Dagur - 24.08.1996, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1996
Hólmkell er fæddur á Akureyri
árið 1961 en ólst upp á Sval-
barðsströnd. Eiginkona hans er
Kristín Sigursveinsdóttir og eiga
þau tvö börn, Svein 7 ára og
Hiddu 4 ára. Er sagt um Hólmkel
í Carmínu menntskælinga að
hann hafi snemma orðið mikill
athafnamaður og gjafmildur með
afbrigðum og nægi helst að nefna
í því sambandi framlag hans til
Barnaskóla Svalbarðsstrandar þar
sem hálfur efrigómur hans er
greyptur í gólfflísar. Eftir þessa
fómfysi Hólmkels settist hann á
skólabekk við Menntaskólann á
Akureyris og stúdent varð hann
frá skólanum 1980. Að loknum
menntaskólaárunum fór Hólmkell
að marka sér ákveðna braut í líf-
inu, sem hann hefur ekki vikið af.
Nágranni hans á þeim árum,
Amtsbókasafnið, hafði meiri áhrif
á hann en búast mátti við og að
lokum leiddi vinskapur þeirra og
nábýli til þess að Hólmkell hóf
nám í bókasafnsfræðum við
Háskóla íslands árið 1982. Hann
stundaði nám við Danska bóka-
varðaskólann á árunum 1985 til
1986 á milli þess sem hann
skrifaði lokaritgerð sína frá HI og
hefur á árunum frá útskrift sótt
reglulega endurmenntunarnám-
skeið í bókasafnsfræðum sem
hann telur nauðsynlega öllum
hókasafnsfræðingum sem vilja
fylgjast með örri þróun fræðanna.
Bókasafnið er
homsteinn lýðræðis
Amtið ákveðinn griðastaður
Hólmkell segir að hann hafi á
bamsaldri ekki verið bókaormur
og bókasafnið ekki farið að heilla
hann að einhverju ráði fyrr en eftir
að menntaskólaárunum lauk. „Ég
bjó í næsta húsi við Amtsbóka-
safnið að loknu stúdentsprófi úr
MA og það var ekki fyrr en þá
sem ég fór að finna fyrir áhuga á
bókasafnsfræðinni. Amtsbóka-
safnið varð á þessum árum griða-
staður minn og það að vera þama
kveikti hjá mér áhuga á bóka-
safnsffæðum og upplýsingagrufli.
Síðar fékk ég sumarvinnu á safn-
inu og það sannfærði mig um það
að leggja stund á þessa grein og úr
varð að ég hóf nám í Háskóla ís-
lands haustið 1982.“
Eftir það varð ekki aftur snúið
og Hólmkell hefur, allar götur síð-
an, unnið sem bókasafnsfræðing-
ur. Árið 1989 hóf hann störf á
Amtsbókasafninu á Akureyri sem
fulltrúi amtsbókavarðar og í dag
er hann á þeim tímamótum að
vera að íaka við starfi amtsbóka-
varðar.
„Þegar ég var ráðinn fulltrúi
amtsbókavarðar, þá var ég eini
bókasafnsfræðingurinn sem starf-
aði við safnið. Þetta starf hefur
verið fjölbreytt og í því falist að
aðstoða amtsbókavörð í hans
störfum og einnig leysa hann af í
fjarveru hans. Það að hafa starfað
sem aðstoðarmaður veitir mér
ákveðna og nauðsynlega reynslu
til að takast á við hið nýja starf
sem ég hef nú þegar tekið við að
hluta, en ég tek alfarið við starfmu
í byrjun september.“
Amtsbókasafnið á að
höfða til allra. Safnið
er fyrir alla og þannig
vil ég hafa það. Til
þess að svo verði
áfram þarf að fylgjast
vel með því sem er að
gerast í bænum, íbúa-
skiptingu og aldurs-
skiptingu, því með þá
þætti í huga er hægt
að sníða safnið að
þörfum flestra.
Safnið er fyrir alla
Hólmkell segir að hann hafi alltaf
haft áhuga á starfi amtsbókavarð-
ar, enda um góða stöðu að ræða
fyrir bókasafnsfræðing á Akur-
eyri, en þrátt fyrir það hafi hann
ekkert farið að hugsa um starfið
fyrr en það var laust til umsóknar.
„Ástæða þess að ég sótti um starf
amtsbókavarðar var áhugi minn á
því starfi, ég þekkti það í gegnum
fulltrúastarfið en einnig vissi ég
að ég hafði það sem þarf til að
sinna því. Það sem heillaði líka
var að þama var tækifæri fyrir
mig til þess að koma fram með
mínar hugmyndir tengdar bóka-
safnsfræðunum og það er þáttur
sem gaman verður að takast á við
í samvinnu við starfsfólk safnsins.
„Það sem ég vil sjá í sambandi
við Amtsbókasafnið er að það
höfði til allra. Safnið er fyrir alla
og þannig vil ég hafa það. Til þess
að svo verði þarf að fylgjast vel
með því sem er að gerast í bæn-
um, og þá á ég við íbúaskiptingu
og aldursskiptingu bæjarins, því
með þá þætti í huga er hægt að
sníða safnið að þörfum flestra.
Akureyringum þykir vænt um
safnið sitt og gera kröfur til þess
- Hólmkell
Hreinsson,
nýráðinn
amtsbóka-
vörður,
ræðir um
nýja starfið
og því þurfum við hér á safninu
að bjóða góða þjónustu og reyna
eftir fremsta megni að sinna þess-
um þörfum," segir Hólmkell.
Velvilji í garð safnsins
Starfi amtsbókavarðar fylgir dag-
legur rekstur safnsins, margir
stjómunarþættir ásamt bæjarstofn-
unarþáttum, en einnig segir Hólm-
kell að það sé í hans verkahring
að fylgjast með því hvað safngest-
ir vilji og hvemig starfsfólk safns-
ins vilji hafa vinnustaðinn sinn.
Aðspurður um það hvemig honum
lítist á það að fara að sinna bæjar-
stofnunarþáttunum, segir hann að
þeir séu ekki eins slæmir og af er
látið. „Bæjarkerfið á Akureyri er
mjög gott á landsmælikvarða og
hér er verið að gera marga góða
hluti í bæjarmálunum. Þrátt fyrir
að bærinn hafi það orð á sér að
vera helst til íhaldssamur þá er
hann jafnframt ótrúlega framsýnn
sem sést til að mynda á mörgum
nýjum embættum hjá bænum. Ég
hef því engar áhyggjur af því að
þurfa að fara að eiga við kerfið og
þvert á móti hef ég fundið fyrir
miklum velvilja í garð safnsins,
hvort sem er frá bænum eða bæj-
arbúum sjálfum.“
Hólmkell er ekki óvanur því að
standa í bæjarmálunum því hann
hefur verið varaformaður Starfs-
mannafélags Akureyrar undanfar-
in ár. Hann segir það starf hafa átt
vel við sig. „Það embætti hæfir
mér ágætlega því í seinni tíð hef
ég haft mikinn áhuga á kjaramál-
um á íslandi. Þetta er að vísu bar-
átta sem erfitt er að fást við því
yfirleitt fæst litlu áorkað.“ Hólm-
kell segir að hann hafi öðlast
mikla reynslu af því að sitja í