Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Fimmtudagur 25. júlí 1996 - DAGUR - 3 Andrea Gylfa á Túborgdjassi unni á Akureyri ásamt hljóm- sveit sinni. Andreu þarf ekki að kynna fyr- ir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur verið í fremstu röð í mörg ár jafnt á sviði djass sem popptónlistar. Hljómsveitin er skipuð hreint frábærum hljóðfæra- leikurum sem allir koma við sögu Tuborgdjass Listasumars og Café Karolínu. Hljómsveitina skipa: Kjartan Valdemarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Matthías Hanstock á trommur. Þetta eru tónleikar sem enginn aðdáandi sígildrar djasstónlistar ætti að láta fram hjá sér fara. Að- gangur að tónleikunum er ókeyp- is. f kvöld, fimmtudaginn 25. júlí, kl. 21.30, heldur Andrea Gylfa- dóttir söngkona tónleika í Deigl- Hér er Andrea Gylfadóttir í „viiltri14 djasssveiflu. Börnin taka jafnan virkan þátt í útiskemmtuninni Funa. Hér er veriö að mála einn þátttakenda á hátíðinni í fyrra. Árskógur: Utihátíðin Funi ’96 um næstu helgi Hin árlega útihátíð SÁÁ-N verð- ur haldin um næstkomandi helgi. Hátíðin er árleg og hefur verið haldin undanfarin ár í Ár- skógi á Árskógsströnd þar sem hún verður enn á ný í ár, nú undir nafninu Funi ’96. Svæðið verður opnað kl. 17 á föstudag en að lokinni setningar- hátíð kl. 22 um kvöldið verður varðeldur þar sem brugðið verður á leik og síðan dansað fram á nótt við undirleik Dadda Rún, diskó- tekara. Á laugardagsmorgun verður boðið upp á létta leikfimi og sund kl. 10. Um hádegi verður kveikt upp í stóru sameiginlegu grilli en eftir hádegi verður fjölbreytt bamadagskrá til kvölds. Meðal annars verður farið í leiki, flugvél flýgur yfir, hestakerra verður á svæðinu og boðið upp á sjóstanga- veiði. Sameiginlegt grill verður svo síðdegis og kvöldið verður svo hápunktur hátíðarinnar með vandaðri kvöldvöku og dansi fram á nótt við undirleik hinnar geysi- vinsælu hljómsveitar Sixties. Há- tíðinni verður svo slitið upp úr há- degi á sunnudag. Jafnan hefur verið ágætlega mætt til Funa hátíðanna en veðrið samt alltaf skipt mestu um að- sóknina. JÓH á Hlíðarholtsvelli, Akureyri Dagskrá FÖSTUDAGURINN 26. JÚLÍ Kl. 19.00: Tölt unglinga forkeppni, tölt barna forkeppni, tölt B forkeppni, tölt A forkeppni LAUGARDAGURINN 27. JÚLÍ Kl. 9,00: A fl. gæSinga forkeppni Kl. 10.30: Unglingar forkeppni Börn forkeppni Kl. 12.00: Matarhlé. Kl. 13.00: B fl. gæðinga forkeppni Kl. 15.30: Kaffihlé. Kl. 16.30: KappreiSar (skráning á staSnum) Kl. 20.00: Grill - OpiS hús Skeifunni SUNNUDAGURINN 28. JULI Kl. 11.00: Úrslit tölt - Allir flokkar A-B-Börn, unglingar Kl. 14.00: Úrslit gæSingakeppni B fl. - unglingar, börn, A-flokkur HESTAMANNAFÉLÖGIN LÉTTIR OG FUNI. AKureyri: Ahöfn Hannover á námskeiði í vikunni tóku liðsmenn slökkvi- liðsins á Akureyri að sér að kenna áhöfn þýska togarans Hannover, sem staddur var á Akureyri, með- Framkvæmdir eru að hefjast þessa dagana við tvo vegar- kafla í Vatnsdal, en Vegagerð- in samdi við Steypustöð Blönduóss á grundvelli tilboðs hennar að upphæð um 7,2 milljónir króna. Um er að ræða nýbyggingu annars vegar á vegarkafla um Hnjúk og hins vegar kafla frá Flugu og suður fyrir Gilsstaði. Samtals eru þessir kaflar 2,2 km ferð reykköfunartækja og hand- slökkvitækja. Hannover er í eigu þýsku útgerðarinnar DFFU, sem Samherji á meirihluta í. Einnig að lengd. Þá er inn í þessu verki lagning malarslitlags á milli þessarra tveggja nýbyggingar- kafla, samtals 4 km. Nýbygging- arkaflamir verða sömuleiðis lagðir malarslitlagi. Einar Gíslason, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Sauðárkróki, segir að ætlunin sé að ljúka þessum framkvæmdum í Vatns- dal í haust. Hann segir að veg- línan muni breytast lítillega. óþh tók Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, áhöfn- ina á námskeið í meðferð og notk- un flotbúninga og gúmmíbjörgun- arbáta. Meðfylgjandi mynd tók Bjöm Gíslason, ljósmyndari Dags, við Slökkvistöðina þegar notkun handslökkvitækja var æfð. HA Skákfélag Akureyrar: Hraðskák íkvöld Júlíhraðskákmót Skákfélags Ak- ureyrar verður í kvöld kl. 20 í Skákheimilinu við Þingvallastræti. Starfsemi félagsins er að jafnaði lítil yfir sumartímann en haldin hraðskákmót í hverjum mánuði og nýlokið er Göngugötuhraðskák- móti, eins og sagt hefur verið frá. Vatnsdalur: Vegaframkvæmdir að hefjast 20% r FAGLEG RÁDGJÖF LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI -zsr 463 0321, 463 0326, 463 0323 FAX 462 7813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.