Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 7
HVAÐ E R A£> CERAST? Föstudagur 2. ágúst 1996 - DAGUFt - 7 Veflist í Galleríi AllraHanda Föstudaginn 2. ágúst verður opn- uð sýning á veflist eftir Guðnýju G.H. Marinósdóttur. Sýningin er þema við ljóð eftir Guðnýju og sámanstendur af röð mynda, sem allar eru ofnar úr jurtalituðu bandi. Sýningin stendur til 15. ágúst og verður opin á opnunaríma Galleríi AllraHanda. Bogomil Font og Geirmundur á HótelKEA Hin vinsæla hljómsveit Milljóna- mæringamir ásamt Bogomil Font skemmtir gestum Hótels KEA á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Bogomil Font er nýlega kominn frá henni Ameríku, þar sem hann hefur safnað þreki. A laugardags- og sunnudagskvöld mætir svo Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar og heldur uppi fjörinu. Herramenn á Oddvitanum Að vanda verður mikið um að vera á Oddvitanum um helgina. Alla verslunarmannahelgina sér hljómsveitin Herramenn um að skemmta gestum á Oddvitanum, m.ö.o. í kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöld. Öll þessi kvöld verður opið til kl. 04. Aldurstak- mark er 20 ár og snyrtilegur klæðnaður áskilinn. Hallsteinn sýnir á Kópa- skeri Á laugardag og sunnudag, 3. og 4. ágúst n.k., verður Hallsteinn Sig- urðsson, myndhöggvari, með sýn- ingu í Grunnskólanum á Kópa- skeri, og verður sýningin opin frá kl. 14:00-18:00 báða dagana. Á sýningunni verða tíu myndverk úr steinsteypu auk ljósmynda. Hall- steinn Sigurðsson nam við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands auk framhaldsnáms í Englandi. Hann hefur haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Meðal verka eftir Hallstein Sig- urðsson er „Ægir“, minnisvarðinn um drukknaða sjómenn, sem stendur við Húsavíkurkirkju. GKJ Danskur fiðluleikarí á sumartónleikum Elisabeth Zeuthen Schneider, fiðluleikari frá Danmörku, held- ur tónleika í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit annað kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 21 og í Akur- eyrarkirkju nk. sunnudag, 4. ágúst, kl. 17. Tónleikamir í Reykjahlíðarkirkju eru þeir 40. sem haldnir eru þar í tónleika- röðinni Sumartónleikar á Norð- urlandi. Á efnisskránni verða verk eft- ir Sergeij Prokofiev, Áskel Más- son, Anders Nordentoft og J.S. Bach. Elisabeth Zeuthen Schneider nam við Det Kgl. Danske Musikkonservatorium í Kaupa- mannahöfn hjá Milan Vitek og Endre Wolf. Hún stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum hjá Stanley Ritchie í Bloomington og Isidore Cohen í New York. Elisabeth hélt glæsilega Debut- tónleika árið 1981 og hefur síðan leikið einleik með öllum helstu hljómsveitum Danmerkur og hlotið fjölda danskra verðlauna og viðurkenningu fyrir leik sinn. Hún hefur haldið einleikstón- leika og leikið kammertónlist í Bandaríkjunum og á íslandi, m.a. með Tríói Reykjavíkur. Auk tónleikahalds kennir hún nú við Det Kg. Danske Musikkons- ervatorium. Elisabeth leikur á fiðlu sem smíðuð er árið 1701, af Giovanni Grancino í Mílanó. Sálin á Akureyri, Miðgarði og Vopnafirði Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leik- ur fyrir dansi í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld, og henni til full- tingis verða hljómsveitimar Sóldögg og Dj. Bigfoot. Á laugardag verður spilað í Miðgarði í Skagafirði, en þar verða sér- stakir gestir hljómsveitin Númer Núll frá Sauðárkróki. Að lokum heldur Sálin austur á Vopnafjörð og treður upp á Vopnaskaki. Síðasta sýningarhelgi á Sjávarháttum Sýningin Sjávarhættir hefur í allt sumar verið opin í íþróttahúsinu á Dalvík kl. 13 til 17, en nú dregur að lokum hennar og er síðasti opnunardagur nk. mánu- dagur, frídagur verslunarmanna. Á sýn- ingunni eru sýnd yfir 50 skipslíkön smíðuð af Grími Karlssyni auk fjölda áhalda tengd útgerð og fiskvinnslu. Mjög vel hefur verið látið af þessari sýningu og full ástæða til að hvetja fólk til að missa ekki af þessu síðasta tæki- færi til að berja hana augum. Kafflsala í Tunguseli í Svarfaðardal Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Tilraun í Svarfaðardal hafa á undanfömum ámm selt kaffi í réttarhúsinu við Tungurétt um verslunarmannahelgina, sem nefnist Tungusel, og svo verður einnig nú. Kvenfélagskonur þar selja kaffi sunnu- daginn 4. og mánudaginn 5. ágúst kl. 14 til 17 báða dagana. Kaffihlaðborð í Brekku Um verslunarmannahelgina, nánar til- tekið á sunnudag og mánudag, verður boðið upp á kaffihlaðborð á veitingahús- inu Brekku í Hrísey. Laufey sýnir á Hótel Hjalteyri Laufey Pálsdóttir sýnir verk sfn þessa dagana á Kaffihúsinu á Hótel Hjalteyri og verður síðasta sýningarhelgi um helgina. Verslunarmannahelgin á Café Olsen Ingi Gunnar Jóhannsson, trúbador, skemmtir gestum Café Olsen á Akureyri í kvöld og annað kvöld. Á sunnudags- kvöldið skemmta þeir Gunnar Tryggva- son og Júlíus Guðmundsson á Café 01- sen. Gönguferð um Innbæinn á sunnudag Á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í sumar fram til 20. ágúst er flutt Söng- vaka í Minjasafnskirkjunni frá kl. 21 til 22. Á Söngvöku em flutt sýnishom úr íslenskri tónlistarsögu. Flytjendur em Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjartarson. Miðaverð á Söngvöku er 600 krónur og er aðgangur að Minja- safninu innifalinn en það er opið sömu kvöld frá kl. 20 til 23. Næstkomandi sunnudag, 5. ágúst, verður boðið upp á gönguferð um Inn- bæinn og Fjömna undir leiðsögn. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi Hafnar- stræti 11 kl. 14 og gengið um elstu hluta bæjarins. Þátttaka í gönguferðinni er fólki að kostnaðarlausu. Minjasafnið er opið um verslunar- mannahelgina eins og alla aðra daga frá kl. 11 til 17 og að auki á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá 2. júlí til 20. ágúst frá kl. 20 til 23. Aðgangseyrir er 250 krónur en frítt er inn fyrir börn yngri en 16 ára og eldri borgara. Klippimyndir Jóns Laxdal sýndar í Varmahlíð Laugardaginn 3. ágúst kl. 14 verður opnuð í Galleríinu Lundi í Varmahlíð sýning á klippimyndum Jóns Laxdal Halldórssonar. Sýningin ber yfirskriftina „Dagbókarblöð“. Jón Laxdal er Akur- eyringur f. 1950 og hefur sýnt undanfar- in 10 ár bæði heima og erlendis. Sýning- in stendur til 20. ágúst og er opin alla dagafrákl. lOtil 18. Tom Cruise í Borgarbíói Meðal stórmynda verslunar- mannahelgarinnar í Borgarbíói á Akureyri er Mission-Impossible með Tom Cruise í aðalhlutverki. Leikstjóri myndarinnar er Brian De Palma, en í öðrum aðalhlut- verkum eru Jon Voight, Emanu- elle Béart, Jean Reno, Kristin Scott-Thomas, Ving Rhames og Emilio Estevez. Borgarbíó sýnir einnig Mon- keys, sem er leikstýrt af David Hogan, en hann er best þekktur fyrir að hafa stýrt upptökum á áhættuatriðum í Batman Forever og Alien 2. Þá má ekki gleyma myndinni Barbwire. 8 dvergar sýna í Ketilhúsinu Laugardaginn 3.ágúst kl. 14.00 opna 8 dvergar myndlistasýn- ingu í Ketilhúsi á vegum Lista- sumars. Dvergamir 8 em óþekkt stærð í myndlistarelítu þjóðarinn- ar og lausir við allt dramblæti og stórmennskubrjálæði í mynd- verkum og mannlegri hegðun. Erfitt er að staðsetja þá í ismum þar sem verk þeirra eru hvorki maximal né minimal. Frekar væri hægt að flokka þau undir medimalisma með hugmynda- fræðilegu apstrakti og súrreílísku ívafi með örlitlu af þjóðemis- kennd og rembu. Kemur það meðal annars fram að 8 dvergar eru allir karlkyns og telja sig langskólagengna í myndlistinni. Flestir hafa sýnt verk sín áður hér heima og erlendis, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi hópur af dvergum kemur saman og sýnir. Þeir sem vilja kynnast verkum þeirra geta farið á Inter- netið og skoðað verk eftir þá og fengið frekari upplýsingar. Slóð- in er: http://www.islandia is/~8dwarfs/index.html. Sýningin stendur til 25. ágúst og eru allir velkomnir á opnun svo og á meðan sýningin stendur yfir. Fiðla og víóla í Deiglunni Sunnudagskvöldið 4. ágúst kl. 20:30 halda systkinin Sigurbjöm Bemharðsson fiðluleikari og Svava Bemharðsdóttir vióluleik- ari tónleika í Deiglunni á Akur- eyri. Á efnisskránni em verk fyr- ir einleiksfiðlu og einleiksvíólu ásamt dúettum fyrir bæði hljóð- færi. Meðal höfunda á efnis- skránni eru Paganini, Kreisler, Mozart, Bartok og Mist Þorkels- dóttir. Þau hafa bæði getið sér gott orð fyrir leik sinn og era bæði í hópi bestu tónlistarmanna yngri kynslóðarinnar. Sigurbjöm stundar fiðlunám í Chicago hjá S. Askenasí (fyrstu fiðlu Vermeerkvartettsins) og er einn þeirra sem komust í úrslit tónvakans, keppni ungra einleik- ara nú fyrir skömmu. Svava er búsett í Slóveníu og leiðir víólur í slóvensku fílharm- oníunni, hún lauk doktorsnámi frá hinum heimsþekkta tónlistar- háskóla Juilliard í New York.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.