Dagur - 17.08.1996, Side 9

Dagur - 17.08.1996, Side 9
Laugardagur 17. ágúst 1996 - DAGUR - 9 Kísiliðjan heldur upp á 30 ára afmæli: bjóðum víð 17 sorta sveitahlað' frá kl. 15-17 laugat og sunnudag. Vexvb Vetkomin! NÚ EÐfl HLDREI Opið hús á morgun Opið hús verður í Kísiliðjunni í Mývatnssveit á morgun, sunnu- daginn 18. ágúst, í tilefni 30 ára afmælis fyrirtækisins. Opið verður fyrir almenning frá kl. 12. á há- degi til kl. 5 síðdegis og verður verksmiðjan í fullum gangi auk þess sem grillað verður fyrir gesti og hestar og leiktæki fyrir böm. Kl. 14. hefst dagskrá með ávarpi stjómarformanns félagsins, Hreið- ars Karlssonar. Þá segir Guðrún Sigurðardóttir, nýútskifaður arki- tekt frá París, frá lokaverkefni sínu um útlit og umhverfi Kísiliðj- unnar, lónsins og Bjarnarflags. Að lokum flytur framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Bjarni Bjamason, ágrip af sögu fyrirtækisins. Sérstaða Mývatns Kísiliðjan var stofnuð 13. ágúst 1966. Aðalstofnendur voru ríkis- sjóður Islands með 51% hlut og bandaríska fyrirtækið Johns-Man- ville með tæp 49%. Kísiliðjan vinnur hráefni sitt úr setlögum á botni Mývatns. Bjarni Bjarnason segir að ekki sé vitað til þess að hliðstæð vinnsla fari fram annars staðar í heiminum. „Mývatn hefur mikla sérstöðu meðal stöðuvatna á norðlægum slóðum, vatnið er allt mjög grunnt, sólarljós nær því alls staðar til botns og lífauðgi er með fádæmum. Það sem einkennir lífið í vatninu öðru fremur er mikill vöxtur og víðgangur vatnaþör- unga. Kísilgúr myndast úr skeljum dauðra kísilþörunga, en skeljamar mynda nokkurra metra þykkt set- lag á botni vatnsins. Skeljamar em að mestu úr kísilsýru en hún er ættuð úr jarðhitavatni sem streym- ir neðanjarðar í Mývatn frá jarða- hitakerfi Kröflueldstöðvarinnar. Því má segja að Krafla ljái kísil- þörungunt í Mývatni byggingar- efni í skeljar sínar. Nýmyndun kísilgúrs í vatninu er talin nema um 11 þúsund tonnum á ári hverju en til samanburðar má benda á að meðalframleiðsla Kísiliðjunnar er um 23 þúsund tonn af fullunnum afurðum á ári og til þess notar hún rúm 30 þúsund tonn af kísilleðju,“ segir Bjarni. Notagildi kísilgúrs Botnleðjunni er dælt úr Mývatni á surnrin meðan vatnið er íslaust. Gosaska og foksandur eru skilin úr leðjunni en gúmum síðan safn- að í hráefnisþró til vetrarins. A hverjum degi er leðju dælt úr þrónni til verksmiðjunnar þar sem efni er þurrkað, brennt, malað, flokkað og pakkað í 11 mismun- andi framleiðslutegundir. Bjami segir að kísilgúr sé notaður á fjöl- breyttan hátt í iðnaði. Hann er einkum til síunar á vökva, sem slípiefni og sem fylliefni. Þannig er bjór síaður gegnunt kísilgúr fyr- ir átöppun en kísilgúr er einnig notaður til síunar á sykurvökva, matarolíu, flugvélabensíni og blóði í blóðbönkum svo nokkur dæmi séu nefnd. Sem slípiefni er gúrinn notaður í tannkrem og bón og sem fylliefni í málningu, snyrtiefni og lyf,“ segir Bjarni. Mikil framleiðsluaukning Sala á kísilgúr hefur aukist veru- lega tvö undangengin ár og er þar einkum að þakka almennri upp- sveiflu á mörkuðum í Evrópu. Af- koma Kísiliðjunnar er góð og er fyrirtækið betur undir það búið að mæta hugsanlegri sölutregðu en áður hefur verið. Framleiðsla hef- ur aukist úr 299 tonnum á hvert ársverk árið 1993 í 543 tonn árið 1995 eða um 82% á tveimur árum. Sala kísilgúrsins er í höndum hins erlenda hluthafa, sem nú heit- ir Celite eftir kaup á hlut Johns- Manville árið 1991. Bjami segir að Celite reki 10 kísilgúrverk- smiðjur í 4 heimsálfum og sölu- netið spanni hnöttinn. „Áhætta Kísiliðjunnar á markaðnunt er því minni en ella og salan ekki háð beinum samningum við fáa kaup- endur. Framleiðslan hefur náð góðri fótfestu á mörkuðum í Evr- ópu og nýtur viðurkenningar sem gæðavara meðal viðskiptavina. Félagið notar innlent hráefni í framleiðslu sína, innlenda orku og íslenskt starfsfólk en framleiðslan er nær öll flutt út.“ Náttúra og umhverfi Umhverfismál eru í brennidepli í iðnríkjum heims. Síauknar kröfur em gerðar um varúð og virðingu í allri umgengni við náttúru og um- hverfi. Maðurinn gengur stöðugt á einnota auðlindir jarðar og eykur nýtingu á öðmm. Bjarni segir að Kísiliðjan sé nú að leita að nýjum vinnsluaðferðum í vatninu sem fari mýkri höndum um botngróð- urinn. Einnig sé verið að vinna að úrbótum í túliti verksmiðjunnar, útblæstri og frárenssli og mark- miðið sé að sníða starfsemina þannig að afar viðkvæmri náttúru Mývatnssveitar að nást megi sátt um starfsemina til frambúðar. / Síöustu hlaðborð sumarsins Haustið nálgast. Um helgina er síðasta tækifærið til að njóta glæsilegra kvöldverðarhlaðborða hjá okkur. Verið velkomin laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 19. Borðapantanirísíma462 1772. Kaffihlaðborð með fjölbreyttu úrvali frá kl. 15 á sunnu- dag. Ýmsir smáréttir, grænmetisréttir, heimabakað brauð, hnallþórur, bamakökur og aðrar glæsilegar kökur. Missið ekki afþessu síðasta tækifæri og lítið inn. V Hótel Edda Þelamörk /7 / / I I % ð Hötum áhveðið að framlengja útsöluna um eina vihu 20-50% afsláttur. zcco líka M.H. Lyngdal \ Hafnarstræti - Sími 462 3399 V /./ /./ / > \ \ v V. / UTSALA - UTSALA 30-70% AFSLÁTTUR HRISALUNDUR - fyrir þig! Odýrara ert þig grunar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.