Dagur - 17.08.1996, Page 3

Dagur - 17.08.1996, Page 3
FRETTIR Laugardagur 17. ágúst 1996 - DAGUR - 3 Umhverfisstjóri Akureyrar í grein í Berlingske Tidende: Danskir sjómenn of gráðugir - segir Arni Steinar og fer hörðum orðum um veiðar Dana á „gráa Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Akureyrarbæjar, fer hörðum orðum um afstöðu Dana í Kolbeinseyjardeilunni svonefndu, í grein sem birtist í danska stórblaðinu Berlingske Tidende í fyrradag. Greinin ber yfirskrifina „Danskir sjómenn eru of gráðugir“. „Það er útsker- ið Kolbeinsey, fyrir norðan ís- land, sem skapar þetta gráa svæði. Eyjan er viðmiðunar- punktur í íslensku landhelginni. Danir vilja ekki viðurkenna eyj- una og því skapast þetta gráa svæði á hafsvæðinu mill Dan- merkur og íslands,“ segir Árni Steinar meðal annars í grein sinni. Og hann heldur áfram: „Stærsta vandamálið er sala Grænlendinga á loðnukvóta til ríkja ESB og Noregs. Það gefur þeim löndum tilefni til að senda skip sín inn í grænlensku lögsög- una og á Reykjaneshrygg. Við Is- Danske fiskere for grádige Ul.NÍ StllNAR ÍNSSON kHr/cf ivtlitr c£ míljo rtyri kommunt ii \ enne Jttikel er staevet son*. ivj.- tíl forawiien tor Oiiuk Hskerí- “yhaiöo it rorh tncUe omjín Míyen, öa m«n foslunölKÍe mefl r.ordm*nflen- fle om Bitgranijnd. Detw «r teglttre- ret I ptntest ín Isimes retering pt dctte tiflípanw. 0«gf»nlind er ntettín ubebygget. Dereringen h»vn if betyflning. Hivet mellem lslwd ðg Cnanlinfl hastes if liUnflske triwiere plus tle trjwlerfir- mier, som det gtenlintslie hjemme- nomi er vmfl i Ibrholtl tll, hvíd den ttlartdske befslkning tur levet med. Jungleloven mi derfor Ikke Indtrsede, og selv om otte-tl fiskekuttire fri Hlrtshils. Esbjerg og Skigin ml lede efter hurtíge indtomster for it ekll- Itirt. ton flet 1 den store simmen- h»ng ikke v»re v*sentllgt. Vi her I Islinfl hir«simfunfl it forsvjre. svæðinu“ svokallaða lendingar höfum áhyggjur af þeim fiskveiðum og því óskipulagi á veiðunum sem Grænlendingar viðhafa. Aukið eftirlit frá íslandi á þessum miðum hefur haft mikinn kostnað í för með sér. Þrátt fyrir það er Ijóst að hinir aðkomnu skipstjómarmenn eiga til að laum- ast yfir mörkin og inn í íslensku lögsöguna. Og eftirlit með veiðun- um er því vægast sagt erfítt. Fiskveiðar með nútíma tækna eru ekki svo ósvipaðar jarðyrkju. Okkur, sem berum ábyrgð á hin- um stóru fiskisvæðum, ber að gæta varúðar - þannig að við get- um veitt í framtíðinni í sátt við náttúmna. Þeir sem bestan ásetn- ing hafa gagnvart því að gæta verðmæta hafsins, er það fólk sem býr við sjávarsíðuna og veit af reynslu að ofveiði leiðir til pen- ingalegrar og samfélagslegrar upplausnar,“ segir Ámi Steinar Jóhannsson í grein sinni í Ber- lingske Tidende. -sbs. Leikskólinn Flúðir á Akureyri: Ný deild tekin í notkun Ný deild verður opnuð á Leik- skólanum Flúðum 1. september næstkomandi. Með henni ijölgar leikskólarýmum um 22 á Akur- eyri en 44 hálfsdagsrýmj verða við deildina. Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri leikskóladeildar Akureyrarbæjar, segir að nýja deildin sé staðsett í kjallara leikskólans en það rými hafi ekki verið nýtt undir neina ákveðna starfsemi og því hafi ver- ið ákveðið að breyta húsnæðinu til að hægt væri að koma upp deild. Þessi hugmynd að nýtingu kjallar- ans kom fram þegar unnið var að úttekt á leikskóladeild Akureyrar- bæjar 1993. Þegar árið 1993 var ákveðið að nýta kjallara Síðusels undir viðbótarstarfsemi og fá leik- rými í kjallara en breytingar á Flúðum voru látnar bíða. Ingi- björg segir að þegar byggingu Leikskólans Kiðagils hafi lokið hafi fengist fjárveiting til þess að koma upp nýrri deild á Flúðum ásamt viðbyggingu við Leikskól- ann Lundarsel. Farið hafi verið í framkvæmdir á Flúðum sem nú sé að verða lokið og hafi allur leik- skólinn verið endurbættur sam- hliða framkvæmdum við nýja deild í kjallara. Það hafi verið nauðsynlegt því með fleiri böm- um á leikskólanum hafi þurft að bæta aðstöðu þeirra og starfsfólks. Gert er ráð fyrir að biðlisti eftir leikskólarými verði um hundrað börnum styttri um áramótin 1996- 1997 en hann var um síðustu ára- mót og segir Ingibjörg að þá verði um 300 böm á biðlista. Þarna muni um nýtt húsnæði en einnig urn hagræðingu sem gerð var á síðastliðnum vetri í kjölfar nýrrar Iðnaðarnienn hafa unnið hörðum hundum undanfarið við innréttingu nýrrar deildar á neðri hæð leikskólans Flúða á Akureyri. Verkinu miðar vel og verður deildin tekin í notkun 1. september nk. Mynd: BG reglugerðar, einnig hætti nú í leikskólum bæjarins, eða 286 haust mjög stór árgangur bama á böm. hbg DFFU-togarinn Wies- baden meö 200 milljóna króna aflaverðmæti - tryggingafélagið greiddi 15 miiljónir DM vegna bruna Mainze Togarinn Wiesbaden, sem eru í eigu Deutsche Fischfang Union (DFFU), landaði grálúðu í vik- unni í Þýskalandi sem togarinn fékk á miðunum við Austur-Grænland og var aflaverðmætið eftir 10 vikna túr 4,5 milljónir þýskra marka, eða lið- lega 200 milljónir íslenskra króna. Togarinn Cux- haven sem er frá sömu útgerð er einnig við Austur- Grænland en DFFU er í meirihlutaeigu Samherja hf. á Akureyri. Togarinn Mainze, sem brann í höfninni í Cuxhaven fyrr á þessu ári hefur fengist bættur af tryggingafélag- inu eftir töluvert þref um bótaupphæð en togarinn eyðilagðist í eldsvoðanum. Tryggingaupphæðin er 15 milljónir þýskra marka, eða um 680 milljónir króna, en hann var metinn á 22 milljónir þýskra marka, eða urn 990 milljónir króna. Tryggingaupphæðin þótti vart ásættanleg af hálfu eigenda, en lengra varð ekki komist í samingunum við tryggingafélagið. Færeyski togarinn Akraberg FD-10, í eigu Framherja hf., dótt- urfyrirtækis Samherja hf., hefur verið í leigu hjá DFFU, m.a. vegna áðumefnds eldsvoða, og hefur tog- arinn verið á úthafskarfaveiðum við Grænland og afl- að þokkalega. Þar verður hann fram í nóvembermán- uð en heldur þá líklega til veiða í Barentshaf, en tog- arinn á kvóta frá Færeyjum í rússnesku lögsögunni. Þrír togarar Samherja hf. eru á úthafskarfaveiðum við Grænland; Baldvin Þorsteinsson EA-10, Víðir EA- 910 og Akureyrin EA-110. Viðræður um kaup á Friðþjófi hf. Samherji hf hefur átt í viðræðum um kaup á útgerðar- og fiskverkunarfyrirtækinu Friðþjófi hf. á Eskifirði en kaupin eru ekki enn frágengin. Unnið er að því að ná samkomulagi og er jafnvel búist við því að það gerist á allra næstu dögum. Friðþjófur hf. hefur m.a. verið með sfldarvinnslu, þ.e. saltað og flakað sfld, auk út- gerðar á 256 bt. bát, Sæljóni SU-104, sem hafði í upp- hafi kvótaárs 749 tonna þorskígildiskvóta. GG Skólastjórinn á Blönduósi: Ráðinn á Selfoss Páll Leó Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi, hefur verið ráðinn skólastjóri Sandvíkurskóla á Selfossi. Gengið var frá þessu í bæjar- ráði Selfoss í fyrrakvöld. Að sögn Ingunnar Guð- mundsdóttur, formanns skóla- nefndar á Selfossi, var Páll Leó valinn úr hópi sex um- sækjenda þegar Snæbjöm Reynisson, skólastjóri á Hofs- ósi, gekk af skaftinu eftir að hafa verið ráðinn skólastjóri í Vogaskóla á Vatnsleysuströnd. Ekki náðist í Pál Leó Jónsson vegna þessa máls í gærmorg- un. Samkvæmt þessu vantar nú - þegar röskar þrjár vikur eru í upphaf skólaárs - stjómendur að þremur norðlenskum gmnn- skólum; á Blönduósi, Hofósi og Þórshöfn. -sbs. Húsavík: Þrír sækja umstöðu yfirlögreglu- þjóns Umsóknarfrestur um stöðu yfirlögregluþjóns við Sýslu- mannsembættið á Húsavík, rann út þann 14. þessa mán- aðar og bárust þrjár umsókn- ir um stöðuna. Umsækjendur em: Jónas M. Wilhelmsson lögreglufulltrúi á Eskifirði, Ragnar Þór Ámason, aðstoðarvarðstjóri í Reykjavík, og Sigurður Brynjúlfsson, varðstjóri á Húsavík. Ekki er endanlega ljóst hvenær gengið verður frá ráðningu nýs yfír- lögregluþjóns.en fráfarandi yfirlögregluþjónn, Þröstur Brynjólfsson, hefur verið ráð- inn til Selfoss. GKJ Ársþing SSNV: Skóla- og at- vinnumál rædd Ársþing Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra verður haldið dagana 23. og 24. ágúst nk. að Löngumýri í Skagafirði. Aðalmálefni þingsins verða málefni grunnskólans, tekjutilfærsla frá ríki til sveitarfélaga vegna yftrfærslu grunnskól- ans, ný reglugerð um Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga og Qár- hagsleg áhrif af sameiningu sveitarfélaga. Einnig verða erindi og umræður um at- vinnumál á Norðurlandi vestra. „Grunnskólamálin er það sem brennur á sveitarstjómuni núna og þama verður komin einhver reynsla á hvemig flutningurinn á gmnnskólanum til sveitarlelaganna kemur út. Einnig erum við að tengjast evrópsku atvinnuátaki og Sig- urður Tómas Björgvinsson mun gera grein fyrir því starfi. Einnig er hér starfandi at- vinnumálanefnd og Lárus Jónsson mun gera grein fyrir störfum hennar,“ sagði Bjöm Sigurbjömsson, formaður SSNV. HA Eyjafjarðarsveit: Gert við Hrafna- gílsskóla Opnuð hafa verið tilboð í um- fangsmiklar múr- og sprungu- viðgerðir á heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar- sveit. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í næstu viku. Fyrirtækið Petra ehf. á Akur- eyri var lægstbjóðandi í verkið, en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæplega 2,9 millj. kr. Gengið var að tilboði þessu, að sögn Péturs Þ. Jónssonar, sveitarstjóra í Eyja- fjarðarsveit. -sbs. Eyjafjarðarsveit: Ekið á kú Ekið var á kú skammt sunnan við bæinn Akur í Eyjafjarðar- sveit í gærmorgun. Kýrin drapst skömmu eftir óhappið að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin slys urðu á fólki í þessu óhappi en bifreiðin er mikið skemmt og jafnvel talin ónýt - enda eru kýr mikil flykki og af hlýst mikill hnykkur ef á þær er ekið. -sbs.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.