Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 25.07.1996, Blaðsíða 9
yfirtaki alla ráðningarsamninga sem í gildi eru, bæði ráðinna og skipaðra kennara. Sveitarfélögin yfirtaki líka kjarasamninga og ný- ráðningar fari eftir þeim. Hvað réttindi og skyldur kennara varðar, hafa þeir fengið sérlög, sem sam- þykkt voru í vor, um leið og ný lög um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, og að sögn Hannesar eru nýju lögin í raun endurspeglun af gömlu lögunum. Kjör kennara eigi því að vera óbreytt, en óneitanlega geti starfs- umhverfi þeirra breyst, þegar þeir verði undir annan settir en áður. „Þeir hlutir verða að koma í Ijós,“ segir Hannes, „það verður örugglega jafn misjafnt og skóla- nefndirnar eru margar. Nú geta þær gefið skólastjórum umboð til að sjá um ráðningar, þær munu sjá um erindisbréf og annað slíkt, þannig að margt sem áður var hjá ráðuneytinu flyst yfir til þeirra.“ Hannes segir að á sínum tíma hafi Ólafur G. Einarsson, fyrrver- andi menntamálaráðherra, sagt flutninginn verða kennurum til hagsbóta, mun auðveldara yrði fyrir þá að sækja kjarabætur til sveitarfélaganna en ríkisins og segir Hannes kennara óneitanlega horfa til þess og vona að Ólafur hafi haft rétt fyrir sér. Hvað fleiri breytingar til batnaðar varðar, nefnir Hannes ummæli sveitar- stjómarmanna. „Þeir hafa margir talað um metnað sveitarstjóma fyrir hönd skólanna, og við erum spennt að sjá í hverju hann muni birtast. Einhver sveitarfélög hefur maður heyrt um sem ætla að bjóða meiri kennslu en er lögboðin, og svo vonum við auðvitað að þau muni hafa metnað til að ráða fleiri réttindakennara en áður.“ Sigurjón Pétursson, hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, leggur áherslu á að Sambandið hafi ekkert húsbóndavald yfir sveitarfélögunum, heldur eingöngu þau réttindi og þær skyldur sem sveitarfélögin láti því í té. Hins vegar reyni það að vera samræmingaraðili, án þess að gefa nein fyrirmæli. Hann segir launa- nefnd Sambandsins þegar vera komna með umboð frá velflestum og stærstu sveitarfélögum landsins til að semja við kennara í komandi kjarasamningum, og gengið sé út frá því að samið verði á einu borði. Samningar við kennara ættu því ekki að verða flóknari hér eftir en hingað til. Fleiri kennslustundir Helsta breytingin sem Hannes tel- ur nemendur koma til með að verða vara við, sé fleiri kennslu- stundir og lenging skóladagsins. Hann segir að ýmissri fræðslu hafi verið bætt inn síðustu ár, án þess að fjölga kennslustundum, eins og tölvufræðslu, fræðslu um fíkni- efnavamir, fjölmiðlafræðslu og ýmsu öðm sem leiðir af breyttu samfélagi. „Það er mjög vinsælt þegar vandamál kemur upp í þjóð- félaginu, að vísa á skólana og segja að þeir verði að bæta þar úr, og einhvem tímann hlýtur að koma að því að fjölga verði tím- um.“ Fjölga á kennslustundum 1.-4. bekkjar í 30, 5-7. bekkjar í 35 og 8.-10. bekkjar í 37 og verður kennslustundunum fjölgað jafnt og þétt til ársins 1999, þegar fram- angreindum fjölda verður náð. Jafnframt á grunnskólinn að vera orðinn einsetinn árið 2001. Sveitarfélög munu fínna fyrir nálægðinni Um mánaðamótin verða fræðslu- skrifstofur lagðar niður, og við taka skólaskrifstofur, sem verða að minnsta kosti 24 á landinu, en fræðsluskrifstofur eru nú átta. All- ur gangur er á því hvort starfs- mönnum fjölgar eða fækkar með fimmtudagur 25. júlí 1996 - DAGUR - 9 breytingunni, enda verða verkefni skólaskrifstofanna ekki nákvæm- lega hin sömu og fræðsluskrifstof- anna. Sigurjón Pétursson telur stærstu breytinguna vera þá að fyrir breytinguna var hlutverk fræðsluskrifstofa í hverju umdæmi fyrir sig að úthluta sérkennslu- kvóta til skólanna, en nú fara pen- ingarnir beint til sveitarfélaganna, nema fjármagn sem eyrnamerkt er kennslu fatlaðra bama og ís- lenskukennslu nýbúa. „Þetta er breyting sem ég held að mest verði tekið eftir. Fræðsluskrifstofa gat ákveðið að skóli fengi svo og svo mikið meira fjármagn en ein- hver annar í umdæminu, en það hverfur nú. Nú munu skólamenn hafa samband við sína sveitar- stjóm beint, en ég geri svo sem ráð fyrir að einhverjum eigi eftir að þykja óþægilegt að hafa ekki neinn til að leita til á umdæmis- grundvelli." Hannes Þorsteinsson segir sveitarfélögin eiga eftir að finna fyrir nálægðinni við nemendur og foreldra þeirra, kröfur til skólanna eigi eftir að vaxa með aukinni ná- lægð við stjómendur, og afleiðing þess séu meiri fjárútlát. „Eg held að sveitarfélögin eigi eftir að finna fyrir því að þau em með fjármagnið, foreldrar munu fletta upp í lögum og reglugerðum og sjá að bamið þeirra á rétt á sér- fræðiþjónustu. Það getur orðið erfitt fyrir sveitarstjómarmenn þegar þeir hafa peningana í hönd- unum að standa gegn þeim kröf- um. Þessi aukna nálægð getur því bæði orðið til þæginda og valdið mönnum erfiðleikum." Skólaskrifstofur í stað fræðsluskrifstofa „Það má segja að við séum þjón- ustustofnun, sem sér um kennslu-, sál-, og sérfræðilega þjónustu,“ segir Jón Baldvin Hannnesson, forstöðumaður Skólaþjónustu Ey- þings. Skólaþjónusta Eyþings sinnir sama svæði og fræðsluskrif- stofa Norðurlands eystra gerði áð- ur, en á Norðurlandi vestra hafa verið settar upp þrjár skólaskrif- stofur í stað fræðsluskrifstofunnar þar, á Blönduósi, í Skagafirði og á Siglufirði. Jón segir Skólaþjónustuna hvorki munu sjá um úthlutanir á fjármagni né rekstrareftirlit eins og fræðsluskrifstofumar gerðu, og segir hann það vera meginmuninn á þessum tveimur stofnunum. Hann segir starfsfólk á Skólaþjón- ustunni örlítið færra en var á fræðsluskrifstofunni, en þrátt fyrir það er ekki búið að manna þjón- ustuna að fullu, sérstaklega hafi gengið illa að fá sálfræðinga til starfa. Helstu áhyggjuefni Jóns Bald- vins er að ekki verði til staðar sú sérþekking sem nauðsynleg er á hverjum stað, hvort sem hún er á rekstri eða innra starfi, eftir að grunnskólinn verður kominn yfir til sveitarfélaganna, og að vænt- ingar til Skólaþjónustunnar séu of miklar. „Menn eru að vænta þess að hér verði ekki minni, og helst meiri þjónusta heldur en var á fræðsluskrifstofunni, en samt er verið að leggja upp með færri starfskrafta. Ég er hræddur um að væntingar manna yfirhöfuð geti verið of miklar, en auðvitað veit ég það ekki í smáatriðum. Það, að menn búast við að geta fengið hér ekki minni þjónustu en áður, segir mér að þeir búist við meiru en raunhæft er, í það minnsta í augnablikinu." Peningalegar forsendur „Ég verð bara að vera bjartsýnn,“ segir Sigmar Ólafsson, skólastjóri Hafralækjarskóla í Aðaldal. „Ég held að þetta eigi alveg að geta gengið, en auðvitað á eftir að reyna á hvernig peningamálin koma til okkar. Nú í vikunni erum við að leggja lokahönd á launa- mál, en þetta er alltof seint á ferð- inni. Launaforritið barst okkur ekki í hendur fyrir helgina eins og við vonuðumst til, en ég hefði viljað sjá það í síðasta lagi um miðjan júní, svo fólk hefði haft tíma til að æfa sig.“ Aðspurður um hvernig hann telji að ganga muni að reikna út frá vinnuskýrslum kennara, 1. október, sagðist Sigmar gera ráð fyrir einhverjum hnökrum þar á. Þrátt fyrir þessar áhyggjur segist hann alltaf hafa verið frekar hlynntur flutningnum, en skilyrði fyrir því að allt gangi upp, sé að peningalegar forsendur standist. „Sveitarfélögin eiga ekki peninga til að reka skólann og ríkið verður að tryggja þessar greiðslur til okk- ar, því það er ljóst að sveitarsjóður í Aðaldal getur ekki greitt kenn- aralaun.“ í sama streng tekur Atli Frið- bjömsson, oddviti í Svarfaðardal. „Maður er ekki farinn að sjá að allt sé komið í ákjósanlegan far- veg, og ég held að það sé vissu- lega eitthvað sem við hér erum hræddir um; að allt verði ekki sem skyldi í þessum efnum. Vissulega hefur maður áhyggjur af því að peningarnir skili sér ekki eins og talað hefur verið um, til sveitarfé- lags eins og okkar, sem þarf á miklum jöfnunaraðgerðum að halda til að geta staðið straum af kennaralaunum, sökum þess að við fáum ekki nerna lítið út úr tekjustofnum. Sveitarsjóðurinn hér hefur enga burði til að taka á sig aukinn kostnað vegna grunn- skólans.“ Aukinn kostnaður Árni Egilsson, sveitarstjóri Hofs- hrepps, gerir ráð fyrir að kostnað- ur við skólahald muni aukast í kjölfar flutningsins. „Það var vitað mál, um leið og gmnnskólalögin voru samþykkt, og ljóst var að skólinn flyttist til sveitarfélaganna og nálægðin yk- ist, að kröfur hins almenna borg- ara myndu vaxa. Nálægð hans er orðin mun meiri og hann getur frekar tekið á málum en ef hann þyrfti að eiga við ráðuneyti suður í Reykjavík. Kostnaðurinn við skólahaldið mun örugglega auk- ast, ég á von á að sérkennslan geti orðið okkur erfið, en það var kannski höfuðmálið við þennan flutning, að auka þjónustu við íbúa hvers sveitarfélags. Auðvitað kostar sú þjónusta eitthvað. Ég held samt að þetta eigi allt að geta gengið upp, ef menn eru jákvæðir. Sveitarstjórnarmenn vilja gera þetta eins vel og hægt er, og kenn- arar þurfa ekki að hafa áhyggjur ef þeir taka sömu afstöðu, og vinna með sveitarstjórnunum að þessu verkefni. Ég held að það sé stærsta málið, að kennarar hætti að hafa áhyggjur og reyni frekar að vinna með sveitarstjómum." 1.-5. flokks skólar Orð Atla Friðbjömssonar, oddvita í Svarfaðardal, endurspegla ef til vill það, sem margur hefur hugsað en færri viljað segja upphátt. Hann segir: „Ég geri ráð fyrir því að kröfumar til grunnskólans vaxi og kannski hef ég mestar áhyggjur af því að þegar grunnskólinn verð- ur kominn til sveitarfélaganna verði hægt að fara að gæðaflokka skóla, í flokka 1-3 eða 1-5. Hvar í flokki þeir lendi fari mest eftir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, eða þeim vilja sem þau hafa til grunnskólans. Ef menn hafa pen- inga, geta þeir gert sinn gmnn- skóla öflugri og svo gæti farið að mikill munur yrði milli nemenda í grunnskóla, sem ég myndi líta á sem mjög alvarlegt mál. Það er eitthvað sem ég held að menn geti orðið að búa sig undir.“ shv Dæmi um tilboð 25. júlí - 3. ágúst Grillbakki (rá KEA kr. 598,- ks 2 stk. KEA hamborgarar og brauð + Chupa kr. 189 pk. Grillnaggar frá KÞ kr. 349 pk. Meistara svínakótilettur kryddaðar kr. 798,- kg Bautabúrs svínakótilettur reyktar kr. 898,- kg KEA lambaframpartur sagaður í sneiðar kr. 498,- kg Mexíkósk salsapylsa kr. 629,- kg M&M samlokur kr. 129,- stk. Gub saltkex 150 g kr. 42,- pk. Bugles 175 g kr. 142,- pk. Kellogg7s Coco Pops 375 g kr. 168,- pk. Haust kex 2x250 g kr. 177,- pk Burtons Snap Jack Country kr. 79,- pk. Göteborgs Ballerina kr. 92,- pk. Gulur Bragi 500 g kr. 275 pk. Hunt7s tómatsósa 1130 g kr. 148,- Hunt's BBQ Original 510 g kr. 108,- Stjörnupopp 90 g kr. 59,- MUNIÐ SUMARLEIK KEA NETTÓ Þú kaupir 3 vörutegundir merktar Sumarleikur KEA Nettó skrifar nafn og símanúmer aftan á kassakvittun og setur í kassann. 1. vinningur Iielgarferð til einhverrar stórborgar í Evrópu. 2. til7. vinningur karfa full af vörum úr KEANeitó Þegar þú verslar ódýrt Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30 Laugardaga kl. 10-16 - Sunnudaga kl. 13-17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.