Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 16
AKUR Kaupangi v/Mýrarveg • Sími 462 4800 17 KULDAGALLAR iPORTFATNAI SEGU GEROIH! /tGlR Borö 90x90 cm og 4 stólar kr. 4.300,- Plaststólar kr. 455,- stk. Úrval af göngustöfum Kælitöskur Vindsængur einfaldar og tvöfaldar Pottasett litir f Flfsfatnaði Gasprfmusar fyrir göngufólk Skrefmælar 50 gerðir af tjöldum Tveggja manna kúlutjald og svefnpoki kr. 8.900,- Barnasvefnpokar kr. 2.800,- Svefnpokar frá kr. 4.900,- Bakpokar frá kr. 1.700,- Norskar lopapegsur - 10% afsláttur Gönguskór Tjaldborð og stóiarí settum þar sem ferðalagið byrjar /ERSLUNlN GLERÁRGÖTU 32 - SÍMI 461 3017 Laugardaga kl. 10-13 Rekstur fiskeldisstöðvarinnar Silfurstjörnunnar hf. í Öxar- fírði hefur gengið vel að undan- förnu og er nú verið að stækka stöðina um þrjátíu prósent. Fiskeldisstöðin Silfurstjaman hf. í Öxarfirði er í dag um fimmt- án þúsund rúmmetrar að stærð og framkvæmdir em hafnar við stækkun um allt að sex þúsund rúmmetra eða fjömtíu prósent. Stöðin framleiðir um níu hundruð tonn af fiski á ári og em áætlanir um að með þessarri stækkun á stöðinni aukist framleiðslan vem- lega eða í tólf hundruð tonn á ári. Slátrun í stöðinni fer fram þrisvar í viku og er þá flest starfsfólk við vinnu en stöðin telst skila um tutt- ugu og fimm ársverkum. Silfur- stjarnan hf. selur afurðir sínar út um allan heim en þó langmest til © VEÐRIÐ Það er óþarfi að kvarta undan veðrinu þessa dag- ana, og útlit er fyrir gott veður áfram. Á Norðurlandi vestra verður í dag sunnan eða suðvestan átt, ef til vill smá skúrir, 05 hiti á bilinu 10-16 stig. A Norðurlandi eystra verður örlítið hlýrra, 12-18 stig og sunnan eða suðvestan átt, skýjað á köflum. Bretlands og Bandaríkjanna. Að sögn Benedikts Kristjánssonar, framkvæmdastjóra í Silfurstjörn- unni hf„ fæst veruleg hagkvæmni í reksturinn með því að stækka stöðina, ekki sé reiknað með að fjölga þurfi starfsfólki svo nokkm nemi. Rekstur Silfurstjörnunnar hefur gengið vel og líta menn björtum augum á framtíðina þó svo að lágt verð sé á laxi í augna- blikinu, sem Benedikt segir stafa af offramboði á norskum eldislaxi. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn," segir Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri. GKJ Rimlagardínur (plast-ál-tré) Rúllugardínur (Sólarfílma-myrkva-venjulegar) Strimlagardínur Komdu og líttu ó úrvalið Vallakirkja í Svarfaðardal: Nú er verið að leggja síðustu hönd á lagfæringar innanhúss í Vallakirkju og í gær var Snorri Guðvarðarson, málari, þar að störfum. Mynd: BG Framkvæmdir eru hafnar við stækkun fiskeldisstöðvarinnar Silfurstjörn- unnar hf. í Öxarfirði. Öxarfjörður: Silfurstjarnan hf. stækkuð um 40 % Gagngerum endur- bótum að Ijúka Undanfarið eitt ár eða svo hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Vallakirkju í Svarfaðardal. Eru þær nú að komast á lokastig og verður kirkjan endurvígð við hátíðlega athöfn innan tíðar. Vallakirkja þykir afar falleg, en hún er úr timbri, byggð 1861, og vígð á annan í jólum það ár. Framkvæmdir hafa verið um- fangsmiklar og til að byrja með var þakið tekið af kirkjunni og hún rétt á grunninum. Síðan hefur hvert atriði verið tekið fyrir og hafa framkvæmdir verið í umsjá húsafriðunamefndar. Hefur verið leitast við að fara sem næst því sem var. Að sögn Elínborgar Gunnarsdóttur, formanns sóknar- nefndar Vallasóknar, eru fram- kvæmdir sem þessar nokkuð kostnaðarsamar, en engu að síður vel peninganna virði og nauðsyn- legt að vanda til verksins. Hefur tvívegis fengist styrkur til þeirra úr húsafriðunarsjóði og fleiri sjóð- um. Engu að síður segir Elínborg ekki fara hjá því að þetta er nokk- uð stór biti að kyngja fyrir ekki stærri sókn, en um 90 manns em í Vallasókn. „Ibúar í Vallasókn gætu vel þegið að fólk hugsað vel til kirkjunnar, bæði brottfluttir Svarfdælingar og fleiri. Maður verður var við að margir einstak- lingar vilja hjálpa til og þó hver leggi ekki fram háa upphæð kem- ur það allt til góða,“ sagði Elín- borg. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.