum numið við hann. Nemendurnir eru yfirleitt áður menntaðir á sviði raunvís- inda, en koma hingað til lands til að hnykkja sérstaklega á menntun sinni um jarðhita. Eldfjalla- og jarðhitalandið fsland þykir heppi- legur vettvangur að því leyti og meðal annars þess vegna er skól- anum valinn staður hérlendis. Sem áður segir er hann hluti af Orku- stofunun og starfsmenn og vís- indamenn þar eru kennarar. Á ferð sinni um Norðurland kynntu nemendur sér nýtingu jarðhita, meðal annars í Húnaþingi og Skagafirði, fjölbreytta nýtingu og vinnsluaðferðir jarðhita hjá HVA, starfsemi Silfurlax í Keldu- hverfi, Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit og Kröfluvirkjunar. „Einnig skoðum við þá staði sem nemend- um kynni að þykja áhugavert að sjá, væru þeir óbreyttir ferða- menn,“ sagði Lúðvík Georgsson, aðstoðarskólastjóri. - sbs. Gripdeild á Þórshöfn Lögreglan á Þórshöfn hafði í gær í yfirheyrslu ungmenni vegna stulds, og er mál þeirra nú upplýst. Ungmennin, stúlka og piltur, bæði undir tvítugu, gistu í tjaldi á tjaldsvæðinu á Þórshöfn um helg- ina, og hafði stúlkan fengið að bregða sér á salemi rétt hjá tjald- svæðinu. Þaðan greip hún með sér armbandsúr, og komst stuldurinn upp, en þá kom í ljós að meðreið- arsveinn hennar var ekki með öllu heiðarlegur heldur. Hafði hann í fómm sér illa fenginn farsíma, sem stolið hafði verið í Reykjavík. Málið telst upplýst, og verður sent sína leið í gegnum kerfið. shv Skaðabótakrafa á hendur Ólafsfjarðarbæ: Vísað til vís Bæjarráð ÓlafsQarðar sam- þykkti á fundi sínum í mánuðin- um að vísa til Vátryggingafélags íslands skaðabótakröfu á hend- ur bænum vegna slyss er Klem- enz Jónsson varð fyrir 10. des- ember 1993 í íþróttasal Barna- skóla Ólafsfjarðar. Var hann þar að þjálfa skíða- krakka, meiddist á rist og átti lengi í þeim meiðslum. „VíS neit- aði að borga tryggingabætur á sín- um tíma en við erum á einu máli um að tryggingafélagið eigi að greiða þetta því við erum með þetta tryggt eins og aðrar stofnanir bæjarins," sagði Jónína Óskars- dóttir, formaður bæjarráðs. Átti hún von á að reyna mundi á málið fyrir dómstólum. HA íslenski kvenþjóðbún- ingurinn alltaf vinsæll Elín Jónsdóttir sýnir Guðrúnu Höddu Bjarnadóttur, leiðbeinanda í Punkt- inum, hvernig beltið á upphlutnum fer best, eftir að hafa rætt um sauma- skapinn á búningnum. Mynd: bg Á mánudaginn 29. júlí gefst fólki kostur á að hitta að máli Elínu Jónsdóttur, sem veit manna mest um íslenska þjóð- búninginn. Elín hefur haldið námskeið í gerð þjóðbúningsins í Heimilisiðnaðarskólanum í Reykjavík og ætlar nú að taka á móti Norðlendingum sem áhuga hafa á að koma sér upp búningi, aðstoða þá við snið, efniskaup, viðgerðir eða breytingar á þess- um þjóðlega klæðnaði. Elín segir að áhuginn á ís- lenska þjóðbúningnum sé alltaf mikill og að engin námskeið hafi lifað lengur en þjóðbúningagerð. „Ungar stúlkur hafa áhuga á þess- um klæðnaði og sumar þá fyrir brúðkaupið. Margar hafa líka erft silfrið og vilja nota það í búning.“ Búningurinn hefur ekki tekið miklum breytingum en Elín segir að nú eigi flestir nýja upphlutinn svo kallaða sem breyttist um alda- mót þegar Sigurður Guðmundsson málari lagði til þær breytingar að bolurinn og pilsið væru hvoru tveggja svart. „Áður gat bolurinn verið verið úr bláu eða grænu flaueli og það eru enn konur sem vilja koma sér upp þess konar búningi.“ Elín segir einhver brögð að því að fólk vilji breyta búningnum eftir smekk en bætir við að það megi alls ekki og slíkt læri fólk ekki á námskeiðunum hjá sér. „Þjóðbúningurinn klæðir allar konur ef hann er rétt sniðinn og eins er nauðsynlegt að sjalið og allir hlutir fari vel.“ Yfír 200 þúsund krónur Elín segir dýrt að koma sér upp upphlut en peysufötin séu ódýrari. „Góður saumaskapur á upphlut getur farið yfir 40 þúsund krónur, efnið kostar 10-20 þúsund og Rekstur Hótels Ólafsfjaröar: Ýmsar hug- myndir í gangi Á fundi bæjarráðs Ólafsijarð- ar fyrr í mánuðinum var tek- ið fyrir bréf frá Skeljungi varðandi rekstur hótels Ól- afsljarðar. Þar er, að sögn Jónínu Óskarsdóttur, for- manns bæjarráðs í Ólafsfirði, verið að kanna möguleika á því með hvaða hætti bærinn gæti komið inn í rekstur hótelsins, sem verið hefur af- ar erfiður. í bréfinu er gerð grein fyrir ýmsum hugmyndum sem Skeljungur hefur um rekstur hótelsins og tók bæjarráð já- kvætt í erindið. „Það er ekkert fast ákveðið í þessum efnum, en það eru ýmsar hugmyndir í gangi og verið að vinna að þeim,“ sagði Jónína. M.a. er hugmynd um að fá fleiri hlut- hafa inn í reksturinn. Hún sagðist reikna með að málin myndu skýrast betur í næsta mánuði. HA A-Hún.: Árekstur Árekstur varð við Hamarsrétt á Vatnsnesi í Austur-Húnavatns- sýslu í gær. Tveir bílar rákust saman, og skemmdust nokkuð, en engin meiðsl urðu á fólki. shv silfrið, silfurlitt eða gyllt er um 150-170 þúsund krónur." Elín segir því að flestar konurnar sem koma á námskeiðin hafi erft mill- urnar og séu búnar að koma sér upp efni í búninginn smám saman. Elín tekur á móti þeim sem fýs- ir að vita hvort hægt sé að lagfæra upphluti og peysuföt í tómstunda- og handverksmiðstöðinni Punktin- um á Akureyri frá klukkan 13 mánudaginn 29. júlí. Hún mun einnig kenna hvemig þræða og hnýta eigi slifsið og leggur áherslu á að fólk mæti með búningana. mgh Jörðin Garðsvík Á Svalbarðsströnd til sölu Greiðslumark í mjólk 133.000 lítrar, 36 kýr og 50 geldneyti, vélar í góðu lagi. Einnig jörð með íbúðarhúsi byggðu 1975 að stærð 308 m2, tvær íbúðir, ný hlaða 2300 m3 ásamt fjósi fyrir 36 kýr og geldneyti og geymslur. Fjárhús 186 m2 ásamt 890 m3 hlöðu. Jörðinni fylgir framleiðsluréttur í sauðfé fyrir 150 ærgildi. Tún um 40 ha. Fjarlægð frá Akureyri um 20 km. Tilboðum í þessar eignir aðskildar eða jörðina í heild sinni með framleiðslurétti sé skilað til Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir 15. ágúst nk. merkt: „Bújörð“. Nánari upplýsingar veittar þar í síma 462 4477. Fjölskyldudagar að Hrísum Eyjafjarðarsveit dagana 27.-28. júlí 1996 og hefst laugardaginn kl. 15.00. Margt verður sér til gamans gert svo sem farið á hestbak, ekið á dráttarvél, keyrt um svæðið í hestakerru, fjallganga, dansað í „hlöðunni" og ýmislegt fleira til gamans fyrir alla aldurshópa. Allar nauðsynlegar veitingar verða til sölu á staðnum, kaffi, vöfflur, grillveisla og morgunmatur. Tilvalinn staður fyrir fólk að tjalda og njóta útivistar í frjálsu umhverfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.