Dagur - 24.08.1996, Qupperneq 9
Laugardagur 24. ágúst 1996 - DAGUR - 9
1963 þegar við Svana bjuggum á
Ólafsfirði. Jú, það eru oft erfið
sjóveður héma.“ Og talið berst að
öðru sjóslysi sem varð miklu fyrr
og þar með fæddist frægur draug-
ur.
„Kleifarhomsdraugurinn hefði
nú oft getað komið upp að manni
þegar maður var að berjast héma í
illviðrum," segir Jón og hlær. Og
Sigurfinnur: „Það hafa jú oft verið
réttu skilyrðin fyrir draugsa.“ Jón
vill ekki gera mikið úr draugasög-
unni en lætur til leiðast að segja
hvemig hún er tilkomin. „Það
fórst skip hérna á Múlanum sem
hét Gefjun og var frá Siglufirði.
Afi minn finnur síðan lík af manni
en það var aðeins hálfur skrokkur-
inn. Hann bar líkið heim og kom
því fyrir á bakkanum og lét vita.
Pabbi fullyrti alltaf að Kleifar-
hornsdraugurinn hefði orðið til í
þessu slysi. Þegar draugahræðslan
var við lýði var hægt að spinna
allt upp. Sniðugasta notkunin á
draugsa var þegar kertið var sett í
skaflinn héma út frá um jólin einu
sinni. Þá bjuggu nokkrir strákar til
holu í skaflinn og settu kertið í og
úr varð hin kyndugasta drauga-
birta. Svo voru einhverjar stelpur
á vesturleið sem aldrei þorðu
framhjá, handvissar um að draugsi
sæti fyrir þeim,“ og allir hlæja.
Norðaustanáttin leiðinlegust
„Það eru mildari veður en áður“,
segir Sigurfmnur. „Aðallega felst
breytingin þó í því að veðurfarið
er óstöðugra núna.“ Jón segist
muna eftir viku lil hálfsmánaðar
stórhríð þannig að ekki sá út úr
augum og síðan hafi komið jafn
langur kafli með frosti og stillum
kannski. „Já, nú er veður mislynd-
ara.“ Og Svana bætir við að ekki
sé eins hlýtt á sumrin og hér áður
fyrr. „Fjörðurinn liggur beint við
hafi þannig að maður fær að vita
fljótt af því þegar hann er að norð-
austan,“ segir Jón. „Jú, ætli norð-
austanáttin sé ekki leiðinlegust
segja Kleifabúamir fjórir að lok-
um.
Viðtal og myndir:
Marín Guðrún Hrafnsdóttir
Klcifarnar.
Ljóð eftirjón Ámason á Syðri-Á
sem hann orti nýlega.
Við útskagans svalvoga undrum skreytta
átti mitt hjarta skjól.
Þar sem í œsku óskimar mínar
yngstu ég haftnu fól.
Þar átti ég drauma og daga bjarta
við dásemd hins Ijúfa vors
sem ennþá geymist i minni mínu
meitlað til síðsta spors.
Ég undi þar löngum - um aftanstundir
- og einnig í morguns vin.
Sá daginn birtast af beði ncetur
við bjartasta sólarskin.
Enginn sem hefur við úthafið lifað
unir í dalanna ró.
Draumar mínir um dásemd lífsins
dvelja við nyrsta sjó.
Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, dóttir Svönu og Sigurfinns, orti óðinn
í tilefni að Kleifamóti 1991. Þessi mót eru haldin á þriggja ára fresti
og eru afar vinsæl.
„Mamma safnar öllu sem hún eignast meira en tvennt af,“ segir dóttir
Svönu og Sigurfinns, Ásta. Hér er Svana og flöskusafnið hennar en hún á
ógrynnin öll af kynlegum flöskum sem margar eru komnar langt að.
hvenær kæmu ljós fram í garð en
var þá að horfa í vitlausa átt og
hefði kolvillst hefði Sigurfinnur
ekki komið fljótlega." Jón segist
nú líka hafa týnt Ingibjörgu einu
sinni en bætir við að það hafi nú
verið hrekkur og hlær. Ingibjörg
keyrði sleðann yfirleitt sjálf þegar
hún þurfti að komast leiðar sinnar.
Vatn í krana og matur
í frystikistunni
Kleifabúarnir vilja ekki gera mik-
ið úr einangruninni. Þau hafa nóg
að starfa og segjast lítið finna fyrir
fámenninu. En hver er lengsti ein-
angrunartíminn sem þau muna eft-
ir? „Það eru fimm vikurnar í
fyrra“, segir Svana. „Það er með
því lengsta frá því farið var að
moka hingað." Og Jón segir að
það sé ekki mjög langt síðan farið
var að moka reglulega. „Annars er
þetta miklu fljótlegra núna með
þessum stórvirku vélum og snjó-
blásurum."
Hvað með vistir eftir fimm
vikna ófærð? „Fólk var að hringja
og spyrja hvort allt væri í lagi, ég
sagði að það væri vatn í krana og
matur í frystikistunni og að ekkert
amaði að okkur,“ segir Svana. „Já,
og rafmagn,“ bætir Sigurfinnur
við. „Við höldum þeim gamla
sveitasið að birgja okkur upp af
mat á haustin.“ „Já, það er alltaf
nóg til að éta, það er aðallega
mjólkin,“ segir Jón en Svönu
finnst það nú ekki gera mikið til
þó vanti mjólk í nokkra daga.
Finnst öðrum þið ekkert ein-
angruð héma? Nú hlæja Kleifabú-
amir og segjast ekki skilja í að
margir séu að hugsa um það. Og
Sigurfinnur segir. „Það voru til
menn í bænum sem vildu flytja
okkur nauðug í burtu eða að öðr-
um kosti ekkert gera fyrir okkur.“
„Þeim fannst víst of dýrt að moka
þetta,“ segir Ingibjörg og Svana
bindur enda á umræðuna með því
að segja að þau hafi ekkert gefið
eftir. „Við ákveðum sjálf hvar við
viljum vera.“
„Við kunnum vel við plássið
og landslagið, - kyrrðina á stund-
um og stórhríðina á vetuma. Þetta
er allt saman sjálfsagður hluti af
lífinu," segir Jón. „Hér er líka gott
útsýni, hvað sagði ekki maðurinn
sem kom í heimsókn þegar hann
leit út um gluggann: „Þið þurfið
ekki málverkin á veggina héma.“
„Já, það er dásamlega fallegt
héma þegar gott er veður og heið-
skírt,“ segir Svana. „Kostirnir eru
ótvírætt þeir að maður er ekki fyr-
ir neinum, maður býr að sínu,“
segir Ingibjörg. „Hér hrekkur
maður ekki upp við neinn gaura-
gang.“ Og Jón bindur enda á um-
ræðuna með því að segja að það
felist visst frjálsræði í að búa á
Kleifum.
Kleifarhornsdraugurinn
„Maður hefur lent í vondum veðr-
um eins og allir sem stunda sjó,“
segir Sigurfinnur. „Einu sinni vor-
um við svo lánsamir að geta
bjargað fjórum mönnum sem lent
höfðu í sjávarháska," segir þá Jón.
„Þetta voru menn frá Dalvík en
bátinn átti Sigurfinnur.“ Og Sigur-
finnur heldur áfram með frásögn-
ina. „Þetta var í ofsaveðri árið
1 ý k u r í d a g
Ódýrara en þig grunar